Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
.h
)£
FRÉTTIR
*
SIB vill breyta lögum um verkfallsrétt
Vilja fá hlut-
deild í sparnaði
bankanna
BANKASTARFSMENN krefjast
þess að fá hlutdeild í þeim spamaði
og hagræðingu sem orðið hafa í ís-
lenska bankakerfínu á síðustu árum.
Þetta var samþykkt á 39. þingi Sam-
bands íslenskra bankamanna sem
lauk fyrir skömmu. Friðbert Trausta-
son, nýkjörinn formaður sambands-
ins, sagði að bankarnir hefðu sparað
mikla fjármuni á síðustu árum með
hagræðingu og spamaði. Eðlilegt
væri að starfsmenn fengju hlutdeild
í spamaðinum.
„Bankamenn hafa ekki fengið nein-
ar hækkanir í 4-5 ár. Á sama tíma
hefur bankamönnum fækkað um
400-500 og launakostnaður sem hlut-
fall af rekstri bankanna hefur lækkað
úr 55% í 45%. Störf bankamanna
hafa verið að þróast út í að verða
meiri sérfræðistörf. Við teljum nauð-
synlegt að þessar breytingar endur-
speglist í næstu kjarasamningum.
Við búum við það í dag að helm-
ingur bankastarfsmanna, og þá aðal-
lega konur, er á strípuðum launatöxt-
um frá 65 þúsundum upp í 90 þús-
und krónur á mánuði. Bankamenn
eiga nánast ekki kost á að vinna
yfírvinnu. Yfírvinna er aðeins 3-4%
af launakostnaði bankanna," sagði
Friðbert.
Hluti bankamanna fær auka-
greiðslur sem eru umfram gildandi
samninga. Friðbert sagði að Sam-
band bankamanna legði mikla
áherslu á að ná þessum greiðslum
inn í taxtana.
Lögum um verkfallsrétt
bankamanna verði breytt
Þing bankamanna fól stjóm og
samninganefnd að hefja viðræður við
stjómvöld um breytingar á núgild-
andi lögum og samningum um verk-
fallsrétt bankamanna og að tíma-
bundin verkföll og samúðarverkföll
verði gerð möguleg. Friðbert sagði
að lög um verkfallsrétt bankamanna
væru um margt úrelt. Þau miðuðust
við verkfallsrétt opinberra starfs-
manna eins og hann var. Eðlilegt
væri að aðlaga hann breyttum að-
stæðum, ekki síst þar sem stór hluti
bankamanna starfaði hjá einkarekn-
um bankastofnunum og mikil um-
ræða væri um einkavæðingu ríkis-
bankanna.
Friðbert sagði að samkvæmt nú-
gildandi lögum þyrfti verkfall banka-
manna að eiga sér um eins mánaðar
aðdraganda. Ríkissáttasemjari hefði
auk þess mikið vægi. Hann gæti tek-
ið ákvörðun um að fresta verkfalli
bankamanna í allt að 15 daga meðan
hann undirbyggi sáttatillögu. Til að
fella sáttatillögu þyrfti 50% þátttöku.
Friðbert sagði að nokkrir samn-
ingafundir hefðu verið haldnir með
bönkunum síðan samningar urðu
lausir um síðustu áramót. Viðræður
væru tiltölulega stutt á veg komnar.
ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411
frá
27.997,-
• Þvottamagn 4,5 kg.
• Kalt loft síðustu 10 mín.
• Snýr í báðar áttir
• Rofi fyrir viðkvæman
þvott
• Með eða án barka
• Frí heimsending ■' Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
c*) Cotyj
Ara.
RAFVORUR
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 17
MULTIMEDIA
Sýning
um helgina
Reynsluakstur í boði
Opiðtilkl.17
= ÓRTÖLVUTÆKNI =
Skeifunni 17, sími 568 7220
SttrogitstHbtMfr
- kjarni málsins!
n.-
S*I»
->1
’IU
-k.
TS
iaf
Bt
zn
61
-6
íjí
■ir
Ib
-n
-i(
.TJ
fi.1
nL
&
-í
$>(
iJ)
Or
'ie
}jí)hk?ldm
-
bN b g>,J
UM 300 VÖRUR Á
FRÁBÆRU VERÐI
OGALLAR
HINAR LÍKA
OPIÐ
vctð<- ct *** UW
*&**£Zm
HELGINA