Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 31

Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 31 Unaðsstundir og kílówattstundir ÞVÍ er nú mjög á lofti haldið, og vissulega með veigamiklum rökum, að í fossum landsins búi nokk- uð af framtíð okkar þjóð- ar, er byggist á þeim verð- mætum, sem mæld eru í kílówattstundum. En þar við liggur einnig brot af framtíðarhamingju þjóðar- innar, að hún gleymi því ekki, að í fossum landsins búa einnig verðmæti, sem ekki verða metin til fjár, en mælast í unaðsstundum (Sigurður Þórarinsson, prófessor, í „Fossar á ís- landi“. Reykjavík 1978). Fyrir nokkrum árum horfði ég á sjónvarpsfréttaþátt, frá CNN að mig minnir. Meðal efnis í honum var frásögn af mótmælastöðu framan við Hvíta húsið í Washington á vegum einhverra grasrótarsam- taka. Á skjánum birtist mynd af konu sem hélt á skilti sem á stóð með stórum bókstöfum: „Kill No Animals" (Drepið engin dýr) Önnur kona var að taka við skiltinu og hin, sem haldið hafði á því, gekk á brott. Fréttamaðurinn fylgdi henni eftir inn í stórmarkað þar sem hún keypti vænt flykki af nautakjöti. Hann lauk fréttinni með því að segja að ekki væri nú mikið samræmi milli athafna konunnar og orðanna á skiltinu sem hún hélt á. En kannske hafði hann konuna fyrir rangri sök. Kannske var henni eins farið og mörgum nútímamannin- um sem heldur að nautakjöt eigi upp- runa sinn í stórmörk- uðum. Eða gerir sér að minnsta kosti litla sem enga grein fyrir þeim ferli sem leiðir til þess að nautakjöt er fáanlegt í stór- mörkuðum. Og kannske er þessu fólki vorkunn. Nautakjöt er yfirleitt auðfengið í stór- mörkuðum. Hví skyldi fólk þá vera að ómaka sig á því að hugsa um hvernig það kemur þangað? Margir virðast líka trúa því að rafmagn eigi uppruna sinn í slökkvaranum eða innstungunni á Sjónarhornið er þröngt, segir Jakob Björnsson, „ekki um minn garð — fremur um garð nágrannans“. veggnum. Eða gera sér að minnsta kosti ekki neina rellu út af því hvern- ig það komst þangað. Og þeim er líka vorkunn. Þeim verður nær alltaf að trú sinni. Rafmagnið er yfirleitt alltaf til staðar þegar kveikt er á slökkvaranum eða tenglinum stungið í innstunguna. Er það ekki líka æðsta takmark hvers rafveitumanns að sjá svo til að allir geti daglega — eða oft á dag — sannreynt þessa trú ? Er ekki rafmagn hið hversdagsleg- asta af öllu hversdagslegu? Þeim mæta manni. sem samdi klausuna í upphafí þessa máls, hefur líklega fundist svo vera. Fyrir honum voru kílówattstundir og unaðsstundir allsendis aðskildir hlutir; jafnvel óskyldir; meira að segja kannske andstæður. En er það nú svo ? Við skulum skoða það aðeins nánar. Sú var tíðin, og er ekki mjög langt síðan^ að fátt var um kílówattstund- ir á Islandi. Fáir höfðu aðgang að rafmagni. Ailt fram yfir miðja þessa öld var mikill meirihluti fólks í sveit- um á Islandi án rafmagns. Það höfðu líka allir landsmenn verið fáeinum áratugum áður. Hið langa vetrar- myrkur hefur þrúgað íslendinga öld- um saman og er án efa ein helsta rót ýmissa sálarmeina sem jafnlengi hafa þjáð þjóðina og endurspeglast meðal annars ! ýmsum ógeðslegustu draugasögum sem um getur. Kuldinn í óhituðum híbýlum landsmanna hef- ur, ásamt lélegum húsakynnum, öld- um saman átt dijúgan þátt í slæmu heilsufari þeirra. Kannske verður við- horfi alþýðu manna til kuldans ekki betur lýst á annan hátt en með orð- um konunnar í þjóðsögunni: „Gott á skrattinn að sitja við eldinn.