Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 53 Á MYNDINNI eru f.v. Sverrir Haraldsson yfirlæknir, Albert Kemp, fjöldæmisstjóri Lions á íslandi, Jóhannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Borgarspítalans, og Laufey Jóhannsdóttir svæðisstjóri. Lionsklúbbar gefa ómskoðunartæki NÝLEGA gáfu nokkrir Lionsklúbb- ar sameiginlega tæki til Borgarspít- alans. Er um að ræða ómskoðunar- tæki til blöðruskoðunar. Lionsklúbbarnir sem stóðu sam- an að gjöfinni eru; Lionsklúbbur- inn Kaldá, Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar, Lionsklúbburinn Ásbjörn en þessir klúbbar eru allir í Hafn- arfirði, Lionsklúbbur Bessastaða- hrepps, Lionsklúbbur Garðabæjar og Lionsklúbburinn Eik en tveir þeir síðastnefndu eru í Garðabæ. Sverrir Haraldsson yfirlæknir tók við tækinu fyrir hönd Borg- arspítalans og greindi hann frá að tækið væri langþráð fyrir sjúki- inga spítalans og léttir það mjög meðferð þeirra. Tækið er létt og fyrirferðarlítið og auðvelt að færa það á milli staða til notkunar. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, þakkaði Lionsfélögum fyrir kom- una og bað þá að koma sem oftast í heimsókn. Lionsklúbbarnir hafa aflað fjár til tækjakaupanna með ýmsum hætti svo sem perusölu, jólapappírssölu, hreingerningar- verkefnum, sölu á litabókum o.fl. Tveir fulltrúar RKÍ til starfa erlendis TVEIR Sendifulltrúar fóru í síðustu viku á vegum Rauða kross íslands til hjálparstarfa. Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur, fór til starfa í fyrrum Júgóslavíu og Davíð Lynch til Georgíu. Nú stendur yfir vopnahlé meðal stríðandi aðila í fyrrum Júgóslavíu en óvíst er hvað það helst lengi. Hjúkrunarfólk Bosníu-Herzegóvínu er algerlega háð utanaðkomandi að- stoð hvað varðar hjúkrunargögn. Maríanna mun vinna að því, fyrir sjúkrahús Rauða krossins í Mostar og heilsugæslustöðvar í kring, að meta aðstæður og útvega lyf og önnur hjúkrunargögn til lengri tíma. Davíð mun hins vegar vinna að fræðslu um alþjóðleg mannúðarlög í lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna. Þar er geysileg þörf á slíkri fræðslu og hefur Alþjóða Rauði krossinn nú hafið umfangsmikla herferð í því að breiða út þekkingu um lýðréttindi, Genfarsáttmálana, mannréttindi óbreyttra borgara á stríðstímum, réttindi stríðsfanga, mögulega að- stoð Rauða krossins o.fl. að því er segir í fréttatilkynningu. Davíð og Maríanna við skrif- stofu RKÍ rétt áður en þau lögðu upp. Davíð heldur á dóttur sinni Rebekku, 5 ára. Hingað til hafa svissneskir sendi- fulltrúar aðallega séð um fræðslu um mannúðarlög vegna hlutleysis lands síns. Alþjóða Rauði krossinn hefur hins vegar lýst yfir áhuga á að fá íslendinga til liðs við sig á þessu sviði og verður Davíð fyrstur fslend- inga til að gegna slíku starfí. Auk Maríönnu og Davíðs eru níu aðrir íslenskir sendifulltrúar erlendis á vegum Rauða kross íslands og vinna að neyðarhjálp í Palestínu, Rúanda, Georgíu, Eþíópíu, Afganist- an, Tanzaníu og Kenya. Farði hf. kaupir Bláa fuglinn NÝLEGA keypti Farði hf. verslunina Bláa fuglinn í Borgarkringlunni. Farði hf. hefur rekið Make up forever-búð- ina í Borgarkringlunni í rúmt ár. Make up for ever eru franskar snyrti- vörur og sérhæfír verslunin sig í þeim. Þar starfa tveir förðunarfræðingar sem leiðbeina almenningi og fagfólki um vöruna. Blái fuglinn hefur verið í Borgar- kringlunni frá opnun hússins 1991. Verslunin hefur sérhæft sig í undir- fatnaði fyrir konur og hefur hollenska vörumerkið Pastunette verið eitt aðal- merki hennar. Við kaupin flutti versl- unin í húsnæði Make up for ever-búð- arínnar á 1. hæð Borgarkringlunnar. Þar er boðið fjölbreytt úrva! undir- fatnaðar ásamt snyrtivörum. Við kaupin urðu