Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kvótakerfið Vanskapnaður, sem er svo vitlaus, að ekki er hægt að hætta þó í óefni sé komið? Það er fyrst nú eftir tíu ár, sem menn eru almennt að byija að átta sig á eðli þeirrar ófreskju sem kvótakerfið er. Ófreskju, sem í reynd hefur í stað uppbyggingar eytt þeim fískstofnum, sem vernda átti. Fyrir tíu árum, þegar kvóta- kerfrnu var þröngvað upp á þjóðina eftir markvissa uppbyggingu skrapdagakerfisins með stoppdög- um og tegundastýringu, upphófst sú skálmöld, sem varað hefur síð- an. Höfundar og fylgjendur kvót- ans áttu fyrsta leik, í stað þess að sækja „drasl“-fisk suður fyrir land á vetrum, eins og þeir neydd- ust til í gamla kerfinu, var nú hægt að sópa upp afrakstri skyndi- lokana á mjög þægilegan hátt rétt við „bæjardymar“. Enda stóð ekki á kvótakaupum norður fyrstu árin og voru menn lofaðir fyrir dugnað og framsýni. En bullið gat ekki gengið. Þorsk- stofninn hrundi og stórfelldur nið- urskurður á þorskkvóta ásamt dul- búinni sóknarstýringu tók við. Miklar takmarkanir urðu til þess að bijálæðisleg sókn í aðra stofna hófst. Komnar voru aðrar áherslur með nýrri tækni og nýjum skipum. Hafín var heilsárs sókn í grálúðu, sem áður hafði aðallega staðið á vorin. Gömlu slóðirnar þurrkuðust upp fljótlega og var þá farið dýpra en allt bar að sama brunni afli minnkaði ár frá ári og ef mér skjátlast ekki, sem ég þó vona, er stofninn mjög illa farinn. Síðustu ævintýri og afglöp, sem af kvótavitleysunni hljótast, eru nú orðin þeim mönnum ljós, sem þora og vilja ganga með opin aug- un. Hrygningarstofn djúpkarfans í skeija- dýpi hefur nánast hrunið á þeim þremur til fjórum árum, sem þar hafa verið stund- aðar gloríuveiðar. Gloríutroll eða risa- flottroll er ein stærsta bylting sem sést hefur á síðari árum og eiga hönnuðirnir lof skilið. En því miður eru auð- lindir hafsins ekki ótakmarkaðar og á þetta risatroll ekkert erindi fyrir innan land- helgismörkin og allra síst til karfaveiða, það er hrein rányrkja. Menn hafa stungið höfðinu í sandinn og reynt að réttlæta þessar veiðar með til- vist kvótakerfísins og virðast þess- ir menn loka augunum fyrir þeim staðreyndum að hrun hefur orðið á stofninum í Skeijadýpi og sama er upp á teningnum þar sem troll- ið hefur verið notað annars staðar í landgrunnsköntunum. Af hverju stöndum við nú tíu árum seinna með þessa harmsögu að baki? Við upphaf kvótans misst- um við stjórn á veiðunum. í stað skynsamlegrar uppbyggingar skrapdagakerfisins kom sefjun. Útgerðir með óveidda kvóta eru eins og soltin dýr og ekki að spyija sé kvótinn aðkeyptur. Sögur um einnar sortar skip, sem henda óæskilegum tegundum í sjóinn, gerast háværari með hveiju ári og hef ég heyrt nóg til að sannfærast um að sá ósómi er stundaður í rík- ara mæli en margir ætla. Eðli kvót- ans sem stjórntækis til stjórnar veiðum á mörgum botntegundum samtímis, er það að eyra engu þangað til kvótanum er náð, burt séð frá því ástandi, sem sá og sá fiskstofn er í hveiju sinni. Þetta er það, sem við höfum séð gerast á miðunum undanfarin ár, en vegna þröngsýni og hagsmunagræðgi, virðumst við ekki geta snúið af þessari óheillabraut. Það má undrun sæta að það skuli nú vera orðið hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að keyra áfram þetta kerfi. Við upphaf fiskveiði- stjórnunar