Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAlíZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tillaga sáttasemjara felur í sér 1,4 milljarða útgjaldaaukningu Kennarar fá nm 19-20% hækkun SÁTTATILLAGA ríkissáttasemjara felur í sér um 19-20% hækk- un launa kennara á tveggja ára samningstíma. Tillagan gerir ráð fyrir lækkun kennsluskyldu en jafnframt auknu vinnuframlagi kennara. Þetta þýðir að launaútgjöld ríkisins vegna kennara hækka um 1,4 milljarða miðað við eitt ár, en þessi útgjöld eru um 7 milljarðar í dag. Þetta eru um 200 milljónum meira en ríkið hafði boðið í viðræðum við kennara. Morgunblaðið/Ámi Sæberg KARPHUSIÐ var lokað í gær en menn komu þó í gættina, eins og sjá má á Eiríki Jónssyni, formanni KÍ. Sáttatillagan gerir ráð fyrir að laun kennara hækki um 3,1% um næstu mánaðamót og um 3,1% 1. janúar 1996. Við undirritun samn- inga fá kennarar sem kennt hafa í eitt ár hækkun um einn launa- flokk, en það þýðir 3% hækkun. Frá 1. mars 1996 hækka laun kennarar sem kennt hafa í tvö ár um einn launaflokk, sem einnig felur i sér 3% hækkun. Farið að tillögu ríkisins um launaröðun Tillagan gerir ráð fyrir að nýtt launaröðunarkerfi taki gildi 1. ág- úst 1995, en það leiðir til tæplega 3% hækkunar á heildarlaunum kennara. í samningaviðræðunum settu báðir samningsaðilar fram tillögur urh breytt röðunarkerfí. Tillaga kennara fól í sér um 7% hækkun, en tillaga samninga- nefndar ríkisins um 2,6% hækkun fyrir kennara í KÍ og 3,6% til kenn- ara í HÍK. Sáttasemjari tók tillögu ríkisins upp í sáttatillögu sína með smávægilegum breytingum. Samninganefnd ríkisins hafí boðið allar þessar hækkanir á grunnkaupi sem að ofan greinir. í tillögu ríkissáttasemjara eru ald- urshækkanimar tvær færðar framar á samningstímann en ríkið hafði boðið. Til viðbótar gerir sáttasemjari tillögu um að skólastjórar og að- stoðarskólastjórar fái eins launa- flokks hækkun 1. mars 1996, sem er hækkun um 3%. Kennsluskylda Iækkuð um eina kennslustund Eitt megindeiluefnið í kennara- deilunni hefur verið um lækkun kennsluskyldunnar. Upphafleg krafa kennara var að hún lækkaði um 15%, en fyrir fáum dögum lagði samninganefnd félaganna til að kennsluskyldan yrði lækkuð ár frá ári fram til aldamóta. Samninga- nefnd ríkisins bauðst hins vegar til að lækka kennsluskylduna um einn tíma þar sem hún er allramest. Tillaga ríkissáttasemjara er að kennsluskyldan verði lækkuð um einn tíma hjá nær öllum kennurum. Kennsluskylda í grunnskóla verði 28 tímar á viku, en hún er 29 tímar í dag. Hins vegar lækki kennslu- skylda hjá kennurum með 15 ára kennsluferil um eina stund til við- bótar. Þetta ákvæði um aldurs- lækkun er ekki að finna í núgild- andi kjarasamningi. Með þessu lækkar kennsluskylda mjög stórs hóps kennara um tvær stundir. Ekki er hins vegar í tillögunni að fínna kröfu kennara um sams kon- ar lækkun fyrir kennara sem kennt hafa í 10 ár. Kennsluskylda grunn- skólakennara sem er orðinn 55 ára verður samkvæmt sáttatillögunni 24 stundir enda hafi hann 10 ára kennsluferil. Kennsluskylda kenn- ara sem eru orðnir 60 ára verður 19 stundir enda hafi þeir 10 ára kennsluferil. Samkvæmt sáttatillögunni skal almenn kennsluskylda í framhalds- skólum vera 25 stundir en hún er 26 stundir í dag. Lækkunin nær til kennara sem kennt hafa í 10 ár og Í5 ár, en ekki til kennara sem náð hafa 55 cg 60 ára aldri. Vinnutíma breytt Tillagan hefur í för með sér nokkrar breytingar á vinnutíma kennara. Kennslu- og prófdögum í framhaldsskóla verður fjölgað úr 170 dögum í 175. Starfsdögum kennara á skólatíma verður fækk- að úr 12 niður í 5. Þetta felur í sér aukna vinnu kennara. Hluti af launahækkun þeirra er hugsuð til að greiða fyrir þetta aukna vinnu- framlag. Þá gerir sáttatillagan ráð fyrir að árlegur vinnutími kennara að frádregnu orlofi reiknist 1.800 klukkustundir og að bundnir vinnudagar reiknist 8 