Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nú er kosið um framtíðina KOSNINGAR til Alþingis snúast um framtíðina - og ef til vill frekar nú en oftast áður. Islendingar standa á tímamótum. Við þurfum að gera upp reikninga við fortíðina en við þurfum ekki síður að ákveða hvernig við viljum varðveita og ávaxtaávinn- ing sjálfstæðisbaráttunnar. Ákveða hvers konar framtíð við viljum skapa bömum okkar. Það kom í hlut þeirrar ríkisstjóm- ar, sem nú er að skila umboði sínu ti! kjósenda, að takast á við uppsafn- aðan velferðarvanda; skuldasöfnun og verðbólgu. Verkefnið var biýnt og raunar óumflýjanlegt og kallaði á aðgerðir sem óhjákvæmilega yrðu sársaukafullar fyrir íslenskt samfé- lag. Það var ekki vísasti vegur til vinsælda fyrir stjómmálaflokk að vera í fararbroddi fyrir þess konar aðgerðum. Við þær aðstæður sem hér ríktu í upphafi þessa kjörtímabils má segja að nánast engir þættir velferðarkerf- isins gátu verið heilagir. Útgjöld hins opinbera höfðu stöðugt haldið áfram að aukast sjálfkrafa hvort sem þjóð- artekjur leyfðu eða ekki. Um áratuga skeið hafði útgjaldaveislan staðið, hvernig sem áraði, og kertið var brennt í báða enda. Afieiðingamar urðu þær að hér ríkti slík óðaverð- bólga að allt verðmætaskyn þjóðar- innar var horfið. Nafn landsins var í hinni alþjóðlegu efnahagsumræðu orðið samheiti stjórnleysis í efna- hagsmálum. Hei! kynslóð óx úr grasi með þann skilning að veganesti að skuldasöfnun væri dyggð, spamaður fyrirhyggjuleysi. Ráðamenn héldu veislunni áfram og tóku erlend lán í ríkissjóð. Síðustu fjögur ár hefur það mest mætt á Alþýðuflokknum, er grípa þurfti til óhjákvæmilegra aðgerða; annars vegar niðurskurðar í þjón- ustugreinum, hins vegar að skapa nýja erlenda markaði fyrir íslenskar útflutningsgreinar svo fjölga mætti störfum í landinu. Alþýðuflokkurinn barðist einn stjórnmálaflokka_ fyrir því staðfastlega frá byijun að ísland tæki þátt í myndun hins Evrópska efnahagssvæðis. Árangur skilar sér strax Nú er svo komið, þegar sá samn- ingur hefur verið í gildi f rúmt ár og menn sjá loks árangur hans í efnahag og atvinnulífí, að formæl- endur allra flokka telja þann samning besta skref, sem stigið hafí verið í íslenskum utanríkismál- um um langan aldur. Enda yrði þeim erfítt að halda árásum sínum áfram. í kjölfar samn- ingsins um EES hafa tollar af íslenskum af- urðum til Evrópusam- bandsríkja lækkað og í sumum tilvikum fallið niður. Það hefur aukið útflutning héðan, aukið atvinnu og þjóðartekjur. í raún er það ávinningur EES samningsins, sem nú knýr íslenskan efna- hagsbata eftir það erfíð- leikaskeið, sem rekja má til aflasamdráttar, þjóðarskulda og efna- hagsþrenginga í viðskiptaheimi okk- ar. Ríkisstjómin samþykkti að verða við tillögum aukaflokksþings Al- þýðuflokksins í janúar sl. um að ávinningi efnahagsbatans yrði í fyrstu varið til þess að bæta kjör hinna lakar settu. Síðar yrði reynt að skila þessum ávinningi til alira launþega. Þannig er efnahagsbatinn þegar farinn að skila sér með sýnileg- um hætti til þjóðarinnar. Það sýnir ávinning sem þakka má ákvörðunum sem Alþýðuflokkurinn - einn flokka - hefur beitt sér heilshugar fyrir og barist fyrir. En það greinir Alþýðu- flokkinn - Jafnaðarmannaflokk ís- lands frá öðrum flokkum helst, að þótt barátta okkar snúist öðrum þræði um að bæta lífskjörin nú þeg- ar, þá er barátta okkar öðru fremur fyrir bjartari framtíð. Framtíðarárangnr Síðustu ár þykjast margir hafa merkt þverrandi trú íslenskra ung- menna á framtíðinni. Kannanir hafa staðfest þetta. Svo var komið að meirihluti ungmenna í framhalds- námi taldi framtíð sinni best borgið utanlands. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga hvert stefndi. ★ Ráðamenn eyddu opinberu fé um efni fram í óarðbær gæluverkefni og tóku til þess erlend lán, sem kemur í hlut næstu kynslóðar að greiða. Þessi skuldasöfnun og uppbygging þess, sem við höfum kallað „velferð fyrirtækjanna" varð til þess að ríkis- sjóður átti ekkert svigrúm til að mæta óvæntum áföllum. ★ Yfírvöld sjávarútvegsmála úthlut- uðu fámennum hópi útgerðarmanna, Jón Baldvin Hannibalsson STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN sægreifunum svo- nefndu, aðgang að helstu auðlind þjóðar- innar að gjöf í bága við ákvæði laga sem kveða skýrt á um að hún sé sameign þjóðarinnar. ★ Meirihluti þing- manna berst enn harð- vítugri baráttu fyrir einangrun þjóðarinnar og gegn því að ísland eigi samleið með evr- ópskum skyldþjóðum sínum um mótun sam- eiginlegrar framtíðar. Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að snúa við blaðinu og hefja sókn til framtíðar. Hann hefur af skiljanlegum ástæðum ekki notið til þess stuðnings fortíðar- hyggjuaflanna á Alþingi Islendinga. Framtíðarstefnan snýst um það að varðveita, ávaxta og hagnýta auð- lindir þjóðarinnar, komandi kynslóð- um til heilla. ★ Tryggja þarf að forræði og eign- arhald þjóðarinnar á mikilvægustu auðlindinni, fískimiðunum umhverfís landið, verði tryggt með stjórnar- skrárákvæði. Slíkt væri auk þess baktrygging gegn hugsanlegum kröfum annarra ríkja um veiðilieim- ildir, svo sem í samningaviðræðum um aðild að ESB. ★ Auka þarf verðmæti sjávarafla með fullvinnslu og tryggja þannig næga atvinnu í öllum byggðum landsins. Þannig yrði búseta tryggð um allt land án þess að það þurfí að gerast með kostnaðarsamri ríkis- styrkja- og offramleiðslustefnu í landbúnaði. Þetta yrði best gert með fullum markaðsaðgangi í næstu ná- grannalöndum, það er að segja Evr- ópuríkjum. ★ Nýta þarf óbeislaða orku fallvatna og jarðhita. Nú hillir undir stórátak Sú tíð er liðin, að próf- skírteini tryggi aðgang að starfi og lífsviður- væri, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Æ oftar er spurt um starfs- reynslu þegar ungt fólk er ráðið til starfa. í þeim efnum, sem gæti gert ísland að einu helsta orkusöluríki heims. Nú er verið að semja um aukningu í álframleiðslu og í deiglunni eru samningar um raforkusölu um sæ- streng til Evrópuríkja. Það yrði lang stærsta átak í allri iðnaðarsögu ís- lendinga. Framtíðarstefna Til þess að ná þessum markmiðum og til þess að skapa nýrri kynslóð íslendinga bestu lífskjörrí heimi, en gera hana ekki að skuldaþrælum for- tíðarinnar, þarf nýja sýn til framtíðar. ★ Það þarf að hefja hið fyrsta aðild- arviðræður við Evrópusambandið með það fyrir augum að tryggja ís- lensku þjóðinni áhrif á þróun mik- ilvægustu