Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR RAFSOL SKIPHOLT 33 • 105 REYKJAVÍK Tilboð! Öll tæki í baðherbergið Aðeins kr. 26.975 stgr. Innifalið í tilboði 1. Baðkar 170x70 cm 2. Blöndunartæki fyrir bað með sturtubúnaði 3. Handlaug 4. Blöndunartæki með lyfti- tappa og botnventli fyrir handlaug 5. WC með harðri WC-setu Vönduð vara Baðkar, handlaug og WC frá sama framleiðanda sem tryggir sama lit á öilu. (E) M raðgreiðslur Faxafeni 9, s. 588-7332. Opið: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14. Um kröfur kennara NÚ ÞEGAR kennarar hafa haldið mér og öðrum nemendum í gíslingu í u.þ.b. 4 vikur get ég ekki lengur orða bundist og ætla því að kvarta og kveina eins og heilt kvenfélag úr vesturbænum. Ein af ástæðum þess er sú að ekkert hefur heyrst í sérskólanemum eins og mér sem eru á námslánum og í mikilli óvissu um hvernig við eigum að geta fram- fleytt fjölskyldum okkar ef svo fer fram sem horfir. Eftir allan þennan tíma get ég ekki séð að neitt sáttahljóð sé komið í kennarana og þeir séu tilbúnir að slá eitthvað af sínum geigvænlegu kröfum. Hefur fólk eitthvað spáð í hvetjar kröfur kennara í raun og veru eru? Hér á eftir kemur einfaldur útreikningur á þeim. Það skal tekið fram að þetta, eins og annað í þess- ari grein, er miðað við grunnskóla- kennara en ekki þá kennara sem að mér snúa, og er ástæðan fyrir því sú, að það eina sem þetta verkfall hefur gengið út á og rætt hefur verið um eru kjör grunnskólakennara. 75% launahækkun í viðtali í DV síðastliðinn laugar- dag lýsti formaður KÍ kröfum kenn- ara. Þar kom fram að kröfurnar væru 20-25% launahækkun auk þess sem vinnuskylda væri stytt úr svolitla mýkt í matargeröina AKRA FLJÓTANDI laTiiéiriiiMilg Nýr og spennandi möguleiki í alla matargerð • Inniheldur hollustuolíuna, rahsolíu Þairilept beint úr œgilegt b kœliskát 'liskápnum SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI Þorsteinn Örn Andrésson r i r l i s t i n a a ð m a t b ú a 28 kennslustundum í 20 á viku. En hvað þýða þessar kröfur í raun og veru? Til þess að svara því er hér lítið dæmi þar sem notuð er þægileg tala og gengið út frá því að laun kennara á kennslustund séu 100 kr. (kennd stund + und- irbúningur). Miðað við kennsluskyldu upp á 28 stundir á viku væru vikulaunin 2.800 kr. Ef hækkun upp á 25% næði fram að ganga yrðu laun kennara því krónur 3.500 á viku. Ef síðan kennsluskylda yrði lækkuð úr 28 í 20 stundir fæst út tímakaup á kennslustund (með því að deila 20 í 3.500) sem yrði 175 krónur á stund. Mér reiknast Ég skora á kennara að hætta þessum skrípa- leik, segir Þorsteinn •• Orn Antonsson, og setja fram sann- gjarnar kröfur. svo til að það sé heildarhækkun á hveija kennda stund upp á 75%. Sanngjarnar kröfur, ekki satt? Enda er alveg óskiljanlegt að ríkisvaldið gangi ekki þegjandi og hljóðalaust að þessum kröfum eða að almenn- ingur styðji ekki kennara í þessari baráttu. Er fjármunum best varið í launahækkanir? Eitt af því sem kennarar hafa marglýst yfir að réttlæti þessa hækkun er það að við þessar kjara- bætur verði kennslan betri, náms- árangur stórbatni og skólarnir verði á allan hátt mun betri. Hvað segir þetta okkur? Þetta segir okkur ein- faldlega að kennarar hljóti að vinna á hálfum afköstum. Nú vilja kenn- arar bera sig saman við einkageir- ann og hljóta laun í samræmi við það, en hvar í einkageiranum þekk- ist það að mönnum sem vinna á hálfum afköstum sé verðlaunað með launahækkunum? Hvergi. Þeim væri einfaldlega réttur pokinn sinn. Ann- ars verð ég að segja að í mínum skóla er það ekki kennslan sem ér vandamálið. Upp til hópa er kennsl- an mjög góð og þær brotalamir sem þar eru verða ekki leystar með launahækkunum. Þar er vandamálið