Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Framandi ávext- ir í ferm- ingarveisluna Alltaf er gaman að koma með eitthvað nýtt í fermingarveisluna segir Kristín Gestsdóttir, sem er hér með mjög fallega tertu, sem er skreytt með ýmsum framandi ávöxtum og for- rétt með sprengjualdini (kívano) og rækjum. ÉG VAR búin að semja þátt með kakí, sem er mjög skemmtilegur og góður ávöxtur og fljótlegt að nota í krem og búðinga, en þá frétti ég að hann væri lítið á markaðinum núna og mun dýrari en hann hefur verið. Ég var búin að baka tertu sem átti að vera með ka- kíkremi og kaupa ávexti í skreytingu ,en ekki fékk ég kakí. Þá er bara að snúa sér að öðru, en af nógu er að taka. Ég sleppti kakíinu og notaði meira af ástríðuald- inum, en stjörnu- aldin og ferskjur ofan á kökuna ásamt berjum. Fyr- ir valinu urðu frosin brómber. Um ástríðualdin var rætt í þess- um þætti 18. febr. sl. Stjörnuald- in (carambola) hefur verið hér til hér á landi í nokkur ár. Þetta er geysifallegt aldin sem ættað er frá Malaysiu, en er nú ræktað víðar í hitabeltinu. Aldinið er ýmist 5- eða 6- kantað og mynd- ar stjömur þegar það er skorið í sneiðar. Það er um 10 sm langt, grænt eða gult. Hýðið er þunnt og má borða með. Bragðið er súrt en mildast þegar.aldinið er orðið gult. Forrétturinn er með sprengju- aldini (kívano), sem er gult um 10 sm langt og göddótt og minnir á tundurdufl. Það er með mörg fræ sem eru borðuð með, milt og ljúft bragð og hentar vel með rækjum og öðrum skelfiski. Ég finn ekkert um þetta aldin í mínum bókum, sem eru nokk- urra ára gamlar, því dettur mér í hug að það hafi ekki verið flutt til Vesturlanda fyrr en sl. 2-3 ár. Forréttur m/sprengjualdini og rækjum handa 6 3 sprengjualdin 500 g rækjur 1 dós sýrður rjómi 2 skvettur úr tabaskósósuflösku nokkur lítil græn vínber 1. Þíðið rækjurnar helst í kæli- skáp. Betra er að þíða rækjur í plastpoka í volgu vatni en í ör- bylgjuofni. Hellið rækjunum á sigti og látið renna af þeim. 2. Setjið sýrðan ijóma og tab- askósósu í skál og hrærið saman. 3. Skerið sprengjualdinin í tvennt langsum, skafíð úr þeim aldinkjötið, blandið saman við sýrða tjómann. Skerið rækjumar í tvennt ef þær eru stórar, setjið saman við, setjið í víð glös á fæti eða litlar skálar. 4. Skerið hvert vínber í fernt, fjarlægið steina. Skreytið með þeim. Falleg fermingarterta Þetta er stór terta Botnarnir: _____________8 egg____________ 200 g (2 Vá dl) sykur 200 g fínt saxaðar möndlur 100 g suðusúkkulað __________2 msk hveiti ________ 1 tsk lyftiduft 1. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn í 170°C. 2. Þeytið egg og sykur þar til það er ljóst og létt. 3. Saxið súkkulaði og möndl- ur, setjið í skál. Blandið saman hveiti og lyfitdufti og stráið yfir. Blandið saman við eggjahræruna. 4. Smyijið 2 springform um 26 sm í þvermál. Setjið deigið í formin og bakið neðarlega í ofnin- um í 25-30 mínútur. ' Inn í og ofan á kökuna 2VÍ-3 pelar rjómi 6 óstríðualdin 1 stjörnualdin 3 ferskjur nokkur ber, brómber, hindber, jarðarber eða rifsber. 1. Þeytið ijóma, skerið ástríðualdinin í tvennt, skafið úr þeim aldinkjötið, takið 1 msk frá af því en setjið hitt saman við ijómann. Leggið botnana saman með ijóma og setjið ijóma ofan á og utan með kökunni. Stráið því sem þið tókuð frá af ástríuð- aldininu yfir kökuna. 2. Skerið stjörnualdinið í þunn- ar sneiðar. Skerið ferkjurnar í rif. Raðið þessu fallega ofan á tertuna. Setjið nokkur ber hér og þar ofan á. Jóhann þjarmaði að heimsmeistaranum SKAK Rtkissjónvarpið STÓRMEISTARAMÓT í ATSKÁK 26. mars GARY Kasparov og Jóhann Hjartarson urðu jafnir og efstir á æsispennandi atskákmóti í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld. Þeir gerðu jafn- tefli sín á milli í skák þar sem Jóhann stóð lengst af betur, en unnu hina keppenduma, þá Hann- es Hlífar Stefánsson og Helga Ól- afsson. Til að fá fram hrein úrslit tefldu þeir Kasparov og Jóhann hraðskák sem lyktaði með sigri PCA-heimsmeistarans eftir langa og snarpa skák. Aðstaða íslensku keppendanna var mjög