Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 19 VIÐSKIPTI Pappírslaus verðbréfaviðskipti Verðbréfamið- stöð virðist álit- legurkostur SAS ræðir samvinnu við Luft- hansa Stokkhólmi. Reuter. SAS á í viðræðum við Luft- hansa um samvinnu, en ekki sameiningu, að sögn félagsins. SAS á einnig í viðræðum við fleiri flugfélög í Evrópu. Talsmaður SAS, Knut Lövstuhagen, sagði Reuter að félagið mundi bíða átekta þar til afstaða framkvæmdastjórn- ar Efnahagssambands Evrópu lægi ljós fyrir. SAS hefur bent ESB á ýmsa samstarfsmögu- leika og bíður eftir svari að sögn Lövstuhagens. Viðræður við Swissair SAS hefur leitað að sam- starfsaðila síðan 1993 þegar Alcazar-áætlunin um samein- ingu fjögurra evrópskra flug- félaga fór út um þúfur. SAS mun einnig hafa rætt við Swissair, sem stóð að Alcazar auk SAS ásamt austurríska flugfélaginu og KLM. Síðan skýrt var frá hagnaði SAS upp á 1.5 milljarða sæn- skra króna í fyrra virðist hafa dregið úr áhuga félagsins á náinni samvinnu við önnur fé- lög, þar sem það virðist geta staðið á eigin fótum. Aftur á móti hefur SAS nýlega ákveð- ið að kaupa nýjar flugvélar fyrir 1.2 milljarða dollara og samvinna við annað félag kann að veita öryggi í harðri sam- kerppni evrópskra flugfélaga. Electrolux hættir við að selja Granges Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI rafmagnsvörufram- leiðandinn Electrolux kveðst hafa hætt við fyrirætlanir um að koma hlutabréfum í dóttur- fyrirtækinu Granges í Banda- ríkjunum í sölu vegna veikrar stöðu sænskra fjármálamark- aða. Electrolux hafði ætlað að koma hlutabréfum í málm- vinnslustöðinni Granges í sölu í kauphöllinni í Stokkhólmi og höfðaði til erlendra aðila. Forstjóri Electrolux, Leif Johansson, sagði að erlendir fjárfestar hefðu sýnt lítinn áhuga, en aftur kynni að verða gripið til þess ráðs að selja hlutabréf, ef staða sænsku krónunnar styrktist og vextir í Svíþjóð yrðu stöðughri. STOFNUN og starfræksla verð- bréfamiðstöðvar virðist álitlegur kostur, að mati verkefnisstjórnar sem skipuð var á árinu 1993 til að kanna hagkvæmni slíkrar mið- stöðvar. Verkefnisstjórnin fékk VSÓ hf. til að gera hagkvæmnisat- hugun á stofnun og rekstri verð- bréfamiðstöðvar sem komst að þeirri niðurstöðu að árlegur rekstr- arkostnaður yrði um 20% af áætl- uðum kostnaði við kerfíð eins og það er nú ef hagkvæmasta lausn væri valin. Hlutverk verðbréfamiðstöðvar yrði að skrá á rafrænu formi eignar- hald á öllum verðbréfum sem skráð eru á markaði. Skráningin yrði eina lögformlega skráningin á eignar- haldi verðbréfa og kæmi í stað verð- bréfanna sjálfra. Verðbréfaviðskipti yrðu þannig pappírslaus með til- komu verðbréfamiðstöðvar. Allir eigendur verðbréfa þyrftu að stofna reikning í verðbréfamið- stöðinni fyrir milligöngu banka, sparisjóðs eða verðbréfafyrirtækis. Þessir aðilar myndu annast alla þjónustu við eigendur verðbréfanna og yrðu beintengdir verðbréfamið- stöðinni. Gert er ráð fyrir að veru- legur kostnaður sparist með til- komu verðbréfamiðstöðvar vegna umsýslu með verðbréf en þar er einkum um að- ræða launakostnað í verðbréfafyrirtækjum, bönkum og sparisjóðum, hjá hluthafaskrám al- menningshlutafélaga og Seðla- banka Islands. Þar að auki myndi kostnaður lækka vegna útgáfu verðbréfa, glataðra verðbréfa, arð- greiðslna og jöfnunarhlutabréfa. ÞÝZKA iðnfyrirtækið RWE AG hefur tilkynnt að orkudeild þess, RWE Energie AG, og rafmagns- veita Hamborgar, Electricitátsw- erke (HEW) AG, hafi samþykkt samstarfssamning við Eurokraft, útflutningssamtök 22 norskra framleiðenda rafmagns með vatns- afli um lagningu sæstrengs milli Þýzkalands og Noregs. Rafmagns- veita Hamborgar hefur komið við sögu í umræðum hér. á landi um útflutning raforku um sæstreng. RWE og HEW hafa komið á fót sameiginlegu fyrirtæki, EST Eur- Áætlar VSÓ að þessi kostnaður sé um 215-226 milljónir á ári. Upphaflega sendi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í ágúst 1993 ýmsum aðilum á innlendum fjár- magnsmarkaði til umsagnar drög að frumvarpi til laga um verðbréfa- miðstöð á íslandi. í framhaldi aí því ákvað viðskiptaráðherra að fara þyrfti fram hagkvæmnisathugun á starfsemi verðbréfamiðstöðvar og voru fulltrúar í verkefnisstjórn frá Seðlabanka, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Sambandi sparisjóða, Sambandi íslenskra verðbréfafýrirtækja, Verðbréfa- þingi íslands, Húsnæðisstofnun, Landssambandi lífeyrissjóða og Sambandi almennra lífeyrissjóða. VSÓ hf. kannaði þrjár leiðir við stofnun Verðbréfamiðstöðvar, þ.e. hönnun á nýju tölvukerfi, kaup á tilbúnu kerfi erlendis frá sem yrði starfrækt hér á landi og notkun á erlendu tölvukerfi sem staðsett yrði hjá verðbréfamiðstöð erlendis. Mið- að við áætlun um kostnað við stofn- un og rekstur fýrstu fimm árin yrði fyrst nefndi kosturinn til muna hagkvæmastur en heildarkostnað- ur er áætlaður um 165 milljónir. Kaup á tilbúnu kerfi virðist aftur á móti lakasti kosturinn því stofn- kostnaður er mjög hár. Stofnkostn- aður er lægstur ef farin yrði sú leið að semja við erlenda verðbréf- amiðstöð. Ákveðið hefur verið að halda áfram hagkvæmnisathugunum þannig að fyrir iiggi nákvæmari áætlanir um stofn- og rekstrar- kostnað. oström Trading GmbH, sem sjálft mun stofna Eurokabel AS ásamt Stattnett í Noregi. Eurokabel mun annast lagningu og rekstur 600 megawatta strengs frá Noregi til Þýzkalands ásamt búnaði. Fjárfestinginn nemur um einum milljarði marka. Eins og gert er ráð fyrir í samn- ingnum verður einnig gerður 25 ára orkusamningur við RWE Energie frá 2003. Ríkisstjórn Noregs verður að samþykkja samninginn. Þýzk-norskur sæstrengur Essen. Reuter. Pappír heldur áfram að snarhækka í verði Briissel. Reuter. PAPPÍR heldur áfram að snarhækka í verði og því hefur prentiðnaðurinn í Evrópu varað pappírsframleiðendur við því að þeir séu á góðri leið með að eyðileggja eigin markað. „Ef verð á pappír heldur áfram að hækka um 40-60%, eins og gerzt hefur víða í Evrópu á undanförnum 12 mánuðum, virðist framtíð prent- iðnaðarins í hættu og það er ekki í þágu pappírsiðnaðarins," segir Jean- Pierre Bouillot, aðalframkvæmda- stjóri Intergraf, alþjóðlegra hags- munasamtaka prentiðnaðarins sem hafa bækistöðvar í Brússel. Þótt verðið hafi hækkað mikið 1994 bendir ekkert til þess að verð- hækkunum sé lokið og gert er ráð fyrir að hækkunin í ár verði 20%. Upplýsingafulltrúi Intergraf, A.N. De Noose, vill jafnvel ekki útiloka að hækkunin verði í sumum tilfellum eins mikil og 1994 „Við óttumst að kaupendur papp- írs í auglýsingar, prentverk og blöð muni snúa sér að öðrum kostum eins og nýtilkomnum rafeindafjölmiðl- um,“ sagði De Noose, en lagði áherzlu á að enn væri aðeins um ugg að ræða. Hækkanir hófust ’93 Hann tók hins vegar fram að fé- lagsmenn í Intergraf hefðu beðið um að náið yrði fylgzt með þróuninni. Hann sagði að þótt verð á pappír væri sveiflukennt væri það ekki eina skýringin á hækkununum