Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR EINAR G UÐMUNDSSON + Einar Guð- mundsson frá Málmey var fædd- ur í Vestmannaeyj- um 14. júlí 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 21. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Jóns- son frá Móhúsum á Stokkseyri, f. 7.2. 1875, d. 25.11. 1953, og Kristbjörg Einarsdóttir frá Málmey í Skaga- firði, f. 2.12. 1886, d- 27.11. 1967. Einar var elstur þriggja systkina sem öll eru nú látin. Hin tvö voru Jón, f. 15.7. 1915, d. 26.12. 1994, og Rósa f. 15.6. 1918, d. 27.4. 1974. Hinn 23. október 1937 kvæntist Einar Guðfinnu Bjamadóttur frá Norðfirði, f. 18.1. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Sigfússon, f. 27.12. 1886, d. 25.9. 1941, og Halldóra Jónsdóttir, f. 9.7. 1891, d. 7. 1. 1970. Einar og Guðfinna eignuð- ust tvö börn. Þau eru 1) Gísli, f. 26.9. 1939, kvæntur Ellý Gísladóttur, búsett •í Vestmannaeyjum. Börn þeirra a) Sig- ríður f. 1964, gift Elíasi Jenssyni og eiga þau þijú börn, Gísla, Jens Kristin og Anítu. b) Hildur, f. 1966, sambýlis- maður Friðrik Helgason, eiga þau eitt barn, Birgit Rós. c) Einar, f. 1972. 2) Kristbjörg, f. 26.11. 1940, gift Tryggva Sigurðs- syni, búsett á Selfossi. Börn þeirra a) Einar, f. 1965, sam- býliskona Agústa Þórisdóttir og ejga þau tvö börn, Atla Þór og Ólaf Aron. b) Guðfinna, f. 1971. c) Inga Fríða, f. 1973, sambýlismaður Einar Gunnar Sigurðsson og eiga þau einn son, Andra. Útför Einars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. NÚ HEFUR elsku Einar afí minn kvatt þennan heim eftir stutt en erfíð veikindi. Hann var mjög sátt- ur við að fara því hann vissi að vel yrði tekið á móti honum. Erfítt er að skrifa nokkrar línur um hann Einar afa því það er svo margt sem kemur í hugann. Hann ól allan sinn aldur í Vest- mannaeyjum. Starfsvettvangur hans alla tíð tengdur sjónum. Hann reri bæði á bátum og togurum og einnig gerði hann út á tímabili vélbátinn Björgu sem hann var skipstjóri á. Þegar hann varð að hætta til sjós vegna veikinda fyrir um 30 árum, réðst hann til starfa á hafnarvog Fiskiðjunnar, þar sem hann vann þangað til hann hætti störfum fyrir nokkrum árum. Þá kom að því að fínna sér tómstunda- starf. Hann hafði ávallt haft gam- an af smíði og er með ólíkindum, hvað þessi stórhenti maður gat smíðað og rennt smágerðar eftir- líkingar af rokkum, strokkum og ýmsum öðrum hlutum. En nú var komið að skipalíkönum. Bæði setti hann saman tilbúin módel og einn- ig smíðaði hann eftirlíkingu af Björginni sinni, millistríðstogara og nýsköpunartogara, svo og af flutningabátnum Skaftfellingi, sem hann gaf byggðasafninu í Skógum. Eru þetta allt forkunn- arfagir gripir, gerðir að mestu eft- ir ljósmyndum og minni, og bera skapara sínum glöggt vitni. Af ferðalögum hafði hann ávallt haft gaman og vart leið svo sumar eftir að hann hætti til sjós, að ekki væri farið í ferðalag upp á land og oftast gist í tjaldi því það þótti honum alveg hrein unun. Okkur er minnisstætt er við vorum samferða á ættarmót á Norðfírði IQCITIZENl Gott úr er jíóó ujöf Citizen Chronograph fyTÍr strákana Með vekjara, skeiðklukku, dagatali og fl. Verð kr. 19.900,- 'O'r///- t/rifí úra- og skarlgripavereJur Axel Eiríksson úrsmiður l,SAFIRi>I*ADAl.STRÆTI 22-S1MI94-3023 A^ABAKl«l6^tKjl)bjSlMI*7070<^ Stilhrónt dömmir Tvílitt hvítagull og gult gull Vatnsvarið Verð aðeins kr. 16.900,- sumarið 1991. Á leiðinni austur var gist í tjöldum, en á Norðfírði gisti velflest aðkomufólkið í skóla- húsi. Þar var margt um manninn og eðlilega mikið af bömum og mikið hafði hann gaman af að vera innan um öll þessi böm, enda var hann einstaklega bamgóður maður og þau löðuðust að honum. Eins og margir aðrir Eyjamenn misstu þau hjónin húsið sitt að Austurvegi 18 í gosinu 1973 og byggðu þau sér nýtt hús í