Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 15 FRETTIR Svanur Krisljánsson prófessor á opn- um fundi Þjóðvaka Þjóðvaki spilaði sig út í horn Gamlir blaðburðar- strákar hittast SVANUR Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, segir að með yfirlýsingu Þjóðvaka um myndun félagshyggjustjórnar eftir kosningar og að hafna stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hafi Þjóðvaki „spilað sig út í horn“ og minnkað svigrúm forystumanna framboðsins til stjórnarmyndunar eftir kosningar. Þetta kom fram á opnum fundi Þjóðvaka á fimmtudagskvöld, en Svanur var annar framsögumanna á ALÞÝÐUFLOKKURINN býður eldri borgurum til mannfagnaðar í Súlna- sal Hótels Sögu á morgun klukkan 15.30. Boðið verður upp á kaffi og pönnukökur auk skemmtidagskrár. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra og Ásta B. Þorsteins- dóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar flytja ávörp. Einnig flytja Herdís Þorvaldsdóttir og Karl ÁRNI RAGNAR Árnason þingmað- ur fullyrti á fundi efstu frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi með Kópavogsbúum í fyrra- kvöld að íslendingar gætu ekki leyft sér að taka upp veiðileyfagjald eins og staða atvinnugreinarinnar væri um þessar mundir. Hann tók þó fram að umræða um auðlindaskatt ætti rétt á sér og ekki mætti úti- loka að veiðileyfagjald yrði tekið upp síðar. Á fundinum töluðu einnig Sigríð- ur A. Þórðardóttir og Árni M. Mat- hiesen þingmenn, en þau lögðu sér- staka áherslu á að aðeins með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn mætti viðhalda stöðugleika í þjóðfé- láginu, auka hagvöxt í því skyni að efla kaupmátt og loks að skapa fjölbreytt atvinnulíf í landinu til að stemma stigu við atvinnuleysi. Skynsamleg nýting í ræðu sinni sagðist Árni Ragn- ar, sem skipar fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, hafa orðið var við mjög mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum í kjördæminu. Hann taldi mikilvægt að menn væru meðvitaðir um nýt- ingu þeirrar lifandi auðlindar sem fiskveiðar væru. „Við verðum að lifa af auðlindinni en verðum jafn- framt að leyfa henni að lifa,“ sagði Árni. Hann sagði að tvennt verði að hafa sérstaklega í huga við fisk- veiðistjórnun. Annars vegar að tryggt sé að auðlindin skili arði en hins vegar að gætt sé hófs í nýt- ingu hennar. „Maðurinn er síðasti hlekkurinn í lífkeðjunni. Af þeim sökum megum við ekki ganga of langi í nýtingu auðlindarinnar, ann- fundinum. Svanur sagði að með yfirlýsing- unni hefði Þjóðvaki verið að auka vald forystumanna annarra flokka, og ef marka mætti niðurstöður skoð- anakannana, þá hefði Framsóknar- flokkurinn það í hendi sér hvaða rík- isstjórn verður mynduð og það myndi ráðast á fundi þingflokks Framsókn- arflokksins. „Þessi yfirlýsing Þjóðvaka er því mikill greiði við Framsóknarflokk- inn,“ sagði Svanur. Guðmundsson atriði úr Gullna hliðinu og fleiri verkum Davíðs Stefánsson- ar, lesið verður úr ijóðum Davíðs, leikið á munnhörpu og margt fleira. Kynnir verður Hermann Ragnar Stefánsson, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þeir sem þurfa á akstri að halda geta pantað bíl endur- gjaldslaust hjá kosningamiðstöð jafnaðarmanna frá tíu til tólf í dag. ars setjum við líf okkar í hættu,“ sagði Árni. Árni Ragnar viðurkenndi að sjálfstæðismenn væru ekki fyllilega sammála um stjórnun fiskveiða. Hann taldi þó ljóst að ekki væri svigrúm til að taka upp veiðileyfa- gjald um þessar mundir. Sjávarút- vegurinn hefði þolað áföll á liðnum árum og veiðiheimildir verið skorn- ar niður en á sama tíma hefði stjórnvöldum tekist að koma í veg fyrir verðbólguskriðu. Árni taldi því rangt að leggja auðlindaskatt á atvinnugreinina. Það komi þó til greina ef veiðiheimildir verði aukn- ar verulega á ný. Árni benti einnig á þau rök á móti veiðileyfagjaldi, að það væri mannlegur eiginleiki FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra heimsótti í gær einn af stórmörkuðum Bónuss, kynnti stefnu Sjálfstæðisflokksins og smakkaði á matvörusýnishornum ásamt Jóhannesi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Bónuss. Friðrik rifjaði upp að þeir Jóhannes hefðu átt heima í sama húsi við Mávahlíðina í Reykjavík, þegar þeir voru strákar og hefðu í sam- einingu hafið sinn fyrsta rekstur; útburð Morgunblaðsins. „Við urðum að fara tvær ferðir því að burðarþolið var ekki meira,“ sagði Friðrik. að menn fari betur með það sem þeir eiga en það sem þeir eiga með öðrum eða tímabundið. Jafna ber aðstöðu atvinnuvega Að mati Áma hefur íslenskur efnahagur verið byggður upp um of í kringum sjávarútveg, en tæki- færum til að efla iðnað og aðrar atvinnugreinar verið sleppt. Hann sagði brýnt að kanna hvernig jafna megi efnahagslega