Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Karl Steinar Gubnason, forstjórl Trygglngastofnunar, um
_ TOOZ 33 qy- I
GrMuMO -----------J
Það er grátlegt að missa svona sviplega hvern skattsvikarann af öðrum úr familíunni . . .
• •
Oldungadeildir
framhaldsskólanna
Islandstorgið í Barcelona
Islensk hönnun og
spænsk smíði mætast
ÍSLENSK hönnun og spænsk
smíði mætast í nýreistum gos-
brunni á íslandstorginu í Barc-
elona. Kári Pálsson starfsmaður
tæknideildar Héðnissmiðju seg-
ir að gosbrunnurinn í Perlunni
sé fyrirmynd gosbrunnsins á
Spáni. Gosbrunnarnir eru hins
vegar ekki alveg eins og má í
því sambandi nefna að gos-
brunnurinn í Perlunni spýr
vatni í allt að 12 m hæð en eftir-
mynd hans á Spáni spýr vatninu
mun hærra, eða í allt að 25 m
hæð.
Kári þakkar Hólmfríði Matt-
híasdóttur fréttaritara Morgun-
blaðsins fyrir að hafa milli-
göngu með verkið. Ef ekki væri
fyrir Morgunblaðið hefði aldrei
orðið að því að hönnun og
tæknivinna gosbrunnsins hefði
farið fram á íslandi. Mjög hefur
verið vandað til gosbrunninsins
og segir Kári að starfsmenn
Héðins hafi verið í samstarfi við
arkitekta torgsins, Arriola og
Fiol, í um hálft ári. Smíðin væri
hins vegar unnin á Spáni.
Vatni hleypt á í dag
Gosbrunnurinn í Barcelona
hefur verið prófaður og verður
formlega hleypt á hann vatni
af frú Vjgdísi Finnbogadóttur,
forseta íslands, í dag. Eins og
áður segir stendur hann á svo-
kölluðu íslandstorgi og var
homsteinn lagður að torginu í
Morgunblaðið/Sverrir
FYRIRMYND gosbrunnsins
í Barcelona er í Perlunni.
Navas-hverfi í Barcelona á 50
ára afmæli íslenska lýðveldis-
ins, 17. júní í fyrra. Torgið er
aflangt og er gert ráð fyrir
33X15 m tjörn í öðmm endan-
um. í tjöminni em fossar og
áðurnefndur gosbmnnur. A
torginu verða bekkir, trjágróð-
ur og trjágöng.
Fyrstu áætlanir gerðu ráð
fyrir að kostnaður við torgið
fynr utan kostnað við gos-
brunninn yrðu um 100 milljónir
króna. SÍF og Copesco bera
kostnað af fslenska vinnufram-
laginu.
Þokkaleg
mæting
ÞOKKALEG mæting var í öld-
ungadeildum framhaldsskólanna
að loknu sex vikna verkfalli kenn-
ara á fimmtudag. Víða fengust
þau svör að ekki væri hægt að
gefa upplýsingar um endanlegt
brottþvarf frá námi fyrr en í næstu
viku.
í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð hafði mæting verið þokkaleg.
Hins vegar var Sverrir Einarsson
konrektor ekki eins viss um að vel
yrði mætti samkvæmt mánudags-
stundaskrá á föstudagskvöld.
Þrátt fyrir auglýsingar í fjölmiðl-
um væri ekki víst að boðin hefðu
náð til. allra. Hann sagði að nem-
endur skráðu sig ekki sérstaklega
úr áföngum og því væri erfitt að
skera úr um hversu margir hefðu
hætti í einstökum námsskeiðum.
Misvel mætt í
einstökum áföngum
Kristín Arnalds, skólameistari
Fjölbrautaskólans í Breiðholti,
sagði að misvel hefði verið mætt
í einstökum áföngum. Almennt
hefði mætingin hins vegar verið
þokkaleg og álíka og í dagskólan-
um. Ekki sagði Kristín að endan-
lega væri hægt að segja fyrir um
brottfall úr skólanum vegna verk-
fallsins fyrr en lengra væri liðið,
t.d. í næstu viku.
