Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 1. APRÍL1995 23 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Opið í Kringlunni um helgina NÚ um helgina verður opið í Kringlunni bæði á laugardag og sunnudag. í Kringlunni eru nú komnar páskaskreytingar og páskaungarnir farnir að synda í suðurbrunninum við hrifningu yngri kynslóðarinnar. A sunnudag verðar strumparn- ir frá Nóa-Síríus á ferðinni og bjóða viðskiptavinum páskaglaðn- ing og sýning á íslenskri hús- gagnahönnun frá Desform sem Kristinn Brynjólfsson er hönnuð- ur að. Afgreiðslutími á laugardag er frá kl.10-16 og á sunnudaginn er opiðkl. 13-17. Itölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Lampar yfir 100 gerðir \/B3c y vKRISTALL Faxafeni v/Suðurlandsbraut Sími 684020 réfó kKRISTALL Kringlunni Sími689955 Lengra líf hjá blómum mörg saman í vasa. Sé blóm farið að visna má reyna að skera stilk og setja í heitt vatn. Blómið er síðan látið bíða á dimmum stað, þar til vatnið hefur kólnað. Þá er það fært í kalt vatn. TIL AÐ lengja líf afskorinna blóma ætti að skera stilka á ská með mjög beittum hnif, áður en blómin eru sett í vatn. Mary Ellen Pinkham og Pearl Higginbotham gefa ýmis hús- ráð í Húsráðahandbókinni, meðal annars um hvemig unnt er að lengja þann tíma sem afskorin blóm standa vel. Ef skorið er upp í enda á þykkum stilkum, á blómið auðveldara með að sjúga í sig raka. Mikilvægt er að láta stilkana liggja í vatni meðan skorið er í þá, eða það gert undir rennandi vatni. Annars geta myndast loftbólur, sem hafa slæm áhrif á vatns- rennsli í stilkinn. Best er að íjarlægja blöð, sem fara undir vatnsborðið, því rotnandi leifar þeirra hafa eitrandi áhrif á vatnið. Talið er að magnyl-tafia út í vatn- ið, myntpeningur eða ísmoli lengi líf nýafskorinna blóma. Einnig er sagt gott að blanda 2 msk af hvítu ediki og 2 msk af sykri í 1 lítra af vatni. Leikið með liti Nellikur eru sagðar standa lengur ef örlítið af bórsýru er bætt í vatnið. Blóm með löng- um stilkum er hægt að láta standa bein í munnvíðum vasa með þvi að líma glært límband í kross yfir opið á vasanum. Þeir sem hafa áhuga á að skreyta blómin enn frekar en náttúran hefur gert, geta próf- að að stinga blómaleggjum í blöndu af volgu vatni og mat- arlit. Stilkamir sjúga í sig blönduna og næsta dag má gera ráð fyrir ýmsum mynstr- um og nýjum litum á blómunum. Séu stilkar á blómum of stuttir til að þau njóti sín í blómavasa, má prófa að setja drykkjarrör utan um stilkinn til að lengja hann. Edik hamlar vexti gerlagróðurs og sykurinn er góð næring fyrir blómin. Blóm ætti að setja í kæli eða á kaldan stað yfir nóttina. Þau lifa einnig lengur ef þau eru ekki of Nóa-Síríus egg á 1.087 í Bónus í MORGUN, laugardag áttu páska- egg að vera komin í hillur hjá Bónus. Bónuseggin sem vega 375 g kosta 717 krónur en Nóa-Síríus egg sem vega 425 grömm verða seld á 1.087 krónur. Sams konar egg kostaði sl. miðvikudag 1.295 kr. hjá Fjarðarkaupum og 1.359 í Hagkaup. Síðdegis í gær, föstudag hafði Hagkaup lækkað það verð í 1.295 kr. og í Hagabúð fékkst það á 1.250 Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus segir að hvað varðar Bónus sé ómögulegt að segja til um hvort verð þar eigi eftir að lækka meira þegar líður nær páskum eða eins og hann orðar það „Það getur allt gerst“. Almennt virðist verð á páska- eggjum frá öllum framleiðendum vera á ólíku verði eftir verslunum og breytast hratt. ítölsk hvít- lauksblanda FYRIRTÆKIÐ Pottgaldrar setti nýlega á markað ítalska hvít- lauksblöndu. Sigfríð Þórisdóttir, eigandi fyrirtækisins, segir að kryddblandan henti