burði sjávarút- vegs og annarra atvinnuvega. Árni studdi það þeim rökum að þær þjóð- ir sem lengst hafi náð í efnahags- málum væru ekki þær þjóðir sem byggju yfir ótakmörkuðum nátturu- auðlindum heldur þær sem hafi Hann sagði að þótt leiðir hefðu nú skilið og Jóhannes ræki Bónus en hann ríkissjóð, væru áhuga- málin þau sömu; að bæta lífskjör og lækka vöruverð. „Með lækkun á virðisaukaskatti á matvælum og lækkun á sköttum fyrirtækja hefur matvöruverð og annað vöruverð lækkað,“ sagði Friðrik. „Samkeppni í verzlunarrekstri hefur enn meiri þýðingu og Jó- hannes í Bónus er eitt bezta dæmið um hvernig hægt er að bæta lífskjörin með lægra vöru- verði ef útsjónarsemin er nýtt til hins ýtrasta." nýtt mannauðinn til að skapa fjöl- breytt atvinnulíf. Skýr valkostur Árni M. Mathiesen, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, fullyrti í ávarpi sínu að línur í íslenskum stjórnmálum væru mjög skýrar fyr- ir komandi kosningar. Kjósendur hefðu val um tveggja flokka ríkis- stjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokks, sem tryggði stöðugleika í þjóðfélaginu, eða 3-4 flokka vinstri stjórn. Árni rakti árangur sitjandi ríkisstjórnar, sem hann sagði hafa setið á erfiðleikatímum. Verðbólgu hafi verið haldið niðri og væri nú lægri en í nágrannalöndum okkar. Tekist hafi að stöðva skuldasöfnun við útlönd, lækka vexti og draga úr útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Gripið hafi verið til aðgerða gegn atvinnuleysi með því að fella niður aðstöðugjöld og lækka skatta fyrir- tækja. Þá hafí aðgerðir til að lækka matarverð borið árangur. Loks nefndi Árni að gengi krónunnar væri í sögulegu lágmarki sem ís- lensk fýrirtæki nytu góðs af í harðri samkeppni á útflutningsmarkaði. Grunnur að framförum Góður árangur ríkisstjórnarinnar liefur lagt grunn að framförum næstu árin að mati Árna M. Mathie- sen. Hagvöxtur á yfirstandandi ári stefni í 3%, en hann telur að stefna beri að því að hagvöxtur verði 2% á ári til aldamóta, þegar ekki er gert ráð fyrir auknum afla. „Þessi grunnur að framförum er viðspyrna inn í framtíðina og gefur lands- mönnum tækifæri til að bæta hag sinn,“ sagði Árni M. Mathiesen. Náttúrulagaflokk- ur Islands Mótmæli send út- varpsráði NÁTTÚRULAGAFLOKKUR Islands hefur sent útvarpsráði mótmæli vegna vinnubragða við umfjöllun um. framboð flokksins, en talsmenn flokks- ins telja að um gróf hlutleysis- brot hafi verið að ræða af hálfu fréttastofu Útvarps og Sjón- varps gagnvart flokknum. Er þess óskað að málið verði kann- að fyrir kosningar og flokknum gefinn kostur á að skýra sjón- armið sín í kosningabaráttunni. í mótmælunum er meðal annars vísað til þess að Nátt- úrulagaflokkurinn hafi kynnt stefnuskrá sína og framboðs- lista á blaðamannafundi 15. mars síðastliðinn, og hafi verið greint frá því í fréttum Sjón- varps kl. 23 á eftir innlendum og erlendum fréttum og upp- rifjun á fréttum í aðalfrétta- tíma. Þá sé flokkurinn útilokað- ur frá öllu kosningasjónvarpi að undanskildum 3-4 mínútum í kjördæmaþáttum á sunnudög- um. Fundur um launamisrétti SAMTÖK ’um kvennalista í Reykjanesi halda hádegisfund í Listasafni Kópavogs, Gerða- safni, laugardaginn 1. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 12 og ber yfirskriftina: Leiðréttum launa- misréttið. Framsögu hafa Kristín Hall- dórsdóttir og Kristín Sigurðar- dóttir. Að loknum erindum þeirra gefst tími til spurninga og umræðna og kvennalista- konur kynna helstu stefnumál Kvennalistans. Fundurinn er haldinn í kaffi- stofu Listasafnsins, seldar verða léttar veitingar við vægu veðri. Fundurinn er öllum op- inn. Morgunblaðið/Kristinn Framsóknar- snælda til blindra HALLDÓR Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, hefur afhent Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjón- skertra á Islandi, hljóðsnældu sem inniheldur helstu áherslu- atriði Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar. Snældan verður send til allra félaga Blindrafélagsins. ■ ÞJÓÐVAKI býður eldri borgurum í Garðabæ, Kópa- vogi og Hafnarfirði í skemmtisiglingu með s.s. Ár- nesi þriðjudaginn 4. apríl kl. 14. Upplýsingar á kosninga- skrifstofu Þjóðvaka í Hafnar- firði eða Reykjavík. Alþýðuflokkurinn Eldri borgurum boð- ið til mannfagnaðar Fundur Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi með Kópavogsbúum Ekkí útilokað að taka síðar upp veiðileyfagiald Morgunblaðið/Sverrir EFSTU frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi funduðu með Kópavogsbúum í fyrrakvöld og lögðu áherslu á að viðhalda stöðugleika í þjóðfélaginu, auka hagvöxt í því skyni að efla kaupmátt og Ioks að skapa fjölbreytt atvinnulíf í landinu til að stemma stigu við atvinnuleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.