Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 01.04.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 37 AÐSENDAR GREIIMAR Sátt um sann gjarnan Lánasjóð - Tillögur námsmanna snúast um sanngirni en ekki fjáraustur MIKIL fækkun varð í hópi námsmanna á háskólastigi í kjölfar gildistöku laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna frá 1992, eða alls um 1.000 námsmenn heima og erlendis. Fækkunin varð þvert á allar spár um stöðuga Ijölgun í námi við þessa skóla um komandi ár. Fækk- un varð í íslenskum skólum þrátt fyrir að fjöldi íslenskra náms- manna erlendis hafi hrakist þaðan frá námi og þessi fækkun varð þrátt fyrir viðvarandi atvinnuleysi og ládeyðu á vinnumarkaði. Nú sjást þess merki að námsmönnum á háskóla- stigi sé farið að fjölga aftur. Þessi fjölgun dregur þó fram einar alvar- legustu afleiðingar hinna nýju laga, því barnafólki og einstæðum for- eldrum á námslánum heldur áfram að fækka. Þetta bendir skýlaust til þess að Lánasjóðnum í sínum nýja búningi mistakist hlutverk sitt, að tryggja jafnrétti til náms á íslandi. Hávær krafa um breytingar Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur komist hressilega á dagskrá Alþingiskosninganna. Og ekki að ósekju. Námsmenn halda á lofti háværri kröfu um að stjórn- málamenn og flokkar bregðist við þeim afleiðingum sem breytt lög um LÍN frá 1992 hafa haft. Fram- bjóðendur flokkanna skiptast nú á skotum. Eins og oft áður eru þau um tölur. I þessari orrahríð er mikilvægt að allir geri sér ljóst að Lánasjóður íslenskra námsmanna snýst ekki um tölur heldur fólk. Hann snýst um möguleika og tæki- færi heillar kynslóðar til að sækja sér menntun. Óumdeildar staðreyndir Lánþegum hjá LÍN fækkaði úr 5.651 í 3.888 við gildistöku nýrra laga um LÍN 1992, eða um 1.763 námsmenn (31%). Lánþegum með börn á framfæri hefur fækkað hlutfallslega mest. Það virðist í full- kominni mótsögn við þær staðhæfingar for- svarsmanna ríkis- stjórnarinnar að fækk- unina megi skýra með því að námsmenn sem ekki hafi þurft á lánum að halda hafi hætt lán- tökum hjá sjóðnum. Óumdeilt að stórir hópar þurfa lán Fjöldi námsmanna á daglega framfærslu síná undir lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Það er óumdeilt að barnafólk, ein- Einstæðir foreldrar og fjölskyldufólk hefur ekki hætt á námslánum „því það þarf ekki á þeim að halda“, segir Dagnr B. Eggertsson. Fækkun þessara lán- þega þýðir því fækkun þeirra í skólum. stæðir foreldrar og fjöldi náms- manna utan af landi á ekki þess kost að leita sér menntunar án öflugs námslánakerfis. Þessir námsmenn hætta ekki á lánum af þeirri ástæðu „að þeir þurfa ekki á þeim að halda“. Ef lánþegum fækkar í þessum hópum er ljóst að það á sér fyrst og síðast skýring- ar í því að barnafólk, einstæðir foreldrar og landsbyggðarmenn treysta sér síður í nám eða hafa hrakist úr skólum. Þótt hægt sé að líta á það sem árangur ef ein- hveijir sem komast af án lána hætta að taka þau hlýtur tilgangur Lánasjóðsins alltaf að vera sá að tryggja hinum sem á honum þurfa að halda sanngjarna meðferð. Barnafólki fækkar Með breytingum á lögum um LÍN hefur tala barnafólks á náms- lánum hrunið úr 2.746 lánþegum árið 1991-92 niður í 1.891 lánþega ári seinna. Þótt heildarfjöldi náms- manna og-skólafólks á námslánum hafi aukist er áframhaldandi fækk- un meðal barnafólks á námslánum. Einstæðum foreldrum fækkar mest Óumdeilt er að námsmaður sem er einn með eitt eða fleiri börn þarf að reiða sig á námslán sér og börnum sínum til framfærslu. Það hefur því lengi verið álitin mæli- stika á félagslegt tillit LÍN hvernig þessum hópi reiðir af. Tölurnar