einig umboðs- mannaskipti íyrir Pastunette undir- fatnað á Islandi. Forval hf. hættir innflutningi og dreifingu og hefur Farði hf. þegar tekið við innflutningi á fatnaðinum sem þegar fæst í fjöl- niörgum snyrtiverslunum víðs vegar um landið. Pastunette býður allar stærðir í undirfatnaði og skálar frá A Upp í DD. Haraldur Jóhannesson frá Forval hf., Anna Toher hjá Farða hf. og Bart Van Der Heijden frá Pastunette í Hol- landi þegar gengið var frá samkomulagi um dreifingu á Pastunette á íslandi. ------------»■■♦ ♦------ ■ KAFFIBARINN Arí í Ögri Fé- lagarnir Þór Breiðfjörð söngvari og Ofur-Baldur píanóleikari hafa séð gestum kaffibarsins fyrir þægilegri tónlist í rúman mánuð. Dagskráin samanstendur af lögum í anda Nat King Cole. í kvöld, þriðjudagskvöld, leika félagarnir í síðasta sinn í bili og hefst dagskráin kl. 22. FRETTIR Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Maður yfirbugaður með táragasi 24. til 27. mars í DAGBÓK helgarinnar eru bók- færð 380 tilvik. Umferðaróhöppin eru mörg, eða 41 talsins. Af þeim eru meiðsli á fólki í 6 tilvikum og grunur er um að í tveimur tilfellum hafí ökumenn verið undir áhrifum áfengis. Auk þessa eru bókuð 33 mál vegna afskipta af ölvuðu fólki, 23 vegna hávaða og ónæðis, 13 innbrot, 6 þjófnaðir, 6 líkamsmeið- ingar, 6 skemmdarverk og 9 rúðu- brot. Á sama tíma kærðu lögreglu- menn 23 ökumenn fyrir að aka of hratt, höfðu afskipti af 8 ökumönn- um, sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, og ein- um réttindalausum. Þá voru 14 ökumenn aðrir kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot og 23 öðrum var veitt áminning. Brot allra eru skráð og færð í ökuferilsskrá. Tuttugu og átta einstaklingar gistu fanga- geymslurnar um helgina. 88 ára ökumaður stakk af Eftir hádegi á föstudag varð hjólreiðamaður fyrir bifreið á Vest- urgötu við Garðastræti. Maðurinn fann til eymsla í fótum og var flutt- ur á slysadeild. Síðdegis á föstudag var bifreið ekið i veg fyrir strætis- vagn á Skútuvogi við Barðavog. Ökumaður fólksbifreiðarinnar ók af vettvangi. Síðar kom í ljós að ástæðan var sú að ökumaðurinn hafði haft áhyggjur af því að hon- um yrði meinað að aka bifreið ef upp kæmist að hann væri orðinn of gamall til að mega aka, en hann vantaði tvö ár í nírætt. Um svipað leyti meiddist öku- maður og farþegi bifreiðar, sem lentu í árekstri við aðra bifreið á gatnamótum Stuðlaháis og Lyng- háls. Meiðsli reyndust minniháttar. Fjögurra ára ökumaður Skömmu eftir hádegi á laugar- dag var tilkynnt um árekstur við íþróttahúsið á Kjalarnesi. Þar hafði fjögurra ára drengur komist undir stýri bifreiðar, sem hann beið í, og tekið hana úr gír með þeim afleið- ingum að hún rann af stað og á mannlausa bifreið. Litlar skemmdir hlutust af. Aðfaranótt sunnudags varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Tryggvagötu. Meiðsli hans voru minniháttar. Eftir hádegi efndu um 300 fram- haldsskólanemar til óskipulagðrar mótmælagöngu frá Kjarvalsstöðum niður að stjórnarráði. Þegar á áfangastað var komið tóku nokkrir nemendanna sig til, köstuðu bókum á tröppurnar og gerðu til líklega til að kveikja í þeim á staðnum. Lögreglumenn hindruðu það, enda óheimilt að kveikja eld innan lög- sagnarumdæmisins nema með séi-- stöku leyfí slökkviliðsstjóra. Ann- ars var framkoma flestra nemend- anna prúðmannleg. Eftir veru þeirra við stjórnarráðið var farið að fjármálaráðuneytinu og þaðan að karphúsinu þar sem gangan leystist upp. Yfirbugaður með táragasi Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann í símaklefa við Kirkjustræti. Maðurinn var sagður bera sveðju og væri óárenni- legur. Skömmu síðar fannst maður- inn í miðbænum. Reyndist nauð- synlegt að beita táragasi til að yf- irbuga hann. I ljós kom að ýmislegt dót fylgdi manninum og grunur kom upp um að hann tengdist inn- broti í bakarí og verslun við Vallar- stræti þá um morguninn. Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt um að reyk legði út um glugga á kjallaraíbúð við Leifsgötu. Þar hafði pottur gleymst á heitri eldavélarhellu. Björgunaraðilar þurftu að brjóta sér leið inn til að kippa málum í lag. Áðfaranótt sunnudags voru tveir menn handteknir í Árbænum eftir að þeir höfðu brotist þar inn í bif- reiðir. Mennirnir gistu fanga- geymslurnar en þýfinu var skilað til eigenda. Árangur í útivistarmálum Snemma á sunnudagsmorgun var maður handtekinn á bílasölu við Vatnsmýrarveg. Þar hafði hann brotið rúður í tveimur bifreiðum og valdið öðrum skemmdum. Tjón- ið er metið á þriðja hundrað þúsund króna. Þar sem foreldrar, lögregla, grunnskólar og félagsmálayfirvöld hafa tekið höndum saman og fylgt betur eftir ákvæðum um útivistar- tíma barna og unglinga hefur náðst verulegur árangur í málefnum barna og unglinga innan 16 ára aldurs. Mun minna er um afskipti lögreglu af ungu fólki utan dyra að kvöld- og næturlagi um helgar á svæðum þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa verið samtaka í að taka á því er aflaga hafði farið, dregið hefur úr ölvun og meiðingum á meðal þess, afbrotum og slysum hefur fækkað þar á meðal ungs fólks, minna er um skemmdarverk og að sama skapi hefur dregið úr líkum á að ungt fólk verði fórn- arlömb misyndismanna. Viðskiptavinum boðið að teikna legsteina BAUTASTEINN í húsnæði Elda- skálans, Brautarholti 28, hóf fyrir skömmu sölu legsteina úr norrænu graníti. Segir í fréttatilkynningu að vegna hörku sinnar sé granít ein- staklega vel fallið til notkunar í var- anleg minnismerki. Fyrirtækið býður tilbúna legsteina til sölu auk þess sem viðskiptavinum er boðið að teikna sjálfir steinana eða fá aðstoð myndlistarmanns við þá hönnun. „Til að undirstrika enn frekar að hér er um aldagamla hefð að ræða við að reisa látnum minnis- merki, mun Eldaskálinn bjóða stein- ana undir nafninu Bautasteinn,“ segir í fréttatilkynningu. Hægt er að fá senda myndalista eða koma á staðinn og skoða upsetta steina. VINNIN LAUGA 0J GSTÖLUR RDAGINN . 25.03.1995 j <öXS) '(28) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA í 1.5 af 5 0 2.033.740 327.600 3. 4al5 101 5.590 4. 3af5 2.836 460 Heildarvinningsupphæö: 4.230.490 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ERLINGUR Friðriksson, eigandi Eldaskálans, við nokkra þeirra legsteina sem boðið er upp á hjá Bautasteini. fTALSKI BOLTINN Nr. Leikur: ROdin: 1. Lucchese - lldinese - X - 2. Pcrugia - Verona - - 2 3. Pescara - Atalanta I - - 4. Salernitana - Fid.Andrii 1 - - 5. Ccscna - Coscnza - - 2 6. Chicvo-Vcnczia 1 - - 7. Vicenza - Acircale 1 - - 8. Ancona - Como I - - 9. Palcrmo - Leccc 1 - - 10. Pistoicsc - Bologna - X - 11. Modcna - Spal 1 - - 12. Crevalcorc - Fiorenzuol: - X - 13. Alcssandra - Prato 1 - - lleildarvinningsupphæðin: 12 milljón krónur 13 réttir: 634.190 kr. 12 réttir: 13.130 1 kr. 11 réttir: | 1.030 | kr. 10 réttir: 270 kr. 12. leikvika. 25. mars 1995 Nr. Leikur: ROðin: 1. Oldham - Dcrby - - 2 2. Bristol C. - Southend - X - 3. Stoke - Notts Cnty 1 - - 4. Grimsby-WBA - - 2 5. Blackpool - Brentford - - 2 6. Oxford - Brighton - X - 7. York- Bradford - X - 8. Pcterboro - Birminghan - X - 9. Rotherham - Hull 1 - - 10. Wrexham - Bristol R. - X - 11. Wycombc - Crcwe - X - 12. Plymouth - Cardiff - X - 13. Swansca - Cambridgc 1 - - Heildarvinningsupphæöin: 90 milljón krónur 13 réttir: 3.031.710 12 réttir: 73.060 11 réttir: | 5.570 10 réttir: 1.320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.