Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 35 kast sæti að kosningabaráttan hafi farið mjög rólega af stað en reiknað er með að meiri kraftur færist í hana á loka- sprettinum. Atvinnumálin eru mál málanna fyr- ir Alþingiskosningarnar meðal Vest- lendinga. Framsóknarmenn Ieggja höfuðáherslu á samgöngumál og at- vinnumál og standa sjávarútvegsmál- in þar sérstaklega upp úr, að sögn Björns Kjartanssonar, kosningastjóra flokksins. Alþýðuflokksmenn brydd- uðu upp á þeirri nýjung á fá sérfræð- inga frá Hafrannsóknarstofnun á framboðsfund um sjávarútvegsmálin á Vesturlandi en flokkurinn leggur einnig mikla áherslu á að koma land- búnaðarstefnu flokksins vel til skila, að sögn Kristjáns Emils Jónassonar kosningastjóra. „Við höfum einbeitt okkur að fund- um víðsvegar um kjördæmið sem hafa verið mjög vel sóttir,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, kosningastjóri og frambjóðandi D-listans. Sjálfstæðis- menn hafa reynt nýjar leiðir í barátt- unni og eru með kosningaútvarp á einstökum stöðum. Sveinn Kristinsson, sem situr í kosningastjórn Alþýðubandalags, segir að atvinnu-, sjávarútvegs- og menntamál séu á oddinum í baráttu flokksins. „Við leggjum mikla áherslu á nýja stefnu í sjávarútvegsmálum og kvótakerfið burt,“ segir hann. Frambjóðendur Kvennalistans hafa staðið að svokölluðum þemafundum á Vesturlandi þar sem blandað er saman fræðslu og pólitík. Að sögn Snjólaug- ar Guðmundsdóttur kosningastjóra leggur Kvennalistinn áherslu á at- vinnumál, launamál, um- hverfis- og skólamál. Hilmar Arason, kosninga- stjóri Þjóðvaka, segir að ófærð hafi torveldað nokk- uð ferðir um kjördæmið en hann telur sig merkja tals- an háð linga- im og töðum verðan áhuga á kosningunum. Hann segir erfitt að meta stöðuna í kjör- dæminu vegna þess að áhrif búsetu fólks víðsvegar um kjördæmið geti haft áhrif á úrslit kosninganna og bendir hann í því sambandi á að marg- ir frambjóðendur komi af Akranesi. Náttúrulagaflokkurinn leggur áherslu á að komið verði á fót svoköll- uðum samstillingarhópi sem nýti vit- undaraðferð til að eyða streitu úr andrúmsloftinu og skapa grundvöll til framfara. Þorvarður Björgúlfsson segir að flokkurinn vilji vinna í sam- ræmi við lögmál náttúrunnar og í sjáv- arútvegsmálum leggi hann t.d. áherslu á að stuðla að náttúrulegum fiskveiðum. Þ Ú HEFUR verið sterkasti skákmaður heims í að minnsta kosti tíu ár. Hvarflar nokkurn tíma að þér að draga þig í hlé? „Nei, ég hef ennþá nóga orku til að tefla og ég held að spurningin sé ekki tímabær. Auðvitað gerist það fyrr eða síðar.“ — Þú hefur ennþá ánægju af tafl- mennskunni? „Já, og ég held að einvígið við Anand í haust um heimsmeistaratit- il PCA eigi eftir að kveikja aftur í mér.“ — Er staða þín sem sterkasta skákmanns heims jafnörugg nú og fyrir fimm árum? „Nei, það er meiri samkeppni núna. Þá var enginn í augsýn sem gæti ógnað mér. Nú eru Anand og fleiri ungir skákmenn famir að láta að sér kveða. Eftir því sem fram líða stundir, þá sækja aðrir fastar að mér, en ég held ég búi yfir nægri orku til að verja titilinn í allnokkur ár til viðbótar.