Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kvótakerfið er eigendum smábáta þymir í augum og hafa þeir skorað á Alþingi að horfast í augu við
þá staðreynd að það fullnægi hvorki grundvallarmannréttindum stjómarskrár lýðveldisins né réttlætis-
kennd langstærsta hluta þeirra sem við kerfið hafa þurft að búa. Orri Páll Ormarsson var á vettvangi
þegar landssamband þeirra efndi til fundar með fulltrúum stjómmálaflokkanna á fímmtudagskvöldið.
„Áþján
kvótakerf-
isins verður
að linna“
ÞJÁN kvótakerfísins verður
að linna, segir í ályktun
sem fundur smábátaeig-
enda sem haldinn var í Skútunni
í Hafnarfírði á fímmtudagskvöld
samþykkti. „Þá á það að vera skil-
yrðislaus krafa að leikreglur físk-
veiðistjórnunar séu í samræmi við
þær samþykktir sem íslendingar
hafa skrifað undir á alþjóðavett-
vangi og kveða á um forgangsrétt-
indi hefðbundinna veiða minni
báta og nýtingarrétt þeirra byggð-
arlaga sem næst miðunum liggja.
Verði þessum sjálfsögðu og eðli-
legu kröfum ekki sinnt er hætt
við að orðin ein verði ekki lengur
látin duga í andstöðu gegn kvót'a-
kerfinu, heldur muni almenn
hreyfing fara af stað sem mun
beita neyðarrétti einstaklingsins
gegn kvótalögunum," segir enn-
fremur í ályktuninni.
Landssamband smábátaeigenda
bar þetta viðhorf undir frambjóð-
endur þeirra stjórnmálaflokka sem
bjóða fram á landsvísu á fundinum
og tók Kristín Halldórsdóttir,
Kvennalista, fyrst til máls. Hún
sagði að fískveiðistjórnunarkerfí
gæti ekki gengið upp nema sátt
væri um það í þjóðfélaginu og
ekki væri hægt að segja að kvóta-
kerfið uppfyllti þau skilyrði. Það
hefði ekki náð því takmarki sem
stefnt hefði verið að — verndun
fiskistofna — auk þess sem það
hefði alltof marga galla í för með
sér; físki væri landað fram hjá
vigt og fleygt í sjóinn og alltof
mörg skip væru að eltast við tak-
markaðan afla.
Kristín tók jafnframt skýrt fram
að Kvennalistinn væri hlynntur
smábátaútgerð og hefði meðal
annars varpað fram hugmynd um
byggðakvóta fyrir átta árum. Hún
er sannfærð um að fískveiðistjórn-
unarkerfi framtíðarinnar verði
blandað enda þurfí slík kerfi að
vera sveigjanleg og fær um að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Hún vill jafnframt að vald, ábyrgð
og eftirlit færist í auknum mæli á
hendur hagsmunaaðila í atvinnu-
greininni. Meðal annarra hug-
mynda sem hún reifaði á fundinum
má nefna skiptingu fískimiða í
djúp- og grunnsjávarmið, aukna
notkun vistvænna veiðarfæra og
friðun þekktra hrygningarstöðva
í nokkur ár til reynslu.
Kjarkur og vilji
Hjálmar Ámason, Framsóknar-
flokki, sagði að hugmyndir fram-
bjóðenda flokksins í Reykjanes-
kjördæmi um nýjar áherslur í sjáv-
arútvegi væru unnar í fullri sam-
vinnu við hagsmunaaðila í grein-
inni og gætu hæglega náð fram
að ganga ef pólitískur vilji væri
fyrir hendi. „Framsóknarflokkur-
inn hefur kjark og vilja til að segja
þetta og trúa á það.“ Máli sínu
til stuðnings ítrekaði Hjálmar að
hann væri á vettvangi sem fulltrúi
Framsóknarflokksins, — ekki ein-
ungis frambjóðenda á Reykjanesi
— sem væri til marks um breyt-
ingu.
