Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 45 Frá Bretlandi til Frakklands: Parlez vous fran§ais? Meðal annarra orða Um leið og við gerum kröfu um ensku sem alþjóðlegt samskiptamál erum við, að áliti Njarðar P. Njarðvík, að afhenda ensku- mælandi þjóðum eins konar yfírburði. Kennaraháskóli Islands mennti kennara allra skólastiga ÞAÐ er ekki löng leið frá Bret- landi til Frakklands, en umskipti eru veruleg, ekki síst fyrir íslend- ing, því að Frakkland er okkur undarlega fjarlægt. Því veldur kannski fyrst og fremst tungumál- ið. Algengt er að heyra kvartað undan því, að Frakkar tali ekkert annað tungumál en frönsku. „Þeg- ar maður kemur á flugvöllinn í París, þá talar enginn annað en frönsku," segir fólk mæðulega. „Já,“ svara ég, „og þegar þú kem- ur á Heathrow-flugvöllinn við London, tala menn þá eitthvað annað en ensku?“ „Nei,“ er þá svarað, „en það er allt annað mál.“ Þetta er auðvitað dálítið ein- kennileg afstaða og segir kannski meira um okkur en Frakka. í henni felst í rauninni, að eðlilegt sé að gera meiri kröfur um tungumála- kunnáttu Frakka en Breta. En er það sanngjarnt? Vitaskuld ekki. Og reyndar er mér sagt, að miklu fleiri FYakkar tali ensku en Bretar frönsku. Sjálfkrafa yfirburðir Þegar íslendingar kvarta undan því að aðrar þjóðir tali ekki ensku, þá felst um leið í því yfírlýsing um hin geysimiklu áhrif enskrar tungu og breskrar, en þó umfram allt amerískrar menningar á ís- landi. Við tölum flest öll einhveija ensku. En um leið og við gerum kröfu um ensku sem alþjóðlegt samskiptamál, þá erum við jafn- framt að afhenda enskumælandi þjóðum eins konar yfirburði. Þá erum við að segja það eðlilegt, að enskumælandi menn mæti öðrum á sínum forsendum og aðrir eigi að mæta þeim á þeirra forsendum. Sá sem talar móðurmál sit hefur sjálfkrafa yfirburði. Finnskur vin- ur minn Antti Tuuri sagði einu sinni: „Þegar ég tala móðurmál mitt, þá segi ég það sem ég vil. Þegar ég tala annað tungumál, þá segi ég það sem ég get.“ Ég heyri landa mína líka stund- um kvarta undan því, að Frakkar séu stirðlyndir og afundnir, ef þeir reyni að tala ófullkomna frönsku. Því hef ég aldrei kynnst, og er ég þó oft í Frakklandi. Ég hef aldrei vitað til annars en að þeir kunni að meta það, að ég reyni að tala tungu þeirra. En það er auðvitað ekki sama hvemig það er gert. Frakkar gera aðrar og meiri kurteisiskröfur í samskiptum en við, og sýna um leið meiri kurt- eisi. Stolt þjóð Frakkar eru stolt þjóð, hreyknir af menningu sinni og unna tungu sinni heitt. í þeim tilfinningahita sínum eru þeir sannfærðir um að ekkert tungumál taki frönsku fram um fegurð og fjölbreytni í tjáningu. Og þrátt fyrir fjölmenni þjóðar sinnar bera þeir ákveðinn ugg í bijósti um framtíð franskrar tungu og franskrar menningar. Ógnunina sjá þeir í bresk-amerísk- um áhrifum, ekki síst vegna yfir- burðastöðu í fjölmiðlun og skemmtiiðnaði. Þetta gekk svo langt, að sú hugmynd kom fram að banna ensk orð í opinberum fjölmiðlum. Það tókst að vísu ekki, en sýnir okkur að hreintungu- stefna er víðar til en á íslandi. Fyrir bragðið er allt erlent efni í sjónvarpi talsett, og svo er al- mennt einnig um kvikmyndir, sem sýndar eru í kvikmyndahúsum. Þegar við hjónin fluttum okkur frá Bretlandi og hingað til Suður- Frakklands urðu umskiptin því mikil. Við getum að vísu hlustað á fréttir