“ Og þótti þó myrkrahöfðinginn yfirleitt lítið öfundsverður. Líf manna var þrotlaust strit. Fátt Jakob Björnsson Borgarsljóra svarað AÐDRAGANDI að þessu svari mínu er sá að Reykjavíkurborg hefur aðstoðað nýtt fyrirtæki í Reykjavík (Vikur hf.), við að koma sér upp að- stöðu til vikurþurrkunar. Aðstoðin er í formi áhættuláns að upphæð 4 millj. kr. Frírri leigu á húsnæði fyrrum loðnubræðslunnar við Köilunarkletts- veg og eftirgjöf með greiðslur, þegar átti að fara að greiða húsaleigu. Umrætt fyrirtæki sneri sér síðan að þurrkun á sandblásturssandi, sem er brot á samkeppnislögum og hefur valdið Fínpússningu sf. umtalsverðu tjóni. Borgarstjóri framlengdi þó hú- saleigusamningnum um 4 mánuði eftir að borgarráð hafði rift honum, án vitundar borgarráðs, og án fyrir- vara um að fyrirtækið hætti þessum samkeppnislagabrotum. Borgarstjóri svarar mér í Morgun- blaðinu 6. mars sl. og segir þar, „Ég get ekki lagt mat á það hvort farið hafi verið í að selja aðra vöru. Það verður að fara fyrir Samkeppnis- stofnun eða hvernig svo sem menn vilja haga því. Það sem að mér snýr er að ég sá ekki ástæðu til að neita þessu fólki um þennan tímafrest og það var samþykkt samhljóða í borg- arráði, án nokkurs ágreinings." Með þessu er borgarstjóri að segja mér að skifta mér ekki af hennar gjörð- um, þó lögbrot séu, en vísar mér dómstólaleiðina, afar torsótta og seinfarna. Það er annars ótrúlegt hvað hægt er að koma fyrir mörgum ósannindum í jafnfáum orðum, því 26. janúar sl. hringdi borgarstjóri í mig og sagði meðal annars, að Vikur hf. væri með stóran samning um sölu á sandblásturssandi við öflugt fyrirtæki á Suðurnesjum, sem ég fékk síðar staðfest. „Borgarráð á að hafa samþykkt framlenginguna alveg samhljóða, en hefur aldrei samþykkt neitt í þá veru, það hef ég fengið staðfest, þrátt fyr- ir að borgarstjóri vilji ekki svara því opinberlega. í svargrein borgarstjóra í Morgun- blaðinu frá 11. mars sl. segir meðal annars. „Umtalsverðum tíma og fjár- munum hefur verið varið í að þróa og markaðssetja þessa afurð og fjöldi einstakl- inga hefur lagt aleiguna í þessar framkvæmdir.“ Ég sem eigandi Fín- pússningar s/f, get full- vissað borgarstjóra um það, að ég hef lagt aleigu mína í mitt fyrir- tæki og á ekkert annað, en borgarstjóri telur það greinilega í lagi, að valda mínu fyrirtæki fjárhagstjóni og ganga á mínar eigur. Er ég einhvers konar annars flokks Reykvíkingur? í grein sinni segir borgarstjóri einnig, að Ástdís, framkvæmdastjóri Vikurs hf., fullyrði að aðeins hafi verið seld- ur sandblásturssandur frá fyrirtæk- Er það stefna R-listans að hygla sérstökum fyr- irtækjum, segir Baldur Hannesson, sem biður um starfsfrið fyrir opin- berum aðilum. inu fyrir 1 millj. kr. samtals, en eins og fyrr segir í þessari gi’ein (stóri samningurinn ca. 3-4 millj.) vitum við bæði að þetta er ekki rétt og reyndar ansi langt frá því rétta. Borgarstjóri reynir jafnframt að geta sér til um heildarmarkað á sand- blásturssandi og telur hann vera ca. 10-20 millj kr. á ári. Þar sem fyrir- tæki mitt hefur framleitt sandblást- urssand í 25 ár veit ég, að markaður- inn er ca. 2.000 tonn á ári, en af því er ca. helmingur framleiddur af notendunum sjálfum, þannig að ca 1.000 tonn (ca 6 millj. kr.) eru seld frá „verksmiðjum“.