Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1- FRÉTTIR Samningaviðræðum slit- ið 1 flugfreyjudeilunni Verkfall skollið á og röskun verður á flugi Flugleiða VERKFALL Flugfreyjufélags ís- lands hófst á miðnætti eftir að upp úr viðræðum slitnaði um klukkan 22 í gærkvöldi. Nokkur röskun verð- ur á flugi Flugleiða í dag vegna verkfallsins. Flogið verður á fjóra staði í Evrópu, einn í Bandaríkjun- um og sex staði innanlands. Yfir- menn hjá Flugleiðum munu ganga í störf flugfreyja. Samningafundur í flugfreyjudeil- unni hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 13 í gær og stóð til kl. 18. Vinnu- veitendur höfnuðu algerlega kröfum flugfreyja á fundinum, en þær ósk- uðu engu að síður eftir öðrum fundi síðar um kvöldið. Sá fundur varð einnig árangurslaus. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að flugfreyjur hefðu á fyrri fundinum lagt fram kröfur sem hefðu leitt til tæplega 90% hækkunar á launakostnaði vegna flugfreyja. Á seinni fundinum hefðu þær verið búnar að endurskoða kröf- umar, en þær hefðu engu að síður falið í sér um 60% launahækkun. „Það er alveg útilokað við þær kringumstæður sem við búum við á íslandi í dag að ræða um að hækka laun einnar stéttar um 60%. Þetta er hugsunarháttur frá eldri tíð. Það má segja að með þessu séu flugfreyj- ur að gefa öðrum launþegahópum í landinu langt nef,“ sagði Einar. Einar sagði að Flugleiðir hefðu boðið flugfreyjum launahækkanir í svipuðum dúr og samið hefði verið um á almennum markaði. Auk þess hefði fyrirtækið lýst sig reiðubúið til að koma á hagræðingu í starfí flug- freyja og deila ábatanum af því til þeirra sjálfra. Jafnframt hefði flug- freyjum sem vilja hætta að fljúga 63 ára verið boðið starf á jörðu niðri. Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélagsins, sagði það rangt að flugfreyjur væru að krefjast 60% launahækkunar. Þær væm tilbúnar að semja um sömu launahækkanir og ASI og VSÍ hefðu samið um á dögunum. Flugfreyjur vildu hins vegar ná fram kröfu um bætt lífeyr- isréttindi fyrir flugfreyjur sem væm 63 ára og eldri. Einnig væm flug- freyjur mjög ósáttar við hugmyndir Flugleiða um hvernig ábata af hag- ræðingu yrði skipt á milli flugfreyja. Erla sagðist vera þeirrar skoðun- ar að tillögur flugfreyja fælu í sér viðræðugmndvöll. Hún sagði að flugfreyjur myndu ekki koma fram með nýjar tillögur til lausnar deil- unni að sinni. Þær hefðu þegar kom- ið mjög mikið til móts við sjónarmið vinnuveitenda. Hagfræðingnr BHMR Laun flestra hækkuðu um 10-35% HAGFRÆÐINGUR Bandalags há- skólamanna, Birgir Bjöm Siguijóns- son, framkvæmdastjóri BHMR, telur að nýgerðir kjarasamningar ASI og samtaka vinnuveitenda feli í sér að meðaltali um 15% launahækkanir. „Samantekið má ætla að launaliður flestra launamanna innan landssam- bands ASÍ og VSÍ hækki á bilinu 10-35% eftir skatt. Líklegt meðaltal liggur einhvers staðar nálægt 15%. Þá em ótalin áhrif annarra starfs- kjara en launa eftir skatt,“ segir í grein Birgis Bjöms í BHMR-tíðindum. Birgir Björn bendir á að auk þeirra almennu krónutölu- og prósentu- hækkana sem samið var um hækki laun og starfskjör stórra hópa meira þegar betur sé að gáð. Stórir hópar fái hækkun, vegna menntunar af ýmsu tagi, á bilinu 3-4% og aðrir fái svipaða hækkun með breytingum á starfsaldurskerfí. „Laun sumra hækka umtalsvert vegna nýrra ákvæða um vinnutíma, t.d. breyttra ákvæða um útköll, eða vegna nýrra ákvæða um greiðslur fyrir vinnu utan daglegs vinnutíma á virkum dögurn," segir m.a. í grein- inni og bendir Birgir Bjöm auk þess á að laun sumra sem hafí yfírvinnu hækki vemlega vegna fastlauna- samninga, sem