Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 45 ÞÓRARINN GUÐNASON kæmum svo oft í heimsókn. Og hún var alltaf jafn þakklát fyrir það. Eftir að amma flutti til Skjaldar- víkur var hún alltaf hjá okkur á jólunum og það verður tómlegt að eyða aðfangadagskvöldi án hennar. Engin sérútbúin lambasteik því hún hafði ekki vanist ijúpum og örugg- lega mjög fáir jólapakkar því það var svo komið að hún fékk lang- flesta pakkana. En það sem mestu máli skiptir er að það verður engin amma. Amma okkar hafði mjög gaman af því að tefla og spila á spil. Oft- ast spiluðum við langhund eða vist og hún var órög við að segja heil- sóló. Þegar við byijuðum að spila þá var erfítt að hætta og það var alltaf sætur sigur þegar okkur tókst loksins að vinna hana, sem gerðist nú ekki oft. Þrátt fyrir að amma hafi átt við veikindi að stríða hluta ævinnar þá kvartaði hún aldrei heldur talaði frekar um hversu stálhraust hún væri. Það er erfitt að trúa því að hún amma okkar sé dáin, en við huggum okkur við að núna er hún komin til afa sem hún saknaði svo mikið. Amma var skemmtileg, dugleg, fræðandi og góð og þannig munum við ætíð minnast hennar. Auður, Gerður, Freydís og Elínborg Sigríður. Okkur langar að minnast elsku ömmu í fáum orðum. Hún var ein- staklega ljúf og góð og hafði ávallt tíma fyrir okkur barnabörnin. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja þau ömmu og afa í Borgar- hól. Við lærðum þar fjölmargt um lífið og tilveruna, nutum þess að umgangast dýrin og taka þátt í bústörfum. Amma var einstaklega fróð um alla hagi og að leiðarlokum þökkum við henni fyrir allar sögurnar sem hún sagði okkur, bæði ævintýrin og ekki síður sagnir af því lífi sem lifað var til sveita á hennar ungdómsá- rum og starfsháttum sem nú eru gleymdir flestum af okkar kynslóð. Guð blessi minningu elsku ömmu okkar. Laufey, Vilhelm, Hildur, Brynjar og Jón Víðir. Á kveðjustund vil ég minnast elsku ömmu minnar í nokkrum orð- um. Upp í huga minn koma öll yndis- legu sumrin þegar ég dvaldi hjá henni og afa á Borghóli. Þessi tími mun ekki líða mér úr minni. Amma hafði einstakt lundarfar. Það geisl- aði af henni umhyggja fyrir fjöl- skyldu sinni og börnin áttu öruggt skjól í faðmi þeirrar blíðlyndu og lífsglöðu konu. Það var mikill missir fyrir ömmu þegar afi dó, en nú veit ég að þau hafa sameinast á ný. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ömmu. Minninguna mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Guð blessi elsku ömmu mína. Sigríður Arna. Elsku amma okkar hefur nú kvatt þennan heim. Hún var yndisleg kona og mátti helst líkja henni við engil í mannsmynd, góð við allt og hugs- aði vel um fjölskyldu sína. Þegar við bjuggum í Lúxemborg heimsótti hún okkur nokkrum sinn- um en því miður allt of sjaldan því erfitt var að komast frá búskapnum sem beið hennar á Borgarhóli. En síðan við fluttum heim fyrir tíu árum höfum við gefíð okkur tíma til að heimsækja hana á sumrin og hún komið suður öðru hvoru. Einnig höfðum við haldið símasambandi. Pabbi sagði okkur að amma hefði skilað af sér tveggja manna verki ' lífí sínu, bæði sem óhemjudugleg húsmóðir og yndisleg móðir og eig- inkona, og eru það orð að sönnu. Við eigum erfitt með að sætta okkur við það að eiga aldrei eftir að sjá ömmu okkar aftur. Við reyn- um í sorg okkar að hugga okkur við að nú er hún komin í guðsríki umvafin kærleika og ástúð. Sigríður, María, Auður og Haukur Stefánsbörn. -I-Þórarinn Guðnason fædd- * ist á Raufarhöfn 18. janúar 1957. Hann lést af slysförum í Köln 6. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigs- kirkju 17. mars. OKKUR langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að kveðja tengdason okkar Þórarin Guðna- son (Tóta). Þegar dóttir okkar og tengda- sonur komu og tilkynntu okkur að þú hefðir farist í umferðarslysi þá neituðum við að trúa því. Hvers vegna þú? Þú sem varst svo athug- ull og yfírvegaður, þrátt fyrir gals- ann og kátínuna sem alltaf fylgdi þér. Það er margt, sem verður okkur ógleymanlegt, eins og þessi tími sem þið bjugguð hjá okkur, þegar þú varst hér í Iðnskóianum. Það vor fæddist Egill sonur ykkar Helgu, það var skemmtilegur tími. Þá er þú varst við smíðar hjá okkur, mældir pússaðir og snyrtir hveija spýtu