Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 15 -...... Sverrir hjó á hnútinn, o g samþykkti geng’ið 0,9, á Samskipum eða 759 milljónir króna, með orðunum: „Við göngum að þessu.“ sem Sambandið og Landsbankinn gætu sameiginlega fundið kaupend- ur í hópi þáverandi hluthafa. Kvað hann slíka könnun ekki þurfa að taka lengri tíma en tvær vikur og sagði líklegt að menn horfðu á innravirði félagsins sem þá var 1,09. Landsbankinn lýsti sig reiðubú- inn til þess að yfirtaka bréfin í Kaffibrennslu Akureyrar hf. á genginu 2,3, en Sambandsmenn sögðu KEA hafa viljað greiða 85 milljónir króna fyrir bréfin um ára- mótin 1991-1992. Hagnaður hefði reynst vera 7 milljónir króna fyrstu sex mánuðina og miðað við milli- uppgjör þá væri innravirði því 2,8. Ákveðið var að Sambandið hefði tíma fram til 1. nóvember 1992 til þess að kanna hvort KEA vildi kaupa bæði Sjöfn og Kaffibrennsl- una í heild. Landsbankinn hafði lýst sig reiðubúinn að taka yfir bréfin í Sjöfn á genginu 0,75, sem Sam- bandsmenn kváðu aðeins 2/3 af innravirði bréfanna. í fundarlok voru almennar um- ræður, þar sem ýmis mál voru rædd og framhald viðræðna aðila sem ákveðið var að yrði viku síðar. Annar fundur Fimmtudaginn 22. október 1992, hittust aðilar öðru sinni á fundi, að þessu sinni í Sambandshúsinu við Kirkjusand, og var þessi fundur jafnleynilegur og hinn fyrri. Sömu fulltrúar voru mættir til fundarins af hálfu Sambandsins og á fyrsta fundi, en í hóp Landsbankamanna hafði nú bæst Björgvin Vilmundar- son bankastjóri og formaður banka- stjórnar. Sigurður Markússon greindi full- trúum Landsbankans í upphafi frá því að Sambandsmenn teldu að við- miðanir Landsbankans frá því á fundinum í Selvík varðandi verð- lagningu á hlutabréfum væru í lægra lagi og lýsti efasemdum um að aðilar næðu saman. Riijaði Sigurður upp að í árslok 1991- hefði innra virði Olíufélagsins verið 6,17, en eftir 15% arðgreiðslur og 10% útgáfu jöfnunarhlutabréfa hefði gengið fallið í 5,61. Á þeim dögum sem liðið hefðu, frá því að Selvíkurfundurinn var haldinn, hefðu bréf verið að seljast í félaginu á genginu 4,55. Við frekari umræður um verð- lagningu á hlutabréfum Sambánds- ins í Olíufélaginu, kom enn á dag- inn að takmarkaðir hlýleikar virðast hafa verið á milli forstjóra og stjórn- ; arformanns Sambandsins. Sverrir Hermannsson greindi Sambands- 1 mönnum frá því að forstjóri Olíufé- lagsins, Geir Magnússon, hefði lýst 1 áhuga félagsins á að festa kaup á ( hlut Sambandsins í félaginu og ekki hefði verið um annað rætt í þeim efnum en markaðsverð, þ.e. 4,5. Sigurður Markússon, sem átti sæti í stjórn Olíufélagsins á þessum tíma, kvaðst þá eiga von á því að Geir Magnússon legði fram tillögur um kaupverð í vikunni, þegar hann hefði náð sambandi við Kristján Loftsson, stjórnarformann Olíufé- lagsins, sem þá var staddur erlend- . is. Við svo búið lýsti Guðjón B. Ól- afsson þeirri skoðun sinni að sér fyndist „gjörsamlega út í hött að ráðnir starfsmenn hjá félagi eigi að ráða verðlagningu á stærstu eign Sambandsins." Sambandsleysi for- stjóra Sambandsins við stjórnar- formann þess og jafnframt við stjóm og forstjóra Olíufélagsins verður deginum ljósara, af þessum orðum hans. Enda hnaut Sverrir Hermanns- son strax um misræmið í málflutn- ingi forstjóra og stjórnarformanns Sambandsins og sagði að sér litist illa á framhaldið ef ekki væri sama hljóð í strokki viðsemjenda Lands- bankans og forstjóri og stjórnarfor- maður töluðu „í austur og vestur.