tækjaskortur og annað í þeim dúr. Er ég sannfærður um að ef veita ætti 100 milljónum til skólans myndi þeim peningum betur varið til tækja- kaupa og verklegrar vinnu en til að hækka laun kennara sem því nem- ur. Það kæmi nemendum og kennur- um meira til góða þar sem öll vinnu- aðstaða myndi skána til muna. Hve langan tíma þarf til að undirbúa hverja kennslustund? Eitt er það sem ég ekki skil en vildi gjarna að væri skýrt út fyrir mér. Hversu mikinn tíma telja kenn- arar að þeir þurfi til undirbúnings og samráðs á móti hverri kennslu- stund? Þeir vilja meina að þeir skili sama vinnustundafjölda og aðrir á ári og samkvæmt því ætti vinnu- stundafjöldi að vera eitthvað í kring- um 1.800 stundir, fyrir utan matar- og kaffihlé. Af þeim tímaíjölda reiknast mér til að kennsla taki um 800 klst. (28 kennslustundir á viku). Það þýðir að um 44% af vinnufram- lagi kennara er við kennslu sem aftur þýðir að fyrir hveija klst. við kennslu eru u.þ.b. 1 klst og 15 mín til undir- búnings og annað. Vil ég taka fram að við þessa útreikninga miða ég skólaárið við 1. sept til 31. maí og heldur styttri páska- og jólafrí en raunin er. Það þýðir að undirbúningstími er heldur meiri ef eitthvað er. Samt halda kennar- ar því fram að þeir þurfi að eyða kvöldunum og nóttunum í undirbún- ing auk þess sem yfir- vinna er ómæld. Þætti mér vænt um að fá svar við þessari spurningu. Telst lækkun kennsluskyldu til tekna? Heyrst hefur að kennarar telji lækkun kennsluskyldu ekki til tekna og vilja meina að það hafi einungis í för með sér lengri tíma til undirbún- ings. í framhaldi af ofanskráðu má benda á að við lækkun kennslu- skyldu um 8 stundir á viku væri tími til undirbúnings 1 klst. og 40 mín. á móti hverri klst. í kennslu. Þarf svona mikinn undirbúning? Eru laun hjúkrunarfræðinga sambærileg? Annað sem kennarar hafa bent á til að styðja sitt mál er að þeirra heildarlaun séu svo og svo lægri en heildarlaun hjúkrunarfræðinga. Finnst þeim að þeir eigi að fá inn vaktaálag og annað sem fylgir störf- um og óreglulegum vinnutíma hjúkr- unarfræðinga? Er næsta skref kenn- ara kannski að heimta sjómannaaf- slátt þar sem ekki getur viðgengist að einhveijir í þjóðfélaginu hafi eitt- hvað sem þeir hafa ekki? í lokin vil ég svo koma með áskorun til beggja deiluaðila Ég skora á samninganefndina að bjóða kennurum að hækka grunn- kaup upp í 100 þús. kr. á mánuði gegn því að komið verði upp stimpil- klukkum í skólum landsins. Yrðu kennarar þá að vinna frá 8-4 alla daga ársins (utan lögboðin frí) hvort sem skóli er einsetinn eður ei. Fá þá kennarar greitt fyrir viðveru en ekki kennslustundafjölda. Er þá hægt að miða við 5 klst. á dag í kennslu og rest í undirbúning auk þess sem u.þ.b. 400 klst. gæfust á ári þegar nemendur eiga frí. Er þá hægt að spara yfirvinnu auk þess sem ýmis annar sparnaður í þjóðfé- laginu sem þessu fylgir réttlætir þessa grunnkaupshækkun. Vilja nú sumir meina að ekki sé hægt að vinna alla vinnuna í skólanum sökum að- stöðuleysis en ég tel að fjármagni sé betur veitt til að bæta aðstöðu og tæki en að hækka laun fyrir „heimavinnu" sem ég tel vafasaman vinnutíma. Á kennara skora ég að hætta þess- um skrípaleik og koma með sann- gjarnar kröfur. Einnig ætti HÍK al- varlega að íhuga hvort þetta verk- fall komi þeim eitthvað við því ekki er að sjá að neitt hafi verið rætt um þeirra mál. Allavega finnst mér blóð- ugt að þurfa að sitja heima og verða fyrir ómældu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls sem fyrst og fremst snýst um grunnskólana. Höfundur er nemandi við Stýrimannaskólann í Reykjiivík. Til fermingctrgjctfa; Ný lína á handsmíðuöum silfur- og gull- skartgripum Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.