frá BBC World Service á stuttbylgju, en að öðru leyti heyr- um við ekkert nema frönsku í út- varpi og sjónvarpi, því að í íbúð okkar höfum við ekki aðgang nema að fjórum frönskum sjón- varpsstöðvum. í rauninni er þetta ágætt fyrir okkur, af því að við erum komin hingað öðrum þræði til þess að bæta kunnáttu okkar í frönsku. Tungumálakunnátta lykill Skortur á frönskukunnáttu okk- ar íslendinga felur einnig í sér vanþekkingu á frönsku þjóðfélagi og franskri menningu, því að tungumálakunnátta er lykill að sérhveiju þjóðfélagi. Þótt ég þyk- ist sæmilega að mér, svona al- mennt séð, þá finn ég sárt til þess, hvað ég veit í rauninni lítið um franskt samfélag. Ég kann auðvit- að skil á meiri háttar atburðum í franskri sögu og get nefnt helstu þjóðarleiðtoga og klassíska höf- unda, málara og tónskáld. En þeg- ar ég stend svo allt í einu frammi fyrir hinu lifandi samfélagi Frakka og geysilega gróskumiklu menn- ingarlífi, þá veit ég, og ég held við íslendingar almennt, alltof lítið um þá sem setja svip sinn á franska samtíð. Það er auðvitað heppilegt að vera hér meðan stendur yfir baráttan um forseta- embættið, því að það skýrir stjórn- málin býsna vel. Én það þarf lengri tíma til að kynnast frönsku menn- ingarlífi. Þessi reynsla vekur hjá mér þá hugsun, að þau menningaráhrif, sem berast til íslands, séu alltof einhæf og alltof bundin enskumæl- andi svæðum. Með síauknum áhrifamætti Evrópusambandsins, þar sem ekkert eitt tungumál er alls ráðandi, mun okkur verða mikil nauðsyn að leggja aukna áherslu á kennslu í öðrum tungu- málum en ensku, einkum þýsku og frönsku. Þótt við getum ekki gerst aðildarríki Evrópusam- bandsins, þá munum við eiga við þau mikil samskipti. Og til þess að eiga samskipti við þjóð er nauð- synlegt að þekkja vel til hennar og skilja hana. Og enginn getur kynnst þjóð að neinu marki nema skilja og tala tungu hennar. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands en dvelst sem stendur við rannsóknir og ritstörf í Montpellier. UM hríð hafa allflestir nemend- ur sem fengið hafa inngöngu í Fósturskóla íslands verið með stúdentspróf. Það þýðir að þeir hafa skráð sig í framhaldsskóla eftir að hafa lokið námi frá fram- haldsskóla. Nám Fósturskólans hefur færst aé meir að háskólanámi en skólinn er enn skilgreindur á framhaldsskólastigi. Eitt helsta baráttumál leikskóla- kennarastéttarinnar síðastliðin 15 ár hefur verið að sameina menntun uppeldisstétta með stofnun Upp- eldisháskóla þar sem menntun kennara allra skólastiga fari fram. Félagið hefur bent á mörg atriði sem mæla með slíkri sameiningu. Þar má nefna sameiginlegan námsgrunn sem mið- ar að samvinnu kenn- ara á öllum skólastig- um og gagnkvæmri þekkingu á störfum hvers annars og stuðlar þar með að samfellu í lífí og starfí barna. Einnig að það geti auðveldað fólki að afla sér menntunar til kennslu á fleiri en einu skóla- stigi, sem veitir meðal annars meiri víðsýni og að menntun uppeldis- stétta verður sambærileg. Uppeld- isháskóli eykur svo og möguleika á samnýtingu húsnæðis og búnaði skólanna svo sem bókasöfnum og öðrum tækjakosti til rannsóknar- starfa. Möguleiki leikskólakennara á að ljúka framhaldsnámi hérlend- is eykst og þannig geta leikskóla- kennarar sinnt kennslu- og rann- sóknarstörfum innan eigin fræði- greinar. Leikskólauppeldi er sér- tæk fræðigrein og