Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Meginágreiningurinn varðaði verðmat aðila á Holtagörðum, sem Landsbankinn vildi meta á 1.100 milljónir króna en Sambandið á 1.700 milljónir króna. drögum sem lægju fyrir, auk þess sem þeir fjölluðu um hugsanleg útboð á hlutabréfum í Olíufélaginu. Björgvin Vilmundarson lýsti svörum Landsbankans við fyrir- spurnum erlendra lánardrottna Sambandsins og spurði Sambands- menn hvort þeir hefðu mismunað erlendum bönkum í eigin tilsvörum. Hann lagði áherslu á þá kröfu er- lendra lánardrottna að ekki væri um mismunun við banka að ræða og tilgreindi þar sérstaklega Ham- bros Bank og Scandinavian Bank. Þriðji samningafundurinn Þriðji viðræðufundur samninga- nefnda Landsbankans og Sam- bandsins var svo haldinn viku síð- ar, eða þann 29. október, einnig í Sambandshúsinu við Kirkjusand. Sömu fulltrúar voru mættir og sátu næsta fund á undan. í upphafi fundar var rætt um gengi bréfa Olíuféiagsins. Sigurður Markússon greindi frá því að Olíufé- lagið sjálft vildi kaupa á genginu 5 sem væri 105 milljónum króna hærra verð en gengið 4,5, sem Landsbankinn miðaði við, gæfi Sambandinu í aðra hönd. • SE-banken • Nomura Bank • Q 8 Guðjón B. Ólafsson vildi enn reyna til þrautar að selja erlendum aðilum og ná þannig fram hærra verði. Reifaði hann hugmyndir No- mura og SE-banken í þá veru að Sambandið eignaðist hlut ESSO í sjávarútvegsfyrirtækjunum og þannig opnaðist leið fyrir erlenda eignaraðild að ESSO. Sigurður Markússon svaraði á þann veg að menn yrðu að halda sig við raunveruleikann. Hann fengi ekki séð að stjóm Olíufélagsins myndi samþykkja slíka ráðstöfun. Sverrir Hermannsson sagði enga leið færa, aðra en bjóða bréfin í ESSO út á markaði innanlands og taldi reyndar alveg út í hött að Sambandið reyndi að fara út í for- færingar sem þær að taka hlut ESSO í sjávarútvegsfyrirtækjum, beinlínis til þess að skjóta sér fram- hjá lögum. Landsbankinn gæti ekki komið nálægt slíkum aðgerðum. í þeim orðahnippingum sem fram fóru á fundinum varð enn ljóst að meiri samhljómur var milli mál- flutnings Sigurðar Markússonar, fyrir hönd Sambandsins, og tals- manna Landsbankans, en á milli þeirra Sigurðar og Guðjóns B. Ól- afssonar. Gerðu menn stutt fund- arhlé til þess að ráða ráðum sínum, hvorir í sinn hóp. Að því loknu greindi Sigurður Markússon frá þeirri afstöðu Sam- bandsins að Sambandsmenn féllust á útboð, eins og Landsbankinn hefði lagt til, að því er varðaði hlutabréf Sambandsins í Olíufélaginu. Þeir teldu rétt að miða við gengið 5, með fyrirvara niður í 4,5. Féllst Landsbankinn á þá tilhögun og var lögfræðingum aðila falinn frekari undirbúningur málsins í samvinnu við fulltrúa Landsbréfa. Þegar sátt var komin milli aðila í þessu stærsta máli í samningun- um, fór Jakob Bjarnason yfir stöðu Kaffibrennslu Akureyrar og Sjafn- ar. Lýsti hann þeirri afstöðu Lands- bankans að miða við gengið 2,3, eða 73 milljónir króna fyrir hluta- bréf Sambandsins í Kaffibrennsl- unni og að Hömlur byðu Samband- inu að taka hlut þess í Sjöfn á 150 milljónir króna. Greindi hann jafn- framt frá því að Landsbankinn vildi gefa Sambandinu tækifæri tit þess að reyna að fá hærra verð fyrir bréfin, í ljósi þess að KEA hafði lýst áhuga á kaupum á hlut Sam- bandsins í ofangreindum fyrirtækj- um. Árni Tómasson, löggiltur endur- skoðandi Landsbankans, og Geir Geirsson, löggiltur endurskoðandi Sambandsins, lýstu í helstu atriðum hver ágreiningur aðila væri um mat á bréfum Sambandsins í Regin hf. Málið var rætt í nokkurn þaula, án þess að niðurstaða fengist, en meginágreiningurinn var