Hraun- túni 11 og ber það og lóðin um- hverfís þeim hjónum fagurt vitni. Alltaf tók Einar afí og Finna amma fjölskyldunni með svo mikilli hlýju þegar við komum í heimsókn upp í Hrauntún. Hann var alltaf tilbú- inn að aðstoða okkur, alveg sama hvað það var. Litlu langafabömin munu eflaust spyija lengi um elskuiegan langafa, af hveiju hann sé ekki heima hjá langömmu. Elsku Finna amma mín, nú er erfiður tími og biðjum við Guð að styrkja þig í sorginni, einnig elsku pabba og Lillu frænku og fjölskyld- ur þeirra og aðra vandamenn. Elsku Einar afí minn, þín er sárt saknað og þökkum við þér fyrir alla þá ást og samverustund- ir sem við áttum með þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum Iætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Daviðssálmur) Elsku Einar afí og Iangafí. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður, Elías og börn. Það er erfítt að hugsa til þess að hann hafí skuli vera dáinn, hann sem var alltaf svo sterkur og til staðar fyrir okkur. Með söknuði kveðjum við hann í dag og á stund sem þessari streyma minningarnar fram í huga okkar. Við eigum eft- ir að sakna þess að sjá hann ekki fyrstan manna mættan niður á bryggju eða upp á flugvöll, því þar var afi alltaf mættur til að taka á móti krökkunum sínum ofan af landi og þegar við ætluðum að stoppa stutt vonaði hann alltaf að það yrði ófært til baka svo við gætum stoppað lengur. Það fyrsta sem afi gerði var að fara með okkur heim til ömmu í kaffí og eftir það lá leiðin oftast niður á bryggju og sá rúntur var tekinn á hverjum degi og jafnvel oft á dag. í þeim ferðum var mikið spjallað og reyndi hann að fræða okkur landkrabbana um sjómannslífið og allt sem því fylgdi og þegar við vorum yngri þá var nú toppurinn á tilverunni að fá að vera með afa þegar hann vann á vigtinni. Það var alltaf stutt í grínið hjá afa. Alltaf gat hann séð spaugilegu hliðina á málunum og gerði hann jafnt grín að sjálfum sér og öðrum. Oft gengu símtölin milli lands og Eyja út á það eitt að dásama logn- ið á báðum stöðum. Hvenær hafa Vestmannaeyjar og Selfoss haft orð á sér fyrir logn? En svona var bara hann afí, alltaf léttur í lund og þannig munum við hann best. Það var líka hægt að leita til afa þegar kom að alvarlegri málum og var hann alltaf tilbúinn að leggja lið og gefa mann holl og góð ráð og ekki síst hvetja mann áfram til þess að takast á við hlut- ina. Það verður erfítt að sætta sig við að hann afí verði ekki lengur til staðar fyrir okkur, en þetta er víst það eina sem við vitum að er öruggt í lífinu, að öll deyjum við að lokum. Söknuðurinn á eftir að verða mikill og mestur fyrir þig, elsku amma, en minningamar sem við eigum eru ljúfar og góðar og þær mun enginn taka frá okkur. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við afa okkar og biðjum góðan guð að styrkja okkur öll. Einar, Guðfinna og Inga Fríða. Mér er ljúft og skylt að skrifa nokkur þakkar- og minningarorð um elskulegan frænda minn, Einar Guðmundsson frá Málmey í Vest- mannaeyjum. Við vorum bræðra- böm og þekktumst frá æskuárum mínum í Brautarholti í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Einars, Krist- björg Einarsdóttir frá Málmey í Skagafírði og Guðmundur Jónsson frá Eystri-Móhúsum á Stokkseyri, bjuggu þá í húsinu Málmey í Vest- mannaeyjum. Það var gott fyrir litla stelpu frá Stokkseyri að eiga að frændfólkið í Málmey á þeim árum. Guðmundur var eitt mesta ljúfmenni, sem ég hef kynnst um dagana, og Kristbjörg (Bogga var hún kölluð) var svo traust og glað- lynd, að það geislaði af henni. Á því heimili var vinnusemi, heiðar- leiki og mannkærleikur í hávegum hafður, þrátt fyrir fátækt og ýmsa örðugleika þeirra tíma og úr þeim jarðvegi óx Einar úr grasi ásamt systkinum sínum Jóni og Rósu. Ég veit að Einar dáði mjög for- eldra