er ólík bæði því uppeldi sem fram fer á heimilum barnanna og í grunnskólum. Menntun leikskólakennara þarf að vera í nánum tengslum við rann- sóknarstofnanir sem stunda rann- sóknir á sviði uppeldis- og leik- skólamála. Stjórnmálalag viðhorf Á undanförnum árum hafa menntamálaráðherrar tveggja rík- isstjórna markað svipaða stefnu um að sameina menntun kennara á öllum skólastigum. Senn líður að því að landsmenn gangi að kjör- borðinu og kjósi sér forystu til að stjórna landinu. Félag íslenskra leikskólakennara ritaði kosninga- stjórum allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu til Alþingis nú í vor og bað um svör við eftirfar- andi spurningum: 1. Á hvaða skólastigi telur flokkurinn að menntun leikskóla- kennara eigi að vera? 2. Hver er skoðun flokksins á hugmyndum um uppeldisháskóla? 3. Hvernig telur flokkurinn að hægt sé að leysa leikskólakennara- skortinn? 4. Hyggst flokkurinn beita sér í þessum málum á næsta kjörtíma- bili? Ef svo er, þá hvernig? Svör bárust frá eftirfarandi flokkum: Fyrir hönd Alþýðubanda- lags svaraði Svavar Gestsson. Fyr- ir hönd Þjóðvaka svaraði Svanfríð- ur Jónasdóttir. Fyrir hönd Fram- sóknarflokks svaraði V algerður Sverrisdóttir. Fyrir hönd Kvenna- lista svaraði Guðný Guðbjörnsdótt- ir. Of langt mál væri að gera ítar- lega grein fyrir þeim svörum sem félaginu bárust og því verður að- eins stiklað á stóru. Svörin eru hins vegar birt í fullri lengd í Fréttabréfi leikskólakennara 2. tbl. 1995. Alþýðubandalag 1. í stefnu menntamálaráðu- neytisins Til nýrrar aldar, sem við höfum í raun fallist á, höfum við gengið út frá því að þessi menntun verði á háskólastigi. 2. Ég get tekið undir meginnið- urstöðuna en hef ekki mótað mér skoðun á einstökum atriðum skýrslunnar. 3. Það er auðvitað ekki unnt nema með því að: a) halda áfram öflugu starfi Fóstur- skólans og tryggja fag- leg gæði þeirrar menntunar sem þar er veitt, b) halda áfram myndugu starfi við dreifða og sveigjanlega fóstrumenntun sem var komið á fyrir baráttu leikskólakennara og ráðuneytisins í tíð síð- ustu ríkistjórnar og c) með því að grípa ekki til þess ráðs að hraðútskrifa fólk með lakari menntun en nauðsynleg er talin nú fyrir leik- skólakennara. Það er hins vegar hætt við því að leikskólakennurum gæti beinlínis fækkað við að taka námið inn í uppeldisháskóla og á því þarf að taka. 4. Já. Meðþví að byggja áþeirri stefnu sem mótuð er í fram- kvæmdaáætluninni Til nýrrar ald- ar og því sem gerst hefur síðan. Þjóðvaki 1. Þjóðvaki telur að menntun leikskólakennara eins og annarra uppeldisstétta, eigi að vera á há- skólastigi. 2. Þjóðvaki mun fylgja eftir hugmyndum um uppeldisháskóla. 3. Leikskólakennaraskorturinn verður ekki leystur nema á lengri tíma og með því að það verði eftir- sóknarvert af fleiri ástæðum en hugsjónarástæðum að annast um og kenna ungu kynslóðinni. Þar vega starfskjörin og sú virðing sem starfíð nýtur þungt. 4. Þjóðvaki mun fylgja eftir hugmyndum um uppeldisháskóla. Framsóknarflokkur 1. Staðreyndin er sú að þessi menntun hefur verið að færast meira og meira upp á háskólastig- ið og er í raun aðeins orðin spurn- ing um framkvæmd hvenær hún fer alfarið á háskólastig. 2. Komist Framsóknarflokkur- inn til valda mun hann nýta þá vinnu sem liggur fyrir til undirbún- ings stofnun uppeldisháskóla. 