feli í sér að hluti yfir- borgana sé felldur inn í fastakaupið, þannig að gmnnur tímakaups í yfír- vinnu hækki, í sumum tilvikum vem- lega mikið. Morgunblaðið/RAX RAGNAR Sigurjónsson í jakkanum, sem hann keypti í Kolaportinu fyrir nokkrum árum og varð til þess að þrír lögreglumenn kröfðust þess að hann ræddi við varðstjóra á laugardagskvöld. Kallaður fyrir út af jakkanum sínum RAGNAR Sigurjónsson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið á laugardagskvöld þar sem hann sat inni á Xaffi Reykjavík með konu sinni og vinkonu þeirra. Dyravörður á staðnum kom til hans og bað hann að koma með sér út fyrir því þar væri maður sem þyrfti að tala við hann. Þegar út var komið biðu Ragnars þrír lögregluþjónar sem báðu hann að setj- ast inn í lögreglubíl til að tala við sig þar. „Mér skildist á þeim að ég ætti að koma niður á stöð og tala við varðstjóra vegna þess að ég væri í einkennisklæðnaði slökkviliðsmanna, jakka sem ég keypti í Kolaportinu fyrir nokkrum árum og hef notað mikið síðan óáreittur, og að hnappar hans væru aðalmálið. Ég þorði ekki að setjast inn í bíl til þeirra en eftir miklar samningaviðræður ákvað ég að keyra niður í Tryggvagötu og tala við varðstjóra enda sagði einn lögreglumannanna að ég skyldi nið- ur á stöð „með góðu eða illu“. Varðstjórinn sagðist aldrei hafa vitað til þess í fjörutíu ára starfi sínu sem lögreglumaður að gerðar væru athugasemdir út af jakka. Hann ræddi við mig í vinsemd en vildi ekkert gera,“ sagði Ragnar. Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn sagðist aðspurður ekki þekkja þetta mál en vitnaði í 117. grein almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem vísvitandi eða af gáleysi noti opinberlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, merki eða einkennisbúning sem áskilinn sé islenskum stjórnvöldum skuli sæta sektum. Ómar sagði að þótt búningur væri gamall þá væri ekki þar með sagt að hann væri ekki enn í gildi. Slíkt þyrfti að skoðast í hveiju tilviki fyrir sig. Aðalfundur Islandsbanka Akvæðium innlausn- arskyldu AÐALFUNDUR íslandsbanka hf. í gær samþykkti breytingu á sam- þykktum bankans í þá veru að ef hluthafí á meira en ‘/a hlutafjár og ræður yfir samsvarandi atkvæða- magni geta aðrir hluthafar, hver um sig, krafíst innlausnar hjá hluthafan- um. Þá kröfu verða þeir að gera innan 8 vikna frá því þeir vita af þessum rétti sínum. „Með þessu ákvæði er reynt að vemda minnihluta gegn hugsanlegu ofríki stórs hluthafa. Tillagan um hlutfallið ’/s er til samræmis við að samþykki 2/a hluta hluthafa þarf til að breyta samþykktum bankans. Verði þessi tillaga samþykkt hefur Islandsbanki enn einu sinni gengið á undan og rutt braut fyrir nýmæli í starfsemi hlutafélaga,“ sagði Krist- ján Ragnarsson, formaður banka- ráðs íslandsbanka, í ræðu sinni. Kosið var milli átta manna í kjöri til sjö manna bankaráðs. Þar af gáfu sex bankaráðsmenn kost á sér til endurkjörs en einnig buðu sig fram þeir Orri Vigfússon og Harald- ur Sumarliðason. í kjörinu fékk Kristján Ragnarsson 14,64% at- kvæða, Orri Vigfússon 14,14%, Örn Friðriksson 12,82%, Haraldur Sum- arliðason 12,76%, Guðmundur H. Garðarsson 12,28%, Einar Sveinsson 11,56% ogMagnús Geirsson 11,37%. Sveinn Valfells náði ekki kjöri með 10,42% atkvæða. Samþykkt var að greiddur verði 4% arður til hluthafa eða samtals 155,1 milljón króna. ■ Kaflaskil/ll Morgunblaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Nóatúni, þar sem verzlunin kynnir m.a. eitt hundrað vör- ur, sem kosta kr. 100,- hver. b i i i > i > i t t Sérfræðingar hafa slitið viðræðum við heilbrigðisráðherra