af alúð og vandvirkni. Og einnig minnumst við sam- verustunda er fjölskyldurnar hitt- ums í útilegum eða sumarhúsum, þar sem þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, með glettni og gamanmál, alltaf til í leiki og ærsl með börnum og fullorðnum, en íhugull og hlédrægur þess á milli. Nú síðari ár höfum við fjölskyld- an öll reynt að hittast eina helgi á sumri einhvers staðar úti í náttúrunni, enda eigum við það öll sameiginlegt að unna útilífi. Það hefur oftast tekist, annað- hvort í sumarhúsum eða tjöldum, alveg sama þó að veðrið hafí ekki alltaf leikið við okkur, ef það var ákveðið þá var ekki hætt við. Síðasta sumar hittumst við á Bfldudal, fórum á æskustöðvar Sigurðar, þar naut Tóti sín vel, í fjörunni að sýna börnunum hreiður með eggjum í, tína skeljar og kuð- unga og fleyta kerlingar, allt sem hægt var að gera með börnunum. Þannig var Tóti. Einnig á Sigurður dýrmæta minningu með Tóta, þegar hann fór til hans í fyrra austur í Laxá, þar sem hann var við veiðar og þeir gengu niður með þessari fal- legu á og ræddu saman um nátt- úrufegurðina, lífið og tilveruna. Allar þessar minningar og margar fleiri geymum við svo lengi, sem við lifum. Guð blessi dóttur okkar Mar- gréti Helgu og börnin hennar Margréti Unni, Egil og Óðin. Við kveðjum góðan dreng með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Margrét og Sigurður. t Bróðir okkar, EGGERT ÓSKAR JÓHANNESSON, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 21. mars sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. mars kl. 10.30. Sigríður Jóhannesdóttir, Jóna Jóhannesdóttir, > Eyrún Jóhannesdottir. t Ástkaer eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, GERALD HÁSLER, andaðist í sjúkrahúsi í Þýskalandi laug- ardaginn 25. mars. Minningarathöfn ferfram 29. mars í Inzell. Jarðarförin auglýst síðar. Karitas Sölvadóttir Hasler, Guðrún A. Jónsson, Ils6 Hásler Gunnar Hásler, Brynja Kristjánsdóttir, Hans Gerald Hasler, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún M. Hásler, Hafsteinn Hasler, Kristfn E. Guðjónsdóttir, llse Hásler, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, Kópavogsbraut1, Kópavogi, er lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 21. mars, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. María Hafliðadóttir, Hafliöi Örn Björnsson, Maja Guðmundsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Jón Frímann Eiriksson, Sigrfður Birna Björnsdóttir, Steen Haugaard, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, Brekkuvegi 3, Seyðisfiröi, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Filippus Sigurðsson. t Amma okkar og langamma, RÖGNVALDÍNA (Ragna) ÁGÚSTSDÓTTIR, Birkimel 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 28. mars, kl. 13.30. Emil Agústsson, Rut Hallgrímsdóttir, Helga Ingunn Ágústsdóttir, Saevar Tjörvason, Erla Ragna Ágústsdóttir, Einar Ágústsson, Jóna Njálsdóttir, Anna María Ágústsdóttir, Magnús Jóhannsson og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFURÁRNASON, sýningarstjóri, Blómvallagötu 11, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 18. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum hlýhug og samúð. Eyrún Jóhannesdóttir, Árni Ólafsson, Vilmunda Guðbjartsdóttir, Egill Ólafsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Ebba Ragnarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Magnea Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinarhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR EHRAT, Hallfríðarstöðum. Sérstakar þakkirtil starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Walter Ehrat. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför ÁSLAUGARHÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Öldugötu 3a, Hafnarfirði. Helgi E. Eysteinsson, Guðjón Helgason, Guðrún Karlsdóttir, Jenný Mari'n Helgadóttir systur, mágar og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát hjartkærrar eiginkonu minnar, dótt- ur, móður, tengdamóður, ömmu og systur okkar JENNÝAR HALLBERGSDÓTTUR, Álfaskeiði 94, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítalans og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda. Birgir Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.