Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 9 FRÉTTIR GUÐMUNDUR Hallvarðsson, stjórnarformaður Happdrættis DAS, afhenti Elísabetu Her- mannsdóttur, formanni kvenfé- lagsins Hringsins, milljón króna framlag í barnaspítalasjóð Hringsins í Bingólottó á laugar- dag. Féð er afrakstur tveggja mánaða sölu á Bingó Bjössa- kortum og öðrum Bingó Bjössa- varningi. Bingó Bjössa-kortin tengjast heimsóknum Bingó Bjössa í Bingólottó-þættina á Stöð 2. Bingó Bjössi hefur yfir að ráða ýmsum farartækjum og hefur jafnan bókstafi í fartesk- inu. Síðan raða börnin saman bókstöfum og mynda orð. „Afskaplega þakklátar" Sigurður Ágúst Sigurðsson, forsljóri Happdrættis DAS og Bingólottós, lýsti yfir ánægju sinni með viðtökur Bingó Bjössa-kortanna þegar rætt var við hann. Hann sagði að fram- lagið væri 1% af loforði Kvenfé- lagsins Hringsins í sjóðinn og væri vonandi aðeins hið fyrsta af mörgum. Allur ágóði sölunn- ar rynni til sjóðsins. Ágóði af sjálfu Bingólottóinu rynni hins vegar í byggingarsjóð dvalar- heimilis aldraðra. „Mér finnst alveg hreint stór- kostlegt að þessi félagsskapur skyldi hafa munað eftir okkur,“ sagði Elísabet Hermannsdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins, í samtali við Morgun- blaðið. Hún sagði ánægjulegt að öll sjúk börn, jafnt langveik og þau sem þyrftu aðhlynningu í styttri tíma, nytu góðs af fram- laginu. „Við erum afskaplega þakklátar," sagði hún. Að ofan sést Elísabet taka við ávísuninni úr höndum Guðmundar Hall- varðssonar, en Bingó Bjössi gæigst yfir. Stefnir í verkfall á Höfn Arangiirslaus fundur STUTTUR árangurslaus fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu verslunardeildar verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, Vinnumálasambands samvinnufélaganna og VSÍ í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðað- ur og bendir flest til að verkfallið, sem Jökull hefur boðað frá og með 31. mars, komi til framkvæmda. Verkfallsboðunin nær til um 100 manna og starfar mikill meiri- hluti þeirra hjá Kaupfélagi A- Skaftfellinga á Höfn. SVFR og LS í fjaronun fyrir NASF NORÐUR-Atlantshafslaxasjóður- inn, NASF, sem Orri Vigfússon er hvatamaður að og veitir forstöðu, hefur gefið út bókina „Gárutöfrar", á ensku „Hitchcraft“, en efni bókar- innar er veið- iaðferðin sem kennd er við Portland Cre- ek, eina af þekktari lax- veiðiám Kanada, og heitir „Port- land Hitch“. Á íslensku hefur verið talað um að veiða með „gáruhnút“. Ekki verður farið nánar út í þá sálma hér, en bókin er gefín út í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og hefur Stangaveiði- félag Reykjavíkur gengið fram fyr- ir skjöldu sem sölu- og dreifíngarað- ili bókarinnar á íslandi. Þá hefur Landssamband stangaveiðifélaga látið útbúa barmmerki í þágu NASF og á allur ágóði af sölu þess að renna til laxvemdarsjóðs Orra. Frá ofangreindu var skýrt á for- mannafundi LS sem haldinn var fyrir skömmu og þar sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður, SVFR að það væri það minnsta sem félag- ið gæti gert til stuðnings baráttu Orra, að aðstoða eins og hægt væri við sölu bókarinnar. Staðfesti hann að salan hefði hafist fyrir nokkrum vikum og hefði nokkuð verið pantað. Það mætti þó vera meira. Jón G. Baldvinsson, formað- ur LS, fylgdi barmmerkinu úr hlaði með þeim orðum, að ef einhveijir hefðu dregið lappirnar varðandi stuðning við Orra og félaga, þá væru það stangaveiðimenn á Norð- urlöndum, ekki síst á íslandi. Skor- aði Jón á stangaveiðimenn að sýna samtakamátt sinn í þessu máli. Hér má sjá kápu bókarinnar „Gáru- töfrar“. Kringlótta merkið er barm- merki það sem LS hefur látið hanna. Á að selja útlendingum heilbrigðis- þjónustu? ERU sóknarfæri erlendis innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu? er spurning sem leitað verður svara við á ráðstefnu um nýtingu ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu til gjaldeyrisöflunar, sem Útflutn- ingsráð íslands og Ríkisspítalarnir efna til í dag klukkan 16.00 á Hótel Sögu. Ennfremur verður reynt að svara hver verði næstu skref okkar í þá átt að nýta tækifæri til þessa. íslendingar geti hagnast á góðri heilbrigðisþjónustu, sem sögð er meðal hinnar bestu í heiminum. -----». » » Bílvelta í Kömbunum BÍLL með sex farþegum valt við útsýnisskífuna við Kambana á Hellisheiði á laugardag. Sex voru í bílnum, þar af tvö börn, og slösuð- ust allir eitthvað, en enginn alvar- lega. Talið er að bíllinn hafi farið eina og hálfa veltu áður en hann stöðvaðist um tuttugu metra fyrir utan veginn. M utankjörstaðaskrifstofa S j álfstæðisflokksins ValhöU, Háaleitisbraut 1, 3. hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum 8. apríl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Engjateigi 5, alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag. Fermingarstúlkiir Frábært, öðruvísi fermingarhárskraut í litum. Satinhanskar með perlum, klútar o.fl. Háalcitisbraut 58-60. .síuii. 813525. Fermingarmömmur og -ömmur FRANSKAR DRAGTIR OG TVÍSKIPTIR KJÓLAR S v nedst við r " ” V Dunhaga, I --------——N sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. GALLABUXUR Nýir LITIR Sœvar Karl Olason Bankastræti 9, sími 13470. Nýr baráttumaður fyrir Reykvíkinga 2- sætið > Reykjavík XB Framsóknarflokkurinn Olafur Orn Haraldsson er fylgjandi að persónuafsláttur hjóna og sambýlisfólks sé millifæranlegur að fullu. rEVO-STIK ÞRÆLSTERK OG VIÐURKENND LÍM TIL MARGUÍSLEGRA N0TA FYRIR TRÉIÐNAÐ ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 ^=-MlinnT lifl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.