tala hér sínu máli. Þær sýna að hrun hefur orðið hjá þessum hópi. Enginn þeirra sem hér á í. hlut hefur hætt á lánum „því hann þarf ekki á þeim að halda“. Um 42% fækkun einstæðra foreldra á náms- lánum er því minnisvarði um afleið- ingar lánasjóðslaganna frá 1992. Ekki deilt um upphæðir heldur svigrúm Það má segja að það heyri sög- unni til að námsmenn deili við stjórnvöld um upphæðir námslána. Ágreiningurinn stendur um endur- greiðslukjör lánanna, þá furðulegu staðreynd að þau eru eftirágreidd og ekki síst þær ströngu og stund- um óraunhæfu kröfur sem Lána- sjóðurinn gerir um námsframvindu, það litla svigrúm sem hann veitir námsmönnum til að skipuleggja nám sitt sjálfir og dreifa vinnuálagi sínu á heilt ár. Þessi ósveigjanleiki er ekki síst það sem bitnar illa á þeim sem hafa fyrir börnum og heimili að sjá. Lánþegar með börn á framfæri 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1990-91 1991-92 1992-93 1993-94 Alls er fækkunin um 34% frá gildistöku laganna til námsársins 1993-94. Einstæðir foreldrar á námslánum 800 700 600 500 400 300 200 100 0 1990-91 1991-92 1992-93 1993-94 Alls er þetta um 42% fækkun frá gildistöku lagannatil námsársins 1993-94. Mikil fækkun í námi erlendis Breytt löggjöf um LÍN hefur haft gríðarleg áhrif á möguleika Islendinga til að sækja nám erlend- is. Það vekur athygli að fækkunin sem alls er 25% virðist koma jafn- hart niður í þeim löndum þar sem ekki eru skólagjöld (Norðurlönd 25,60% á móti 30% í Bandaríkjun- um) svo skýringarnar liggja aug- ljóslega í verri kjörum, óraunhæf- um námsframvindukröfum og eftirágreiðslum. Mikil fækkun verður í öllum námsgreinum en ekki verður betur séð en að hún bitni hvað harðast á raunvísinda- og tæknigreinum (42% í náttúru- og stærðfræði milli áranna 1990 og 1992). Það sem ekki er síður alvarlegt er að þessi fækkun er- lendis virðist ekki skila sér í auk- inni sókn námsmanna í nám við íslenska skóla. Ekki lengur jafnrétti til náms? Á námsárinu 1993-94, öðru ár- inu sem hin nýju lög eru í gildi, fjölgar lánþegum aftur miðað við árið áður, einnig virðist fjöldi náms- manna vera aftur á uppleið. Fyrst og fremst virðist þar vera um barn- lausa námsmenn að ræða. Því þó að heildarfjöldi námsmanna sé að verða hinn sami og hann var fyrir gildistöku laganna um LÍN, vitna tölur um áframhaldandi fækkun lánþega úr hópi barnafólks og ein- stæðra foreldra um það að sam- setning lánþegahópsins sé að breyt- ast. Það eru alvarleg tíðindi fyrir þá sem hafa í heiðri tilgang lag- anna um LÍN um jafnrétti til náms. Það gera námsmenn. Höfundur erfulltrúi námsmanna í ráðherraskipaðri nefnd um afleiðingar lánasjóðslaganna. Tannlæknar á villigötum ÉG ÓSKA tannlæknadeild Há- skólans til hamingju með fimm- tugsafmælið. Fyrir ekki alls löngu varð frétt- næmt að Háskóli Islands væri kominn undir hungurmörk menntastofnana, á vestrænan mælikvarða, og prófskírteini frá honum nytu minni virðingar en áður. Sýnt þótti að hagurinn breyttist varla til hins betra í ná- inni framtíð. Umræða þeirra sem að málinu komu, snerist um hvort ekki þyrfti að skera niður stórt, þ.e.a.s. heilar deildir, í stað smá- vægilegs narts í hverja deild. Sem sagt: Færri góðar deildir í stað fleiri misgóðra. Tannlæknadeild Háskóla Is- lands varð fyrsta hugsanlega fórn- arlambið. Það er að vísu eðlilegt, hún er langsamlega dýrust í rekstri fyrir Háskólann, kostar tæpa millj- ón á ári fyrir hvern nemanda og útskrifar mjög fáa, um átta á ári. Ótrúlega sannfærandi lýðskrum Þegar kom til tals að leggja hana niður, tókst talsmönnum deil- arinnar með undraverðum hætti að kveða í kútinn