“ — Hve miklum tíma verðu til skákiðkana? „Á þessu ári verða það um það bil þrír fjórðu hlutar tíma míns.“ — En kemur það ekki niður á taflmennskunni hjá þér að standa í pólitísku vafstri og vinnu fyrir PCA? „Jú, að sjálfsögðu, en þegar ég varð heimsmeistari langaði mig til að koma ákveðnum umbótum í gegn og þ’að tekur sinn tíma. Eg held líka að ég geti sinnt hvoru tveggja. Ég finn líka hvenær ég þarf að draga úr þessu hliðarvafstri. Núna er til dæmis minna að gera hjá mér heldur en fyrir ári. Það ríkir friður milli mín og FIDE og framundan er ríkuleg uppskera bæði hvað varðar fjármögnun og íjölda skákmóta.“ — Já, hvernig er sambandið við FIDE núna? „Það varð sátt á Ólympíu- mótinu í Moskvu og nú erum við að útfæra þá samninga. Þannig verður sameinuð reynsla PCA af viðskiptum og hin umfangsmiklu samtök sem FIDE er.“ — Eftir að þið Short kom- ust upp á kant við FIDE ert þú heimsmeistari PCA og Karpov heimsmeistari FIDE. Hvenær renna aftur upp þeir tímar að það verði bara einn heimsmeist- ari? „Hvað meinarðu, er nema einn heimsmeistari? Þú getur þulið upp einhver nöfn, en ég tel að titli sem ég vinn við skákborðið, geti ég bara tapað við skákborðið, hvað sem ein- hver samtök eins og FIDE segja. Ef maður lítur á samningana sem undirritaðir voru í Moskvu, þá má lesa milli línanna að það er bara einn heimsmeistari. Það er svo tæknileg spurning hvemig eigi að sameina FIDE- og PCA-heimsmeist- arakeppnina. Núna er stefnt að því að halda einvígi milli heimsmeistar- ans og sigurvegarans úr FIDE-ein- víginu í júní 1996.“ — En, þarf ekki samþykki þeirra sem tefla til úrslita um FIDE-titil- inn? „Það finnst mér ekki. Ef þeir eru ekki á sama máli, þá má ---------- ýta þeim til hliðar, alveg eins og Kasparov og Short var ýtt til hliðar á sínum tíma. Ef FIDE stendur við sitt þá þarf ekki samþykki þeirra.“ — Þannig að vinni —— Kamsky Karpov í FIDE-einvíginu og neiti að tefla nema sem heims- meistarinn, þá breytir það engu? „Ég efast um að Kamsky mundi neita að tefla af verðlaunaféð væri drjúgt. En ef sigurvegarinn er ekki til í slaginn þá er ég viss um að sá sem tapar verður það.“ — Á hvaða forsendum verður þetta sameiningareinvígi háð? „Það á eftir að útkljá það. Nú er unnið að því hörðum höndum að undirbúa sameiningu úrtökumót- anna fyrir næstu heimsmeistara- keppni þar á eftir.“ — Ef við snúum okkur að Ólymp- Ernema einn heims- meistari? Fáum bland&st nú hugur um að Ganí Kasp- arov sé sterkasti skákmaður sögunnar. Afskipti hans af félagsmálum skákmanna hafa verið öllu umdeildari. í samtali við Pál Þórhallsson neitar heimsmeistarinn öllum tengslum við rússnesku mafíuna og segist hafa stutt erkifjanda sinn Campomanes í for- setaembætti FIDE af hagkvæmnisástæðum. Skákin er dauð ef okkur tekst ekki að markaðssetja hana. íuskákmótinu á Hótel Kosmos í Moskvu síðasliðið haust þá kom fátt meira á óvart en að þú skyldir ganga í lið með Campomanes eftir allt sem á undan var gengið. „Þegar við Makarov, forseti rúss- neska skáksambandsins, ákváðum að beita okkur fyrir því að