sína, sérstaklega föður sinn, sem hann oft talaði um með sér- stakri hlýju. Árin liðu, við bömin tvístruð- umst, eins og gengur, urðum full- orðin, og hver fyrir sig fylgdi því mynstri, sem honum var áskapað. En einn góðan veðurdag fer Einar að sækja vélar í fiskibát frá Vestmannaeyjum til Danmerkur og man þá eftir frænku sinni, bú- settri þar, og kom í heimsókn. Þar urðu fagnaðarfundir. Frá þeim tíma hélst gott sam- band, ekki bara okkar Einars, held- ur líka fjölskyldu hans og minnar dönsku fjölskyldu, sem hefír verið mikils virði. Hann Einar frændi vann stórt í happdrætti lífsins, þegar hann gift- ist henni Guðfinnu Bjarnadóttur frá Norðfírði. Ég held það hafí verið með afbrigðum farsælt hjónaband, með ástúð, samheldni og virðingu. Við erum víst æði mörg, sem notið höfum einstakrar gestrisni og höfðingsskapar á þeirra heim- ili. Ég hef að minnsta kosti margt að þakka fyrir í gegnum árin, bæði fyrir mína dönsku fjölskyldu og ekki síður eftir að ég flutti heim. Hann Einar var alveg óþreyt- andi að keyra gesti sína um Heima- ey, bæði fyrr og eftir gos, sýna og útskýra allt. Hann þekkti líka hvern blett. Hann elskaði eyjamar sínar svo mikið, að hann hefði hvergi annars staðar unað sér. Æðruleysi Einars og jákvætt hugarfar léttu honum baráttuna við banvænan sjúkdóm. Hann átti líka sterka stoð í Finnu sinni, böm- um og fjölskyldu. Ég bið fyrir honum og þakka fyrir allt sem hann var okkur í þessu lífi. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, elsku Finna, Lilla, Gísli og fjölskyldur. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himininn daprar stjðmur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng, nú svífur vetramóttin dimm og löng. Og innan skamms við yfirgefum leikinn. Nú æska gengur, sigurdjörf og hreykin af sömu blekking blind, í okkar spor Og brátt er gleymt, við áttum líka vor. (Tómas Guðm.) Ólöf I. Símonardóttir. Einar Guðmundsson, sem ýmist var kenndur við æskuheimili sitt Málmey hér í bæ, eða við bátinn sinn Björgu, var einn af þessum ljúfu mönnum, sem gott var að eiga samskipti við. Strax á unga aldri markaðist lífsbraut Einars er hann fór að stunda sjómennsku 15 ára gamall og þá með Ólafi Ingileifssyni skipstjóra. Hann afl- aði sér vélstjóraréttinda 1932 og tók hið minna fiskimannapróf 1933. Hann var næstu árin vél- stjóri eða stýrimaður á ýmsum bátum héðan frá Eyjum, m.a. sigldi hann nær öll stríðsárin með ísvar- inn físk til Englands. Árið 1946 lýkur hann prófí úr Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og er eftir það stýrimaður eða skipstjóri á ýmsum bátum héðan frá Éyjum allt fram til ársins 1950, en þá verða þáttaskil í lífí Einars er hann kaupir Björgu VE 5 ásamt öðrum. Einar var alla tíð farsæll skip- stjóri og útgerðarmaður. Hann var virkur félagi í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Verðandi, en þar var hann gjaldkeri í 17 ár. Einar var af verðleikum heiðraður af stéttarfélagi sínu og einnig af sjó- mannadagsráði Vestmannaeyja. Vegna veikinda varð hann að fara í land 1962 og gerðist hann þá viktarmaður við Fiskiðjuna hf. sem var eitt af frystihúsunum hér í bæ og þar er hann fram á árið 1985. í viktarhúsinu í Fiskiðjunni hófst kunningsskapur okkar Einars fyrir alvöru enda þótt allmörg ár skildu okkur að í aldri. Það var gaman að koma til hans í viktarskúrinn og ræða við hann um allt milli him- ins og jarðar. Einkum var þó rætt um aflabrögð og sjósókn. Én best kynntist ég honum vegna starfa minna hjá Sparisjóði Vestmanna- eyja, en Éinar var einn af stofnend- um sjóðsins árið 1942, þá 28 ára gamall. Hann var einn af ábyrgðar- mönnum sjóðsins frá upphafi. Nú eru einungis fjórir stofnendur á lífi, en þeir voru alls 30. Einar bar ávallt hag sparisjóðsins fyrir bijósti og seinasta ósk hans til stjómenda