Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Auðlindin og fjármagnið NÚ FER vertíðin í hönd, og að venju eru margir orðnir kvótalitlir og verða því að kaupa sér þorsk- kvóta samkvæmt fyrirmæium al- þingismanna. Þessir kvótar kosta nú á gangverði 90 kr./kg eða 90.000 kr./tonn. „Varanlegir" kvótar kosta hinsvegar 250 kr./kg eða 250.000 kr./tonn. Sá sem sel- ur 1.000 tonna kvóta fær þannig 250 milljónir sem hann getur stungið í vasann, og þess finnast víst dæmi að slíkir menn flytjist til Kýpur og hafi það síðan bara gott. Þetta er eitthvað annað en að vera að þvælast á iitlum kænum í NA-garranum í íshafinu og hætta til þess lífi og limum. Enn eru til lang- minnugir menn sem minnast þess að árleg þorskveiði nam 450 þúsundum tonnum sem minnkað hefir á skuttogaratímanum niður í 150 þúsund tonn, eins og nú er mælt með að leyft verði að veiða á þessu fiskveiðiári. En alfaðir ræður og fiskiráðu- neytið hækkaði það um 15.000 tonn upp í Önundur Ásgeirsson 165.000 tonn, eða um 4 milljarða til „kvóta- eigendanna.“ Hinir sem ekki eru í náðinni fá bara spark í rassinn fyrir sjálfsbjargarvið- leitnina og verða kærðir af Fiskistofu. Má gott þykja ef þeir lenda ekki á Litla- Hrauni. Svona mis- jafnt er nú mannanna bölið. Heildarkvótarnir Verðmæti heildar- kvótanna nú er því og fleira og fleira ... Staðgreiðsluverð Op/ð laugardag 09 sunnuday frá 10-13 Suðurlandsbraut 16, s. 880500. Llu Straujárn .......1.590 Kaffivélar ......1.290 Handþeytarar.....1.990 Andlitssauna ......890 Hárblásarar........297 Pottur lOáraáb...1.495 Brauðristar......1.790 Baðvogir...........297 Eldavélar ........-26.900 Kæliskápar m/frysti .........-38.900 Þurrkarar ........-27.900 Ofnar .............25.900 Helluborð .........14.900 Innréttingar......-69.900 Þvottavélar 800 sn. .45.900 Ryksugur Örbylgjuofnar Háfar ...7.800 .14.900 -29.900 Neysluvatnsk. 60 I -27.265 Handklæðaofn rafm . -1.599 Þurrkhilla f/skó —2.431 Búsáhöld - 30% o.fl. o.fl. o.fl. Fyrstir koma - fyrstir fá ALLIAÐ Ofnar Helluborð o« • o Vijm* i/T771 TJ0N llt á að seljast Rýmum fyrir nýjum tækjum ■HB " -~-r7 *-• 1590 Þvottawélar/ÞurrkararW Eldavélar Smátæki Tillaga um nýja fiski- stefnu er að mati —— ^ Onundar Asgeirsson- ar veigamesta mál kosninganna. 165.000 tonn á 250.000 kr./tonn eða 41.250 milljónir króna. Frum- varp liggur nú fyrir hinu göfuga Alþingi allra íslendinga um að kvótaeigendum sé heimilt að veð- setja lánardrottnum sínum þessa kvóta sem þá verða ekki lengur bundnir við veiðiskip, en fara á almennan markað, enda gefur það nokkuð í aðra hönd. Lánastofnanir hafa veitt útgerðum fyrirgreiðslu til að kaupa kvóta og verða auðvit- að að reyna að tryggja sinn hlut. Þorskkvótar eru nú leigðir til árs- ins á 90 kr./kg, en það gefur 36% ársávöxtun, miðað við ofangreint gangverð, 250 kr./kg, og að lána- stofnun hafi staðið að baki kvóta- kaupunum. Ef þessi lánastofnun hefir tekið 12% fasta ársvexti, hefir kvótaeigandinn 24% nettó upp úr viðskiptunum árlega, eða 60 kr./kg, en fyrir úthlutaðan kvóta, sem hann greiðir ekkert fyrir fær hann í árlegt leigugjald 90 kr./kg netto og án alls tilkostn- aðar. Þetta eru þægileg viðskipti, en ekki alveg áhættulaus, því að kvótinn getur horfið skyndilega, þegar þorskurinn verður aldauða hér eins og annarsstaðar vegna gjöreyðingarstefnu LÍÚ, stjórn- valda og skuttogaramanna. Þetta er á næsta leiti, eins og fiskiráð- herra Kanada varaði eftirminni- lega við