Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Alþýðuflokkurinn og umbótamálin Arangur í heil- brigðisþj ónustu ALÞÝÐUFLOKKS- MENN spyrja sig hvemig standi á því að fjárhagslegar byrðar velferðarkerfisins þyngist því meir sem þjóðin verður ríkari og almenningur efnaðri. Heilbrigðiskerfið, sem er einn dýrasti hluti velferðarkerfisins, er svo kostnaðarsamt að ríkissjóður á orðið erf- itt með að standast þær fjárhagslegu byrð- ar sem af því leiðir. Vegna samdráttar í efnahagslífínu hefur orðið að lækka heild- arútgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála um 3% frá 1991. Alþýðu- flokkurinn hafði á sínum tíma for- ystu um uppbyggingu velferðarkerf- isins hér á landi. Það er því á ábyrgð flokksins að heita áhrifum sínum til þess að verja kerfið og endurskipu- leggja það þegar það er í hættu á tímum samdráttar í efnahagsmál- um. Vegna fjölgunar aldraðra, mikilla tækni- framfara og nýrra lyfja eykst kostnaður heil- brigðisþjónustunnar á mann á hverju ári, ef ekkert er sparað á móti. Heilbrigðiskerfið hefur verið undir smásjá und- anfarin fjögur ár vegna þeirra aðhaldsaðgerða sem gripið hefur verið til. Þar hafa jafnaðar- menn lagt áherslu á að íjármagna ný verkefni með aðhaldsaðgerðum á öðrum sviðum. Lítum á nokkur dæmi af fjög- urra ára forystu Al- þýðuflokksins í heilbrigðismálum. Ný verkefni 1991-1994 1. Sjö nýjar heilsugæslustöðvar hafa verið teknar í notkun. 2. Nærri 200 ný hjúkrunarrúm um allt land. 3. Nýjar aðgerðir: Hjartaaðgerðir færðar nær alfarið til landsins. Sighvatur Björgvinsson Stj órnsýslugrín STAÐA tryggingayfírlæknis er auglýst laus til umsóknar. Meðal umsælqenda er Júlíus læknir. Hann skýrir veitingavald- inu frá því, að skömmu áður hafí hann orðið uppvís að því að svíkja tekjur undan skatti. Það er ekki talið skipta máli. Júlíusi er veitt staðan. Þegar Júlíus hefur gegnt starfi sínu í nokkra mánuði er skýrt frá ávirðingum hans í fjölmiðlum. Því hafði veitingavaldið ekki búist við. Júlíus er rekinn. Niðurstaðan: Það stendur því ekki í vegi að menn hljóti opinber- ar ábyrgðarstöður, að þeir hafi svikið tekjur undan skatti, svo lengi sem aðrir en handhafar veitingavaldsins fá ekki vitneskju um skattsvikin. Var einhver að segja að stjórn- sýslan á íslandi væri ekki alvöru- þrungin? Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Um 250 glasafrjóvganir á ári. Nýjar ónæmisaðgerðir. Spengingar á hrygg. 4. Ný tækni tekin í notkun, svo sem segulómunartæki, nýma- steinbijótur og húðleiser. 5. Ný og dýr lyf hafa komið á markað, t.d. þunglyndislyf og sveppalyf. 6. Meðferðarheimili fyrir geð- sjúka ósakhæfa afbrotamenn opnað á Sogni. 7. Stofnun fyrir fjölfatlaða opn- uð á Reykjalundi. 8. Opnuð neyðarmóttaka fyrir Til mótvæffls við aukna greiðsluþátttöku hefur lífeyrisþegum og bama- ölskyldum verið sér- staklega hlíft, segir Sig- hvatur Björgvinsson, og ný úrræði fundin fyr- ir þá sem hafa lægstar tekjur og há útgjöld af heilbrigðisþjónustu. fómarlömb nauðgara. 