klukku- stundir hver dagur. Samkvæmt sáttatillögunni á að vísa öðrum efnisatriðum sem ágreiningurinn er um til samstarfs- nefnda KÍ, HÍK og ríkisins. Þar er um að ræða atriði eins og greiðsla fyrir dagpeninga á nám- skeiðum, hámark yfirvinnu, álag í öldungardeildum, meistaraskóla og sambærilegu námi, kennslu- skylda og yfirvinna skólastjóm- enda, málefni sérhópa og tilrauna- og þróunarstörf í skólum, þar með talin vandamál við einsetningu grunnskólans. Samstarfsnefndirnar eiga að hafa afgreitt ágreiningsefni sín fyrir 15. maí 1995. Ef ekki tekst að leysa ágreiningsmálin á að vísa þeim til úrskurðarnefndar sem skal vera skipuð tveimur frá hvor- um deiluaðila. Formaður úr- skurðarnefndar skal skipaður af ríkissáttasemjara. Nefndirnar eiga að ljúka störfum eigi síðar en 15. júní 1995. Sameining við Stykk- ishólm verði ógild HARALDUR Blöndal hæstaréttar- lögmaður hefur fyrir hönd Hólm- fríðar J. Hauksdóttur, Amarstöðum í Helgafellssveit, ákveðið að stefna félagsmálaráðherra, bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og hreppsnefnd Helgafellssveitar fyrir Héraðsdóm Vesturlands til ógildingar á samein- ingu Helgafellssveitar og Stykkis-' hólmsbæjar. Hólmfríður sættir sig ekki þá til- kynningu félagsmálaráðuneytisins að ógilda ekki sameininguna í kjöl- far Hæstaréttardóms frá 8. desem- ber sl. þar sem kosningar þær sem sameining sveitarfélaganna byggir á var dæmd ógild. „Ráðuneytið neit- ar að sætta sig við hæstaréttardóm- inn og því er eina leiðin að fara með málið fyrir dómstólana," sagði Har- aldur Blöndal í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagðist mundu óska eftir því við héraðsdómara að málið yrði tekið til flýtimeðferðar. Kosið var um sameiningu Stykk- ishólms og Helgafellssveitar þann 16. apríl, en Hæstiréttur dæmdi þær kosningar ólögmætar 8. des- ember 1994 í máli, sem Hólmfríður höfðaði til að fá sameiningunni hnekkt. 16. maí hafði ráðherra gef- ið út auglýsingu um sameiningu sveitarfélaganna og á grundvelli hennar fóru fram almennar sveitar- stjómarkosningar í sameinaða sveitarfélaginu 28. maí, en þmr voru felldar úr gildi og endurteknar 1. október. Eftir dóm Hæstaréttar, þar sem upphaflegu kosningarnar um sam- eininguna voru dæmdar ógildar, til- kynnti félagsmálaráðherra að dóm- urinn leiddi ekki til þess að samein- ingin í heild sinni yrði ógild. Að sögn Haralds Blöndal sættir Hólmfríður J. Hauksdóttir sig ekki við yfirlýsingu ráðherrans þar sem hún telur að fyrst kosningin um sameininguna var ólögleg hafi allir gjörningar byggðir á þeirri kosn- ingu einnig verið ólöglegir, þar með talin sameiningin. Því sé hún knúin til að höfða mál. Slökkviliðsmenn og stjórn Brunamálastofnunar segja stofnunina óstarfhæfa vegna deilna Sljórnarfundum líkt við kaffisamsæti þar sem ekkert þokast áleiðis ING Landssambands slökkviliðsmanna samþykkti um helgina ályktun þar sem átalin eru vinnubrögð brunamála- stjóra undanfarin ár varðandi al- menn samskipti við stjóm stofnun- arinnar. Þingið telur fullreynt að branamálastjóri geti ekki starfað heill að branamálum í landinu og telur að persónulegir hagsmunir hans verði að víkja fyrir heildar- hagsmunum branamálanna. Formaður stjómar Brunamála- stofnunar, Hulda Finnbogadóttir, sagði í ávarpi við setningu þingsins að verði ekki breyting á samskipt- um stjórnarinnar og brunamála- stjóra á næstunni neyðist hún til að segja af sér. Branamálastjóri hafi þráast við að framfylgja reglu- gerð félagsmálaráðuneytisins um Branamálaskóla og að stjómar- fundir stofnunarinnar séu við nú- verandi aðstæður ekki annað en mánaðarleg kaffísamsæti þar sem ekki sé hægt að taka neinar ákvarðanir. Stjórnin sé einhuga í þessari afstöðu til málsins. Gert ráð fyrir stofnun Brunamálaskóla Hulda Finnbogadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfarna mánuði hefði stjórn stofnunarinnar verið að reyna