mála í okkar eigin heims- hluta og um leið fullan og tollfijálsan aðgang að mörkuðum Evrópuríkja. ★ Það þarf^að gera menntunarmál þjóðarinnar að forgangsverkefni og þá að huga sérstaklega að nýsköpun verkmenntunar. Atvinnuleysi ungs fólks er einhver alvarlegasta vá í vestrænum iðnríkj- um um þessar mundir. Sífellt fleiri ljúka langskólanámi en æ færri fá starf við hæfí. Sú tíð er liðin, að prófskírteini tryggi aðgang að starfi og lífsviðurværi. Æ oftar er spurt um starfsreynslu þegar ungt fólk er ráðið'til starfa. Slíkum tækifærum hefur fækkað hér á landi líkt og í öðrum iðnríkjum. Einangrunarstefna fortíðar- hyggjuflokkanna og nýrra sérfram- boða, sem hefja á loft gunnfána kreppusósíalismans bætir þama ekki úr. Til þess að ungf fólk eigi að geta átt von um framtíð og störf á ís- landi þarf að fjölga störfum og skapa framtíð. Það gerist aðeins með þeirri leið sem Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka boðað og náð að skila árangri. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands hefur lengi ver- ið gerandinn í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur ekki verið útibú hags- munahópa. Hann hefur raskað kyrr- stöðunni og boðað framtíðarsýn. Þess vegna hefur verið sótt að honum úr öllum áttum. Kannanir sýna nú að flokkurinn sækir fylgi sitt að mestu til ungs fólks. Það skilur best hvað er í húfí, því það skilur framtíðina. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Tilgangurinn með „nýskólastefnunni“ Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE ^ SKOVERSLUN EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 Toppskórinn VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21212 VIÐ INGÓIFSTORG STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN KRINGLAN 8-12 SÍMI689212 SIÐASTLIÐNA tvo áratugi hefur svonefnd „nýskólastefna" mark- að íslenskt fræðslukerfi. Vorið 1991 og á næstu árum var hafíst handa við að endur- skoða og breyta kerf- inu. Það sætti mikilli andstöðu þeirra, sem töldu sig búa við mjög ákjósanlega skólastefnu sem vísaði til framtíðar. Andstaðan var mjög ákveðin í röðum alþýðu- bandalagsmanna og áhugamanna um vinstri- stefnu. Meðal þeirra töldust forystumenn kennarasamtakanna sem höfðu unnið að framkvæmd stefnunnar í áratugi ásamt starfs- kröftum Kennaraháskóla íslands. Þessir aðilar kröfðust fjölgunar í starfsliði og höfðu, ekki síst á árun- um ’89-’91, komið skoðanabræðrum sínum í lykilstöður innan skólakerfís- ins. Grunnskólar voru einkum mótaðir af þessari stefnu. Námsgagnastofn- un ríkisins einokaði mótun kennslu- efnis og gaf út rit sem mörkuðust af stefnunni. Þessum ritum var og er dreift ókeypis innan grunnskóla- kerfísins. Bækur stofnunarinnar hafa reynst mjög misjafnlega til kennslu og nemendum ekki sem best sé miðað við árangur. Samkvæmt kenningum „nýskólastefnunnar" breytist kennsluefni vegna stöðugra breytinga á þekkingaratriðum. For- stjóri Námsgagnastofnunar skrifar: „A ári hveiju vinnum við að 3-400 titlum og af því eru um 80 nýir. Það hefur verið svo frá 1980, þannig að stofnunin hefur gefið út um það bil 1.100 nýja titla frá þeim tfma sem skólanir hafa úr að velja. Magnið sem við sendum í skólana eru um 650.000-750.000 eintök á ári“. (Morgunbl. 