Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hart barist um forsetastólinn í Frakklandi
Ásakanír um viðvan-
ingshátt og lýðskrum
París. Reuter, The Daily Telegraph.
AUKIN harka færist nú í baráttuna
um forsetastólinn í Frakklandi;
Edouard Balladur forsætisráðherra
sakaði um helgina Jacques Chirac,
borgarstjóra Parísar, um lýðskrum.
Chirac sagðist harma þessi ummæli
og vona að um mistök hefði verið
að ræða. Alain Juppé utanríkisráð-
herra, sem styður Chirac, sagði á
hinn bóginn að það væri merki um
leiðtogahæfileika að hafa taumhald
á skapi sínu. „Við þurfum ekki á
viðvaningum að halda núna“, sagði
hann og þótti þar gera gys að tilraun-
um Balladurs til að sýnast alþýðlegri.
Nicholas Sarcozy ijárlagaráðherra
styður Balladur og varði hann ein-
dregið sinn mann í gær. Hann sagði
keppinautana „fara með fleipur" er
þeir gæfu kosningaloforð. Aðspurður
sagðist hann eiga við Chirac sem
héti því að auka öll útgjöld og lækka
alla skatta.
Chirac hefur haft örugga forystu
í skoðanakönnunum undanfamar vik-
ur en fyrir fáum mánuðum var Ballad-
ur talinn öruggur um sigur. Ný könn-
un CSA-stofnunarinnar, sem birt var
í gær, sýndi þó að fýigi Chiracs hefur
dvínað, hann fær nú 27,5% en hafði
29,5%. Balladur hefur nokkuð rétt
hlut sinn og nær öðra sæti með 20,5%
en Jospin er með 20%.
Chirac er hægrimaður eins og
Balladur en hefur mjög reynt að
höfða til vinstrisinnaðra kjósenda að
undanfömu. Jospin gagnrýndi Chirac
í gær fyrir vingulshátt. „Chirac hefur
ekki verið þekktur fyrir slík sjónar-
mið á pólitískum ferli sínum ...
Sást hann nokkum tíma taka þátt í
mótmælagöngu eða verkfalli?"
Kindakjöt með fingrunum
Juppé sagði í sjónvarpsviðtali að
nýtilkomin alþýðleg framkoma
Balladurs, sem hefur þótt afar hlé-
drægur og lítt brosmildur, væri ekki
sannfærandi. „Balladur klifrar upp á
borð á framboðsfundum sínum, borð-
ar stundum kindakjöt með fingrun-
um og ferðast jafnvel á puttanum.
Balladur reynir ákaft að varpa af
sér hefðarmannasvipnum, sem dæmi
má nefna að fomafn hans er nú ós-
part notað í áróðrinum. Seldir vora
Edouard-bolir handa unga fólkinu
og boðið upp á rapp-tónlist á geysim-
iklum útifundi á laugardag.
Helgin var tilþrifamikil hjá fram-
bjóðandanum og sókn hans eftir nán-
ari tengslum við kjósendur fékk
óvæntan byr í seglin á laugardags-
morgun. Þyrluflugmaður hans villtist
í þoku og lenti með Balladur og að-
stoðarmann hans á íþróttavelli inni
í miðjum furaskógi í stað þess að
lenda hjá borginni Maillane þar sem
ráðherrann átti að opna safn. Hjón
á Mercedes-bíl, með tvo Elass-hunda
sína innanborðs, tóku mennina upp
í og óku þeim á áfangastað.
Verk Bronté-
systra ritskoðuð
London. The Daily Telegraph.
RÁÐABRUGGIÐ hefði einna helst
átt heima í skáldsögu eftir eina
Bronte-systra; systir skáldkonu
brennir framhald frægrar sögu til
að ekki falli frekari blettur á nafn
hinnar virtu bókmenntafjöl-
skyldu. Eins og svo oft áður stend-
ur sannleikurinn skáldskapnum
síst að baki, því helsti sérfræðing-
ur Breta í rannsóknum á verkum
systranna telur að Charlotte, syst-
ir Emily Bronte höfundar „Fýkur
yfir hæðir“, hafi brennt drög að
framhaldi sögunnar eftir Iát Em-
jiy-
Dr. Juliet Barker, fyrrum um-
sjónarmaður Bronte-safnsins,
heldur þessu fram í sjónvarps-
þætti BBC sem sýndur verður í
næsta mánuði. Sjónvarpsþáttur-
inn ber heitið „Charlotte Bronte
afhjúpuð". Auk Emily og Charl-
otte skrifaði yngsta systirin Anne
skáldsögur og \jóð. Skrifuðu syst-
urnar undir dulnefnunum Currer,
Ellis og Action Bell.
Endurskoðaði ljóð systranna
I sjónvarpsþættinum segir Bar-
ker m.a.: „Eftir dauða Emiiy og
Anne, varði Charlotte löngum
tíma í að fara í gegnum skrif
þeirra og endurskoðaði Ijóð þeirra
á grimmilegan hátt. Hún kippti í
burtu tilvísunum sem hún taldi
óviðeigandi og samdi sjálf línur í
ljóðin. Þá neitaði hún að leyfa
endurútgáfu á bók Anne Bronte,
„Leigjandinn í Wildfell Hall“ þar
sem hún taldi hana ekki „siðferði-
lega vel heppnaða“.“
Barker telur að Charlotte hafi
Iesið skrif Emily og að séð að hún
hafði verið að skrifa framhald
„Fýkur yfir hæðir“. „Hún gat ekki
leyft það að önnur ósiðleg, gróf
og klúr skáldsaga eftir fjölskyldu-
meðlim myndi birtast á prenti.
Hún var mjög áfram um að mann-
orð Emily og Anne skaðaðist ekki
auk þess sem orðspor hennar var
háð orðspori systra hennar."
Ekki hefur dregið úr áhuga al-
Fini ógnar
stöðu Ber-
lusconis
SILVIO Berlusconi reyndi í
gærkvöldi að tryggja sig í sessi
sem forystumaður bandalags
hægriflokka í
ítölskum
stjómmálum,
Frelsisbanda-
lagsins. í gær
efndi flokkur
hans, Áfram
Ítalía, til há-
tíðahalda til
að fagna því
að ár er liðið frá kosningasigri
hans. Höfuðandstæðingur hans
innan Frelsisbandalagsins er
Gianfranco Fini, leiðogi Þjóð-
fylkingarinnar, sem talið er að
njóti mun meiri vinsælda en
Berlusconi.
Bændur
hindra um-
ferð
GRÍSKIR bændur hótuðu í gær
að halda aðalsamgönguleiðum
á milli norður- og suðurhlutans
áfram lokuðum en lokanir
þeirra hafa valdið gífurlegu
umferðaröngþveiti í vikutíma.
Með þessum aðgerðum vilja
bændur mótmæla skattastefnu
ríkisstjómarinnar, sem felst í
því að áætlaðar eru lágmarks-
tekjur á þá sem ekki eru á
launaskrá. Kaupmenn era einn-
ig æfir vegna þessa og hafa
hvatt til allsheijarverkfalls á
morgun, miðvikudag.
Rússar um-
kringja vígi
Tsjetsjena
RÚSSNESKI herinn lýsti í gær
yfír enn einum sigri sínum í
átökunum í Tsjetsjníju en
Tsjetsjenar segja hins vegar að
um sextíu óbreyttir borgarar
hafi látið lífið í loftárásum
Rússa. Talsmenn rússneska
hersins segja hann hafa um-
kringt bæinn Gudermes, sem er
eitt síðasta vígi tsjetsjenskra
uppreisnarmanna.
Berlusconi