nú. Hækkanirnar hófust 1993 þegar verðið var 390 dollarar tonnið. í ágúst var verð á svokölluðum NBSK pappír komið í 625 dollara tonnið, sem jafngildir 60% hækkun, og síðan hefur verðið hækkað í 650 dollara. Nú tejja sérfræðingar að verðið kunni að fara upp i 840 dollara tonnið, sem var toppurinn á síðustu uppsveiflu. Aðrir sérfræðingar benda á að endurvinnsla kunni að lækka verðið, enda færist hún sífellt í vöxt. Verðið kunni einnig að lækka vegna aukinn- ar framleiðslugetu í Bandaríkjunum, þar sem tæplega þriðjungur heims- framleiðslunnar á sér stað. Á móti kemur að eftirspurn eftir pappír eykst. Ekkert bendir til þess að pappírslausar skrifstofur hafi tek- ið völdin, því að mest eykst sala á pappír, sem notaður er í viðskiptalíf- inu. eMakalausa Línan Ék 99 16 66 Þar sem allt getur gerst ísleiisk bleikja’95 Ráðstefna um málefni bleikjueldis á íslandi í Bœndahöllinni við Hagatorg fimmtudaginn 30. mars nk. í Búnaðarpingssal. Ráðstefnan er haldin af Bændasamtökum íslands í samvinnu við Bændaskólann á Hólum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins ogVeiðimálastofnun. Ráðstefnustjóri: Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. Dagskrá: 8.00 Skráning og afhending gagna: 8.30 Setning: Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. 8.40 Ávarp landbúnaðarráðherra eða fulltrúa hans: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. 8.50 Ávarp formanns Bændasamtaka fslands: Ari Teitsson. 9.00 Þróun og horfur í bleikjueldi: Óskar ísfeld Sigurösson, Bændasamtökum íslands, Stefán Stefánsson,Veiðimálastofnun. 9.20 Framleiðnisjóður og bleikjueldi: JóhannesTorfason, forrn. stjómar Framleiðnisjóðs landb. 9.40 Arðsemi bleikjueldis: Jón Ö. Pálsson.Veiðimst., Ketill A. Hannesson, Bændasamtökum ísl. 10.00 Kaffiblé. 10.15 Bleikjueldi hjá Hólalaxi: Pétur Brynjólfsson, Hólalaxi 10.25 Bleikjueldi í strandeldisstöð: Benedikt Kristjánsson, Silfurstjörnunni. 10.35 Bleikjueldi í fersku vatni: Birgir Þórisson.Glæði. 10.45 Bleikjueldi í dúkklæddum jarðtjörnum: Gimnar Kolbeinsson, Syðri Knarrartungu. 10.55 Fjármagnsstofnanir og bleikjueldi: Ingimar Jóhannsson, landbúnaðarráðuneyti. 11.10 Kynbætur í bleikjueldi: Einar Svavarsson, Hólaskóla, JónasJónasson.Veiðimálastofnun, Emma Eyþórsdóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins 11.40 Umræður. 12.00 Matarhlé. 13.00 Fóður fyrir bleikju: Ólafur Guðmundsson, Rannsóknastofiiun landbúnaðarins. 13.20 Yfirlit yfir helstu bleikjurannsóknir: Emma Eyþórsdóttir, Rannsóknarst. landb., Jón Öm Pálsson, Veiðimálast.,Þórarinn Sveinsson, Lífeðlisfræðistofu Háskóla íslands, Þuríður Pétursdóttir, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 14.20 Vinnsla og útflutningur á bleikju til Evrópu: Gunnar Már Kristjánsson, íslenskum sjávarafurðum. 14.40 Kaffihlé. 15.00 Markaður fyrir bleikju í Bandaríkjunum: Mariann Kaiser, Aquanor, Björn Benediktsson,Silfurstjömunni. 16.00 Umræður. 17.00 Samantekt og ráðstefnuslit: Óskar ísfeld Sigurðsson, Bændasamtökum íslands. 18.30 Móttaka í boði landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, i Borgarttini & Þátttökugjald er kr. 2.500. (Ráðstefnugögn og hádegisverður innifalin). Skráning þáttakenda í símum 91-56 30 300, 91-56 30 338 og 91- 56 30 308 Ráðstefnan er öllum opin meðan búsrúm leyflr. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR JHtoðtutMaMfr - kjarni máisins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.