Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I JÓHANNES STEFÁNSSON + Jóhannes Stef- ánsson, fyrrver- andi framkvæmda- stjóri í Neskaupstað, fæddist á Stóra- Tröllanesi á Norð- firði 9. mars 1913. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. mars síðastliðinn, 82 ára að aldri. For- eldrar hans voru Stefán Guðmunds- ggon frá Fannardal í Norðfjarðarhreppi, leng-i íshúsvörður í Neskaupstað, og Sesselja Jóhannesdóttir, frá Nolli í Höfðahverfi við Eyja- fjörð. Jóhannes var annar í röð átta barna þeirra og eru fjögur þeirra nú látin, þau Karl, Garð- ar og Ólöf. Þau sem eftir lifa eru Helga, sem er elst, Svein- björg, Auðbjörg og Hreinn. Hinn 29. nóvember 1940 kvæntist Jóhannes eftirlifandi konu sinni, Soffíu Björgúlfsdótt- ur, sem fæddist á Kelduhólum á Fljótsdalshéraði 10. febrúar 1921. Synir þeirra eru Valgarð- ur, f. 23. maí 1942, kvæntur Rós Navart og eiga þau einn son, Pétur, og Ölafur, f. 6. september 1948, kvæntur Þórdísi Stephen- sen og eiga þau þrjá syni, Guð- bjart, Magnús Þór og Jóhannes Stefán. Jóhannes var við nám í Menntaskólanum á Akureyri en hvarf úr skóla árið 1932 vegna veikinda. Hann var verkamaður í Neskaupstað 1933-38 og bæj- arskrifari hjá bæjarsjóði Nes- kaupstaðar 1938-45 og fram- kvæmdastjóri Pöntunarfélags alþýðu 1947-53. Jó- hannes var fram- kvæmdastjóri Sam- vinnufélags útgerð- armanna og Olíu- samlags útgerðar- manna í Neskaup- stað frá 1953-81, er hann lét af störf- um fyrir aldurs sak- ir. Jafnframt var hann framkvæmda- stjóri Síldarvinnsl- unnar hf. og Nesút- gerðar hf. um tveggja ára skeið. Hann var fram- kvæmdasljóri Söltunarfélagsins Áss 1960-68, bæjarfulltrúi í Neskaupstað 1938-74, varafor- seti bæjarstjórnar 1946-58, for- seti 1958-74 og í sljórn Spari- sjóðs Norðfjarðar í yfir 40 ár. Jóhannes var í framboði til Alþingis fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið í Norður- Múlasýslu 1942-59 og formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar 1937-40 og 1941-42 og Þróttar 1939-45. Hann var í stjórn Síld- arvinnslunnar hf. frá stofnun árið 1957 og formaður stjórnar í 20 ár. Einnig var hann frétta- ritari Ríkisútvarpsins í ein 30 ár. Jóhannes Stefánsson, Lúðvík Jósepsson og Bjarni Þórðarson voru helstu forystumenn Norð- firðinga um áratuga skeið. Lúð- vík var þingmaður og ráðherra, Bjarni var bæjarstjóri og Jó- hannes veitti atvinnufyrirtækj- um bæjarins forstöðu. Þeir eru allir látnir. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HORFINN er af heimi höfðingi mætra og merkra verka, höfðingi einlægni og einbeitni í senn, ötull var hann að verki svo víða, veitul alúðin og elskuleg framgangan öfluðu honum vináttu og vinsælda. Heilsteyptur unnandi hollra lífs- hátta var hann sannarlega og hvar sem hann fór um lífsins lendur léði hann öllu bjartari blæ, bæði með orðum og athöfnum. Fastur fyrir og ákveðinn þegar það átti við til átaka þarfra, sveigj- anlegur og laginn, þegar lipurðin hentaði bezt til að ýta fram ágætum málum, gjarnan til kímnigáfunnar góðu gripið, en umfram allt aldrei misst sjónar á þeim markmiðum, sem hann taldi heilladrýgst til dáð- ríkra þarfa. Honum var