um SÉRFRÆÐINGAFÉLAG íslenskra lækna mun væntanlega á næstunni höfða mál á hendur heilbrigðisráð- herra til að fá úr því skorið hvort reglugerð um tilvísanakerfi fær stað- ist, en félagið fól í gær lögmanni sínum að leita réttarfarslegra leiða í málinu. í bréfí hans til heilbrigðisráðherra kemur fram að í því felist þó engin stefnumörkun um það að sérfræði- læknar muni starfa eftir tilvísunar- skyldunni jafnvel þó að talið yrði að rétt hafi verið staðið að undirbúningi og setningu reglugerðarinnar. Vilja einkavæða heilsugæslustöðvar Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra boðaði í gær til blaða- mannafundar þar sem hann kynnti hugmyndir sérfræðilækna sem hon- um bárust í gærmorgun um hvernig draga megi úr kostnaði við heilbrigð- isþjónustu. Þar á meðal eru hug- myndir um að greiðsluþátttaka heil- brigðra í sjúkrakostnaði verði aukin, heilsugæslustöðvar verði einkavædd- Lfldegt að heflbrigðis- ráðherra verði stefnt ar og samið verði við sérfræðilæknis- stöðvar um að taka yfir heilsugæslu. Þá verði ákveðnir þættir forvarna færðir yfír til sjálfstætt starfandi lækna, íhugað verði aðgengi lækna að dýrum rannsóknum og lyljum og að byggingaráætlun heilsugæslu- stöðva verði endurskoðuð. í bréfi sínu, sem dagsett er 24. mars, ítreka sérfræðilæknar að reglugerð um tilvísanaskyldu verði dregin til baka og jafnframt lýsa þeir því yfír að Sérfræðingafélag ís- lenskra lækna treysti sér ekki til að tilnefna mann í nefnd sem á að fylgj- ast með framkvæmd tiMsanakerfis- ins. Þeir gáfu heilbrigðisráðherra. frest til kl. 13 í gær til að svara umræddri málaleitan. Vilja ekki starfa fyrir þjóðina í svarbréfí heilbrigðisráðherra við málaleitan sérfræðilækna segir hann að allur málatilbúnaður sérfræði- lækna sé með hreinum ólíkindum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafí sér ekki tekist að fá í hendur þær upplýs- ingar sem Sérfræðingafélag ís- lenskra lækna segist byggja málatil- búnað sinn á, og hann hafí ekki feng- ið að sjá tillögur sérfræðilækna um gerbreytingu á heilbrigðisþjón- : uatunni fyrr en fjórum klukkustund- um áður en umræddur tímafrestur félagsins rann út. Segist heilbrigðisráðherra ekki geta sætt sig við stöðuga úrslitaskil- mála af hálfu félags sérfræðilækna, en hins vegar sé hann reiðubúinn til að ganga til viðræðna við félagið skilmálalaust og vænti hann þess sama af því. Málshöfðun neyðarúrræði „íslenska þjóðin er búin að veija milljónum til þess að mennta hvern þessara manna fyrir sig, en þeir eru ekki reiðubúnir til að vinna fyrir hana-á-sama grundvetlf "eins ogþéír tilvísanakerfið > ‘---------------------- h eru reiðubúnir að vinna fyrir útlend- f inga þar sem þeir hafa verið við nám I og störf,“ segir Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra. Sérfræðilæknar boðuðu einnig til blaðamannafundar í gær þar sem þeir kynntu viðhorf sín. Samkvæmt útreikningum sem hagfræðingur hefur unnið fyrir þá mun kostnaður ríkisins vegna tilvísanakerfisins auk- ast um á annað hundrað milljónir króna árlega og segja þeir að tölur heilbrigðisráðherra um sparnað fái engan veginn staðist. Þeir segja jafn- framt að með setningu reglugerðar- innar hafí alls ekki vakað fyrir heil- brigðisyfírvöldum að ná fram sparn- aði í heilbrigðiskerfinu, heldur að leggja niður sjálfstæðan atvinnu- rekstur lækna og ríkisvæða hann. Um 320 sérfræðilæknar hafa nú þegar sagt upp samningi sínum við Tryggmgastofnun ríkisins, eða rúm- lega 95% allra starfandi sérfræði- lækna á helstu þéttbýlissvæðum landsins. I I ■ Stríðfr gegn ákvteðunt/Tt)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.