3. í því sambandi er mikilvægt að fjölga leikskólakennaranemum og endurskoða starfskjör leikskóla- kennara. Það hefur sýnt sig að það eru meiri líkur á því að fólk sem stundar nám á landsbyggðinni setj- ist þar að til frambúðar. Því teljum við ráðlegt til að vinna gegn þessu vandamáli á landsbyggðinni, að hefja jafnframt leikskólakennara- nám úti á landi og mætti nefna Háskólann á Akureyri í því sam- bandi. 4. Já. Komist Framsóknarflokk- urinn í ríkisstjóm mun hann vinna að málefnum leikskólakennara. Á síðasta Flokksþingi framsóknar- manna, sem haldið var í nóvember sl. var ákveðið að útgjöld ríkissjóðs til menntamála skuli hafa forgang og á það að sjálfsögðu einnig við um leikskólann. Kvennalistinn 1. í stefnuskrá samtakanna fyr- ir komandi kosningar segir ekkert um að breyta skuli þeirri menntun sem leikskólakennarar fá nú, enda er það skoðun okkar að Fóstur- skóli Islands hafi veitt leikskóla- kennurum trausta menntun og þess vegna sé ekki þörf á miklum breytingum. Það er þó umhugsun- arverð staðreynd að í raun eru flestir nemar í Fósturskóla íslands með stúdentspróf, því er margt sem mælir með að viðurkenna formlega að þetta nám krefjist stúdentsprófs og sé samkvæmt þeirri viðmiðun á háskólastigi. Það sem helst mælir gegn því að færa menntun leikskólakennara á há- skólastig er að við það mun mennt- unin verða dýrari, m.a. vegna rannsóknaskyldu kennara, og að þá mun starfsmenntaleiðum á framhaldsskólastigi sem höfða til stúlkna fækka. 2. Hugmyndir um uppeldishá- skóla eru mjög áhugaverðar og þess virði að þróa þær áfram í tengslum við nýja löggjöf um há- skólastigið í heild. Ef af stofnun nýs uppeldisháskóla verður, á Menntun leikskólakenn- ara, segir Guðrún Alda Harðardóttir, þarf að vera í nánum tengslum við rannsókn- arstofnanir. menntun leikskólakennara að flytj- ast þangað. 3. Ein leið til að leysa skortinn er að hækka launin þannig að þeir leikskólakennarar sem hafa menntað sig haldist í starfí. Önnur leið er að hafa fjarnám í svipuðum farvegi og tíðkast hefur í Fóstur- skóla íslands. Þriðja leiðin er að taka upp nám á fleiri stöðum á landinu t.d. við Kennaradeild Há- skólans á Akureyri ef það verður á háskólastigi eða í völdum fram- haldsskólum úti um land. Einnig kæmi til greina að bjóða upp á tvenns konar menntun, þ.e. annars vegar á framhaldsskólastigi og hins vegar á háskólastigi, en slíka stefnumörkun yrði að vinna í sam- ráði við Félag íslenskra leikskóla- kennara. 4. Menntamálin eru allt i senn uppeldismál, jafnréttismál og efna- hagsmál og Kvennalistinn mun beita sér fyrir bættu menntakerfí á næsta kjörtímabili sem hingað til ef hann fær til þess kjörfylgi og völd. Síðastliðin ár hefur verið starf- andi nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins sem fjallað hefur um rammalöggjöf fyrir kennara- menntun. Nefndin hefur nýlega skilað skýrslu til menntamálaráð- herra og leggur til að Fósturskól- inn, Þroskaþjálfaskólinn, íþrótta- háskólinn á Laugarvatni verði sameinaðir Kennaraháskóla Is- lands. Félag íslenskra leikskóla-- kennara fagnar þessum niðurstöð- um. Ef marka má ofangreind svör stjórnmálaflokkanna, má ætla að þessari vinnu verði framhaldið og frumvarp þess efnis verði lagt fram til samþykktar á Alþingi nk. haust. Höfundur er formaður Félags íslenskra leikskólakennara. Guðrún Alda Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.