Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dómur Hæstaréttar gæti haft áhrif á þúsundir slysamála Hundraða milljóna útgjaldaauki fyrir tryggingafélög Hæstaréttardómur frá á fimmtudag get- ur haft þýðingu fyrir útreikning bóta í þúsundum óútkljáðra bótamála vegna minniháttar varanlegrar örorku og valdið tryggingafélögum hundraða milljóna út- gjaldaauka. í samantekt Péturs Gunn- arssonar kemur fram að lögmenn tjón- þola og tryggingafélög eru ekki á einu máli um fordæmisgildi dómsins. er m.a. sjúkrasaga við- komandi og upplýs- ingar sem fram eru komnar um tekjur hans til að meta hvert það raunverulegt tjón sé sem bæta þurfí. Niðurstaða Hæsta- réttar liggur hins vegar aðeins fyrir í málinu sem dæmt var í á fimmtudag og Ingvar Sveinbjömsson og Ól- afur B. Thors leggja áherslu á að þótt í dóm- inum felist sennilega merkilegt fordæmi varðandi vaxtaforsend- ur við bótaútreikning- Ingvar .Jón Steinar Sveinbjörnsson Gunnlaugsson. Ólafur B. Ragnar Thors. Aðalsteinsson. STÆRSTU tryggingafélög landsins segjast hvort um sig geta orðið fyrir hundraða milljóna króna útgjaldaauka vegna dóms Hæstaréttar frá á fimmtudag þar sem lækkaður var sá vaxtafótur sem notaður hefur verið við viðmiðun um ávöxtunarmöguleika örorkubóta vegna bótaskyldra líkamstjóna. Hjá Sjóvá-Almennum eru óupp- gerð um 2.000 slysamál frá því fyrir giidistöku skaðabótalaganna 1. júlí 1993 og hjá VÍS er um á annað þúsund mála að ræða. Lögmenn og talsmenn tryggingafélaganna eru hins vegar ekki á einu máli um hvort Hæstaréttur hafi með þessum dómi hnekkt að öllu leyti verklagsreglum þeim sem tryggingafélögin tóku upp í nóvember 1991 og studdust við fram að gildistöku skaðabótalaganna um útreikning bóta til þeirra sem hlotið höfðu varanlega örorku undir 15%. Lögmennirnir Jón Steinar Gunn- laugsson og Ragnar Aðalsteinsson líta svo á að dómur Hæstaréttar ógildi verklagsreglumar þótt þýðing- armesta fordæmið sem dómurinn gefi ijalli um vaxtaviðmiðun við út- reikning bótanna. Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri hjá Sjóvá- Almennum og Ingvar Sigurbjörns- son, hæstaréttarlögmaður hjá VÍS, telja hins vegar að dómurinn gefi ekki fordæmi varðandi það að hafna beri verklagsreglunum eins og þær eru nú. Hálshnykkir f’ólk sem slasast í bótaskyldum slysum og ekki nær fullum bata fær varanlega örorku sína metna þegar svo langt er liðið frá slysi að ljóst þyki að um frekari bata verði ekki að ræða. Algengt er að um tvö ár líði.frá slysi til örorkumats. Örorkan er metin sem hundraðs- hluti og á grundvelli þess mats hefur tíðkast að gera tryggingafræðiiegan örorkutjónsútreikning þar sem kom- ist er að niðurstöðu um hvernig meta skuli fjárhagslegt tjón. Þá er byggt á þeirri forsendu að örorkan skerði starfsorku og tekjumöguleika viðkomandi til loka starfsævinnar. Auk örorkuprósentunnar hafa tekjur og aldur viðkomandi áhrif á bótafjár- hæðina. Tryggingafélögin hafa talið að þegar um minniháttar örorku er að ræða — ekki síst af völdum svokall- aðra hálshnykkja sem eru algengir við árekstra — sé sjaidnast um það að ræða að fólk verði fyrir raunveru- legu fjárhagstjóni, þ.e.a.s. að áverk- arnir séu ekki þess eðlis að þeir dragi úr möguleikum viðkomandi á að afla sér tekna í framtíðinni. Félögin hafa talið að læknar meti örorku af völd- um þess háttar áverka of hátt og óeðlilegt sé að greiða þeim sem hljóta slíka áverka bætur samkvæmt ör- orkutjónsútreikningi sem byggist á að heilsutjónið leiði til tekjuskerðing- ar. 31. október 1991 gerðu trygginga- félögin breytingu á áralangri fram- kvæmd þessara mála þegar þau settu sér sameiginlegar verklagsreglur um hvernig staðið skyldi að uppgjöri slysamála vegna minniháttar líkams- tjóna, þ.e. þar sem varanleg örorka er metin lægri en 15%. Samkvæmt þeim skyldi bjóða tjónþolum í þessum málum bætur sem lögmenn hafa tal- ið að nemi um það bil 25-35% af því sem áður hafði tíðkast. Með gildistöku skaðabótalaganna voru hins vegar lögfestar ákveðnar reiknireglur sem styðjast skyldi við í þeim slysamálum af þessu tagi sem upp koma eftir 1. júlí 1993. Þær reglur hafa einnig sætt gagnrýni lög- manna og fram hafa komið kröfur um að alþingi endurskoði reikniregl- ur laganna en þær deilur snerta ekki þennan fjölda eldri mála sem óupp- gerður er frá fyrri tíð og verklags- reglum tryggingafélaganna var ætl- að að taka til. Hörð viðbrögð lögmanna Verklagsreglurnar kölluðu strax á hörð viðbrögð lögmanna sem annast höfðu bótamál