fólginn í mismunandi verðmati aðila á Holta- görðum, sem Landsbankinn vildi meta á 1.100 milljónir króna en Sambandið á 1.700 milljónir króna. Málið varð ekki útkljáð og var því frestað til fjórða og síðasta fundar aðila. Smámál, eins og Kirkjusandur hf., Samvinnuferðir - Landsýn hf. og Samvinnusjóður Islands voru afgreidd í örfáum setningum og átakalaust á þessum fundi. Jötunn stórmál Næsta stórmál á dagskrá fundar- ins var um Jötunn hf. Jakob Bjarna- son lýsti vanda fyrirtækisins með þeim orðum, að það skuldaði í heild 640 milljónir króna; þar af skuldaði það Landsbankanum 350 milljónir króna og Sambandinu 250 milljón- ir. Fram hefði komið, hjá hugsan- legum kaupendum, að þeir væru ekki reiðubúnir að kaupa fyrirtækið í heild, heldur einstakar rekstrar- einingar úr því. Þegar þyrfti að draga úr mannahaldi og röngum innkaupum hjá fyrirtækinu. Lagði hann til að öllu starfsfólki yrði sagt upp, þegar um mánaðamótin eftir fundinn, sem voru tveimur dögum síðar. Jakob kvað Landsbankann telja að ákveðin sóun ætti sér stað innan fyrirtækisins og með óbreyttum rekstri stefndi í gjaldþrot. Sambandsmenn tóku lítt undir þær róttæku hugmyndir sem Jakob Bjarnason reifaði. Sverrir Her- mannsson studdi Jakob í sínum málflutningi. Eftir það var gert stutt fundarhlé að ósk Sverris, sem ítrekaði áhyggjur Landsbankans vegna Jötuns þegar fundinum var framhaldið. „Við heyrum og skiljum það sem þið segið,“ svaraði Guðjón B. Olafs- son, en bætti því við að Sambandið væri ekki reiðubúið á þeim tveimur dögum, sem eftir væru af mánuðin- um, að segja öllu starfsfólki hjá Jötni upp. Sverrir spurði þá hvort Lands- bankinn gæti sett mann inn í fyrir- tækið og fékk þau svör að slíkt væri samþykkt, ef það færi ekki hátt. Samningalipurð beggja Segja má að samningalipurð og tækni þeirra Landsbankamanna hafi komið mjög glöggt fram í síð- asta stórmálinu sem aðilar náðu samkomulagi um, áður en þessum þriðja og næstsíðasta fundi var slit- ið, en það var varðandi verðmat á Samskipum og þar skipti ekki minnstu máli sá hæfileiki Sverris Hermannssonar að höggva á hnúta, þegar í óefni virtist komið. Sömu sögu má reyndar segja um Sigurð Markússon, því honum tókst með mikilli lagni, á einkar faglegan hátt að ná fram betra verði en Sambandið hefði á þessu stigi átt að geta gert sér nokkrar vonir um. Sverrir hóf leikinn fyrir hönd Landsbankamanna og fyrsta útspil hans var nokkuð hörð atlaga að Guðjóni B. Ólafssyni, fyrir að hafa, á fyrsta fundi í Selvík skotið ræki- lega yfir markið í verðmati á hluta- bréfum í Samskipum, þar sem Guð- jón hafði gefið til kynna að gang- verð bréfanna gæti verið um 1,12. Á fyrsta fundinum var það mat Landsbankamanna að hámarks- gengi á hlutabréfum í Samskipum væri 0,83, en Sverrir greindi frá því að þegar þarna var komið sögu væri það mat Landsbréfa að gengi bréfanna væri að hámarki 0,7. Raunar munu þremenningarnir hafa hætt að reikna verð Samskipa niður, nokkrum dögum fyrir þennan þriðja fund, þegar þeir voru komnir með markaðsvirði bréfanna niður í 0,65. Guðjón svaraði á þann veg, að hann hefði á fundinum í Selvík ein- ungis vitnað í þær upplýsingar sem hann hafði aflað sér frá forsvars- mönnum Samskipa. Síðar hefði komið á daginn að á þeim upplýs- ingum hefði ekki verið byggjandi. Sverrir greindi frá þeirri afstöðu Landsbankans að sem viðskipta- banki Samskipa hefði hann, eins og stjórnendur fyrirtækisins, kannski átt að gera sér fyrr grein fyrir stöðu félagsins. Honum væri þungt um að hverfa frá fyrra boði upp á 0,83 gengi bréfanna og því myndi Landsbankinn standa við það boð sitt. Guðjón fór fram á að bankinn miðaði við gengið 0,95 en fékk dræmar undirtektir Landsbanka- manna. Sverrir hjó þá á hnútinn, eftir að Sigurður Markússon hafði lagt til að bankinn yfirtæki bréfin á genginu 0,9, eða 759 milljónir króna, og sagði einungis: „Við göngum að þessu.