Einar Birgir Steinþórsson, að-
stoðarskólameistari í Flensborg,
sagði að mæting fyrsta skóladag-
inn að loknu verkfalli hefði að jafn-
aði verið um tveir þriðju af nem-
endahópnum og á einstökum tíma-
bilum hefði mætingin varla verið
betri en sem næmi því hlutfalli.
Hann sagði að tveir nemendur
hefðu tilkynnt um að þeir væru
hættir og óvíst væri hvort sú
ákvörðun tengdist verkfallinu eða
ekki því alltaf væru einhver dæmi
um að nemendur hættu á önninni.
Bæklingur um tilvísanakerfi
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og
Tryggingastofnun hafa gefið út upp-
lýsingabækling um {.ilvísanakerfið.
Bæklingurinn heitir „Spumingar og
svör um tilvísanakerfið" og er hægt
að nálgast hann hjá Tryggingastofn-
un og umboðum hennar, á heilsu-
gæslustöðvum, sjúkrahúsum, lækna-
stofum og í lyfjaverslunum.
í frétt frá Tryggingastofnun seg-
ir, að bæklingurinn fjalli um undir-
búning tilvísanakerfisins og ástæð-
umar fyrir því að það hafí verið tek-
ið í notkun. Gefin séu svör við ýmsum
spurningum, sem sjúklingar kunni
að hafa, til dæmis hvað þeir geti
gert sem ekki hafi heimilislækni og
hvert sjúklingar geti leitað, ef allir
sérfræðilæknar segi upp samningi
við Tryggingastofnun. ,
Framhaldsskólaskemmtanir
Aðstaða o g tóniist
verði boðin út
Aðalsteinn Eiríksson
Fyrir skemmstu bárust
fréttir af því að lög-
regla hefði í fjór-
gang verið kölluð á fram-
haldsskólaball í Reykjavík
vegna slagsmála og líkams-
meiðinga. Flytja þurfti
nokkra menn í fanga-
geymslur og einn mann á
slysadeild með sjúkrabíl.
Aðalsteinn Eiríksson,
skólameistari Kvennaskól-
ans í Reykjavík, átti sæti í
starfshópi skólameistara og
menntamálaráðuneytisins,
sem settur var á laggirnar
fyrir um það bil ári til að
kanna fyrirkomulag
skemmtanahaids í fram-
haldsskólum og gera tillög-
ur til úrbóta. Hópurinn skil-
aði tillögum sínum í október
síðastliðnum.
Aðalsteinn segir ofangreinda
lýsingu ekki einsdæmi, sem betur
fer fari meirihluti framhaldsskóla-
skemmtana skikkanlega fram.
Hins vegar stuði núverandi fyrir-
komulag ekki að góðri breytni.
- Hver var aðdragandinn að
stofnun starfshópsins?
„Ég flutti smá tölu á samstarfs-
nefndarfundi framhaldsskóla-
stigsins fyrir ríflega ári og lýsti
áhyggjum mínum og margra ann-
arra yfir ástandi og fyrirkomulagi
dansleikja framhaldsskólanna. í
framhaldi af því var skipaður
starfshópur þriggja skólameistara
og fulltrúa ráðuneytisins um mál-
ið.
Eftir heimsóknir í alla fram-
haldsskóla á Reykjavíkursvæðinu
komumst við að því að menn voru
samdóma um það að þarna væri
meirháttar vandamál á ferðinni
og menn voru þokkalega sammála
um hvað þyrfti að gera.“
- I hverju felast tillögurnar?
„Tillögurnar sem komu út úr
þessu voru að skilgreina í náms-
skrá framhaldsskóla þverfagleg
viðfangsefni þar sem það kæmi í
hlut nánast allra námsgreina og
kennara að vinna með ákveðin
hugtök eins og t.d. samskipti og
áfengis- og vímuefnamál. Það er
unnið að því erlendis að færa
fræðslu í efri aldurshópa skv.
þeirri kenningu að það þurfi heild-
stæða afstöðu alveg frá fyrstu
skólagöngu í leikskóla og upp í
gegnum grunn- og framhalds-
skóla þar sem aldrei verði lát á
þrýstingi, fræðslu og vinnu sem
ræðst að rótum vandans.
