Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐW, KRINGIAN 1, 103 REYKIAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sáttatillagan samþykkt
í kennaradeilunni í nótt
Verkfalli ekki aflýst nema sam-
komulag náist um vinnu kennara í
vor — Laun hækka um 19-20% á
tveggja ára samningstímabili
FULLTRÚARÁÐ kennarafélaganna sam-
þykktu í gær sáttatillögu ríkissáttasemjara í
kennaradeilunni. Tillagan felur í sér um 15%
beina kauphækkun á samningstímanum gegn
auknu vinnuframlagi. Jafnframt var samið
um lækkun kennsluskyldunnar um eina
kennslustund. Eftir er að ná samkomulagi
um vinnu kennara á þessu skólaári og ætla
kennarafélögin ekki að aflýsa verkfalli fyrr
en samkomulag næst um hana.
Samningsaðilar tilkynntu ríkissáttasemj-
ara um miðnættið að þeir samþykktu sátta-
tillögu hans. „Ég er afskaplega ánægður
með þessa niðurstöðu. Ég hafði bara eina
hleðslu í byssunni og mér tókst að skjóta í
mark,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari í gær.
15% bein launahækkun
Sáttatillagan felur í sér um 15% beina
launahækkun til kennara á samningstíman-
um. Til viðbótar lækkar kennsluskylda kenn-
ara, en það má meta til 4-5% kjarabóta.
Launaútgjöld ríkisins til kennara munu
hækka um 1.400 milljónir miðað við eitt ár.
Samninganefnd ríkisins hafði áður boðið
kennurum hækkanir sem fólu í sér um 1.200
milljóna króna útgjöld á ári.
Kennarar eiga eftir að ná samkomulagi
við fjármálaráðuneytið um vinnu kennara
það sem eftir lifir þessa skólaárs. Mennta-
málaráðherra hefur sett fram tillögur um
hvernig kennslu verði hagað í vor en eftir
er að ná samkomulagi við kennara um
hvernig verði greitt fyrir hana. Elna K.
Jónsdóttir, formaður HIK, sagði að kennar-
ar myndu ekki fresta verkfalli fyrr en sam-
komulag hefði tekist um þetta mál. Hún
sagðist gera sér vonir um að samkomulag
tækist í dag.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
vilja kennarar að þeir fái greitt sérstaklega
fyrir þá yfirvinnu sem þeir koma til með að
þurfa að vinna í vor til að bjarga skólaárinu.
Andstaða er við kröfur kennara í fjármála-
ráðuneytinu.
Stjómir kennarafélaganna ætluðu sér að
taka afstöðu til tillögunnar áður en fulltrúa-
ráð félaganna komu saman til fundar. Það
tókst ekki vegna ágreinings innan stjórn-
anna. Mjög skiptar skoðanir voru innan full-
trúaráðanna á tillögunni.
Elna sagði að þó að kennarar hefðu sam-
þykkt tillöguna væru þeir ekki fyllilega
ánægðir með niðurstöðuna. Sáttatillagan
væri þó betri en það sem ríkið hefði boðið.
Þorsteinn Geirsson, formaður SNR, sagðist
ekki telja að þessi niðurstaða skapaði for-
dæmi fyrir samninga við aðra hópa opinberra
starfsmanna. Kennaradeilan hefði snúist um
skipulagsbreytingar og breytingar á vinnu-
tíma kennara. Samningar við aðra hópa
myndu snúast um aðra hluti.
Ástæða tU að gleðjast
„Ég tel ástæðu til að gleðjast yfir því að
samningur sé í höfn og treysti því að aðilar
séu tilbúnir til þess að bjarga önninni en
verkfalli hefur valdið kvíða og óöryggi hjá
fjölda námsmanna og aðstandendum þeirra.
Það er sérstakt fagnaðarefni að með þessum
samningum hefur sú stefna verið staðfest
að efla og treysta skólastarfið með fleiri
kennsludögum," sagði fjármálaráðherra.
■ Kennararfá/6
Morgunblaðið/Kagnar Axelsson
HRÖNN Þórarinsdóttir fagnar syni sínum, Stefáni Jóhannssyni, þegar hann var kominn heill á húfi til Grindavíkur í nótt.
Tvær trillur sukku suður af Krísuvíkurbjargi í gærkvöldi
Fimm mönnum bjargað
FIMM mönnum var bjargað um borð í Farsæl GK 142 frá Grindavík
um hálfellefuleytið í gærkvöldi, eftir að trillumar Særún GK 64 og
Gaui Gísla GK 103 höfðu sokkið um átta sjómílur suður af Krísuvíkur-
bjargi. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst neyðar-
kall frá mönnunum tíu mínútur fyrir tíu í gærkvöldi. Þegar slysið
varð var Gaui Gísla að draga Særúnu, sem orðið hafði vélarvana, að
landi. Báðar trillumar voru með fullfermi þegar óhappið varð.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út og einnig fór Oddur V.