Ólympíu- mótið yrði haldið í Moskvu, varð jafnframt ljóst að það yrði að bæta samskiptin við FIDE. Okkur langaði til að hjálpa til við að finna skynsam- legan kost til að leiða FIDE. Mak- arov sannfærði mig um að hvorki Makropoulos né Koutleay, sem höfðu boðið sig fram, væru álitlegir kostir. Þegar öllu er á botninn hvolft er bara einn maður í FIDE sem getur státað af góðum árangri við íjáröflun og það er Campomanes. Áð vísu má líka um hann segja að fáir hafí skapað fleiri vandamál. Hann er harður í horn að taka, að vísu ekki sérlega lýðræð- issinnaður, en það má treysta á hann þegar búið er að geirnegla hlutina niður á blað. Til þess að skákin kæmist í kastljósin og vekti áhuga almenn- ings þá varð að finna ein- hvern sem fjármagnarar tækju al- varlega. Því miður er ekki mikið mannval innan FIDE. Ég kúventi ekki heldur horfðist í augu við raun- veruleikann. Campomanes gerði það líka. Þetta hlaut að fara svona því engir aðrir en við getum gert það sem þarf að gera. Þetta voru góð viðskipti og þetta verða aldrei annað en viðskipti.“ — Viðskipti, segirðu. Löngum hafa menn deilt um það hvort skák- in sé list, íþrótt eða vísindi. Er skák- in kannski fyrst og fremst viðskipti í þínum augum? „Nei, nei, skákin er íþrótt hvað Morgunblaðið/Kristinn sem öðru líður. En það er langt síð- an ég gerði mér ljóst að skákin myndi ekki lifa af sem keppnisgrein ef hún reiddi sig á velvild góðgerðar- samtaka og opinbert fé. Við yrðum að fá okkar skerf af auglýsinga- fénu. Sama bylting þyrfti að verða í skákinni eins og varð í golfinu og tennisnum fyrir 25 árum. Þess vegna varð að laga íþróttina að þörf- um sjónvarpsins og sjónvarpsáhorf- enda.“ — Verður einvígi ykkar Anands nú í haust skipulagt í samræmi við þetta? „Já, þetta verður hátækniviðburð- ur, sem sýnir yfirburði skákarinnar gagnvart öðrum íþróttum, sérstak- lega þegar kemur að hinni nýju tækni.“ — Þú nefndir að Campomanes væri enginn sérstakur lýðræðissinni, mörgum fannst einmitt að það hefði verið óþverrabragur á --------------- endurkjöri hans í Moskvu og reglur FIDE hefðu verið þverbrotnar. Fram- boð hans hefði komið það seint fram að þurft hefði 73 atkvæða, en þið hefð- uð fengið reglunum ——- breytt á þinginu sjálfu þannig að einfaldur meirihluti nægði. „Ég veit ekkert um hvort reglum- ar voru brotnar, enda er ég ekki lögfræðingur. Reglur FIDE eru iila samdar og það eru margar glufur í þeim. Lögfræðinga greindi á í þessu máli. Og hvílík hræsni hjá þeim sem hafa kokgleypt allar misgjörðir Campomanesar í gegnum árin, en eru núna fullir hneykslunar. Það kann að vera rétt að kosningin hafi ekki verið hundrað prósent lögleg, en reglur FIDE buðu upp á slíka leikfléttu.“ Ég bý yfir nægri orku til að verja titíl- inn í allnokkur ár til viðbótar. — Því hefur líka verið haldið fram að fé hafi verið borið á fulltrúa á FIDE-þinginu til að stuðla að „réttri“ niðurstöðu. „Ekki varð ég sjálfur vitni að því. En slíkar ásakanir koma alltaf fram eftir kosningar. Sama fólkið og lokaði augunum fyrir mútu- greiðslunum 1986 þegar Campoma- nes var kjörinn, kvartar núna. Ég geri ráð fyrir að það sé eitthvað hæft í þessu, Campomanes er ekki allur þar sem hann er séður. Á hinn bóginn veit ég til þess að einn af þeim sem studdu Koutleay gat skyndilega borgað skuldir skáksam- bands síns með glænýjum dollara- seðlum, sem eru sjaldséðir í heima- landi hans, en þeim mun algengari í bönkum Moskvuborgar.