gott að mega kynnast, hljóta heilræði hans mörg og mæt, finna hlýjuna sam- fara þessum sannfæringarkrafti bjartsýninnar sem einkenndi hann alltaf, finna um leið hugsjón sósíal- ismans endurspeglast jafnt í orðum sem athöfnum. Jóhannes Stefánsson hverfur síð- astur af sviði þeirra þremenning- anna fræknu, sem í forystu Nes- kaupstaðar voru um áratuga skeið, Lúðvik Jósepsson skömmu fallinn frá, en alllangt um liðið frá því Bjarni Þórðarson kvaddi okkur. Hver þeirra þriggja hafði sitt hlut- verk, sitt afmarkaða svið, en þó voru þeir í samheldni sinni sem ein heild hvarvetna á vettvangi. Ólíkir voru þeir um ótalmargt, en margt var þeim einnig sameiginlegt, bar- áttuviljinn og bjartsýnin, áræðið og raunsæið í senn og svo það sem öllu skipti, að orðum var fylgt eftir til vökulla verka. Sú saga öll hefur fengið ágæta umfjöllun og verðuga vel og skal ekki rakin hér. Aðeins á það eitt bent að austur þar sýna verkin merkin svo um munar. Það mun hafa verið fátt í bæjar- lífinu sem Jóhannes lét sér óviðkom- andi, enda hvarvetna kjörinn til forystu og treyst til mikils trúnað- ar. Forysta hans í bæjarmálum, atvinnu- og félagsmálum hvers kon- ar þar bar hæst. Málsnjall var hann vel, fundvís á málefni sem miklu skiptu fyrir fjöldann og fylgdi þeim eftir í verkum, átti auðvelt með að glæða mál sitt glitrandi kímninni, maður fólksins fyrst og síðast og það fundu allir, fylgjendur sem og þeir sem öndverðir voru. Af þessu öllu er einstæð ágætissaga, þó oft þyrfti átök snörp og marga snerru, svo ná mætti heilu í höfn mörgu heillamáli. En Jóhannes átti ekki aðeins sögu góða á norðfirzkum vett- vangi. Hann var eðlilega framar- lega í forsvari austfirzkra sveitar- Islenskur efnlviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BSS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 iiiire/’IrnneuilO go PÍU8 ái.ri nw MIIMIMIIMGAR stjórnarmanna, formaður samtaka þeirra um skeið og gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum víða á vett- vangi. Hér verða hans ótalmörgu ágætu störf ekki tíunduð, enda yrði það ærið löng upptalning og víða um völl farið. En af framboði hans fyrir sósíal- ista í Norður-Múlasýslu er mörg saga, hversu fágæt mönnum þótti þar framganga hans og málafylgja á fundum. Þegar ég fór að fara um þetta svæði löngu síðar, rifjuðu margir upp og rómuðu frammistöðu hans og það kom gleðiglampi í augu margra mætra félaga vegna þeirra minninga. Jóhannes var einstaklega vin- margur og vinsæll hvarvetna, ljúf- mennskan honum eðlislæg hið allra bezta, alkunna að allra götu greiddi hann og engin hindrun svo há að henni skyldi ekki úr vegi rutt, þeg- ar um mæt málefni var að tefla. Jóhannes var mikill gæfumaður, megnaði að sjá marga drauma sína verða að virkileika fyrir eigin til- verknað sem og ágætra félaga. Hann eignaðist mikinn afbragðs- förunaut í lífinu sem á gjöfula gleði að gefa ásamt ylhýrri umhyggju, þar fóru glæsileg hjón í sjón og raun. Synir þeirra tveir farsældar- menn hið bezta. Jóhannes missti heilsuna fyrir nokkrum árum, en hélt óbugaður andlegum kröftum, hans um- vefjandi eiginkona átti í þeirri erfiðu sögu fágætlega fallegt