Gíslason, björgunarbátur Slysa-
varnafélagsins í Grindavík, mönn-
unum til hjálpar. Farsæll og Gígja
VE 340 vom stödd í grenndinni
og var mönnunum fimm bjargað
um borð í Farsæl. Komst sá síð-
asti um borð tuttugu mínútur fyr-
ir ellefu, rétt í þann mund sem
þyrlan kom á vettvang.
Grétar Þorgeirsson skipstjóri á
Farsæli sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að tilviljun
hefði ráðið því að hann var stadd-
ur á þessum slóðum. Hafði hann
ætlað að vera löngu farinn í land
en tafíst vegna smávægilegrar
vélarbilunar.
Hraktir en fyótir að ná sér
Farsæll var um þijár og hálfa
mílu frá þeim stað þar sem trill-
urnar sukku og þegar hann kom
á vettvang um hálfellefu var Gaui
Gísla sokkinn og Særún komin á
hliðina. Tveir menn sem voru um
borð í Gauja Gísla höfðu þá kom-
ist um borð í gúmbjörgunarbát
eftir að hafa verið nokkum tíma
í sjóaum.-
Að sögn Grétars gekk vel að
ná mönnunum um borð í Farsæl
og komust skipveijarnir þrír á
Særúnu þurrum fótum um borð.
Sagði hann að mennirnir á Gauja
hefðu verið nokkuð hraktir þegar
þeir komu um borð en þeir hefðu
verið fljótir að ná sér. Fimm vind-
stig voru á, þeim slóðum sem
bátarnir sukku á að sögn skip-
stjórans. Farsæll kom með skip-
brotsmennina til Grindavíkur
klukkan 24.15 í nótt.
Sjór komst í olíuna
Stefán Jóhannsson, tvítugur
skipveiji á Særúnu, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að senni-
lega hefði komist sjór í olíuna og
trillan orðið vélarvana af þeim
sökum. Gaui Gísla tók Særúnu í
tog um sjöleytið, og sagðist Stef-
án ekki gera sér grein fyrir því
hvers vegna Gaui hefði sokkið.
Hefðu þeir á Særúnu verið að
leita að gúmbjörgunarbátnum frá
Gauja þegar henni hvolfdi
skyndilega.
Þegar síðast spurðist var
Reykjafoss kominn á slysstað og
búinn að ná Særúnu að hlið skips-
ins en trillur í hálfu kafí skapa
slysahættu fyrir minni báta.
Samningafundir ^
Landsbankans og SÍS
Hundruða
millj. mun-
ur á verð-
mati eigna
Á FYRSTA samningafundi forystu-
manna Landsbanka Islands og Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga, um
yfírtöku eignarhaldsfélags Lands-
bankans, Hamla hf., á eignum Sam-
bandsins, þann 13. október 1992,
kom fram afar mismunandi verðmat
aðila á hlutabréfum Sambandsins í
ESSO, Samskipum og Regin. Mun-
urinn á verðmati aðila skipti mörg
hundruð milljónum króna. Þetta
kemur fram í þriðju grein af fjórum,
sem Morgunbíaðið birtir þessa dag-
ana, um endalok Sambandsins.
Þar kemur m.a. fram, að for-
stjóri Sambandsins, Guðjón B. Ól-
afsson, vildi reyna til þrautar að
selja bréf Sambandsins í Olíufélag-
inu hf. erlendis, þar sem Nomura
Bank hefði talið að Sambandið
gæti fengið 1,5 til 1,8 milljarða
króna fyrir hlut sinn í Olíufélaginu.
Landsbankinn hafnaði frekari til-
raunum í þá veru, sem engan árang-
ur höfðu borið í tæpt ár.
Mikið ágreiningsefni aðila að því
er varðaði verðmat á eignum 'var
matið á Holtagörðum, sem voru í
eigu Regins hf. Landsbankinn vildi
meta eignina á 1,1 milljarð króna,
en Sambandsmenn á 1,7 milljarða
króna.
Þar kemur einnig fram að ofmat
eigna í Samskipuin var mikið hjá
Sambandsmönnum, sem upphaflega
vildu fá gengið 1,12 fyrir bréfin í
Samskipum. Þegar Landsbankinn
féllst á að yfírtaka Samskip á geng-
inu 0,9, var gengi bréfanna að há-
marki 0,65, samkvæmt mati starfs-
hóps Landsbankans.
■ Sambandið leiddi/14—16