erfíð, því það var auðvit- að mjög óheppilegt fyrir þá að fá mótið' beint ofan í Skákþing Norð- urlanda. Þeir notuðu eina frídag sinn þar til að taka þátt á sjón- varpsmótinu. Það er mjög erfitt að tefla kappskákir af fullri lengd í viku og þurfa svo að tefla þijár hálftímaskákir, án þess að hafa nokkum tíma til undirbúnings. í ljósi þessa er árangur Jóhanns stórkostlegur og hann hefur ekki áður teflt jafn afslappaður í sjón- varpi. Þeir Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson tefldu hins vegar undir styrkleika og náðu ekki að veita Kasparov viðnám. Stjómandi sjónvarpsmótsins var Hermann Gunnarsson, en um skákskýringar sá Jón L. Ámason og em þeir orðnir mjög þjálfaðir í sínum hlutverkum, þótt ýmis smá- atriði megi auðvitað lengi bæta. Innskot voru engin og staðan ávallt í mynd, sem skákáhugamönnum hefur ömgglega líkað vel. Úrslit mótsins urðu þessi: 1-2. KasparovogJóhannHjartarson 2'/i v. 3. IlannesHlífarStefánsson 1 v. 4. Helgi Ólafsson 0 v. Skákir Kasparovs gengu þannig fyrir sig: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. f4 - Dc7 7. Df3 - g6 8. Be3 - b5 Kasparov endurbætir tafl- mennsku sína gegn ívantsjúk frá Amsterdam í fyrra. Eftir 8. — Bg7 9. h3 — e5? 10. fxe5 — dxe5 11. Bh6! var hann í erfiðleikum og tapaði. 9. Bd3 - Rbd7 10. 0-0 - Bb7 II. a3 - Bg7 12. Khl - 0-0 13. Bgl - Rb6 14. De2 - Rfd7 15. a4? Slæm mistök sem færa Ka- sparov ömggt frumkvæði. 15. - b4 16. Rdl - Rc5 17. a5 - Rbd7 18. c3 - Rxd3 19. Dxd3 — Rc5 20. De3 — Rxe4 21. cxb4 - Hfc8 22. Rc3 - Rxc3 23. bxc3 — e5 24. fxe5 — dxe5 25. Re2 — f5 26. Hael - f4 27. Dh3 - Dc4 28. Bb6 - Hf8 29. Rgl - e4 30. Hdl - Hf7 31. Bd4 - Bxd4 32. cxd4 — f3 33. gxf3 — exf3 34. Hf2 - Bd5 35. Dg3 - Dxb4 36. Rh3 - He8 37. Hdfl - Hel 38. Rf4 Sjá stöðumynd 38. - Hxf4! 39. Dg5 - Hxfl+ 40. Hxfl — Dxd4 og hvítur gafst upp. Jóhann vann Helga Ólafsson í fyrstu umferð svo þeir Kasparov vom efstir og jafnir þegar þeir mættust innbyrðis: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn Stjórnandi sjónvarpsmótsins Hermann Gunnarsson ásamt Garry Kasparov. Jóhann Hannes Hlífar Helgi Hjartarson Stefánsson Ólafsson 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3 6. Dxc3 - b6 7. b4 - Bb7 8. Bb2 - d6 9. e3 - Rbd7 10. Be2 - De7 11. d3 - c5 12. 0-0 - Hac8 13. b5 - Hfe8 14. a4 - a5 15. bxa6 f skák við Rosentalis frá Litháen í Tilburg í haust kaus Jóhann sjálf- ur að leika 15. e4 með hvítu og leyfa lokun drottningarvængsins. Jóhann vann þá skák. Nú einfald- ast taflið og er nokkurn veginn í jafnvægi. 15. - Bxa6 16. Hfbl - Ha8 17. Dc2 - Bb7 18. Bc3 - Bc6 19. a5 — bxa5 20. Bxa5 — Hec8 21. h3 - h6 22. Ha2 - De8 23. Hbal - Ha6 24. Rd2 - Hca8 25. Bc7 - Dc8! Kasparov hefur yfirsést þessi möguleiki svarts sem valdar peðið á d6 óbeint. Hann lagðist nú í þunga þanka, án þess að finna viðunandi framhald. Skást er að fara til baka með 26. Ba5, en hann hefur ekki talið slíkt flökt sér sæm- andi. 26. Bxd6?! - Bxg2! 27. Kxg2 - Hxa2 28. Hxa2 - Hxa2 29. Ðxa2 - Dc6+ 30. Rf3 - Dxd6 31. Da8+ - Kh7 32. Db7 - g5 33. d4 - Kg7 34. Kfl - e5 35. Db2 - exd4 36. exd4 — De6 37. Kg2 - Rh5 Jóhann er með betri stöðu og þar að auki talsvert betri tíma, átti 4—5 mínútum meira. Með þessum leik gefur hann færi á drottningakaupum, en 37. — De4! hefði valdið Kasparov meiri erfið- leikum í vöminni. 38. d5+ - Df6 39. Dxf6+ - Kxf6 40. Bfl - Kf5 41. Rd2 - Re5 42. Rb3 - Rd7 43. Kf3 - Ke5 44. Ke3 - f5 45. Ra5 - Rf4 46. h4! — Kd6 47. hxg5 — hxg5 48. f3 - Kc7 49. Rc6 - Kd6 50. Rd8 - Ke5 51. Rc6+ - Kd6 52. Rd8 - Ke5 53. Rc6+Jafntefli. í hinni skákinni vann Hannes Helga mjög snaggaralega. Helgi lék svo af sér manni snemma gegn Kasparov svo skákin varð hvorki fugl né fiskur: Hvítt: Helgi Olafsson Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — Rc6 6. Bg5 — e6 7. Dd2 — a6 8. 0-0-0 - Bd7 9. f4 - h6 10. Bxf6?! - Dxf6 11. Rf3 - Dd8! 12. g3 - Dc7 13. Bh3 - 0-0-0 14. f5 - Kb8 15. Re2 - Be7 16. Kbl - Re5 17. Red4 - Rc4! 18. Df2?? a b o d • f q h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.