Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGURl. APRÍL1995 59 var hugurinn þar við að við klædd- um okkur nógn vel. Tveir galvaskir stráksnáðar voru í hjarta sínu fegn- ir þegar amma komst að því að þeir höfðu nánast lagst til sunds í pollinum í Kirkjudælinni einn sólrík- an og svalan vordag, þrátt fyrir ísskarir við bakkana. Þá fannst henni ömmu nóg um, ekki væri nokkurt vit að láta sér verða svona kalt. Vala amma kunni þvílík kynstur af sögum, þulum, kvæðum og vísum og alls þess nutum við. Hún hafði góða söngrödd og söng okkur gjarn- an í svefn á kvöldin þegar hún hafði haft yfir kvöldbænirnar. Stundum fór hún með þulur eins og „Stúlkurnar ganga sunnan með sjó“, „Tunglið, tunglið taktu mig“ eða kvaðst á við okkur og kenndi okkur vísur svo við værum liðtæk í leiknum. Kenndi okkur að spila fant og tveggjamannavist, ólsen- ólsen og fleira. Svo bakaði hún bestu kleinur og flatkökur sem fengust. Hún pijónaði á okkur vettl- inga og sokka í tugavís, fallegar lopapeysur og hnéháa reiðsokka, allt eftir óskum hvers og eins. „Verði þér að heillafati, elskan mín,“ sagði hún í hvert skipti þegar hún afhenti nýja flík. Þegar fjórða kynslóðin bættist við naut hún þessa sama. Hún fræddi okkur um forfeður okkar. Einn þeirra var bróðir Fjalla- Eyvindar sem amma minntist oft á. Við nutum góðs af því hvað hún átti gott samband við systur sínar. Þær áttu sumar engin barnabörn og voru ósparar á góðgæti og ger- semar þegar þær komu í heimsókn, svo hýrar og góðhjartaðar gamlar frænkur. Amma var engin kyrrsetukona, hún naut lífsins þótt árin færðust yfir. Hún gaf mikið, hugsaði alltaf fyrst um aðra. Amma varð ekkja á fertugsaldri og valdi það að giftast ekki aftur og lifði lífinu ein með börnum sínum. Það var þó ekki vegna þess að enginn vildi deila sínu með henni, hún kaus að hafa það svona, að vera sjálfstæð og óháð öðrum. Hún hafði gaman af að ferðast, fór til dæmis með öllum afkomendahópnum í útilegu í Borg- arfjörðinn og víðar, í útilegu í Þórs- mörk með einum hópnum og austur á Hornafjörð með hinum, í Hall- ormsstaðarskóg eða þá í orlofsferð- ir ein og sér. Hún naut þess að horfa á fallega hesta og dreymdi alltaf um að komast aftur á hestbak þegar búið væri að laga mjaðmirn- ar. Hún hafði alla tíð gaman af tónlist og fór oft á tónleika, las allt milli himins og jarðar og var vel að sér og víðsýn þrátt fyrir stutta skólagöngu. Amma sinnti heimilisstörfum eft- ir því sem heilsan leyfði síðustu árin en best munum við eftir henni þar sem hún sat í stólnum sínum og pijónaði eða saumaði í og las í bók um leið. Síðustu árin dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu á Ljós- heimum. Þegar hún var um áttrætt voru andlegir kraftar á þrotum, kannski hafði hún gefið samferða- mönnum sínum svona mikið að þá þvarr langt á undan þeim líkam- legu. Nú er hún amma komin á vit .feðra sinna til samfundar við þá sem voru farnir á undan henni, tekin við nýju hlutverki sem hún mun örugglega sinna af sama dugnaðin- um og því sem hún tók sér fyrir hendur í þessu lífi. í dag er hún lögð til hinstu hvílu við hlið afa undir birkitré í kirkjugarðinum í Tungufelli. Nú fer hún sína síðustu ferð upp hreppinn, um Kirkjuskarð- ið, upp Kotlaugamýri framhjá bæj- arlæknum í Skipholti og Ullarhóln- um þar sem hún lék sér og þvoði ullina forðum. Upp Skerslin þar sem •larlhetturnar blasa við og heim að Tungufelli þar sem hún og afi áttu sín bestu ár. Við fylgjum henni en sitjum eftir og minnumst alls þess sem hún gaf okkur, hlýjunnar, visk- unnar og viðhorfanna til lífsins og tilverunnar. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma, og hvíldu í friði. Elín Erlingsdóttir, Valgerður Erlingsdóttir, Loftur Erlingsson. ÞURIÐUR HELGADÓTTIR + Þuríður Helgadóttir frá Kaldbak á Eyrarbakka, var fædd í Súluholtshjáleigu í Viil- ingaholtshreppi 18. febrúar 1904. Hún lést í sjúkrahúsi Suð- urlands 19. mars 1995. Foreldr- ar hennar voru Helgi Jónsson bóndi og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Bróður átti Þuríður, Jón, sem er látinn, eiginkona hans er Halldóra Bjarnadóttir. Þuríður kvæntist 16. febrúar 1929 Guðjóni Guðmundssyni bifreiðastjóra, fæddur 4. sept- ember 1897 dáinn 3. september 1964. Börn þeirra eru: 1) Ingi- mar Helgi fæddur 17. apríl 1930 dáinn 29. nóvember 1937. 2) Inga Kristín fædd 19. apríl 1938, gift Gunnari Ólsen. 3) Alda Guðmunda fædd 20. apríl 1940, gift Jóni Gunnari Gísla- syni. 4) Guðmundur Ingi fædd- ur 24. september 1942, kvæntur Guðbjörgu Víglundsdóttur. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin 13. Utför hennar fer fram frá Eyrarbakkakirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKU Þura mín. Með fáum en fátæklegum orðum langar mig að kveðja þig, þú ert horfin á braut, sofnuð svefninum langa. Ég trúi að nú sért þú í faðmi vina og ástvina, sem farnir voru á undan þér, þú varst svo ljúf og góð, þolinmóð og nærgætin, það var svo gott að eiga þig að. Þau voru mörg sporin mín til þín, ég minnist þeirra góðu daga nú þegar ég stend við dánarbeðið þitt. Þú vildir gera þessi orð að þínum: Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tá'rum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt i gleði ykkar yfir lífinu. (Óþekktur höfundur, Neistar frá sömu sól.) Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. I lifsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. , (Margr. Jónsdóttir) Guð blessi minningu elskulegrar tengdamóður minnar. Guðbjörg. Nú er hún amma okkar dáin. Horfin af sjónarsviðinu en skilur eftir sig minningar um litríka og lifandi konu sem eiga eftir að fylgja og ylja okkur um alla ævi. Það var svo gott að koma og heimsækja þig, við sátum tímunum saman og höfðum um margt að spjalla. Og alltaf var okkur boðið upp á súkku- laðirúsínur eða annað góðgæti. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð St.) Margs er að minnast, marpj er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr spámannin- um.) Við þökkum ailar þær mörgu ánægjustundir sem við áttum með þér. Hvíl þú í friði. Hjördís, Guðjón og Gerða. Elsku amma okkar hefur kvatt þennan heim, og komið er að kveðjustund. Við vitum að nú líður þér vel. Alltaf hafði amma tíma fyrir barnabörnin og langömmu- börnin. Allir urðu að fá afmælis- og jólagjafir, annað tók hún ekki í mál. Guð blessi minningu hennar. Ég heyrði jesú himneskt orð: „Kom hvíld ég veiti þér. þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að bijósti mér.“ (Stef. Thor.) Ingibjörg og fjölskylda, Suðurengi 5. Ástkær langamma okkar er dáin. Þegar ég frétti það, fylltist ég sökn- uði og sorg, en ég veit að núna líð- ur henni vel. Ég man þegar við urðum vettlinga- og sokkalaus, þá varst þú alltaf komin með nýja vettlinga og sokka. Ég vildi geta kvatt þig betur en það er því miður ekki hægt. Sylvía Karen. Nú þegar við kveðjum ömmu hinstu kveðju rifjast upp margar góðar minningar. Amma var góð kona sem vildi öllum, jafnt smáum sem stórum, vel. Amma var mér einstaklega góð. Þegar ég kom inn í herbergi mitt daginn sem amma dó sá ég hvað amma var gjafmild, allstaðar er eitthvað sem amma hefur gefið mér, myndir sem hún hefur