25. febrúar sl.) I sögu og bókmenntum eru bækur stofnunarinnar miðaðar við kenning- ar nýskólastefnunnar, íslandssagan fösluð og skekkt, sama er að segja um mannkyns- sögu. Bækur þessar eru því ónothæfar í þessum greinum og sama er að segja um kehnslubækur í bókmenntum og fé- lagsfræði. í móðurmál- inu hafa námsbækurnar reynst svo illa, að stofn- unin stendur nú í „end- umýjun" kennsluefnis í íslensku. Það virðast vera álög á stofnuninni að geta ekki eða vilja Siglaugur ekki gefa út knappar Brynleifsson og skýrar kennslubæk- ur í íslenskri málfræði og réttritun. Forstjórinn skrifar einn- ig um hlutverk stofnunarinnar; „Það er að sjá skólunum fyrir sem bestum náms- og kennslugögnum, í sam- Skólastefna Alþýðu- bandalagsins mótast, að mati Siglaugs Bryn- leifssonar, afþvíþjóð- félagi, sem flokkurinn vill skapa. ræmi við uppeldis- og kennslufræði- leg markmið, lög um grunnskóla og aðalnámsskrá." Hér er átt við grunn- skólalögin frá 1991. Og hver var til- gangur þeirrar löggjafar og mark- mið? Tilgangur þeirrar stefnu kom fram í ritinu „Til nýrrar aldar“ sem kom út 1991, snemma árs í lok embættisfærslu Svavars Gestssonar menntamálaráðherra. Inntak og að- aláherslur þessa rits má finna í „Stefnuskrá Alþýðubandalagsins" 1975. „Til nýrrar aldar“ er meira og minna endurprentun upp úr „Stefnu- skrá Alþýðubandalagsins", með til- burðum til þess að fela eiginlegt inn- tak og ákveðnustu markmiðin. Á bls. 69 í Stefnuskránni er fjallað um „Menningarlíf og skóla“, þar er skólastefna flokksins reifuð og síðar í ritinu í kaflanum „Menningarlíf og menntun". Á bls. 102 stendur: „Skólastefna Alþýðubandalagsins mótast af þörfum þess þjóðfélags sem flokkurinn beitir sér fyrir að skapa.“ Þetta er inntak skólastefnu Alþýðubandalagsins og jafnframt inntak „nýskólastefnunnar". Á bls. 72 segir: „Að fjölskyldunni undanskilinni eru skólar sú þjóðfé- lagsstofnun sem ætla má að mótí fastast ýmsar venjur, viðhorf og skoðanir uppvaxandi kynslóðar." Al- þýðubandalagsmönnum er vel ljós þýðing skólastarfsins, kennslunnar, innrætingar ákveðinna pólitískra markmiða og nauðsyn hagstæðrar útgáfustarfsemi kennslubóka, sem getur allt stuðlað að „þörfum þess þjóðfélags sem flokkurinn beitir sér fyrir að skapa.“ Það er ekkert undrunarefni þótt andstaða flokksmanna og ánetjaðra kennslukrafta og starfskrafta grunn- skólakerfísins og framhaldsskólanna sé hörð gegn auknu sjálfstæði skóla og valddreifingu kerfisins. Það net sem semínaristar úr röðum Alþýðu- bandalagsins hafa sveipað um ís- lenskt skólakerfi heldur ekki lengur, með samþykkt nýrra grunnskólalaga fyrir þinglok í febrúar sl. Valddreif- ingin rýfur einokunaraðstöðu sem Alþýðubandalagið hefur aflað sér á síðustu áratugum. Það hyllir nú und- ir þá tíma innan skólakerfisins, þeg- ar „markmið og þarfír þess þjóðfé- lags sem flokkurinn beitir sér fyrir“ ráða ekki lengur skólastefnunni. P.S. „Stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins" 1976 var gefin út eftir að Alþýðubandalagið að eigin sögn hafði formlega slitið tengslin við Sovétblokkina, þar á meðal leppríkin. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.