Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 47 kartöflur og það má með sanni segja að það eru bestu rófur sem við höfum bragðað. Hann afí var einstakur maður og það mun enginn koma í hans stað. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum afa og elsku afi: takk fyrir allt sem þú kenndir okkur. Við biðjum góðan guð að blessa afa okkar og varð- veita hann. Karlotta og Linda. Kynni mín af Halli voru einkum á yngri árum. Margar skemmtileg- ar minningar á ég frá heimili þeirra hjóna, Háholti 11 Keflavík, en yngsti sonur þeirra, Ragnar Krist- björn, er æskuvinur minn. Öðru fremur kann ég Halli mín- ar bestu þakkir fyrir ógleymanleg- ar stundir í Smiðshúsum, á Staf- nesi. Þar á fjölskyldan fallega jörð við sjóinn, ásamt sumarhúsi. Hallur kom mér fyrir sjónir sém mjög dagfarsprúður maður. Hann gaf sér ávallt tíma til þess að spjalla við okkur unga drengina um lífið og tilveruna. Oft kom hann okkur til að hlæja með sínum skemmtilegu frásögum. Þegar ég lít til baka eru stundimar sem við félagamir áttum í Smiðshúsum þær eftirminnilegustu frá æskuár- unum. Þeirra stunda hefði ekki notið við nema til hefði komið vel- vild Halls í okkar garð. Það sem mér þótti mest heill- andi við Hall var elska hans á land- inu. „Landið sem Guð gaf okkur,“ sagði hann eitt sinn við mig suður á Stafnesi, á mínum yngri árum. Það var á þeim árum þegar mér farinst Guð bara vera til í „Faðir- vorinu“ heima á kvöldin fyrir svefninn! Ég hugsaði lengi um það hvemig Guð gæti gefið manni land. Það er skrítið hvernig ein setning, eitt augnablik, úr bamæsku getur setið svona í manni og öðlast svo nýja, dýpri og fullkomnari merk- ingu, tæpum 20 ámm síðar í guð- fræðinámi. Á síðasta ári fékk ég fyrir tilviij- un tækifæri til þess að ræða við Hall um trúna á Guð. Þar fékk ég staðfestingu á því sem ég vissi, frá því að Hallur ræddi við mig um „Guðsgjöfma" út á Stafnesi, að þar fór trúaður maður. Maður sem setti traust sitt á Guð og óttaðist eigi þó að heilsunni hafi tekið að hraka. Það skiptir máli hver afstaða okkar er til Guðs þegar við yfirgef- um okkar jarðneska líf. Páll postu- li segir okkur að ef við deyjum í trú á Jesú Krist yfirgefum við okk- ar jarðneska líkama, stígum upp til Guðs og fáum þar nýjan líkama og hefjum nýtt eilíft líf í nýju ríki, ríki Guðs, líf sem aldrei tekur enda. Enginn þarf því að óttast dauðann, sé hann lifandi trúar á Guð. Jesús sagði: „Sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.“ Með þessi fyrirheit í farteskinu gekk Hallur á fund Guðs síns, þessa undursamlega Guðs, „sem gaf okk- ur landið“, þar fær hann nú að njóta meiri gæða en hugur okkar girnist. Eiginkonu Halls, Karlottu Sigurbjömsdóttur, uppkomnum börnum þeirra hjóna og aðstand- endum öllum, votta ég mína dýpstu samúð. Drottinn blessi minningu Halls Guðmundssonar. Birgir Þórarinsson. Hann smá þynnist, vinahópur- inn. Það var okkur nokkurt áfall, er okkur var tilkynnt, að vinur okkar og nágranni, Hallur Guð- mundsson, hefði verið fluttur fár- sjúkur á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann lézt svo sama kvöldið. Hann, sem bjartsýnin var að byrja að ná tökum á, eftir fremur erfíðan vetur. Hann var einmitt farinn að hlakka til að komast á æskuslóðir í Berufírði, þar sem hann var búinn að koma sér upp sumarbústað upp á Fossárdal, í samvinnu við Her- mann, bróður sinn. Þar var hann einnig búinn að koma sér upp vísi að fögrum skógarreitum og hugði á frekari framkvæmdir, bæði við byggingar og gróðursetningu. Okkur finnst eftirfarandi vísa eftir Aðalstein Halldórsson, sem einmitt er skráð við afmælisdag Halls í gamalli afmælisdagabók, lýsa honum og áhugamálum hans einkar vel: Hlúðu að stráura, hlúðu að rós, hlúðu að kærleiks eldi. Þí eipastu vini og lýsandi ljós lífsins á síðsta kveldi. Hallur fæddist og ólst upp í Berufirði og þar lágu rætur hans ætíð djúpt í jörðu, þótt forlögin MINIMINGAR ætluðu honum búsetu á öðru lands- horni. Hann var ekki í rónni, nema hann gæti skroppið nokkrum sinn- um á ári á æskuslóðir sínar, og alltaf var hann reiðubúinn að að- stoða frændur og vini austanlands á allan hátt og taldi ekki eftir sér fyrirhöfnina. Hallur fluttist ungur til Suður- nesja og festi þar ráð -sitt. Hann lærði fljótlega á bíl, fékk sér vöru- bíl og stundaði vörubílaakstur um árabil og síðan leigubílaakstur. Síð- ustu árin annaðist