þegar hann var hér á ferð- inni fyrir mánuði. Fordæmið er líka nærtækt frá Færeyjum, þar sem skuttogararnir veiða enn upp að 12 mílna mörkum og allt er í kalda koli. Djúphafsveiðarnar Það hefir færst mjög í vöxt undanfarið að úthafstogarar selji kvóta sína innan landhelginnar. Þetta stafar af ofsókn skuttogara, eins og minnkun útgáfu kvótanna endurspeglar eða niður í um 30%, en jafnframt hefir stærð, vélarafl og búnaður skipanna aukist svo að nú geta úthafstogarar veitt á meira dýpi en fyrr og ná þannig meiri afla. Þetta gefur útgerðum úthafstogaranna nýtt val milli þess að veiða í landhelginni eða veiða utan hennar og selja kvótana á 90 kr./kg. Þessar 90 kr./kg verða því einskonar dulbúinn styrkur frá veiðunum í landhelginni til úthafs- veiðanna og þannig eru íslenzkar úthafsveiðar meira niðurgreiddar en veiðar nokkurs annars lands á úthafinu. Þetta er ekki jafnræði, ekki „fair play“ eins og Englend- ingar myndu nefna þetta og þeir þóttu frægir fyrir. Þetta er ekki heldur sanngjarnt eða „fair play“ gagnvart smærri skipunum í land- helginni sem borga 90 kr./kg fyr- ir aðgang að veiðunum og mega lifa af mismuninum á aflaverð- mætinu. Menn geta einnig stað- hæft að þetta sé ekki opinber nið- urgreiðsla á úthafsveiðunum, en þetta er afleiðing þeirrar harð- stjórnar sem LÍÚ, sjávarútvegs- ráðuneytið og Alþingi hafa þröng- vað yfír veiðarnar innan landhelg- innar. Samkvæmt togaraskýrslu LÍÚ veiddi allur floti þeirra 165.000 tonn árið 1993, sem á leiguverði þorskkvóta samsvarar tæpum 15 milljörðum króna. Þetta er þó ekki allskostar rétt, því að innifalið í veiðinni er einnig veiði utan landhelginnar og af öllum tegundum afla. Engu að síður er dulbúin aðstoð við úthafsveiðarnar mikil og þyrftu að liggja fyrir upplýsingar um þá fjárhæð. Fiskveiðin í lögsögunni Þótt ekki liggi fyrir upplýsingar um þá fjárhæð sem veiðarnar inn- an lögsögunnar greiða með út- hafsveiðunum, ætti þó öllum að vera ljóst að þetta er úrelt og óvið- unandi ástand. Auk þess sýnir framþróunin að úthafsveiðiflotinn tekur stöðugt til sín stærri hluta af kvótunum og flytur atvinnuna út á haf. Mikill hluti þessa flota gerir í raun út frá erlendum höfn- um, því að aflinn skilar sér aldrei á land, nema kannske til umskip- unar til útflutnings. Þá var full- vinnsla frumskilyrði fyrir samn- ingum við EB, en það verður eng- in fullvinnsla á físki sem aldrei skilar sér í land til slíkrar vinnslu. Það rekst þannig hvert á annars horn í stjórnarstefnunni. Fiskveiði- lögsaga er sett til að tryggja hags- muni fólksins í viðkomandi landi. Til þess að ná því markmiði hér, verður því að sjá til þess, að aflinn innan lögsögunnar skili sér til lands. Þetta verður bezt gert með breytingu á fískistefnunni, td. þannig að innan 50 mílna verði aðeins leyfð fijáls beituveiði til vinnslu í landi, á bilinu 50-100 mílna fijáls veiði með fijálsu vali um veiðarfæri, en til vinnslu í landi, en utan 100 mílna verði fijáls veiði fyrir úthafsveiðiskip og vinnsluskip, sem mega vinna afla sinn um borð og leggja hann upp erlendis. í stað núverandi kvóta komi skylda til að leggja upp allan afla til vinnslu í landi. Bannað verði öllum skipum að fleygja afla í hafið og áskilin þung viðurlög og veiðiheimildarsvipting. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. Mikið úrval nýkomið Opiðí dag til kl. 16.00 húsgögn ÁRMÚLA 44 - SÍMI 32035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.