hlutverk. Jóhannesi kynntist ég máske bezt á mörgum góðum stundum niðri í Alþingi, er hann kom þangað til að deila geði við félaga sína sem fleiri. Það voru gefandi góðar stund- ir sem færðu mér enn frekar heim sanninn um þann hollráða heilinda- mann sem hann var. Ærið oft hugðist ég endurgjalda þær heimsóknir, en svo líða dagar í oft einskisverðum erli, að ekki er gert það sem allra helzt skyldi. Um það gildir aðeins: of seint - of seint. Þakklátum huga kveð ég mann- kostamann mætra hugsjóna, merkra athafna, vermandi vináttu áranna þakka ég þó helzt og fyrst. Við Hanna sendum henni Soffíu og sonunum þeirra, svo og þeim öðrum er áttu hann nánastan að, einlægar samúðarkveðjur. Roðagullin mynd merlar á austurhimni, minninga- mynd mæt og góð sem mun lifa. Helgi Seljan. Með Jóhannesi Stefánssyni er genginn síðastur þremenninganna sem settu mestan svip á störf sós- íalista í Neskaupstað fyrr á öld- inni. Hann var ásamt Lúðvík Jós- epssyni og Bjarna Þórðarsyni um nær fimmtíu ára skeið fremstur í þeirri róttæku fylkingu sem enn heldur þar velli. Jóhannes var mik- ill persónuleiki, sem menn tóku eftir hvar sem hann fór, vandur að virðingu sinni og rækti af stakri samviskusemi sérhvert verk sem hann tók að sér. Jóhannes varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1932, þá nítján ára, en varð svipað og Lúðvík að hætta þar námi vegna veikinda. Það er umhugsunarefni hver þróun mála hefði orðið, ef þessir ungu og vösku menn hefðu getað haldið áfram á menntabraut- inni. Vafalaust hefði Jóhannes náð langt á öðrum vettvangi og sómt sér vel í hvaða hlutverki sem var. Það varð hins vegar heimabyggðin og alþýða manna þar sem naut krafta hans óskiptra. Jóhannes var kosinn bæjarfull- trúi árið 1938 og sat samfellt í bæjarstjórn til ársins 1974 og var þar í forsæti frá 1958. Það var eftirminnilegt að fylgjast með hon- um í því hlutverki, formfestu hans samhliða léttleika við fundarstjórn. Hann sat í mörgum nefndum á vegum bæjarins, m.a. í fræðsluráði Neskaupstaðar í 20 ár og var full- trúi í skólanefnd Húsmæðraskólans á Hallormsstað í 35 ár. Þangað hafði Soffía Björgúlfsdóttir sem hann kvæntist 1940 sótt staðgóða menntun og bæði sýndu þau skólanum mikla ræktarsemi alla ila -1A n nnisoJ wv gá iesoI,, tíð. Einnig var Jóhannes fulltrúi bæjarins í stjórn Sparisjóðs Norð- fjarðar á fíórða tug ára. Velgengni þeirrar stofnunar hefur byggst á stuðningi margra, en Jóhannes átti þar dijúgan hlut að máli, einnig sem stjórnandi öflugustu fyrir- tækja í bænum. Það var á vettvangi viðskipta og atvinnulífs í Neskaupstað sem Jó- hannes starfaði mest samkvæmt þeirri verkaskiptingu sem mótaðist í forystusveit sósíalista. Hann var framkvæmdastjóri Pöntunarfélags alþýðu 1947-1953 en tók þá við framkvæmdastjórn Samvinnufé- lags útvegsmanna (SÚN) sem hafði lykilstöðu í þróun atvinnulífs í bæn- um. Þegar Síldarvinnslan hf. var stofnuð 1957 var Jóhannes kosinn í stjórn hennar og gegndi þar stjómarformennsku í 20 ár. Mikið reyndi á Jóhannes sem fram- kvæmdastjóra, því að miklar sveifl- ur urðu í sjávarútvegi þá eins og síðar. Hann var útsjónarsamur og naut mikils trausts bæði