að hrinda í framkvæmd reglugerð um menntun og réttindi slökkvil- iðsmanna sem félagsmálaráð- herra hefði sett í apríl á grund- velli laga um brunavarnir og branamál. Þar sé gert ráð fyrir stofnun Brunamálaskóla sem sé ætlað að sinna menntunarmálum allra slökkviliðsmanna í landinu. Skól- inn hefur verið stofnaður og skóla- nefnd skipuð en brunamálastjóri hefur að sögn Huldu neitað öllu samstarfí við skólanefndina. „Branamálastjóri segir að þessi reglugerð sé vitlaus og að hann sé á móti henni en meðan reglugerðin er í gildi verðum við að vinna eftir henni. Hann virðist vera á móti því að stofnunin leggi eitthvað í þennan skóla eða til menntunarmála slökkviliðsmanna yfirleitt," sagði Hulda. „Ástandið er orðið þannig að það gengur hvorki né rekur í einu einasta máli. Branamálastofn- un er óstarfhæf og það gengur ekki lengur að branamál í landinu líði fyrir þetta ósamkomulag." Hulda sagði að á fundum stjórn- arinnar hefði brunamálastjóri verið víttur og bókanir gengið á víxl sem lýstu því ósamkomulagi sem uppi væri. Stjómarfundir stofnunarinn- ar væru við núverandi aðstæður einungis mánaðarleg kaffisamsæti þar sem ekki tækist að þoka neinu áleiðis. Hulda sagði að tíð ráðherra- skipti í félagsmálaráðuneytinu undanfarin misseri væru sennilega skýringin á því að ekki hefði enn tekist að höggva á þann hnút sem þessi samskipti væru í. Gengið á fund þriggja ráðherra Stjórnin hefði gengið á fund þriggja ráðherra til að knýja á um úrbætur og hefði fengið í ráðuneyt- inu staðfestingu á hugmyndum stjórnarinnar um hlutverk sitt, þar á meðal að stjórninni bæri að hafa eftirlit með fjárreiðum. Ótvírætt væri að túlkun stjórnarinnar og ráðherra á reglugerðinni og lögun- um væri samhljóða og þvert á vinnubrögð branamálastjóra, sem kysi að túlka lögin þannig að fjár- reiður stofnunarinnar væru ekki á verksviði stjórnarinnar og hefði gert stjórninni ókleift að rækja þær skyldur sínar. Núverandi félagsmálaráðherra hefði sett nefnd til að setja reglu- gerð um starfssvið stjórnar og brunamálastjóra og ráðherra hefði einnig falið ríkisendurskoðun að kanna ákveðna þætti í starfsemi stofnunarinnar að ósk stjórnarinn- ar. Hulda sagði að í ávarpinu á þingi slökkviliðsmanna hefði hún lýst því yfir að ef ekki yrði breyting á þess- um samskiptum vildi hún frekar biðjast lausnar en að verða til þess að engar framfarir yrðu í bruna- málum. Hún vildi ekki lengur Ieggja það á sína samvisku að vinna að þessum málum við núver- andi aðstæður. Stjórn stofnunar- innar, skólanefnd Brunamálaskól- ans og Landssamband slökkviliðs- manna hefðu öll ályktað á sama veg í þessu máli. Stjórn Brunamálastofnunar skipa, auk Huldu Finnbogadóttur, sem er ráðherraskipuð, Gísli Lor- enzson, tilnefndur af Landssam- bandi slökkviliðsmanna, Siguijón Pétursson, tilnefndur af Sambandi tryggingafélaga, Guðfinnur Sigur- vinsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga, og Snorri Ingimars- son, tilnefndur af Brunatæknifé- lagi íslands. Stuðningur við stjórnina í ályktun þings Landssambands slökkviliðsmanna er lýst yfir fyllsta stuðningi við formann og stjörn Brunamálastofnunar. Konri til afsagnar stjórnarinnar sé til- gangslaust að landssambandið til- nefni að óbreyttu nýjan fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Fullreynt megi telja að brunamálastjóri get> ekki starfað heill að brunarnálum í landinu en persónulegir hags- munir hans verði að víkja fyrir heildarhagsmunum málaflokks- ins. Vinnubrögð brunamálastjóra hafi veikt eða seinkað framþróun brunamála hérlendis verulega og skapað úlfúð og ágreining innan stéttarinnar og víðar. „Er nú svo komið að stjórn Brunamálastofn- unar hefur ekki möguleika á að sinna störfum sínum samkvæmt lögum,“ segir í ályktun þingsins, þar sem þess er einnig krafist að ráðherra höggvi þegar á hnútinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.