Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 55 BRÉF TIL BLAÐSINS Börnin í Laugarneskirkj u í tilefni aftur- köllunar undanþága í verkfalli kennara Frá Sr. Ólafi Jóhannssyni: FIMMTUDAGINN 23. mars birt- ist í Morgunblaðinu grein Unnar J. Bjarklind. Þar er m.a. fjallað mjög skáldlega um starfið í Laug- arneskirkju og kem ég eftirfarandi athugasemdum á framfæri í þeirri trú að blað allra landsmanna vilji hafa það sem sannara reynist. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú nýbreytni að hafa barna- starf kirkjunnar á sama tíma og almennar guðsþjónustur safnaðar- ins. Markmiðið er að allir aldurs- hópar eigi samfélag í kirkjunni en fái einnig fræðslu sem tekur mið að þroska og þörfum mismúnandi aldurshópa. Þetta fyrirkomulag komst fyrst á í Hallgrímskirkju en er nú viðhaft í a.m.k. sex öðrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Með því er komið til móts við þá foreldra sem vilja koma með börn- um sínum til kirkju og almenn kirkjusókn, einkum yngra fólks, hefur stóraukist í kjölfarið. Helstu leiðréttingar við lýsingu Unnar á framkvæmdinni eru þess- ar: 1. Börnin í Laugarneskirkju hlusta á orgelleik og kórsöng af því að þau eru í kirkjunni þegar messan hefst. 2. Þau taka fullan þátt í mess- unni framundir prédikun en eru ekki send út úr kirkjunni áður en messan hefst eins og Unnur segir. 3. Barnastarfið fer ekki fram í kjallarageymslu eins og Unnur segir, heldur í safnaðarsal sem þykir nógu fínn til þess að þar fari fram erfidrykkjur og brúð- kaupsveislur, svo eitthvað sé nefnt. 4. Auðvitað er það matsatriði hvort fólk á fertugsaldri er unglið- ar og ungt fólk, eins og Unnur nefnir það. En umsjónarmaður barnastarfs Laugarneskirkju er 33 ára og sjálfboðaliðarnir sem að- stoða flestir á aldrinum 35-45 ára. 5. í Laugarneskirkju eru aldrei sungnir kjánalegir söngvar um Jesú með tilheyrandi stappi og klappi, eins og Unnur heldur fram. Vissulega eru sumir söngvanna hreyfisöngvar. Þegar sungið er t.d. Jesús er besti vinur barnanna er það í anda orða Jesú þegar hann tók við börnunum (Mark. 10: 14). 6. Bömin í Laugarneskirkju eru ekki lokuð niðri í kjallara eins og Unnur kemst að orði. Þau þurfa ekki einu sinni að fara í safnaðar- heimilið því vissulega er foreldrum fijálst að hafa börn sín hjá sér út messuna ef þeim finnst það æskilegra en að láta þau taka þátt í barnastarfínu. Of langt mál yrði að telja upp annað starf kirkjunnar með börn- um en nefna má, að börn og ungl- ingar af leikskólum og grunnskól- um í hverfinu koma í Laugarnes- kirkju á aðventunni. Þær ánægju- legu guðsþjónustur staðfesta að börn og unglingar kunna mannas- iði og bera virðingu fyrir helgidóm- inum, ekki síst þau sem eru eða hafa verið þátttakendur í títt- nefndu bamastarfi. Enginn gerir svo öllum líki. Þess vegna er gott að viss fjöl- breytni ríki í kirkjustarfi. í sóknar- kirkju Unnar, Askirkju, eru t.d. barnaguðsþjónustur kl. 11 á sunnudögum og almennar guðs- þjónustur kl. 14. Það fyrirkomulag hentar sumum betur og auðvitað er sjálfsagt að ekki séu allir steypt- ir í sama mót. En umræða verður ekki mál- efnaleg og gagnleg nema stuðst sé við staðreyndir. Fann ég þá ekkert sannleik- skorn í umfjöllun Unnar? Jú - einu er ég a.m.k. sam- mála. Laugarneskirkja er falleg og virðuleg kirkja. Þess vegna líð- ur flestum vel sem þangað leita til að eiga samfélag við Guð og menn. Frá Kolbeini Frey Kolbeinssyni: MÉR er næst að halda að enginn stjórnmálaleiðtogi, jafnvel ekki Jón Baldvin, standi Olafi