starfs- manna og viðskiptaaðila. Sem vinnuveitandi var Jóhannes eins konar félagsmálastjóri og var í því vandasama hlutverki að horfa í senn á rekstrarafkomu fyrirtækj- anna og hag verkafólks og annarra starfsmanna. Það var í þessu hlut- verki sem hann náði hvað lengst og hæfileikar hans nutu sín frábær- lega vel. Þekking hans á persónu- legum högum manna var næsta ótrúleg og var stundum hent gam- an að. Að baki bjó hins vegar eðlis- læg umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín og mikil hjálpsemi. í félagsmálastarfi sósíalista var Jóhannes dijúgur þátttakandi heima fyrir og á víðari vettvangi. Hann var iðulega í forystu í Sósíal- istafélagi Neskaupstaðar og var frambjóðandi Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins í Norður-Múlasýslu á tímabilinu 1942-1959. Þótt fylgið væri þá ekki mikið og þingsæti aldrei í augsýn ávann frambjóðandinn Jó- hannes sér hylli margra og minn- ast hans margir sem skemmtilegs og öflugs málfytjanda á framboðs- fundum. Ég átti um tveggja ára- tuga skeið mikil og góð samskipti við Jóhannes innan Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað og reyndist hann ætíð hollráður. Myndarlegt heimili hans og Soff- íu Björgúlfsdóttur á Þiljuvöllum stóð öllum opið og þar var tekið af mikilli reisn á móti ýmsum þeim innlendu og útlendu gestum sem heimsóttu Neskaupstað. í einkalífí var Jóhannes gæfumaður og Soffía studdi hann í blíðu og stríðu allt til loka. Henn'ar hlutur í æviverki Jóhannesar hefur ekki verið skráð- ur frekar en margra annarra heimavinnandi húsmæðra. Nú að leiðarlokum eftir erfíðan sjúkdóms- feril bóndans þökkum við Kristín Soffíu hennar stóra hlut og vottum henni virðingu okkar og sendum henni og sonunum Valgarði og Ólafi sem og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur. Eftir stendur minningin um traustan félaga, heil- steyptan mann og burðarás í Nes- kaupstað um hálfrar aldar skeið. Hjörleifur Guttormsson. Jóhannes Stefánsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjómar Neskaupstaðar, er látinn. Lífsferill Jóhannesar og saga Neskaupstaðar er í reynd ein samofín heild enda framlag hans á sviði félagsmála, atvinnumála og bæjarmála f byggðarlaginu þess eðlis að einstakt má telja. Jóhann- esar mun verða minnst í Neskaup- stað af hlýhug og mikilli virðingu enda munu mörg verk hans standa um ókomna tíð og hafa áhrif á allt mannlíf. Hér er ekki ætlunin að tilgreina öll verk Jóhannesar heldur einungis tíunda þau mikil- vægu störf sem hann innti af hendi á vettvangi sveitarstjórnarmála. Jóhannes var ungur að árum þegar hann hóf afskipti af stjórn- málum og skipaði sér snemma í fylkingu með þeim sem róttækastir voru og kröfðust réttlætis og jafnr- os b isijjqoig níaisv uaa’irf uuo ar skiptingar lífsgæðanna. Hann valdist snemma til forystu og leiddi um langt skeið baráttu norðfirskra sósíalista ásamt þeim Lúðvík Jós- epssyni og Bjarna Þórðarsyni en nú eru þeir þremenningarnir allir fallnir frá. Seta Jóhannesar í bæjarstjóm Neskaupstaðar var löng og farsæl. Alls sat hann 481 bæjarstjórnar- fund og mun Bjarni heitinn Þórðar- son vera sá eini sem setið hefur fleiri