saumað, rúmteppi sem hún heklaði, styttur og margt fleira. Amma var mikil handavinnukona sem var alltaf að pijóna eða sauma, hún sá til þess að öllum barnabörn- unum yrði ekki kalt á fótum eða höndum með að prjóna á þau vettl- inga eða sokka. Margar stundirnar sátum við amma í Smáratúni og spiluðum marías eða ólsen ólsen. Amma var trúuð kona. Þegar ég kom til ömmu á sunnudagsmorgnum sat hún í litlu, fínu stofunni sinni sem var full af blómum sem hún hugsaði svo vel um og hlustaði á messuna í útvarpinu með sálmabókina og söng með, hún hafði mikinn áhuga á söng og til marks um það var hún ein af stofnendum kirkjukórs Eyrarbakka. Þegar amma varð 89 ára ákvað hún að flytja á Dvalar- heimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Þar átti hún marga gamla sem nýja vini. Eiga allir starfsmenn Sólvalla góðar þakkir skildar fyrir umönnun hennar. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem við áttum saman. Eftir er mikill söknuður að geta nú ekki farið til ömmu og spjallað um daginn og veginn, en dauðinn er liluti af lífinu. Það er alltaf sárt þegar náinn ættingi kveður en við vitum það að öll eigum við eftir að hittast aftur handan við móðuna miklu og þar líður ömmu vel núna með afa og syni sínum. Öllum ættingjum og vinum ömmu votta ég samúð mína. Víglundur Guðmundsson. Góð kona er fallin frá. Hún amma sem alltaf var til staðar. Hún sem var öllum svo góð og vildi öllum vel. Hún sem hafði lifað og reynt svo margt. Amrna var mjög trúuð, hún var tilbúin er hún kvaddi, sátt við lífíð, umkringd fólkinu sínu. Elsku amma, ég veit þér líður vel núna, því við trúum að dauðinn sé fæðing inn á nýtt tilverustig. Hafðu þökk fyrir allt. Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, lif þeirra, Ijóð og sögur, sem lifðu á horfmni öld. Kynslóðir komaogfara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlepr andi hæst. (Davíð St.) Hinsta kveðja, Þórunn, Finnur og börn. í dag kveðjum við ömmu okkar, Þuríði Helgadóttur, í hinsta sinn. Amma í Smáró, eins og hún var alltaf kölluð, var mikil félagsvera og þótti henni alltaf vænt um þegar við komum í heimsókn. Smáró- nafnið kemur til af því að amma bjó hjá Ingu og Gunnari í Smára- túni í 20 ár, og hafi þau þakklæti fyrir. Amma fylgdist vel með öllu og öllum sem í kringum hana voru. Hún spurði mikið um hvernig okkur gengi í skólanum og hvað við vær- um að gera svona dagsdaglega. Það var alltaf stutt í brosið og góða skapið. Hún hafði gaman að því þegar gert var grín og var þá sama hvort það ætti við hana sjálfa eða okkur hin. Það eru margar góðar minningar sem streyma fram í hugann á þess- ari stundu. Minningar um bíltúra á sunnudögum, ferðir í berjamó á haustin og útilegur á sumrin. Jólin voru sérstakur tími þar sem fjöl- skyldan var mikið saman. Var þá meðal annars spilað á spil og var amma þar fremst í flokki. Á dvalar- heimilinu Sólvöllum þar sem amma bjó síðustu tvö árin, átti hún góða vini og góðar stundir, og var þá oft spilað á spil.- Amma var mjög trúuð kona, og var hún ein af stofnendum kirkju- kórsins á Eyrarbakka. Hún hafði mikið yndi af söng og á hveijum sunnudegi sat hún með sálmabók sína og hlustaði á útvarpsmessuna. Elsku amma, við eigum margar góðar og fagrar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar um þig. Við viljum þakka þér samfylgd- ina og biðja góðan Guð þig geyma og varðveita uns við hittumst öll á ný. 0, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga við hveija neyð og sorg og reynslusár, þá styrkist ég og læt mig böl ei buga, og brosið skín í gegnum öll mín tár. Wexels - Sb 1886 - M. Joch. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Ingu og Gunnars, Guðbjargar og Guðmundar og mömmu og pabba. Þuríður, Gísli og Guðjón Smári. ömmu í 34 ár, svo er hún allt í einu farin.; Ég veit að ömmu líður vel núna þar sem hún er komin til ættingja sinna hinum megin við móðuna miklu. En hvað ég sakna hennar, hún var alltaf svo hress og kát. Og gott var að fara til hennar í heim- sókn og tafa við hana, alltaf gat hún leyst úr vandanum. Amma átti heima á Kaldbak en það var rétt hjá foreldrum mínum, svo það var stutt að skjótast í heim- sókn og fá eitthvað gott í munninn. Árið 1970 flutti amma heim til okkar í Smáratún en þá var afi dáinn. Ég man hvað það var spenn- andi þegar hún var að flytja, en þá var ég 10 ára, hún átti svo marga fallega hluti sem gaman var að skoða. Amma fékk tvö her- bergi, annað var stofan og hitt var svefnherbergið. Mikið var stofan alltaf fín og blómin í glugganum falleg enda vel um þau hugsað. Við vorum fimm systkinin og öll á svip- uðum aldri svo það var nóg að gera á stóru heimili, bæði mamma og pabbi að vinna úti, þá var nú gott þegar amma var heima þegar við komum ísköld heim á höndum og fótum, þá nuddaði hún okkur þar til okkur hlýnaði og smurði síðan brauð og gaf okkur heitt kakó. Síð- an hafa liðið mörg ár. Amma söng lengi í kirkjukór Eyrarbakka. Hún var mjög trúuð kona, alltaf fylgdist hún með þegar passíusálmarnir voru lesnir í útvarpinu ár eftir ár. Amma starfaði lengi í frystihús- inu. Síðan færðist aldurinn yfir og hún hætti allri vinnu. Þá vorum við systkinin farin að heiman og for- eldrar mínir unnu mikið úti og var hún því oft ein heima, en hún hafði góðan félagsskap en það var heimil- ishundurinn Kátur og þarna sátu þau heima og amma talaði og skammaðist í hundinum þar sem hann sat fyrir framan hana og hlustaði með athygli á það sem hún var að segja, ýmist dillaði hann rófunni, blakaði eyrunum eða hengdi haus, þetta voru svo sannar- lega vinir sem höfðu góðan félags- skap hvort af öðru. Þegar amma var 89 ára ákvað hún að flytjast á Sólvelli þar sem henni leið vel fram til dauðadags og ég sem var svo heppin að vinna á þessum stað og geta annast hana, hjálpaði henni þegar eitthvað bjátaði á. Ég þakka þér, góði guð, fyrir það að leyfa okkur að hafa hana svona hressa og káta til dauðadags. Guð blessi þig, amma mín, og guð varðveiti þig- Þuríður Gunnarsdóttir. Hún amma er dáinn. Þegar dauðinn ber að dyrum þá stendur maður agndofa eftir. Ég hef haft þá ánægju að hafa átt Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐMUNDUR SIG URÐSSON + Guðmundur Sigurðsson fæddist á bænum Holtsmúla í Skagafirði 10. júlí 1902. Hann lést á sjúkraliúsi Skagfirðinga 26. mars sl. Foreldrar hans voru Sigurður Gunnlaugsson og Anna Guðmundsdóttir. Hann átti fjög- ur alsystkini, þau eru Helga, Guðbjörg, Sigríður og Jóninna. Guðmundur átti þrjú hálfsystk- ini. Jóninna er ein á lífi. Guð- mundur kvæntist Guðbjörgu Hjálmarsdóttur 10. mai 1941 og eignuðust þau eina dóttur, Heið- björtu. Þau ólu upp fósturbarn, Hermund Ármannsson. Guðbjörg lifir mann sinn. Guðmundur nam húsasmiðar, varð meistari í þeirri iðn og vann við fagið alla tíð. Útför Guðmundar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 1. apríl, og hefst útförin kl. 14.00. ELSKU afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú ert þú farinn í þína síðustu ferð, en minningin um þig mun lifa með okkur öllum um ókomna fram- tíð. Elsku amma, Guð styrki þig og styðji. Harpa Dís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.