hann akstur þorskaheftra barna og unglinga af Suðurnesjum til náms í Reykjavík. Jafnframt akstrinum ræktaði Hallur garðávexti, sem hann Seldi bæði í verslanir og heimahús. Hann hafði sérlega gott lag á börnum og unglingum, sem löðuðust ósjálf- rátt að honum. Þessir ungu vinir hans voru áijáðir í að fá að taka þátt í söluferðum með honum og eiga margar og dýrmætar minning- ar úr þeim ferðum. Við hjónin höfum verið nágrann- ar Halls og fjölskyldu hans í Kefla- vík nánast allan okkar búskap, fyrst á Vallargötunni og síðan við Háholt, þar sem við reistum okkur báðir hús,. og góð vinátta hefur einnig verið milli barna okkar. Betri ferðafélagi en Hallur er vandfund- inn. Það var nánast sama, hvar og hvert ferðast var, alls staðar gat hann frætt ferðafélagana um ör- nefni og sagt þeim áhugaverðar sögur. Sögurnar kryddaði hann oft smellnum stökum, sem hann kunni ógrynni af, enda margir góðir hag- yrðingar og kvæðamenn í ættinni. Við vottum eiginkonu Halls og fjölskyldu innilega samúð okkar. Missir þeirra er mikill, en það er einnig mikils virði að eiga dýrmæt- ar minningar um góðan dreng. Helga og Björn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. TÓMAS SIGURPÁLL JÓNSSON + Tómas Sigurpáll Jónsson fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1933. Hann lést 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurpálsson, kaupmaður, f. á Flatey á Skjálfanda, og Guðrún Tómas- dóttir frá Barka- stöðum í Fljótshlíð. Tómas var fædd- ur og uppalinn í Reykjavík og ól all- an sinn aldur þar. Árið 1956 kvæntist hann Sjöfn Guðmundsdóttur og eignuðust þau saman tvö börn, Guðmund Jóhannes, f. 25.8. 1954, og Guð- rúnu, f. 21,2. 1960. Tómas og Sjöfn slitu samvistir eftir 10 ára sambúð. Barnabörnin eru orðin 6. Tómas starfaði við húsasmíð- ar í nokkur ár og einnig sem lögreglumaður í Reykjavík. Eft- ir það helgaði hann starfskrafta sína sjómennsku og störfum sem að henni laut, við höfnina þar til heilsan bilaði og hann varð að fá sér léttari störf. Þá fór hann að starfa sem vakt- maður við Borgarspítalann. En síðustu árin var heilsu hans þann veg farið, að hann varð að leggja niður öll störf og var það honum mjög þungbært. Útför hans fór fram frá Foss- vogskapellu hinn 13. mars 1995. Líf mitt bátur gisinn af sól og löngu sumri. Og hafið bíður. Án þess að eiga annars kost sigli ég yfir hafið í þínu nafni (Matth. Joh.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi og vinur, þó vitum við að hvfldin var þér kærkomin. Okkur mun alltaf hlýna um hjartarætur þegar við minnumst bíltúranna með þér um höfnina í Reykjavík, þar sem þú sýndir okkur skipin, bátana og hafíð, sem þér þótti svo vænt um. Við munum minnast þess með gleði, þegar þú komst í heimsókn og sagðir okkur sögur fullar af fjöri og hlýju sem aldr- ei var langt undan. Við minnumst þess með þakklæti þegar þú komst og dyttaðir að ýmsu sem þurfti við- halds við á heimili okk- ar. Við munum sakna þess að hafa þig ekki með okkur á 13. degi jóla, við horfðum sam- an á sjónvarpið og röb- buðum um lífið og til- veruna sem oft var svo erfítt að ráða við og lék þig svo grátt, elsku afí og vinur. Síðan skaust þú upp rakettum og við horfðum á þær springa út í himnin- um, þar sem við trúum að þú dvelj- ir nú og horfir yfír hafíð með Guði. Sumarið legpr sólhvíta hönd á hrúðraða steina, þang, sefgular eyjar lyfta sér úr gömlu hrukkóttu hafi, gjálp siglir sumarhljótt að sorfnum steini, sofnar við sker og þang. Þei, þei, sumar um sjó og jörð - gömul sker sem yddi á þegar sjórinn lagðist til hvílu — ósvaraður leyndardómur í spumaraugum forvitinna drengja, rök efsta dags - lyfta sér, teygja þangloðna kolla kvíðalaus úr lognhvítri hraunfjöru með sól í augum sumar undir vanga... þei, þei, þannig koma skerin úr hafi tímans fjöruþögn milli þanga. (Matthías Johannessen) Eftirlifandi börnum hans og systrum vottum við innilegustu samúð. Vega Rós Guðmundsdóttir, Sandra Guðrún Guðmunds- dóttir, Andreas Guðmunds- son, Guðjörg Hugrún Björnsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir. merki nýrra tíma! Yfir 5000 hluthafar aföllum sviöum þjóölífsins skapa þann styrk sem eini hlutafélagsbanki landsins byggir á. Sameiginlegt afl þessa fjölda og samkeppni viö ríkisrekstur leiöa til framfara í efnahagslífi þjóöarinnar. YDDA F26.232/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.