sérstaklega fyrir pasta-rétti og sósur, auk þess að vera tilvalin, ásamt ólífu- olíu, til að kryddleggja kjöt og sjávarafurðir. „Þrjár blöndur Pottgaldra unnu verðlaun árið 1992, í sam- keppni um besta lambakjötsrétt- inn, sem selja átti í kjötborðum verslana,“ segir Sigfríð, „og nú selur Hagkaup tvo þessara rétta. Þar sem Manneldisráð hefur mælt með því að saltnotkun sé stillt í hóf, eru þessir kjötréttir ósaltaðir, þannig að hver og einn getur saltað þá eftir eigin smekk. STARFSMENN íslandsbanka voru sérstaklega þjálfaðir í að kenna heimilisbókhald. Hér eru Anna Carlsdóttir og Sigurjón Finnsson leiðbeinendur. Okeypis námskeið í heimilisbókhaldi ÍSLANDSBANKI býður ýmsum hópum, t.d. félagsmönnum stéttarfélaga og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana, upp á ókeypis námskeið í heimilisbók- haldi. Að sögn Sigurveigar Jóns- dóttur upplýsingafulltrúa jukust fyrirspurnir um slík námskeið í kjölfar átaks í fjármálum heimil- anna, sem félagsmálaráðuneytið, bankar, sparisjóðir og fleiri efndu til 6.-10. mars sl. Námskeið ís- landsbanka eru haldin eftir þörf- um, eina kvöldstund, þijár klst. í senn. Þegar hafa ýmsir hópar lát- ið skrá sig, en 20-25 manns þarf til að fullmanna námskeið. Lögð er áhersla á að gera þátttakendum kleift að skipuleggja sjálfir fjármál og bókhald fjölskyldunnar. Fyrsta námskeið bankans fyrir almenning var haldið í lok febrúar í fyrra og var námskeiðsgjald kr. 1.200 kr., en 2.000 kr. fyrir hjón. Haldin hafa verið fjölmörg námskeið á tíu stöðum á landinu og eru þátttak- endur orðnir á sjötta hundrað. Sigurveig segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að aug- lýsa slík námskeið fyrir almenn- ing, en enn um sinn verði haldið áfram að bjóða upp á ókeypis nám- skeið fyrir hópa. Ný þjónusta í Hagkaup Kjötið steikt fyrir viðskiptavini GULUR bæklingur um meðferð og matreiðslu ýmissa kjöttegunda er nú látinn fylgja innkaupapokum Hagkaups. Völundur Þorgilsson, yf- irmatreiðslumaður Hagkaups, tók saman upplýsingarnar, sem ætlaðar eru þeim sem vilja halda veislur heima. „Bæklingnum verður dreift í verslunum Hagkaups í Reykjavík til að bytja með, en hugsanlega víðar í framtíðinni," segir Völundur. I tengslum við útgáfuna hefur verið ákveðið að bjóða viðskiptavinum matreiðslu á kjöti sem keypt er í kalda borði Hagkaups. „Ef fólk kaupir frosið kjöt, mælum við með að það sé gert nokkrum dögum áður en á að borða það, svo við getum látið það þiðna við bestu aðstæður. Þeir sem kaupa hjá okkur kalkún, geta til dæmis fengið hann úrbeinaðan eða fylltan, án þess að borga nokkuð annað en hráefni. Við bjóðum upp á eina fyllingu, sem seld er eftir vigt og kostar 489 kr. kílóið. Gera má ráð fyrir rúmlega kílói af fyllingu í hvern kalkún." Aðgengilegar upplýsingar í bæklingnum er fjallað um ham- borgarhrygg, roast beef, lambalæri, kjúkling, kalkún, svínakjöt, salöt, sjávarréttasalat, kaldar sósur, auk HAGKAUP ♦Wrf/fH tvisluiHi befmit ♦ Vid t'rttm bér frrir pig 0? iviium Ml níé ♦ tí<) biiftim tillr brmfnió +fermín$ etki útskrijt- rtiÓfirrAu f>ig rúS nkiiir +ihilreiósliimei$tttrar okkur aántoóit i it) umlirhúninfinn HAGKAUP GULUR bæklingur fer ofan í Hagkaupspoka á næstu vikum. þess sem gefnar eru upplýsingar um reyktan, grafinn og maríneraðan lax. „Ég bað fólk, sem segist ekkert kunna að elda, um að lesa leiðbein- ingamar yfir. Það sagðist vel geta notað þær, svo ég held að þær séu aðgengilegar öllum,“ segir Völund- ur. „Ef á þarf að halda erum við matreiðslumeistararnir á staðnum og aðstoðum fólk eftir þörfum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.