sjóðsins, var sú að sonur hans tæki við af honum sem ábyrgðaraðili. Einar sat nær alla aðalfundi Spari- sjóðs Vestmannaeyja frá upphafi og nú seinast 25. febrúar sl. Að leiðarlokum þakka stjómendur Sparisjóðs Vestmannaeyja Einari alla þá tryggð og þann áhuga, sem hann sýndi sparisjóðnum allt frá upphafí. Ég heimsótti Einar á Sjúkrahús Vestmannaeyja nokkr- um dögum áður en hann lést. Enn var hann samur við sig, Ijúfur og viðræðugóður og þó nokkuð væri af honum dregið líkamlega var hann andlega heill. Hann var láns- maður í einkalífí sínu. Stóð heimili hans og eftirlifandi eiginkonu hans, Guðfínnu Bjarnadóttur, ávallt hér í Eyjum og frá goslokum í Hrauntúni 11, en þau misstu hús sitt eins og svo margir aðrir Eyjabúar undir hraun árið 1973. Með Einari Guðmundssyni er genginn góður og gegn maður. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast honum. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu svo og öllum afkomendum þeirra sam- úðarkveðjur. Benedikt Ragnarsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans Einars, hann var maðurinn hennar Finnu föðursyst- ur minnar. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn, en þetta á víst fyrir okkur öllum að liggja. Það verður öðruvísi að koma til Vestmannaeyja núna, enginn Ein- ar að taka á móti, annaðhvort úti á flugvelli eða við Heijólf. Það rifj- ast ýmislegt upp þegar litið er til baka, en Einar spilaði stórt hlut- verk í mínu lífi. Þegar ég var lítil bjuggum við í fimm ár í kjallaranum hjá Einari og Finnu, þá Austurveginum. Það voru ekki fáar ferðirnar sem lítil skotta átti upp, í heimsókn. Aldrei gleymi ég því þegar ég, fjögurra ára gömul, ætlaði að þvo húsið að utan. Það hafði rignt mikið og stór- ir (drullu)pollar voru á götunni, sem ekki var malbikuð. Var fatan tekin og fyllt hvað eftir annað og skvett á vegginn. í stað þess að verða hreinn og fínn kom stór brúnn blettur á vegginn. Ekki var Einar hrifinn af þessari fram- kvæmd, og tók hann það loforð af skottunni að þetta gerði hún aldrei aftur. Þegar Einar kom úr siglingum kom hann oft færandi hendi og á ég enn dúkku sem hann færði mér eitt sinn. Skírði ég hana Perlu því hún var svo fín, með perlufesti um hálsinn. Þegar ég var fímm ára gömul fluttum við til Reykjavíkur, en ég notaði hvert tækifæri sem gafst til að heimsækja Vestmannaeyjar. Sem unglingur vann ég tvö sumur í físki í Eyjum og bjó hjá Einari og Finnu. Áuðvitað hafði Einar séð til þess að ég væri ekki að slæpast um götumar í Reykjavík. Eftir gos fluttu Einar og Finna í Hrauntún 11. Þangað heimsótti ég þau með mína fyölskyldu eftir að ég fór að búa, og höfum við átt þar margar ánægjulegar stund- ir. Éinar var handlaginn og smíð- aði marga fallega hluti. Dóttir mín heldur mikið upp á dúkkurúm, með fallega renndum rimlum, sem hún fékk eitt sinn í jólagjöf, og hafði Finna saumað rúmfötin. Stendur það enn uppi hjá henni og situr uppáhaldsdúkkan hennar á því. Elsku Finna, Gísli, Lilla og fjöl- skyldur, það er sárt að missa ást- vini, en eftir eigum við minningar um góðan mann, og öll eigum við eftir að hittast einhvem tíma aftur. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Einar og þakka honum fyrir allt og allt. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr, að mega fapa fleygri tíð við fuglasöng í morgun hlíð og tíbrá ljóss um loftin við. (Þorst. Vald.) . Birna Elísabet Óskarsdóttir. Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusctt. Sé handrit tölvusett cr æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-tcxta- skrár. Ritvinnslukcrfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á nctfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lcngd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa sklrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.