Síðan beinist athyglin að ein-
stökum framkvæmdaatriðum í
skemmtanalífi framhaldsskóla-
nema. Framboð á
skemmtunum og tóm-
stundaafþreyingu sem
markvisst er haldið
áfengislausum þyrfti að
stóraukast.
Á hinn bóginn er sér-
staklega verið að horfa á dansleik-
ina sem allir eru haldnir utan skól-
anna og þar eru vandamálin mörg
og margvísleg.
Nemendur eru háðir því að
leigja sér húsnæði úti í bæ vegna
þess að enginn skólanna hefur
aðstöðu til að halda dansleiki inn-
an sinna veggja og þeir þurfa að
kaupa hljómsveitir. Þetta hvort-
tveggja er gríðarlega dýrt og
skapar mikinn þrýsting á nem-
endafélög að selja sem flesta miða.
Yfirgnæfandi fjölda tilfella þar
sem vandræði hljótast af má rekja
til utanaðkomandi krakka, sem
annaðhvort eru ekki í skólum eða
í öðrum skólum en þeim sem held-
ur ballið. Þjónusta og viðurgjörn-
ingur við krakkana á böllunum
er mjög frumstæður. Það er engar
veitingar að hafa á þessum dans-
► Aðalsteinn fæddist 10.
október 1940 á Núpi í Dýra-
firði og ólst þar upp. Hann
lauk háskólaprófi eftir að
hafa lagt stund á landafræði,
sögu, grísku og íslensku. Hann
hefur verið kennari frá 1960,
kennt við Kvennaskólann í
Reykjavík frá 1963 þar sem
hann hefur verið skólameist-
ari frá 1982. Aðalsteinn hefur
starfað um árabil með Borð-
tennissambandi íslands og á
sæti í stjóm AFS á íslandi.
Hann er kvæntur Guðrúnu
Larsen jarðfræðingi og eiga
þau tvö börn.
leikjum, dúkum er svipt af borðum
og það er eins og fyrirfram sé ráð
fyrir því gert að þetta séu villidýr
en ekki fólk að skemmta sér.
Þarna verður víxlverkun sem leið-
ir til þess að bragurinn á þessu
verður stundum með endemum.
Svo sturta menn í sig víninu áður
en þeir koma á dansleikinn því
ekki má hafa neitt með sér inn.
Bragurinn eftir miðnætti, þegar
allir streyma að, er því oft mjög
erfiður, að ekki sé meira sagt.
Nemendur hafa með ýmsum
hætti reynt að bregðast við þessu
sjálfír t.d. með gæslu á dansieikj-
um hveijir hjá öðrum.“
- Hvað er til ráða?
„Við vildum fá forgöngu ráðu-
neytisins um lausn á þessum hús-
næðisvanda þar sem ræturnar
liggja að hluta til og við vildum
líka að ráðuneytið beitti sér fyrir
auknu samstarfi og stuðningi við
nemendur og nemendafélögin.
Það væri hægt að útfæra þetta
með því að rekið yrði
sérstakt hús eða þá að
gengið yrði í það að fá
samstarf með skólun-
um um að bjóða að-
stöðu og tónlist út til
eins árs í senn fyrir
alla skólana."
- Hefur verið brugðist við til-
lögum ykkar á einhvern hátt?
„Okkur í nefndinni hefur fund-
ist viðbrögð ráðuneytisins í bein-
hörðum aðgerðum vera í daufari
kantinum en hins vegar hefur
Skólameistarafélagið tekið á mál-
inu og haldið því vakandi. Eitt af
því sem hefur hlotist af þessu er
að þeir kennarar sem hafa félags-
líf nemenda með höndum hafa
bundist samtökum um að efla for-
varnir í grasrótinni.
Það verður þó líka að segja frá
því að nú er að fara af stað mjög
víðtæk námskrárvinna í tengslum
við nýja framhaldsskólalöggjöf og
ég veit ekki annað en að þessum
hugmyndum verði þar haldið að
námskrárgerðarmönnum," sagði
Aðalsteinn að lokum.
Meirihluti
skemmtana
fer skikkan-
lega fram