var markmiðið að refsa skussanum og færa sóknarheimild- ir í hendur þeirra, sem betur gerðu, en í staðinn er það flokkur einka- framtaksins, sem hyglar þeim skræfum, sem ekki þora að standa jafnfætis öðrum hvað varðar sókn- arfæri. Hyglar útgerðum, sem þrátt fyrir einkarétt að auðlind þjóðarinnar í tíu ár þurfa nú í öllu „hagræðinu“ að fá heimild til að veðsetja óveiddan fisk „þjóðarinn- ar“ í sjónum. Það var vart á bullið bætandi. Ekki er nóg í stéttlausa landinu að nú mæti tvö börn saman í skól- ann í fyrsta sinn, annað með sjálft sig og hæfíleika sína en hitt með lögskipaðan arf frá ríkinu upp á t.d. 500 eða jafnvel 1.000 millj. Var einhver að segja af sér ráð- herradómi fyrir siðleysi? Vita menn á alþingi yfírleitt hvað siðleysi er? Það má breyta þessu ástandi ef menn vilja og þrátt fyrir ógnvæn- legar yfírlýsingar Halldórs Ás- gímssonar o.fl. um að engin leið önnur en þessi ósómi sé fær þá Ólafur Örn Jónsson sýndu afiaárin ’83 og ’84 hversu vel hafði tekist til við uppbyggingu í skrapdagakerfinu, og ætti að vera ljóst hversu miklu betri stoppákvæðin yrðu nú, þegar við höfum öðlast reynslu í utanlög- söguveiðum, og víst má vera létt verk að breyta stoppákvæðunum kerfisins þannig að stoppin nýttust skipunum sem best til þeirra veiða. Mín skoðun er sú að, ef passað yrði vel upp á smáfisk og gegndar- laust seiðadráp rækjuskipa afnum- ið, ætti ástand fiskstofna að batna það mikið að eftir 3-5 ár mætti beita hér þeim flota, sem við nú eigum, innan landhelginnar með eðlilegri sókn. Væri farin sú braut gætum við kvatt þær illvígu deil- ur, sem farið hafa vaxandi í tíð Kvótakerfið hefur ekki, að mati Olafs Arnar Jónssonar, skilað Norð- ursjávarþjóðum neinu í áralangri baráttu fyrir uppbyggingu fískistofna. kvótakerfisins, því á sóknarmarki sitja allir við sama borð hvað sókn- arfæri varðar og stefnu framsókn- armanna um að sumir séu jafnari en aðrir í þessu landi yrði að end- ingu hafnað. Einhveijir hafa haft uppi þau rök, að bæta þyrfti mönn- um kvótamissinn, ef annað kerfi væri tekið upp. í því sambandi vil ég minna menn á söguna af Ein- ari Benediktsyni er hann seldi norðurljósin. Skildist mér á sögu þeirri að kaupandinn hefði goldið sinna eigin gerða. Nú liggur á borði sjávarútvegs- ráðherra skýrsla um tillögur til úrræða gegn útkasti fisks og lönd- un framhjá vigt frá sambands- nefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar. Öll vandamálin, sem upp koma í skýrslu þessari, mætti leysa með því að taka hér upp skrapdagakerfí eða sóknar- mark í einhverri mynd. Að öðrum kosti er verið að innleiða hér lög- regluaðgerðir til þess að viðhalda kvótakerfi, kerfí sem rústað hefur þorskveiðum Kanadamanna og ekki hefur skilað Norðursjávar- þjóðum neinu í áralangri baráttu við uppbyggingu fiskstofna í Norð- ursjó. Það verður að spyija það fólk, sem á alþingi situr, og af ein- hveijum annarlegum hvötum styð- ur þennan óskapnað, hvort það hefur skoðað endinn á því bulli, sem búið er að troðast áfram með í tíu ár, til stórskaða fyrir íslenskt þjóðfélag og þjóðfélagsmynd. Framtíðarsýnin í viðjum kvótans getur aðeins verið áframhaldandi reiðileysi. Öll þau vandkvæði, sem við sjáum í dag eru þess eðlis, að þau eiga eftir að aukast og þyngj- ast í vöfum svo að frekari dráttur á afmámi kvótans er eingöngu til óþurftar fyrir þjóðina