Morgunblaðið - 21.03.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 33
SNJÓFLÓÐIÐ Á SEYÐISFIRÐI
snjóflóð
ujöls
:og
: ' '
ia ikróna ,
■""'Í!-::,.,
smiðjunnar sem heillegur er. „Við
urðum varir við loftþrýstinginn á
undan flóðinu því við fengum allir
hellu fyrir eyrun, það var eins og
höfuðið væri að springa. í fyrstu
vissi enginn okkar hvað væri að
gerast, við heyrðum bara hviss og
stóran hvell, eitt andartak lék allt
á reiðiskjálfi og síðan tókum við á
sprett út. Einhveijir fengu á sig
snjófjúk, því mikið kóf þyrlaðist inn
þegar flóðið skall á. Við áttuðum
okkur þó fljótlega á að flóð hefði
fallið, bæði út af hvellinum og því
að rafmagnið fór af um leið og öll
ljós nema neyðarljós slokknuðu.
Okkur datt fyrst í hug að einhver
hefði lent í flóðinu og flýttum okk-
ur að kasta tölu á mannskapinn
þegar allir voru komnir út, en sem
þetur fer sluppum við allir ómeidd-
ir,“ segir Birgir.
Hermann Guðmundsson starf-
rækir Hótel Snæfell á Seyðisfirði
en var staddur heima hjá sér á
Hólavegi, sem liggur skáhallt
gegnt verksmiðjunni.
„Ég var að horfa yfir fjörðinn
þegar ég sá stærðar snjófleka
skríða af stað niður fjallið og strax
myndaðist mikill snjóveggur fyrir
framan hann og stöðugt bólstraði
upp fyrir framan flóðið. Það fór
mjög hratt yfir, mér finnst sem það
hafi þotið niður hlíðina á örfáum
sekúndum og mökkurinn hélt
áfram út á miðjan fjörð áður en
hann hjaðnaði, sem er til marks
um hraðann. Verksmiðjan hvarf
alveg í snjómekki, fyrir utan blá-
endann á henni, fjær flóðinu, þann-
ig að ég sá það í raun og veru
ekki skella á húsunum, en mér
fannst greinilegt af stefnu flóðsins
að það hefði farið yfir mjölhúsið,“
segir Hermann.
Brunabótamat 70 millj.
„Lausafokið hjaðnaði mjög fljót-
lega og þá blasti við sú eyðilegging
sem þarna varð. Maður dofnaði
allur upp við þessa sýn og fylltist
algjörum vanmætti við að horfa á
þetta gerast og finna að maður
getur ekki gert nokkurn skapaðan
hlut til að aðvara þá sem eru und-
ir flóðinu eða koma í veg fyrir að
þessi gífurlegi kraftur leysist úr
læðingi.“
Ekki er búið að meta tjónið, _en
fulltrúar frá Viðlagatryggingu ís-
lands og tryggingafélagi Vestdals-
mjöls eru væntanlegir til Seyðis-
fjarðar allra næstu daga. Mjöl-
skemman var klædd og endurnýjuð
seinasta sumar, og sama máli
gegnir um vélar og búnað verk-
smiðjunnar. Brunabótamat
skemmu og afurða í henni nemur
um 70 milljónum króna hjá Vá-
tryggingafélagi íslands.
Mannskæðasta snjóflóð sem vit-
að er um hérlendis féll á Seyðis-
fjörð árið 1885, en það varð 24 að
aldurtila.
UMFANG og stefna snjóflóðsins sést vel á þessari mynd sem tekin var skömmu eftir að flóðið féll í fyrradag.
Mörg snjóflóð hafa
fallið á verksmiðjuna
FLÓÐIÐ vann gríðarlegar skemmdir á verksmiðju Vestdalsmjöls.
► MÖRG snjóflóð hafa fallið úr
Bjólfinum við Seyðisfjörð og tvisv-
ar hafa snjóflóð stórskemmt loðnu-
verksmjðju Vestdalsmjöls hf. og
eitt mesta manntjón vegna snjó-
flóða á Islandi varð þegar snjóflóð
féll á byggðina vestan við Fjarðará
á Seyðisfirði þar sem verksmiðjan
stendur nú.
►í snjóflóði sem féll 18. febrúar
1885 létust 24 og margir meidd-
ust. 15 hús gjöreyðilögðust.
►Snjóflóð féll á mjölskemmu
síldarbræðslunnar Hafsíldar hf.
27. mars 1967 og braut hana niður.
► Annað snjóflóð féll á Hafsíld-
arverksmiðjuna 16. janúar 1975
og stórskemmdi verksmiðjuhúsið.
► Á annan dag jóla 1985 féll
snjóflóð úr Bjólfinum á Ilafsíld-
arverksmiðjuna. Ekki urðu miklar
skemmdir þá, en olía rann í sjó
og dreifðist um allar fjörur.
►Nokkur snjóflóð féllu úr
Bjólfinum í febrúar 1985 og
stöðvaðist eitt þeirra á Hafsíldar-
verksmiðjunni án þess að valda
tjóni. og í febrúar í fyrra féll lítið
flóð án þess að valda tjóni.