(Fínpússning sf. hafði ca. 90 % af því, eða 900 tonn). Vikur hf. hefur undirboðið markað- inn um 30% í krafti nið- urgreiðslna frá Reykja- víkurborg og selt tonnið á ca. 6.000 kr. frá verk- smiðju, þannig að það sem við erum að tala nú um, er ca. 6 millj. kr á ári, en ekki 10-20 millj. Vikur hf. hefur nú yfirtekið markaðinn og er búinn að selja ca. 600 tonn á 7 mánuðum, að mínu mati, (ca 3-4 millj), en Fínpússning sf. nánast ekkert á sama tímabili, því við getum ekki og viljum ekki selja undir fram- leiðslukostnaði. Fín- pússning sf. hefur síðan í haust setið uppi með ca 150 tonn af óseljanleg- um sandblásturssandi, sem kostar okkur mikið lagerrými, en það væri best leyst á þann hátt að borgar- stjóri legði til kjallara ráðhússins undir sandinn, þar til ákveðið hefur verið hvort hún ætlar að halda áfram að bijóta landsiög á Fínpússningu sf., eða taka á málinu og leiðrétta þau mistök sem henni urðu á. Mín vegna má Reykjavíkurborg og borgarstjóri gefa Vikri hf. allt sem þá langar í, en ég fer aðeins fram á það að það fé sé ekki notað gegn mér og mínu fyrirtæki. Er ég of kröfuharður, á ég bara að þegja og deyja? Eða er það stefna R-listans að hygla einhveijum sérstökum fyrir- tækjum á kostnað annarra? Er það stefna R-listans að niðurgreiða vöru- verð til allra landsmanna á kostnað reykvískra skattgreiðenda? Því er ekki sest niður og reynt að leysa málin, þannig að allir geti verið sæmilega sáttir, eins og allt siðað fólk gerir. Ég vil fá lausn á þessu máli, serh fyrst, svo ég geti farið að sinna minu fyrirtæki. Eg á einnig rétt á því að fá starfsfrið fyrir opin- berum aðilum. Höfundur er framkvæmdíistjóri Fínpússningar sf. Baldur Hannesson var um tómstundir. Fátt um unaðs- stundir við að horfa á fossa þótt engar kílówattstundir væru þá til að trufla þá iðju. Þetta breyttist með tilkomu raf- magnsins. Mér er minnisstætt með hve miklum og innilegum feginleik fólk tók á móti því. Öllum fannst biðin eftir því of löng. Tvö orð komu öðrum fremur oft fyrir í allri umræðu um rafmagn og virkjanir: Birta og ylur. Andstæð orð við myrkur og kulda. Þá voru kílówattstundir og unaðsstundir svo sannarlega ekki andstæður. Og þótt jarðhiti sjái nú um að halda híbýlum okkar hlýjum í miklu ríkari mæli en rafmagn gerir ber að minnast þess að heita vatnið dælir sér ekki sjálft. Rafmagn þarf til. En .kílówattstundir rafmagnsins og annarrar orku breyttu ekki aðeins kjörum manna á heimilunum. Nú- tímalegt atvinnulíf er óhugsandi án rafmagns og mikillar orku yfirleitt. Og efnahagsþróunin á þessari öld hefur gjörbrejdt öllum lífskjörum íslendinga svo til hins betra að jafna má við byltingu. Yngri kynslóðin á íslandi á í mestu erfiðleikum með að setja sér fyrir sjónir kjör og lífs- hætti forfeðra sinna og formæðra í kringum 1930; fyrir rúmum 60 árum. Kílówattstundirnar hafa svo sannar- lega verið að verki að baki þessara breytinga. