Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 36

Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Orð skulu standa BORGARSTJORINN í Reykja- vík hefur lýst því yfir, að hún sé óbundin af yfirlýsingu og loforði forvera síns í embætti, Árna Sigf- ússonar, hvað varðar framlag Reykjavíkurborgar til byggingar nýs barnaspítala. Hefur Ingibjörg Sólrún sagt sem svo, að yfirlýsing Árna hefði aðeins verið framlag hans og Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttu fyrir ári og R-list- inn, núverandi valdhafar, væru þar af leiðandi ekki bundnir af slíku. Hér eru á ferðinni algerlega ný vinnubrögð hjá borgaryfirvöldum. Þegar borgarstjóri lýsir því ítrekað yfir í umboði meirihluta borgar- stjórnar hveiju sinni, að borgin ætli að gera þetta eða hitt, þá hefur það fram að þessu verið ígildi formlegrar samþykktar borgarráðs eða borgarstjórnar. Skiptir þá auð- vitað engu máli hvenær slíkar yfir- lýsingar borgarstjóra eru gefnar, hvort heldur er í byrjun kjörtíma- bils eða í lok þess. Eða má ætla að æðstu pólitísku embættismenn borgarinnar verði hér eftir mark- lausir þegar síðasta ár kjörtíma- bilsins rennur upp og yfirlýsingar þeirra að engu hafandi vegna þess að þær muni verða sagðar á kosn- ingaári? Nei, svona gera borgarstjórar ekki. Svo einfalt er það. Auðvitað átti Ingibjörg Sólrún að vera mað- ur að meiru og standa við loforð fyrirrennara síns, æðsta embættismanns borgarinnar. Ekki síst þegar til þess er litið, að þetta loforð um 100 milljóna króna framlag borgarinnar varð m.a. til þess að liðka mjög fyrir og ýta á löngu brýnt verkefni í heil- brigðisþjónustu borg- arinnar og landsins alls, nefnilega að bygging nýs nútíma barnaspítala kæmist á framkvæmdastig. Taka af skarið Ég vil hins vegar riija það upp, að í apríl fyrir tæpu ári, eða nánar tiltekið 28. apríl 1994, sendi ég þáverandi borgar- stjóra, Árna Sigfússyni, bréf, þar sem yfirlýsingu hans var fagnað sérstaklega og þess getið að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að ráðast í umrædda byggingu. Var í bréfinu óskað eftir skriflegri staðfestingu borgaryfirvalda á umræddri yfir- lýsingu. Svar við þessu bréfi hafði ekki borist þegar ég skipti úr heil- brigðisráðuneyti í félagsmálaráðu- neyti í júní sl. Ég vil hér með skora á borgaryf- irvöld, bæði meiri- og minnihluta, að taka saman höndum að styðja þetta merka framlag, sem öflugur og merkilegur félags- skapur í Reykjavík, Kvenfélagið Hringur- inn, hefur ekki síst barist fyrir. Ef borg- arstjóri sjálfur tekur ekki frumkvæðið í þeim efnum, þá hygg ég að sjálfgefið sé, að Árni Sigfússon oddviti þeirra sjálfstæðis- manna beri fram til- lögur [ þá veru nú þegar. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að R-listinn muni fella slíka tillögu. Að minnsta kosti ber ég fullt traust til borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins í R-lista- hópnum, Péturs Jónssonar, í þeim efnum. Ekki snúa við í maímánuði 1994 var haldin stutt og látlaus athöfn á Landspít- alalóðinni, þar sem hlutaðeigandi aðilar skrifuðu undir yfirlýsingu um að hafist yrði handa um fram- kvæmdir við byggingu nýs barna- spítala þar á staðnum. Formaður Hringsins, forstjóri Ríkisspítala og undirritaður, þáverandi heil- brigðisráðherra, staðfestu það með nafni sínu. Viðstaddur þá athöfn sem fulltrúi þáverandi borgar- stjóra, var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- Guðmundur Árni Stefánsson Auðvitað átti Ingibjörg Sólrún að vera maður að meiru, segir Guð- mundur Arni Stefáns- son, og standa við loforð fyrirrennara síns. son borgarráðsmaður, sem var þar sérstaklega vegna loforðs borgar- innar um þátttöku. Orð eiga að standa. Svo einfalt er það. En hvað sem líður vand- ræðagangi borgarinnar sem ég vil trúa að leysist úr, þá má ekki und- ir nokkrum kringumstæðum slá þessum áformum á frest enn einn ganginn. Það er löngu kominn tími á nýjan barnaspítala sem tekur mið af þörfum barnanna, foreldra þeirra og nútíma aðhlynningu ungra barna. Núverandi aðstaða er hreint ekki viðunandi. Ég minni á að Hrirígskonur