„Aflýstum hættu-
ástandi of snemma“
SNJOFLOÐAHÆTTU
var aflýst á því svæði
þar sem flóðið féll um
klukkan 14 á sunnu-
dag, eða hálfum öðrum
tíma áður en flóðið féll.
„Ég tel ekki nokkurn
vafa á því að við aflýst-
um hættuástandi of
snemma, þetta hefur
ekki verið rétt ákvörð-
un,“ segir Lárus
Bjarnason sýslumaður
á Seyðisfirði og for-
maður almannavarna-
nefndar bæjarins.
Lárus segir að
hættuástandi hafi ver-
Lárus
Bjarnason
ið aflýst í samráði við smóflóða-
varnafræðing Veðurstofu Islands,
sem hefði talið nær óhætt að af-
létta hættunni þegar veðri slotaði
um hádegi á sunnudag á þeim
forsendum helst að lítil úrkoma
hefði ekki verið um tíma á undan.
Undir nokkrum þrýstingi
„Þetta eru mikil spávísindi sem
eru, eins og aðrar veðurspár,
mjög óljós og ekki hægt að vera
með á hreinu hvenær snjóflóða-
hætta er í raun og veru og hve-
nær ekki. Við töldum þetta í lagi,
en svo reyndist ekki vera.“
Lárus segir ljóst að almanna-
varnanefndir sitji undir þrýstingi
frá öllum þeim sem
er gert að rýma húsa-
kynni sín eða vinnu-
staði, um að opna
svæðið eins skjótt og
unnt er. „Núna, þegar
við höfum haft stærra
hættusvæði lokað en
fyrr, er endalaus
þrýstingur bæði frá
íbúum og atvinnufyr-
irtækjum á þessar
nefndir að hraða opn-
um sem alla fyrst eða
veita undaþágur á
mismerkilegum for-
sendum.“
Um 30 íbúar þurftu
að yfirgefa heimili sökum snjóf-
þóðahættu, auk þess sem sextán
fyrirtæki þurftu að leggja niður
starfsemi í gær.
Snjóflóðahætta er talin til stað-
ar þar sem veðurbreytingar hafa
ekki verið verulegar frá því að
flóðið féll í fyrradag, og nokkrar
smærri spýjur hafa fallið síðan
umhverfis Seyðisfjörð. Almanna-
varnanefnd fundar að nýju í dag
klukkan 8, en þá á að Iiggja fyrir
eðlismæling á snjósýni frá skíða-
svæði Seyðisfjarðar sem tekið
verður snemma morguns, en ekki
er talið þorandi að taka sýni af
svæðinu fyrir ofan Vestdalsmjöl.
„Allt fjallið
steyptist niður“
„ÉG leit upp og sá að
allt var að koma, mér
fannst sem allt fjallið
steyptist niður og síð-
an streymdi þetta
fram af klettunum
beint fyrir ofan okk-
ur,“ segir Hallgrímur
Jónsson snjóflóðaeftir-
litsmaður, sem var
ásamt félaga sínum,
Guðjóni Jónssyni, við
mælingar á snjóalög-
um á slakka skáhalít
fyrir ofan verksmiðj-
una, en þeir hafa
nokkrum sinnum í vet-
ur mælt á þessu svæði,
sem kallast Hrúta-
hjalli.
Hallgrímur og Guðjón voru á
vélsleðum en höfðu numið staðar
stundarkorn á mælingarstað þeim
þar sem þeir eru vanir að taka
sýni og fannst að óvenju mikið
hefði rifnað ofan af snjónum þar,
sem ekki gæfi rétta mynd af snjóa-
lögum. „Þess vegna ætluðum við
að færa okkur aðeins norðar með
fjallinu í hvilft sem þar er, fjær
bænum. Við ókum aðeins af stað
°g fylgdumst með fjallshliðinni
eins og maður gerir yfirleitt þegar
ekið er jafnnálægt og við gerðum,
og sáum þá flóðið koma. Við höf-
um séð í norðurenda
flóðsins og komum
fyrst auga á það þeg-
ar það er koma fram
af klettunum sem við
erum undir.“
„Flóðið dró á okkur“
„Við keyrðum eina
15-20 metra undan
flóðinu á eins miklum
hraða og hægt var að
koma sleðunum uppí,
eða um 90 kílómetra
hraða. Ég leit tvisvar
til baka og sá að flóð-
Hallgrímur ið átti um 15 metra í
Jénsson Guðjón og dró á okk-
ur um tíma, en annars
reyndi ég að horfa fram. Ég var
skítlogandi hræddur, en þetta
gerðist svo hratt að manni gafst
ekki tíma til að láta óttann ná
tökum á sér. Líklegast tókum við
einu réttu ákvörðunina, þ.e. að
keyra eins hratt undan flóðinu
og hægt var. Við höfðum ekki
komist undan því ef sleðarnir
hefðu ekki verið í gangi, það er
alveg öruggt.“
Þeir lokuðust af utan við flóðið
og varð að sækja þá á báti.
Hallgrímur kveðst telja að flóð-
ið sé um 300-400 metrar á breidd
þar sem það er breiðast.