og ama okk- ur sem höfum þurft að stunda at- vinnu okkar í þessu fáránlega afsk- ræmi af fiskveiðistjórnun. Aðgerð- in er ekki flóknari en það, hvað sem hver segir, „að afnema hvót- ann og afskrifa tíu ár í fískveiði- stjórnun", og byija uppá nýtt þar sem frá var horfíð fyrir tíu árum. Að sjálfsögðu yrðu sveiflur í veiði það eru sveiflur í náttúrunni hag- fræðin verður bara að lifa við þær eins og við hinir. Minni fiskur eitt árið og meiri það næsta er betra en lítill fiskur alltaf eins og við á suðvesturhorninu og fleiri horfum uppá á næstu árum, með nú ríkj- andi kerfi. Ráði „nútíma rekstrar- stjórar" ekki við sveiflurnar gætu þeir ráðið sig í að telja hænur eða eitthvað viðráðanlegra og látið þá, sem taka þjóðarhag fram yfir stundarhagsmunagæslu um að sveiflast í sjávarútvegi. Höfundur er skipstjóri á togarnnum Viðey. Sj ónhverfingar og sannleikur KENNARAVERKFALL hefur •senn staðið í þijár vikur. Fjölmarg- ir nemendur og foreldrar hafa á síðustu dögum rætt við mig og aðra kennara um verkfallið og af- leiðingar þess. Sama spuming brennur á öllum: „Hvers vegna semjið þið ekki?“ Þessari spurningu fylgja svo gjarnan glósur um þver- lyndi kennara og afskiptaleysi þeirra í garð nemenda. Sannleikurinn er sá að kennar- ara vilja umfram allt semja og það strax. En kennarar eru ekki tilbún- ir til að semja um hvað sem er. Ríkisvaldið hefur haft ærinn tíma til að semja við kennara en kýs þess í stað eins og oft áður að efna til átaka við starfsmenn sína. Kennarar skilja líklega flestum öðrum betur vanmegna gremju nemenda sem sjá framtíð sinni stefnt í óefni, lamandi vonleysi þeirra sem bíða í algerri óvissu um árangur margra ára starfs og brennandi heift þess sem að ósekju má þola að vera sviptur lögbundn- um réttindum. Því lengur sem þetta umsátursástand dregst því dapurlegri og erfíðari verður staða nemenda. Þær heitu og þungu tilfinn- ingar sem verkfállið hefur vakið hjá nem- endum og foreldrum hafa þó enn ekki brot- ist fram í skipulegum aðgerðum þeirra. í forgarði helvítis Kennarar hafa oft reynt að ná samning- um- á síðustu árum án þess að efna til verk- fallsaðgerða. Þær til- raunir hafa allar farið á einn veg. Ríkisvaldið hefur ævin- lega þverneitað að fallast á neinar sérkröfur kennara heldur boðið klippt og skorið það sem samist hefur um undir merkjum „þjóðar- sáttar". Við slíkar aðstæður hafa fulltrúar kennara rætt við samn- ingamenn ríkisins um launaleið- réttingar sem fylgja margvíslegum breytingum sem orðið hafa á skólastarfi. Mánuð eftir mánuð hafa kennarar mætt á samningafundi til að hnika málum sínum áleiðis til þess eins að heyra sömu svörin, sömu afneitunina frá ríkisvaldinu. Þrátt fyr- ir að stjórnvöld hafi löngu viðurkennt að kennarar hafa dregist aftur úr í launum og þrátt fyrir að ljóst sé að breytingar á skóla- kerfinu kalla á meiri vinnu kennara hefur ekki verið vilji til að leiðrétta kjör þeirra. Langtímum saman hafa kennarar beðið þess, samningslausir að ríkisvaldið efndi heit sín um að efla menntun í land- inu. Kennarar eru búnir að fá nóg af þessari bið í forgarði helvítis, þar sem aldrei gerist neitt. Þess vegna boðuðu þeir til verkfalls 17. febrúar. Heimtufrekja kennara Laun kennara eru nú lægri en annarra sambærilegra hópa sem starfa hjá ríkinu. Það er staðfest í opinberum gögnum og viðurkennt