munu leggja til verksins á annað hundrað milljónir króna. Heildarkostnaður verður 600 milljónir. Rekstrarkostnaður mun lækka ef eitthvað er frá nú- verandi rekstri barnadeilda. Verkin eiga að tala í almennri umræðu um þessi mál hefur slík vanþekking komið í ljós að undrun sætir. Þannig lýsti 2. maður á lista Þjóðvaka í Reykja- vík því yfir í sjónvarpi á dögunum að engin þörf væri á barnaspítala, Hve lengi enn? ÞAÐ er hörmuleg staðreynd, að íslenskir kennarar skuli, nauð- ugir viljugir, þurfa að grípa til verkfalls- aðgerða í kjarabaráttu sinni. Allir þeir sem til þekkja eða vilja kynna sér eðli málsins vita fullvel, að það stafar ekki af „heimtufrekju þeirra eða græðgi“. Þeir krefjast einfald- lega það góðra launa, að þeir hafi til hnífs og skeiðar. Nú, þegar verkfallið hefir staðið í Ijórar vikur (þegar þetta er skrifað) og loksins er komið gagntilboð frá kennurum, hefði mátt ætla, að við- semjendur þeirra, íslenska ríkið, stöldruðu aðeins við til að skoða málið, í stað þess að hafna því um hæl og halda málinu áfram í hnút. Stálharðar yfirlýsingar forsætis- ráðherra Davíðs Oddssonar og fjár- málaráðherra Friðriks Sophussonar þegar áður en verkfall skall á virtust raunar til þess fallnar, ef ekki til þess ætlaðar að halda mál- inu í sjálfheldu frá upp- hafi. Knýjandi krafa En nú er það almenn knýjandi krafa, að samningsaðilar nálgist hvor annan af sveigj- anleik og raunsæi, taki tillit til þess, hvernig í pottinn er búið í þjóðfé- laginu og semji - STRAX - svo að bjarg- að verði því sem bjargað verður af starfi þessa skólaárs. Þóf um skipulagsbreytingar Samningar við kennara nú eru sérstakir að því leyti, að inn í þá fléttast víðtækar skipulagsbreyt- ingar, sem fela í sér Iengingu skóla- ársins, fjölgun kennsludaga, aukna vinnu kennara. Ný grunnskólalög hafa tekið gildi, en að því er fram- haldsskólann varðar sýnist það út í hött að eyða nú dýrmætum tíma við samningaborðið í þóf um skipu- lagsbreytingar, byggðar á frum- varpi, sem alls ekki er orðið að lög- um - ekki einu sinni búið að af- greiða málið frá þingnefnd. Nær væri að leggja áherslu á hækkuð grunnlaun í stað þess að eltast við alls konar aukagreiðslur og sporsl- ur, sem þegar tröllríða íslensku launakerfi. Það vekur óneitanlega athygli og undrun, að í fjálglegri grein um grunnskólalögin nýverið (Mbl. 15. mars) eftir menntamálaráðh. Ólaf G. Einarsson er ekki vikið einu orði að kjaramálum kennara, hvað þá yfirstandandi verkfalli, rétt eins og sú hlið málsins komi honum ekki við. Sjálfsagt er þó ráðherran- um kunnugt um, að byijunarlaun grunnskólakennara nú eru á bilinu 65-70 þús. á mánuði. Hefir kannski Sigurlaug Bjarnadóttir JÍjjrdans Borgarleikhúsínu, 21. og 22. mars kl. 20:00 Einstakt tækifæri til að sjá það allra nýjasta í dansheiminum í dag. Miðasala í Borgarleikhúsinu í síma 568 06 80 Verk eftir tvo af þekktustu dans- höfundum Noröurlanda verða sýnd á sameiginlegri danssýningu í Borgarleikhúsinu, 21. og 22. mars kl. 20:00. Frá Finnlandi kemur Kenneth Kvarnström & Co. með tvö verk „Carmen?!" og „and the angels began to scream". Frá Noregi kemur Ina Cristel Johannessen ásamt Scirocco dansflokknum með verkið „Absence de fer". ekki hugsað út í, að sú upphæð nemur líklega tveggja til þriggja daga dagpeningagreiðslum til ráð- herra á ferð erlendis - ofan á ráð- herralaunin. Að öllu jöfnu eru þess- ir kennarar ungt fólk,' sem er að stofna heimili og Ijölskyldu með skuldabagga námslána og húsnæð- islána á bakinu. Þeim er falið það hlutverk að koma börnunum okkar Hástemmdar orðræður ýmissa áhrifamanna, áður en gengið var til samninga á hinum almenna vinnumark- aði um nauðsyn launa- jöfnunar í landinu, segir Sigurlaug Bjarnadóttir, hafa ver- ið dapurlega haldlitlar þegar upp var staðið. til þekkingar og þroska og, í vax- andi mæli, almennt uppeldishlut- verk foreldra og heimilis. Við sama heygarðshornið Það kann að virka fráleitt að spyija ráðherrana okkar, alla upp til hópa, hvort þeir viti: 1. - að meðal hinna ýmsu sam- bærilegu launahópa háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna (BHMR) eru kennarar neðstir - á botninum? Svo hátt er kennarastarfið metið. 