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu og fáar tómstundir hafa íslendingar á öllum öldum samt reynt að skapa sér unaðsstundir; ekki síst með andleg- um iðkunum; lestri og ritstörfum. En galli blandnar hljóta þær að hafa verið, unaðsstundirnar hans Bólu- Hjálmars, sitjandi við skriftir í hál- frökkri og kulda með pennastöngina bundna við fingur kreppta af gigt frá kulda og vosbúð árum saman. „Ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir“ kvað Matthí- as Jochumsson. Fáir voru þeir á hans dögum sem gátu tekið undir það með honum. Bólu-Hjálmaramir voru svo langtum fleiri. Nú er þetta svo breytt að ekki er saman að jafna. Nú standa andlegar iðkanir hverskonar, ritlist, tónlist, myndlist, leiklist og allskonar vís- indi, með blóma sem er óþekktur í sögu landsins. Nú eiga allir kost á menntun sem forfeður okkar og for- mæður gat ekki einu sinni dreymt um. Ferðalög eru orðin almennings- eign. Allt þetta og margt fleira fær- ir landsins bömum daglega óteljandi unaðsstundir. Þótt margt standi enn til bóta hjá okkur á Islandi nútímans fer það ekkert milli mála að við eig- um kost á unaðsstundum í miklum mun ríkari mæli en nokkur kynslóð á íslandi á undan okkur. En það er nokkuð á bak við allar þessar unaðsstundir; alveg eins og það er nokkuð á bak við rafmagnið í innstungunni í veggnum — og nautakjötið í stórmarkaðnum. Til em þeir sem ekki kæra sig mikið um að „kíkja á bak við“. Á bak við unaðs- stundir nútímasamfélags er sá efna- hagur sem ber það uppi. Og á bak við hann eru meðal annars kílówatt- stundir rafmagnsins og annarrar orku sem við notum. Því fer þannig víðs fjarri að unaðsstundir og kilów- attstundir séu andstæður eða að þær hafi ekkert hvorar með aðrar að gera. Þvert á mói hafa kílówatt- stundimar staðið að baki ómældum unaðsstundum. Kílówattstundir má meta á fleiri vegu en til peninga. Fossar veita unaðsstundir með fleiru móti en að horft sé á þá. Fyrir kemur að kílówattstundir rafmagnsins hverfa um stundarsakir. Þá verður dimmt og kalt í híbýlum manna og hjól atvinnulífsins stöðv- ast. Þær stundir eru fáum unaðs- stundir. En kannske kemur sam- hengið þarna á milli sjaldan betur í ljós en þegar það gerist. Vilji menn ekki „kíkja bak við“ sjá þeir heldur ekki samhengi hlut- anna. Önnur orsök til þess að menn sjá ekki samhengið er sú, hve nú- tímasamfélag er orðið margþætt og flókið. Erfitt er að koma auga á sam- hengi; jafnvel þótt eftir sé leitað. Sjónarhornið verður þröngt. Eitt ein- kenni þessa þrönga sjónarhoms er hið svonefnda „NIMBY-samkenni“. Það er ótrúlega útbreitt. Líka hér á landi. NIMBY stendur fyrir Not In My Back Yard. Ekki í mínum garði. í garði nágrannans. Ekki virkja minn uppáhaldsfoss. Ekki mína á. Aðra fossa heldur og aðrar ár. Ekki leggja raflínu þar sem ég vil ekki hafa hana. Ekki um minn garð. Fremur annars- staðar. Fremur Um garð nágrannans. Gallinn við þetta viðhorf er bara sá að minn garður er nágrannagarð- ur nágranna míns. Og hann segir líklegast hið sama og ég. — En þarf annars nokkursstaðar að virkja og nokkrar raflínur að leggja? Er ekki rafmagnið bara á bak við slökkvarann og innstunguna? Höfundur er orkumálasijóri. ToppTilboð Fermin garslcór. Teg. 4117 Litur: Svartur Stærðir: 3B-4I Lakk, leður Teg. 4ED4 Litur: Svartur Stærðir: 3B-41 Lakk, leöur Teg. 4114 Lituri Svartur Stæröir-. 3B-40 Lakk, leður Verð 1.49B Teg.1E51E Lftur: Svart, lakk Stæröir: 3B-4D Póstsendum Ioppskórinn VELTUSUNDI • INGÓLFST0GI • SÍMI: 552 1212.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.