Hjálmar drap á nokkur helstu
atriði stefnunnar. Samkvæmt
henni þarf að taka ákvörðun um
að til dæmis 15% þorskafla megi
veiða með togurum en annan hluta
með neta- og krókabátum. Einnig
verður að meina togurum að veiða
nær landi en til dæmis 200 metra
dýpi, uppræta smáfískadráp — en
í því skyni þarf að banna flottroll
innan íslenskrar lögsögu — og
endurskoða aðferðir Hafann-
sóknastofnunar við mælingu fiski-
stofna. Þá vill Hjálmar taka upp
nánari samvinnu við sjómenn
þannig að þekking þeirra nýtist
betur.
Kvótakerfið neyðarbrauð
Kristján Pálsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að kvótakerfið hefði
verið neyðarbrauð og því miður
hefði stjórnunin ekki gengið sem
skyldi. Meðal annars væri sú þróun
að kvóti gangi í erfðir andstæð
sínu hjartalagi og á skjön við vilja
Sj álfstæðisflokksins.
Kristján sagði að Sjálfstæðis-.
flokkurinn væri ekki ábyrgur fyrir
því að kvóti hefði verið tekinn af
smábátum. Þvert á móti hefði
flokkurinn barist fyrir rétti króka-
leyfisbáta og tryggt þeim afla-
heimildir upp á 21.000 tonn —
mun meira en ákveðið hefði verið
í upphafi.
I máli Kristjáns kom hins vegar
fram að þróunin væri alvarlegri
hjá smábátum á aflamarki og mik-
ill vilji væri innan Sjálfstæðis-
flokksins til að stemma stigu við
henni. Að hans mati er hugmynd
framsóknarmanna á Reykjanesi
um að einungis 15% þorskafla
komi í hlut togara hins vegar
blekkingarleikur. Breyta þurfí lög-
um til að hún nái fram að ganga.
Skýlaus afstaða
Guðmundur Árni Stefánsson
sagði að Alþýðuflokkurinn hefði
lýst því skýlaust yfír að hann
argrundvöll meðan verið er að
byggja upp þorskstofninn."
Agúst sagði einnig að Þjóðvaki
vildi fá allan undirmálsfisk á land
auk þess sem flokkurinn væri
hlynntur strandeldi á botnfiski
sem hægt væri að tengja smábá-
taútgerð. Þá vildi Þjóðvaki heimila
erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi
og að allur fiskur færi um fisk-
markaði.
Kvótakerfið hættulegt
Svavar Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, sagði að kvótakerfíð væri
hættulegt þar sem það hefði mis-
skiptingu í för með sér. Það væri
til að mynda víðtæk samstaða um
það í þjóðfélaginu að það væri
ósanngjarnt að sumir ættu veiði-
heimildir en aðrir ekki og að fiski-
miðin væru eign þjóðarinnar. I
máli hans _ kom einnig fram að
forysta LÍÚ réði of miklu þegar
ákvarðanir væru teknar innan
kerfísins. „Það er hins vegar ekki
nóg að mynda félagshyggjustjórn
til að leysa þetta vandamál. Það
verður einnig að tryggja að sjávar-
útvegsráðherra þeirrar stjórnar
verði ekki í vasanum á Kristjáni
Ragnarssyni."
Að mati Svavars er afnám
kvótakerfísins forsenda þess að
unnt sé að ná samstöðu um lang-
tímastefnu um sjávarútvegsmál-
um hér á landi. Hann vék einnig
að skammtímastefnu sem yrði taf-
arlaust að koma til framkvæmda
og sagði að Alþýðubandalagið vildi
auka úthlutun til báta 6 brl. og
stærri um tíu þúsund þorskígildis-
lestir. Þá vildi flokkurinn einnig
gefa smábátum á aflamarki kost
á að stunda veiðar með línu- og
handfærum og stöðva Q'ölgun full-
vinnsluskipa. Loks sagði Svavár
að Alþýðubandalagið væri hlynnt
löndun á fiski utan kvóta. n!