Ragnari jafnfætis í blekkingum. Nú virðist honum vera að takast að láta líta svo út sem það hafi orðið meiri- háttar breyting hjá Alþýðubanda- laginu, það hafi víkkað sig svo mikið út, með því að „óháðir“ komu til sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að Alþýðubanda- lagið var einvörðungu að bregðast við hinni nýju hreyfingu Þjóð- vaka, sem spannar allt vinstrið, með því að fá „óháða“ til liðs við Frá Ástrós Sverrisdóttur: ÉG SEM foreldri einhvers barns tel mig knúna til að koma eftirfarandi á framfæri. Með fullum skilningi fyrir vandamálum ófatlaðra barna og unglinga, eru þau vandamál sem upp koma varðandi að stöðva menntun einhverfra alls ekki sam- bærileg. Einhverf börn fengu und- anþágur á þeim forsendum að þau þyrftu skipulag, þau þola illa breyt- ingar, þetta hefur ekki breyst. Ein- hverf böm þurfa gríðarlegt aðhald og skipulag í námi og eru mjög sig. Það sýnir líka hver alvaran er á bak við opnunina, að í efstu sætum framboðslista Alþýðu- bandalagsins í öllum kjördæmum landsins eru gamlir jálkar. Það hefur engin breyting orðið í efstu sætum. Ekki ein einasta! Nú lang- ar mig til að spyrja, hefur það nokkru sinni áður gerst í stórn- málasögu lýðveldisins, að kjós- endum hafi verið boðið upp á það að sömu menn leiði lista í öllum kjördæmum landsins í kosningum eftir heilt kjörtímabil? KOLBEINN FREYR KOLBEINSSON, Aragerði 10, Vogum. viðkvæm fyrir því ef kennsla fellur niður. Svo viðkvæm að kennara- verkfall eins og það sem nú stendur yfír getur haft viðvarandi áhrif á framtíð barnanna. Ljóst er að yfir- lýsingar forystumanna kennara varðandi afnám undanþága lýsa ótrúlegu þekkingarleysi á málefn- um fatlaðra og krefjumst við þess að kennarar hætti þessari stífni gagnvart fötluðum börnum. Spyija má hvort ástæðan fýrir því að undanþágurnar séu afnumd- ar séu þær að ekki gilda nákvæmar reglur um greiðslu til kennara í verkfallinu og kennarar telja sig hlunnfarna. Ef svo er verða samn- ingsaðilar að komast að samkomu- lagi um greiðslur til þeirra kennara sem stunda sína vinnu í verkfallinu. Að lokum Það þarf að liggja fyrir neyðar- listi þar sem ljóst er frá byijun verkfalls hveijir fá undanþágu, sbr. þegar sjúkraliðar fóru í verkfall. En þá var ljóst frá byijun hvaða deildir væru á undanþágu. Það tók ' meira en viku að afgreiða undan- þágur til einhverfra í þessu verk- falli og nú eru þær í hita leiksins afnumdar án þess að það komi til með að flýta fyrir lausn deilunnar. Kemur það nokkuð undarlega fyrir sjónir að kennarar kjósa að gera einhverfa einstaklinga sem eru gríðarlega viðkvæmir fyrir öllum breytingum og óstöðugleika. Þessu hefði ég ekki trúað að óreyndu. ÁSTRÓS SVERRISDÓTTIR, Ásvallagötu 79, Reykjavóc. SR. ÓLAFUR JÓHANNSSON, Laugameskirkju. Pótemkinljöld og engar breytingar • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalotto • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó « Síðast var fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu rúmlega milljónir kr. Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér! • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalotto • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó « K A/ Konur. við eigum 1. sœti Siv Friðleifsdóttir Sjúhrafjálfari 3. sœti Drífa Sigfúsdóttir Forscti hœjarstjórnar 4. sæti Unnur Stefánsdóttir Leikskólalcennari sam feið Ó. sœti Sigurbjörg Björgvinsdóttir 7. sæti Jókanna Engilbertsdóttir Forstöáukona Fjármálastjóri ú K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.