“ Lokafundurinn Ákveðið var að halda lokafund aðila miðvikudaginn á eftir, þann 4. nóvember, þar sem þau verkefni sem enn væru eftir yrðu til lykta leidd. Þau vörðuðu Regin hf., Sjöfn hf., viðskiptarkröfur og eignir sem kæmu til uppfyllingar vegna er- lendu bankanna. Lokafundur samninganefndanna fór svo fram samkvæmt áætlun, í Sambandshúsinu þann 4. nóvember 1992 og sátu fundinn sömu fulltrú- ar og áður. Þegar málefni Regins hf. voru rædd, bauð Sigurður Mark- ússon upp á að Sambandið tæki tilboði Landsbankans, með tvenns konar fyrirvörum: Annar var sá að Landsbankinn endurskoðaði vaxta- reikning á skuldum Sambandsins árið 1992, þannig að miðað yrði við venjulega vexti í stað dráttarvaxta. Vísaði hann í þeim efnum til 70 ára viðskiptasögu Sambandsins og Landsbankans. I öðru lagi kvað hann það vega þungt í hugum Sambandsmanna að uppgjöri við Sambandið yrði að fullu lokið. Sverrir Hermannsson svaraði fyrir hönd Landsbankans og sagði það vera kappsmál beggja aðila að málinu yrði í heild lokið og slíkt skipti einnig miklu máli fyrir ísland og orðspor þess gagn- vart erlendum bönkum. Sverrir tók einnig jákvætt í beiðni Sambands- manna um vaxtareikninginn, með þeim fyrirvara þó að ekki væri um tugi milljóna króna að ræða sem munaði á reikniaðferðum. Þessi svör Landsbankans töldu Sambandsmenn fullnægjandi og kváðust líta svo á að samningar um málefni Regins væru frágengnir. Greindu þeir því næst frá tilboði Olíufélagsins frá deginum á undan í hlut Sambandsins í ESSO, á geng- inu 5 og samþykkti Landsbankinn þau viðskipti. Jakob Bjarnason greindi frá því að samkvæmt uppreikningi er- lendra lána í London, hefðu skuldir Sambandsins þar vaxið um 60 millj- ónir króna. Jafnframt greindi hann frá því að kröfur í Jötun kæmu nú inn í Landsbankann af vaxandi þunga. Niðurstaða bankans væri að kaupa kröfur Sambandsins á hendur Jötni á genginu 0,7. Undirrituðu aðilar, við svo búið, samkomulag til bráðabirgða, þar sem frágengnir samningar skyldu með formlegum hætti undirritaðir í húsakynnum Landsbankans viku síðar, eða þann 11. nóvember, kl. 11.00 í Austurstræti 11. FJORÐA GREIIM í lokagrcin um Sam- bandið og Landsbank- ann verður gerð grein fyrir lokasamningum og því helsta sem á daga Hamla hf. hefur drifið frá undirritun og fram á daginn í dag. Corega töflur hálda gerlum og gervitönnum í skejjv tannsteini á um í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróörarstfa fyrir gerla (bakteríur). Tannsteinn hleöst upp og þegar fram líða stundir myndast andremma. Best er að eyða gerlum (bakteríum) af gervitönnum með Corega freyBitöflu. Um leið losnar þú við óhreinindi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona einfalt er það! Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaöu þær meö Corega tannbursta. Leggðu þær í glas með volgu vatni og einni Corega freyðitöflu. löandi loftbólurnar smjúga alls staöar þar sem burstinn nær ekki til! Á meöan burstar þú góminn með mjúkum tannbursta. Gerðu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir aö gerlar (bakteríur) nái að þrífast og þú losnar við tannsteininn og andardrátturinn verður frísklegur og þægilegur. Corega treyði- iöflur - frísklegur andardrátlur og þú ert áhyggju- laus í návist annarra. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.