af öllum, jafnvel Samninganefnd ríkisins. Kennarar vilja fá þennan mun leiðréttan skilyrðis- og undan- bragðalaust. Hnífamenn í ríkisstjórn og á þingi hafa á liðnum árum keppst við að skera niður fé til mennta- * * WÉV 'ELL/ 5 88 55 22 Ársæll Friðriksson mála og annarra nytsamlegra hluta. Þessi stefna, sem frekar ætti að kenna við svelti en niður- skurð, hefur leitt til þess að nem- endur í grunnskólum fá mun færri kennslustundir nú en fyrir áratug. Þrátt fyrir færri kennslustundir hefur námsefnið ekki minnkað, þvert á móti hefur það stóraukist. Nú er svo komið að allstór hluti grunnskólakennara nær ekki að inna af hendi kennsluskyldu sína þótt hann annist algerlega eina bekkjardeild. Sveltistefnan hefur leitt til þess að kennslustundum hefur fækkað verulega, kröfur til nemenda og þó enn frekar kennara hafa aukist en kennsluskyldan er sú saman. Þannig hefur kennari t.d. 29 stunda kennsluskyldu á viku en nemendur í vissum árgöngum Beitum áhrifum okkar til að knýja fram samn- inga þegar í stað, segir Arsæll Friðriksson, og tryggjum vinnufrið í skólum landsins. fá aðeins 26 stundir. Af þessum sökum og öðrum breytingum .á skólastarfí, sem krefjast aukinnar vinnu af kennurum, vilja kennarar að kennsluskyldan verði lækkuð, þannig að það teljist fullt starf að kenna og hafa umsjón með einni bekkjardeild. Þetta eru meginkröf- ur kennara: Launaflokkahækkun til að færa kjör þeirra til samræm- is við aðra háskólamenntaða ríkis- starfsmenn og lækkun kennslu- skyldu sem leiðir af breyttu skóla- starfí. Sjá, allt þetta mun ég gefa þér! Smaningamenn ríkisins hafa boðið kennurum nokkra launa- hækkun gegn því að starfsdögum þeirra fjölgi. Þessa auknu vinnu á þó alls ekki að greiða fullu verði, fjarri því. Þetta telja þeir leiðrétt- ingu til samræmis við aðrar stéttir og hlýtur hver heilskyggn maður að sjá í gegnum þessar klaufalegu sjónhverfíngar. Hvaða leiðrétting felst í því að bjóða aukna vinnu á smánarkjörum? Þá hafa samningamenn ríkisins krafíst þess að bundnum viðveru- tímum verði fjölgað verulega. Slík binding þýðir í raun ekkert annað en aukið vinnuframlag kennara en fyrir það á ekki að greiða neitt. Ofan á þessi kostaboð býðst okk- ur að fá sömu hækkanir á launum og náðust fram í samningum VSÍ og ASÍ. Að endingu er vert að nefna þá staðreynd að meginhluti þeirra launahækkana sem í boði eru koma ekki til framkvæmda fyrr en Iangt er liðið á næsta ár. Kemur þér þetta við? Þrátt fyrir að verkfall kennara skaði nám fjölmarga nemenda heyrist lítið í þeim og enn minna í foreldrum. Nemendur, foreldrar og aðrir sem láta sér annt um menntun og skólastarf í landinu verða að slást í lið með kennurum og krefjast samninga strax. Samninganefnd ríkisins starfar í umboði fjármálaráðherra og ríkis- stjórnarinnar allrar. Það er því eðli- legt að ráðherrar, og þá einkum ráðherrar fjármála og menntamála, séu kallaðir til þeirrar ábyrgðar sem þeir hafa tekist á hendur og sýni í verki að tal þeirra um gildi menntunar er ekki bara orðin tóm. Þetta Verkfall kemur okkur öll- um við. Foreldrar, nemendur og kennarar beitum áhrifum okkar til að fá samninga strax. Þannig tryggum við vinnufrið í skólum landsins sem er forsenda öflugs skólastarfs og menntunar. Höfundur er kennari og á sæti í fulltrúaráði HÍK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.