9. Opnuð upplýsingamiðstöð um eiturefni á Borgarspítalanum. Lækkun útgjalda Frá 1991 hefur tekist að lækka framlög til stofnana og verkefna með því að hagræða í rekstri heil- brigðisstofnana, endurskoða ýmsa þætti í bótakerfi almannatrygginga, Íækka álagningu lyfja og auka kostnaðarþátttöku notenda. Til mót- vægis við aukna greiðsluþátttöku hefur lífeyrisþegum og barnafjöl- skyldum verið sérstaklega hlíft og ný úrræði fundin fyrir þá sem hafa lægstar tekjur og há útgjöld af heil- brigðisþjónustu. Niðurgreiðsla á heilbrigðisþjónustu fyrir heilbrigt fólk hefur minnkað, en sjúklingum verið hlíft, jafnframt því sem þjón- ustan hefur batnað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Vörulistinn verð kr. 200 án bgj. Vönduö þekkt vörumerki Fermingargjafirnar: Stór bakpoki, kr. 3.973, 2ja manna kúlutjald, kr. 4.348. Sjálfvirk myndavél m/tösku, kr. 3.020, kíkir m/tösku, kr. 2.665. Skartgripaskrín, kr. 1.590, ekta silfur/gull hringir, kr. 475-1.113. Fyrir heimiliö: Mublur/garðáhöld/reiðhjól/leikföng/eldhúsáhöld o.fl. B. Magnússon, Hólshrauni 2, Hafnarf., sími 52866 Verslun opin 9-6 mán.-fos. + »: mm _ Afgreiðslufrestur um 2 vikur en lengur á hringum. V erkfall kennara Síðari hluti Kennsluverkfall Þeir sem færra segja en hafa meiri áhyggjur hugsa um námsgengi þeirra nemenda sem stefna á lokapróf á komandi vori. Smám saman mun umræðan í þjóðfélaginu snúást um þá. Það er í þeim andan- um sem hér er svo al- gengur: 'að sjá ekki út- yfír ölduna næstu. í þessu verkfalli eru það þessir nemendur sem virðast verða fyrir áfalli vegna verkfalls kennara. Auðvitað geta fjölmiðlar fundið ýmis önnur dæmi þár sem börn líða ólýsanlega vegna þess að þau hafa aðeins foreldra sína sér til aðstoðar en ekki kennar- ana - sem hinir sömu fjölmiðlar flytja um leið greinar um að séu svo ómerkilegir að allir geti gengið í störf þeirra. En fjölmiðlar verða nú einu sinni að selja sig almannarómn- um á götuhorninu og þurfa því að beita ýmsum ráðum til að gera sig girnilega. Menntunarverkfall Það er hins vegar miklu alvar- legra mál í gangi en útskriftarár- gangsins vorið 1995. Um mörg ár hefur kennsluorkan verið að fölna í kennarastéttinni. Við erum nauð- beygðir til að hafa fleiri járn í eldin- um ef við ekki eigum að sækja fram- færslu okkar á félagsmálastofnun- ina. Við höfum ekki lengur efni á að makinn stundi einnig kennslu. Við gerum okkur grein fyrir að þetta starf er að verða rústirnar einar. Þess vegna hlæjum við ekki lengur þegar þeir sem allt þylq'ast geta skrifa í blöðin um getu sína til kennslu. Menntunin verður bráðum komin niður á það stig að það skipt- ir litlu hver er heyrari. Þeir sem ráðast að menntafólki meta ekki menntun til margra físka. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að það voru hvorki Islendingasög- urnar né þjóðsögurnar sem komu okkur úr moldarkofum fyrri alda eða bjuggu fískiskip okkar nútíma tækjum og tækni. Vindur í eyrum Við erum víst orðnir ærið margir kennaramir sem látum okkur álit almennings sem vind um eyrun þjóta þegar fjasað er um störf okkar. Við vitum sem er að ijaslið- ið hefur vit á dagvist- inni og má okkar vegna taka hana að sér. Við vitum að sumir þeirra eiga börn og frændfólk á lokaári í vor en okkar barátta er ekki mörkuð við næsta vor. Ef tilver- an ylti á næsta vori hefðum við sleppt þessu. Ekkert af þessu liði hugsar í raun um menntun þjóðarinnar og möguleika hennar til að vinna sig út úr þeim skuldahala sem okkar kynslóð hefur bundið henni um langa framtíð. Hvað merkir verkfall? Flestar stéttir vita hvað það merkir þegar þær fara í verkfall. Ríkinu væri nær, segir Gísli Ólafur Péturs- son, að ráða dagvistar- fólk til starfa með börn- unum á starfsdögum kennara í grunnskólum. Dagsbrúnarmenn loka höfnum og samgöngum og tekjur hætta að streyma til atvinnulífs og í ríkis- kassa. Að lokum tekst samkomulag til að hringekja peninganna geti farið aftur af stað. Hjá kennurum er þessu annan veg farið. Nemendur frá frí. Ríkis- valdið sparar kennslulaun og marg- ir fá staðfestingu á þeim grun sínum að kennara hafi aldrei verið þörf. Þess vegna stendur kennaraverkfall aldrei í skamman tíma. Kennaraverkfall sem stendur að- eins svo lengi að stjómmálamenn- irnir leysa það til að losa þjóðina út úr dagvistarvandanum færir kennurum engar kjarabætur og hef- ur aðeins neikvæð áhrif á menntun- arvandann. Verkfall sem stendur lengur og er leyst til að forða útskriftarár- ganginum frá áföllum það vorið færir kennurum lítið skárri kjör og gulltryggir raunar að stjórnmála- mennirnir taka allt saman aftur við fyrsta tækifæri. Þeir veifa þá þeirri Gísli Ólafur Pétursson 3Hbt0tniirIiibU> 0 N (0 0. CE < > < h X LU h Saltkjöt og baunir með grænmeti. Handa fjórum til sex 1 kg saltkjöt, ekki allt of magurt 500 g gular baunir 1 iárviðarlauf 1 lítill laukur, saxaður 2 gulrætur, skornar í sneiðar má sleppa 1 rófa, skorin í bita 5 kartöflur, skornar í bita 1 tsk þurrkuð steinselja 1/2 tsk þurrkað timjan 1/2 tsk þurrkuð kryddmæra (meiran) Baunirnar eru látnar liggja í bleyti í nægu köldu vatni í 8-12 klst. Kjötið er soðið í vatni svo að fljóti yfir. Fitan á kjötinu er ekki skorin burt fyrr en síðast. Froðan veidd vandlega ofan af þegar sýður. Kjötið er soðið í 30-45 mínútur eða þar til það er meyrt og losnar rétt aðeins frá beinunum. Vatninu er hellt af baununum. Þær eru settar í stóran pott og hellt á þær 1-1 1/2 I af vökva; soði af kjötinu blönduðu með vatni eða grænmetissoöi. Fleytið vel ofan af. Laukur og lárviðarlauf er sett út í og látið sjóða viö vægan hita í um 30-40 mínútur eða þar til baunirnar verða að mauki. Fylgjast þarf með baununum svo að þær brenni ekki við, en best er samt að hræra ekki of mikið í þeim. Undir lokin er bætt við kryddjurtum. Grænmetið er annaðhvorl soðið hæfilega lengi með baununum eða sér í potti, en soðiö er þá notað i súpuna. Grænmetið má ekki verða mauksoðið. Kjötið er skorið frá beinunum, snyrt og skoriö í litla bita og sett út í baunirnar og grænmetinu bætt við ef það er soöiö sér. Bætt er við meira soöi eða vatni þar til baunirnar þykja hæfilega þykkar og hæfilega saltar. Borið fram rjúkandi heitt, öll máltíöin í einum potti. -rr j v a o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.