menntamálayfir- völd, þingmenn og aðra sem vildu fylgja málinu eftir. Rökin voru þau, að menntun tannlækna hér á landi væri ekki svo kostnaðarsöm, í nágrannalöndum okk- ar væri hún allt að helmingi dýrari og því myndi ríkið árlega þurfa að borga hálfa aðra milljón með hverjutn þeim sem kysi að fara utan að læra til tannlæknis. Þessi sjálfumglaða sannfæring yfirmanna Bormanna íslands um að ríki hljóti alfarið að kosta menntun lærl- inga í greininni á sjálfkræfan hátt vekur upp mjög krefjandi spurn- ingar um skyldur ríkisins gagnvart námsfólki yfirleitt. Höfundur þessarar greinar stundaði nám við bandarískan tón- listarháskóla sl. sumar og fékk lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna til framfærslu, en til stærsta hluta námskostnaðarins, skólagjaldanna, fékkst ekkert nema venjulegt bankalán fyrir um 40% þeirra. Eft- irstöðvarnar þurfti ég að finna sjálf- ur eða sitja heima ella. Af Jóni og séra Jóni Hvers vegna ætti ríkið sjálfkrafa að greiða að fullu skóla- gjöld verðandi tann- lækna, án þess að þeir verði einu sinni varir við það sjálfir, á með- an aðrir námsmenn í útlöndum fá ekki einu sinni lán fyrir skóla- gjöldum sínum? Ég bar þess spurn- ingu einhvern tíma upp við tannlækna- nema sem ég er mál- kunnugur. Hann gerði mér ljósa þá staðreynd að tannlækningar væru mun nauð- synlegri þjóðfélaginu en tilgang- slítil tónvísindi og hljóðfærasláttur án sérstaks markmiðs! Ég vona að forsvarsmenn tann- læknadeildar HÍ séu ekki slíkir óvit- ar að þeir noti rökleysur sem þess- ar til varnar málstað sínum. Hag- nýtt gildi menntunar snýst um framboð og eftirspum. Þörfin á tannlæknum ræðst af fjölda skemmdra tanna í skoltum þjóðar- innar og spurn eftir tónlistarmönn- um er háð því hve margir íslending- Hvers vegna ætti ríkið að greiða full skólagjöld varðandi tannlækna, spyr Sigurður Hrafn Guðmundsson, meðan aðrir námsmenn ytra fá ekki einu sinni lán fyrir skólagjöldum sínum? ar vilja hlusta á þá eða læra tónlist af menntuðu fólki. Auk þess þarf heldur ekki að útskýra fyrir hugs- andi fólki, að háskólamenntun í ýmsum greinum, óháðum markaðs- íögmálum, er jafn eðlileg sjálf- stæðri þjóð og stjórnarskráin. Hvað er opinber aðstoð við námsmenn? Námslán eru verðtryggð sam- kvæmt lánskjaravísitölu. Aðstoðin felst í lægri vöxtum en gengur á almennum markaði. Þau þarf alltaf að greiða upp í topp á endanum. Hér eru dæmi um mismunandi námsaðstoð, en skv. núverandi Sigurður Hrafn Guðmundsson kerfi fellur aðstoð LÍN við flesta nema undir flokk fjögur til sex: 1. Framfærsla og öll skólagjöld greidd af ríkissjóði. 2. Framfærslulán, öll skólagjöld greidd. 3. Framfærslulán og fullt lán fyrir skólagjöldum. 4. Framfærslulán og takmarkað skólagjaldalán (hámark 2.500 dollara fyrir hveija önn, á al- mennum bankavöxtum, til 10 ára mest.) 5. Aðeins framfærslulán. 6. Ekkert lán. Ef tannlæknadeildin yrði lögð niðui', er geit ráð fyrir að allir ís- lenskir tannlæknanemar í útlönd- um færu sjálfkrafa í 1. flokk, á meðan aðrir námsmenn erlendis, geta í núverandi kerfi, prísað sig sæla fyrir að fá að vera í besta falli 4. flokks. Ég ber fyllstu virðingu fyrir tannlæknavísindum og tannlækna- stéttinni. Samt gæti ég aldrei fall- ist á sjálfgefna greiðslu ríkissjóðs íslands til erlendrar menntunar þeirra, sem eiga í vændum ein- hveijar hæstu tekjur íslenskra há- skólamanna, á meðan aðrir skjól- stæðingar LÍN, í t.d. Bandaríkjun- um, geta étið skít. Því legg ég til að umræðan um framtíð tannlæknadeildar HÍ verði tekin upp aftur — á raunverulegum og eðlilegum forsendum. Höfundur er tónlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.