2. - að kennarar í Danmörku eru á tvöfalt hærri launum en starfs- systkini þeirra á íslandi og í Sviss er þessi launamunur, miðað við ísland, fjór- til fimmfaldur (sbr. Mbl. - Bréf til blaðsins, 11. mars sl.). 3. - að launakröfur framhalds- skólakennara nú eru um 20% lægri miðað við samningana, sem gerðir voru við ríkið árið 1989 en var síð- an rift með bráðabirgðalögum - áður en þeir komu til fram- kvæmda? (Ólafur Ragnar Grímsson var þá við kassann.) Síðan hafa framhaldsskólakennarar setið í sama farinu og fá engu um þokað til leiðréttingar á launakjörum sín- því það væru engir biðlistar! Þessi frambjóðandi er upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar. Hann hefði betur aflað sér upplýsinga um ástæður og tilgang nýs barnaspít- ala áður en hann missir þvílíkt og annað eins út úr sér. En kjósendur leggja þetta innlegg frambjóðand- ans væntanlega á minnið. Og í sama sjónvarpsþætti sagði oddviti Alþýðubandalagsins á Suð- urlandi, sem um leið er í stjórn Ríkisspítala, að stjórnarnefndin hefði ekkert fengið að fylgjast með undirbúningi að byggingu nýs barnaspítala! Hvar hefur þessi frambjóðandi alið manninn? Það gengur auðvitað ekki að fólk sem biður um að það sé tekið alvarlega þvæli um mikilvæg mál eins og þetta af þvílíkri vanþekk- ingu. Það er einnig óviðunandi að sumir vilji enn og aftur fresta málinu með því að byija sömu gömlu rulluna um að ljúka skuli K-byggingu á Landspítalalóð, áður en ráðist er í byggingu barnaspít- ala. Sá þáttur málsins er þegar afgreiddur. Tekið var sérstaklega mið af stöðu og framtíðargangi þeirra mála þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun um bygginguna á síðasta ári. Langlundargeð foreldra ungra barna er löngu þrotið. Nú eiga verkin að tala. Yfirvöld hafa tekið ákvörðun. Við hana á að standa umyrðalaust. Allt annað eru svik, sem verða ekki þoluð. Höfundur er alþingismaður. um á meðan þessi fallegu orð: „menntun og ábyrgð", notuð til spari af ráðamönnum okkar, eru léttvæg fundin. Þeir eru flestir við sama heygarðshornið, blessaðir. En nú ætlar utanríkisráðherr- ann, Jón Baldvin Hannibalsson (fyrrv. kennari og skólameistari) að skerast í leikinn, taka til hend- inni svo um munar í kjaramálum kennara. Hann gefur fyrirheit (Alþbl. 15. mars) um „fjögurra ára umbótaáætlun í skólamálum“ á næsta kjörtímabili. Loksins! - Loks- ins! Og varla hafa langþreyttir kennarar gleymt hinu drengilega framlagi hins sama Jóns Baldvins í verkfalli framhaldsskólakennara 1989, þegar hann tók meðallaun þeirra í desembermánuði (með jó- lauppbót o.fl.) til dæmis um dágóð laun þeirra. Þeir skyldu því bara hafa sig hæga. Hve lengi enn? Kennarar eru sem sagt orðnir vanir volkinu í gegnum árin - reynslunni ríkari. Það þýðir ekki, að þeir geri sér endalaust að góðu að níðst sé á rétti þeirra til launa, sem hægt er að lifa af, - ástand, sem leiði til þess, að skólastarf og menntun í landinu drabbist niður. Það, hve róðurinn er þungur í launabaráttu kennarastéttarinnar skýrist auðvitað meðfram af þeirri staðreynd, að konur eru þar í yfir- gnæfandi meirihluta. Niðurstaða af nýlegri könnun á launamismun karla og kvenna á íslandi styður ótvírætt þá skoðun. Leiðarahöfund- ur Mbl. fjallar um þessi mál í síð- asta sunnudagsblaði (12. mars) en í niðurlagi leiðarans segir svo: „Við íslendingar sem þjóð getum ekki verið þekktir fyrir að haga launa- málum kvenna með þessum hætti. Þetta er jafn fráleitt og að konur hafi ekki kosningarétt.“ - Sannar- lega orð í tíma töluð. Og það eru fleiri en konur í kennarastétt, sem hafa ástæðu til að kvarta. Hástemmdar orðræður ýmissa áhrifamanna, áður en geng- ið var til samninga á hinum al- menna vinnumarkaði nýverið, um nauðsyn launajöfnunar í landinu reyndust dapurlega lialdlitlar þegar upp var staðið. - Fjallið tók jóð- sótt, fæddist lítil mús. - Hve lengi enn getum við látið slíkt viðgang- ast? Höfundur er menntaskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.