“ — Mafían var líka nefnd á naia. „Fyrir hönd þeirra sem skrifuðu um aðild mafíunnar eins og [banda- ríska stórmeistarans] Yassers Seirawans vildi ég óska þess að þeir þyrftu aldrei að standa augliti til auglitis við rússnesku mafíuna. En ég get sagt þér það að hefði mafían verið viðriðin málið þá hefðu atkvæði ekki fallið 68-67.“ — Þannig að þú neitar allri vitn- eskju um aðild mafíunnar? „Hvað er mafía? Er það ekki eins- konar grínyrði hér á landi, og hefur það einhveija áþreifan- lega merkingu í huga Seiraw- ans? Mafían eru grimmileg samtök. Ef þú spyrð hvort ég tilheyri mafíunni þá svara ég því neitandi. Ég er heiðarlegur borgari. Það var engin mafía á Kosmoshótelinu, mafían gengur hreint til verks og ég hef aldrei heyrt getið um nau- man kosningasigur mafíunn- ar.“ — Ef ég man rétt þá ætlað- ir þú þér stóra hluti í rússnesk- um stjórnmálum. „Ég á vissulega fylgi að fagna heima fyrir, en ég hef ákveðið að einbeita mér að skákinni í bili. Ég verð 32 ára í apríl næstkomandi og get því leyft mér að láta stjórnmálin bíða um sinn.“ — Þú nefndir þingmanninn Makarov, er hann þinn maður? „Hann er einn helsti lýð- ræðissinninn í Rússlandi og ég er hissa á því að fjölmiðlar á Vesturlöndum skuli gleypa við því sem stalínistinn Botvinnik og þjóðemisöfgasinninn Karpov eru að bera út. — Þú ert á kafí í markaðssetn- ingu skákarinnar og skipulagsmál- um, hefurðu einhvem stuðning með- al skákmannanna sjálfra? „Ég naut töluverðs stuðnings þegar ég var með Stórmeistarasam- bandið í lok níunda áratugarins. En skákmenn era íhaldssamir og þeir voru ekki reiðubúnir að fylgja því eftir sem gera þurfti.“ — En maður þarf nú ekki að vera íhaldssamur til að hafa ímu- gust á öllu því ölduróti sem hefur verið í skákheiminum undanfarin ár. „Þetta hafa alls ekki verið nei- kvæðar sviptingar. Skákin er dauð ef okkur tekst ekki að markaðssetja hana. Við verðum að geta selt íjár- mögnurum eitthvað raunverulegt, þ.e.a.s. auglýsingatíma í sjónvarpi. Við verðum að skipta um ham og laga okkur að þörfum sjónvarpsins. Afnema bið- skákir, bjóða upp á hrað- skák og atskák og stytta heimsmeistaraeinvígin. Við þurfum sjónvarp, sjónvarp, sjónvarp." ”— Ert þú síðasti heimsmeistarinn í skák af mann- kyni? „Tölvurnar eru mjög öflugar og það er enginn hægðarleikur að fara með sigur af hólmi úr viðureign við þær. En það er grundvallarmunur á tölvuskák og manntafli. Þegar teflt er við tölvu verður maður að hreinsa manntaflið úr huga sér. Sálfræðin er allt önnur. Þess vegna hefur verið ákveðið að tölvur taki ekki lengur þátt í venjulegum mót- um með mannfólki, þær hafa svo mikla yfirburði vegna þess að ytri aðbúnaður og aðstæður hrína ekki á þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.