Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
Sæll! Ég heiti Emelía... Jamm, auðvit- Það verður auð- Hvað með „hægt, hægt,
vilt þú verða dansfélagi að ... en ég er velt... „hægt, hægt, bregða, bregða“?
minn? ekki mjög flink- hratt, hratt“
ur...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
FRÁ Skautasvellinu í Laugardal. Þar er spiluð tónlist úr ýmsum
áttum börnum og unglingum til óblandinnar ánægju.
Nirvana á
skautasvellinu
Frá Hafsteini Hafsteinssyni:
ÞAÐ VAKTI athygli mína grein sem
ég las í Morgunblaðinu fimmtudag-
inn 23. mars síðastliðinn, þar sem
Unnur J. Bjarklind skrifar í blaðið
og kvartar undan tónlistinni sem
spiluð er á skautasvellinu. Tónlistin
sem spiluð er á svellinu er úr öllum
áttum, allt frá Páli Óskari og Millj-
ónamæringunum og upp í þessa
„dóphausa" í Nirvana eins og hún
orðar það.
í fyrsta lagi er enginn Nirvana-
geisladiskur til á skautasvellinu.
Gestir svellsins hafa stundum komið
með geisladiska sem við höfum svo
spilað, þar á meðal Nirvana, (Unpl-
ugged) (órafmagnað eins og það
heitir á íslensku) og er það eini Nir-
vana-geisladiskurinn sem hefur verið
spilaður á svellinu. Þessi umrædda
hljómsveit hefur verið ein sú allra
vinsælasta hjá krökkum og ungling-
um og þó aðallega þessi Unplugged-
diskur. Unnur segir í bréfinu að tón-
listin sé spiluð af fullum styrk sem
er ekki rétt því hátalararnir þola það
ekki. Unnur segir einnig að við ætt-
um að prufa að spila vínarvalsa. Það
hefur verið prufað síðustu fímm vet-
ur, en viti menn, alltaf koma krakk-
arnir inn til okkar í hópum og kvarta
undan tónlistinni og biðja okkur að
spila eitthvað annað. Ég hugsa þess
vegna að krakkarnir hafi ekki mjög
gaman af vínarvölsum eða Mozart,
þá er ég að tala um krakka sem
sækja svellið og eru á aldrinum 7—Í6
ára.
Á hveijum degi koma u.þ.b.
100-200 krakkar, það er reynt að
gera öllum til hæfis en það er ekki
alltaf hægt.
HAFSTEINN HAFSTEINSSON,
starfsmaður á skautasvellinu í
Laugardal.
Ríkisútvarpið
á hálum ís
Frá Sigurði G. Thoroddsen:
HINN 16. þ.m. var í morgunfréttum
Ríkisútvarpsins svohljóðandi upples-
ið: „Mikil óreiða hefur verið hjá Fé-
lagi hrossabænda vegna sjóðagjalda
sem það innheimtir...“ og „Þijár
milljónir eru óskýrðar í bókhaldi fé-
lagsins..." Þetta var endurtekið í
hádegisfréttum. Hér var ekki verið
að greina frá umræðum, eða orðin
höfð eftir öðrum, heldur var um
beina fullyrðingu að ræða í fréttum
ríkisútvarpsins. í kvöldfréttum var
greint frá því, að krafíst hefði verið
að framkvæmdastjóra félagsins yrði
vikið frá og stjórnin segði af sér.
Og næstu daga var enn vegið í
sama knérunn í Ríkisútvarpinu, í
fréttum, fréttaskýringarþætti og
viðtölum.
Þegar demban úr útvarpi allra
landsmanna hafði staðið nokkra sól-
arhringa, heyrðist stutt viðtal við
formann Félags hrossabænda, og
síðan í seinni fréttum sjónvarps þann
21. þ.m. viðtal við framkvæmda-
stjórann.
í þessu gjörningaveðri virðist
mega greina eftirfarandi:
1. Ásakanir óánægðs félaga í
Félagi hrossabænda verða að
staðreyndum í höndum Ríkisút-
varpsins.
2. Áfangaskýrsla endurskoð-
enda, sem fréttastofan telur
sig byggja á, er ekki næg
ástæða fyrir upphlaupi frétta-
stofunnar. Hvergi er vikið að
slíku athæfi sem meðhöndlun
fréttastofunnar ýjar að, svo
sem fjárdrætti eða misferli með
fé. Málið snýst um, að félagið
hafi sýnt útflytjendum kyn-
bótahesta of mikla linku við
innheimtu sjóðagjalda.
Sé litið til ofangreindra ásakana
og hins vegar skýringa forsvars-
manna Félags hrossabænda er ljóst,
að hér er um deilumál að ræða sem
á sér langa sögu og ýmsar aðrar
væntingar blandast inní. En frétta-
stofa Ríkisútvarpsins hefur af ein-
hveijum ástæðum fallið í þá gryfju
að ganga erinda annars deiluaðilans
og hamast við að svipta ærunni
fnpnkvæmdastjóra, formann,
stjórn og starfsmenn heils búgreina-
félags.
SIGURÐUR G. THORODDSEN,
Álftanesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.