“ Hann kvað rétt að bjóða bréfin út á almennum markaði og eins og hag SÍS væri komið, sæi hann ekki að tími gæfist fyrir frekari frest. Enn hélt forstjórinn sig við þann möguleika að viðskiptaráðherra legði fram frumvarp um breytingar á lögum sem heimiluðu erlenda eignaraðild að Olíufélaginu, þrátt fyrir eign ESSO í sjávarútvegsfyrir- tækjum um land allt. Vildi forstjór- inn að látið yrðLreyna á þann mögu- leika fram til áramóta. Sigurður Markússon tók af skarið með þeim orðum að hann sæi ekki annað en bréfin í ESSO yrðu að fara yfir til Landsbankans. Smámálum frestað Ágreiningur var enn á þessum fundi um á hvaða gengi Landsbank- inn yfirtæki Kaffibrennslu Akur- eyrar og Sjöfn og var ákveðið að fresta frekari umræðum um þau fyrirtæki. Sama máli gegndi með bréfin í íslenskum sjávarafurðum þar sem Landsbankinn hafði boðið gengið 0,9 en Sambandsmenn töldu innravirði a.m.k. 1,05. Þegar aðilar ræddu um málefni Samskipa hf. kom á daginn að Landsbankinn bjó yfir nýrri og ýtar- legri upplýsingum um stöðu félags- ins en Sambandið, sem þó átti meirihluta í félaginu. Meðal annars hafði Landsbankinn aflað sér upp- lýsinga frá fjármálastjóra og fram- kvæmdastjórum Samskipa, sem fólu í sér um einnar milljónar doll- ara lægra verðmat á Jökulfellinu frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í máli forstjóra Samskipa ein- um mánuði áður. Þótt augljós ágreiningur hafi verið á milli aðila, þegar rætt var um matsverð á bréfum Sambands- ins í Samvinnuferðum-Landsýn hf., Samvinnusjóði íslands hf. og Þró- unarfélagi íslands hf., urðu ekki teljandi umræður um þau á fundi þessum, þar sem Sigurður Markús- son afgreiddi þau réttilega sem „smámál" í samanburði við önnur mál sem aðilar þyrftu að ná saman um. Þegar hér var komið sögu og ljóst að endurskoðendur aðila litu mál- efni Regins hf. og Kirkjusands hf. ólíkum augum, tók Sverrir Her- mannsson saman helstu niðurstöður fundarins og lýsti því hvaða vinnu þyrfti að vinna, áður en næsti fund- ur yrði haldinn. Meðal þess sem kom fram í máli Sverris var að einn fulltrúi frá hvor- um aðila fjallaði um málefni Kaffi- brehnslu Akureyrar og Sjafnar. Lögfræðingar aðila ræddu yfirlýs- ingar og texta í þeim samnings- ÞAÐ var í hinni glæsilegu ráð- stefnuhöll Landsbankans, í Selvík við Álftavatn sem fyrsti leynifund- ur samninganefnda bankans og Sambandsins var haldinn þann 13. október 1992. Viðræðunefnd Landsbanka íslands Sigurður Markússon Þorsteinn Sveinsson Guðjón B . Ólafsson Birgir Magnússon Reinhold KrisljAnsson Árni Tómasson Tryggvi Gunnarsson Viðræðunefnd Sambandsins • Sambandshúsið við Kirkjusand • Ráðstefnusetur Landsbanka íslands í Selvík Sverrir Hermannsson Björgvin Vilmundarson Halldór Guðbjamason Jakob Bjamason Hermann Eyjólfsson Sigurður Gils Geir Jón Björgvinsson Geirsson Finnsson ANNAR, þriðji og fjórði samninga- fundur aðila voru allir haldnir í Sambandshúsinu við Kirkjusand með jafnmikilli leynd og hinn fyrsti. Mesti ágreiningurinn var um verð- mat á bréfum ESSO og Samskipa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.