Svavar er einnig reiðubúinn áð
grípa til langtímaaðgerða haldi
kvótakerfíð velli. Hann vill sama
kerfí fyrir alla báta, banna stórum
skipum að kaupa kvóta af bátum
og skipta landhelginni þannig að
hluti hennar sé skilyrðislaust fyrif
minni báta. Þá þykir Svavari ós-
anngjarnt að skerðingar á þorsk-
kvóta bitni á sama hátt á smábát-
um og öðrum tegundum fiskiskipa
auk þess sem hann vill setja þak
á eignarheimildir einstakra aðiia
þegar veiðiheimildir eru annars
vegar.
Morgunblaðið/Sverrir
YRKJUM miðin — eflum smábátaútgerð var yfirskrift fundar Landssambands smábátaeigenda
með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Skútunni á fimmtudagskvöld. Arthur Bogason formaður
samtakanna er í pontu en við háborðið sitja Kristin Halldórsdóttir, Kristján Pálsson, Hjálmar
Árnason, Guðmundur Árni Stefánsson, Ágúst Einarsson, Svavar Gestsson og Örn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞAÐ VAR setinn Svarfaðardalur í Skútunni og var á þriðja
hundrað manns í húsinu þegar mest var. Fundarmenn tóku virk-
an þátt í umræðum að lokinni framsögu.
myndi standa vörð um hagsmuni
smábátaútgerðar hér á landi. Hins
vegar hefði flokkurinn átt i mikilli
varnarbaráttu þar sem þjóðin væri
farin að efast um að hún væri
réttmætur eigandi að fiskistofnun-
um við landið. Hann gagnrýndi
hina flokkana á Alþingi fyrir að
hafa ekki lokið vinnu sem leitt
hefði til þess að ákvæði sem tæki
af öll tvímæli í þeim efnum hefði
verið bundið í stjórnarskrá Iýðveld-
isins í vor.
Guðmundur Árni sagði að grípa
þyrfti til sértækra ráða til vemdar
smábátaútgerð. Engar krafta-
verkalausnir væru hins vegar til
þegar þorskafli drægist saman
eins og gerst hefði á undanförnum
árum. Hann kvaðst vilja taka sam-
an höndum við smábátasjómenn
og alla aðra í sjávarútvegi því
auðvitað þyrfti að sækja þennan
takmarkaða afla í góðri sátt. Hver
útgerðargrein yrði að fá að njóta
sinna kosta. „Kostir ykkar greinar
eru ótvíræðir innan landhelginnar
en kostir frystitogara eru auðvitað
ótvíræðir að sama skapi þegar
sækja þarf fískinn langt. Þama
þarf því að gæta að öllum hlutum
og horfa vítt yfir svið.“
Vilja veiðileyfagjald
Ágúst Einarsson steig í pontu
fyrir hönd Þjóðvaka og sagði að
flokkurinn legði til ákveðnar
grundvallarbreytingar á stjóm-
kerfi fiskveiða. Hann vildi koma
veiðileyfagjaldi á fót þannig að
þjóðin fengi arð af eign sinni auk
þess sem hann hefði hug á að
koma í veg fyrir að kvóti safnað-
ist á hendur fárra aðjla.
Ennfremur benti Ágúst á, að
Þjóðvaki Iegði til sérstakar ráð-
stafanir varðandi smábátaútgerð
í kosningastefnuskrá flokksins þar
sem hún hefði orðið illa úti á síð-
ustu misserum. „Við segjum einn-
ig hvað við ætlum að gera: Við
viljum að aflaheimildir hagræðing-
arsjóðs verði auknar. Jafnframt
verði smábátum á aflamarki og
öðrum dagróðrabátum gefinn
kostur á að velja krókaleyfi. Þá
leggjum við til að til komi opinber
aðstoð við fjárhagslega endur-
skipulagningu smábátaútgerðar.
Þessu er ætlað að tryggja rekstr-