fundi í bæjarstjóm Neskaup- staðar. Jóhannes var forseti bæjar- stjórnarinnar í 18 ár og fer ekkert á milli mála að einstakir hæfileikar hans nutu sín vel í því embætti. Fyrir utan forsetaembættið gegndi Jóhannes mörgum trúnaðarstörf- um fyrir bæjarfélag sitt; hann var til dæmis lengi formaður skóla- nefndar, sat í byggingarnefnd og bæjarráði ásamt því að vera full- trúi bæjarins í stjóm Sparisjóðs Norðfíarðar í yfir fjörutíu ár. Dugnaður og ósérhlífni ein- kenndu störf hans að bæjarmálum Neskaupstaðar og eins lét hann ekki sitt eftir liggja þegar samstarf sveitarstjórnarmanna almennt var annars vegar. Hann starfaði mikið innan Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og var for- maður sambandsins á áranum 1973-1974. Eins var Jóhannes fyrstur til að hvetja til samstarfs sveitarstjórnarmanna á landinu öllu og leiddu hugmyndir hans í þeim efnum til stofnunar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga árið 1945. Oll hugsun Jóhannesar Stefánsson- ar á sviði sveitarstjórnarmálanna einkenndist af raunsæi en einnig af framsýni þegar um var að ræða mat á þörfum og nauðsynlegum aðgerðum. Þó svo að Jóhannes kæmi víða við á starfsferli sínum sem sveitar- stjórnarmaður var það þó ávallt heimabyggðin sem stóð hjarta hans næst. Framfaramál Neskaupstaðar gagntóku hann og hann helgaði bæjarfélaginu starfskrafta sína í miklum mæli. Þáttur Jóhannesar i uppbyggingu bæjarfélagsins er ómetanlegur og munu Norðfirðing- ar því ávallt standa í mikilli þakkar- skuld við hann. Síðustu árin bjuggu Jóhannes og kona hans, Soffía Björgúlfsdótt- ir, í Reykjavík, en engum sem heim- sótti þau duldist að hugur hans dvaldi langdvölum í heimabænum eystra. Hann fylgdist grannt með öllu sem þar var að eiga sér stað á sviði atvinnulífs og bæjarmála og hann var fljótur að mynda sér skoðun á þeim verkefnum sem unnið var að hveiju sinni. Hann var líka ófeiminn við að koma á framfæri athugasemdum og ábend- ingum sem hann tjáði með skýrum og afdráttarlausum hætti. Og þrátt fyrir að heilsan bilaði fyrir liðlega fimm árum hélt Jóhannes ávallt hinni skýru hugsun og jákvæða líf- sviðhorfi. Hann var aðdáunarverð- ur maður. Ég vil fyrir hönd bæjarstjórnar Neskaupstaðar þakka Jóhannesi Stefánssyni giftusamlegt starf i þágu byggðarlagsins. Verk hans á því sviði verða lengi í minnum höfð. Eiginkonu hans, Soffíu Björgúlfs- dóttur, skulu sendar hinar innileg- ustu samúðarkveðjur svo og sonum þeirra hjóna, Valgarði og Ólafi, fjöl- skyldum þeirra og öðrum aðstand- endum. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar. Það kom mér ekki mjög á óvart þegar Soffía kona Jóhannesar Stef- ánssonar hringdi í mig og sagði mér andlát hans. í rúm fimm ár hafði hann verið sem blaktandi strá eftir heilablæðingu sem orsakaði veralega lömun, þannig að hann varð ekki gangfær eftir það og gat heldur ekki nærst á venjulegan hátt vegna lömunar í kyngingar- vöðvum. Við slíkt áfall held ég að flestir hefðu brotnað niður andlega, en það gerði Jóhannes ekki. Hugurinn var skýr og fijór og glímdi við málefni - I n 0/ lilí.FI - I / ,11 II.-l.-M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.