fyrir slasaða og ekki hefur enn náðst samkomulag_ um hundruð mála af þessu tagi. í lok ársins 1993 kom fram að meira en 200 mál af þessu tagi biðu þess að Héraðsdómur Reykjavíkur skæri úr ágreiningi um bótafjárhæðir og Ólaf- ur B. Thors sagði að Sjóvá-AImennar ættu enn 60-80 dómsmál óútkljáð en alls væru óuppgerð slysamál frá því fyrir 1. júlí 1993 um 2.000 tals- ins. Ingvar Sveinbjömsson sagði vel á annað þúsund mál óuppgerð hjá VÍS. Fjölmargir aðilar hafa sæst á að ljúka fullnaðaruppgjöri sinna mála í samræmi við forskrift nýju verklags- reglnanna. Þar með geta þeir aðilar ekki tekið málin upp að nýju þótt Hæstiréttur úrskurði verklagsregl- urnar ógildar, að sögn lögmanna. Ingvar Sveinbjörnsson upplýsti að í nokkrum tilvikum hefði verið fallist á slíkt uppgjör með fyrirvara og væri hugsanlegt að þeir aðilar gætu tekið mál sín upp að nýju nú. Allmargir dómar hafa þegar fallið fyrir héraðsdómi þar sem fjallað er um mál af þessu tagi. Ingvar Svein- bjömsson lagði áherslu á að í fjöl- mörgum þeirra hefðu kröfur trygg- ingafélaganna verið teknar til greina og þá á því byggt að tryggingafélög- unum hafi tekist að sanna annað- hvort að upprunalegt læknisfræði- legt örorkumat væri of hátt eða þá að viðkomandi hefði ekki orðið fyrir íjárhagslegu tjóni í samræmi við ör- orkustigið. Véfengt örorkumat í þessu skyni hafa tryggingafélög- in dómkvatt sérfræðinga, lækna og/eða lögfræðinga; látið gera nýtt örorkumat og einnig svokallað fjár- hagslegt örorkumat þar sem könnuð ínn, þá sé þetta mál ekki þess eðlis að í því hafí verið kveðinn upp endanlegur dómur yfír verklagsreglunum. „Verklagsreglumar hafa breyst frá því að þær voru fyrst settar og ég held að þessi dómur hafí ekkert fordæmisgildi um þær venjur sem eru almennt tíðkaðar hjá félögunum núna,“ sagði Ólafur B. Thors fram- kvæmdastjóri hjá Sjóvá-Almennum. Hann ítrekaði að útreikningur fjár- hagslegrar örorku hefði ekki verið byrjaður þegar þetta mál var höfðað. Ingvar Sveinbjömsson benti á að í þessu máli hefði ekki verið gerð tilraun til að hnekkja Iæknisfræði- lega örorkumatinu með dómkvöddum matsmönnum eins og algengast væri nú og ekki hefði verið reynt að sýna fram á lægra tjón með fjárhagslegu örorkumati. Legið hefði fyrir álit Iæknaráðs um að meta skyldi örork- una 5% en ekki 10% eins og krafa var gerð um og því hefði ekki verið reynt að hnekkja matinu frekar. Hæstiréttur hefði hins vegar ýtt áliti læknaráðs til hliðar vegna formgalla. „Þar af leiðandi segir þessi dómur ekkert til um gildi þeirrar uppgjörs- venju sem hefur verið tíðkuð hjá £é- lögunum undanfarin ár,“ sagði Ólaf- ur B. Thors og kvaðst telja að í þessu máli hefði ungur aldur hins slasaða haft mikla þýðingu fyrir niðurstöð- una og einnig hefði hinn „sérstæði þáttur læknaráðsins" tmflað gang málsins fyrir Sjóvá-Almennar. Málið hefði farið fyrir læknaráð og því ekki verið leitað annarra leiða til að hnekkja upphaflega matinu. Vaxtafótur „Þessi dómur er fyrst og fremst athyglisverður af því að það er miðað við vaxtafót sem ekki hefur verið venja að miða við og gjörbreytir öll- um uppgjörum ef unnt er að byggja á þessum dómi sem fordæmi," sagði Ingvar. „Verði hann lagður til grund- vallar í þeim slysum sem enn eru óuppgerð mun það hafa í för með sér gífurlega útgjaldaaukningu fyrir Vátryggingafélagið og þá erum við að tala um hundruð milljóna króna.“ Ingvar og Ólafur lýstu sig báðir ósammála þeirri niðurstöðu Hæsta- réttar að miða við 4,5% en ekki 6% ávöxtunarmöguleika við útreikningu bótafjárhæða. Ingvar sagði fjármál- asérfræðinga á einu máli um að það væri engum vandkvæðum bundið að ávaxta fé með 5,9-6% vöxtum á innlendum eða erlendum mörkuðum. „Ég bendi á að á verðbréfamarkaði núna er unnt að ávaxta peninga í allt að tíu ár með u.þ.b. 8,5% ávöxt- un í ríkisskuldabréfum sem menn geta losnað við hvenær sem er,“ sagði Ólafur B. Thors. Þeir sögðu að áfram yrði látið reyna á þennan þátt málsins í þeim málum sem dæmd yrðu í Hæstarétti á næstunni og Ingvar sagði að einn þáttur niðurstöðunnar hefði verið tryggingafélögum í hag og það væri að Hæstiréttur ákvað að bótafjár- hæðin skyldi ekki bera dráttarvexti heldur mun lægri vexti frá slysadegi. Staðfestir að verklagsreglur voru út í hött „Mér sýnist að þessi dómur stað- festi að viðbrögð tryggingafélaganna með verklagsreglunum í nóvember 1991 voru gjörsamlega út í hött,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem hefur undanfarin ár rekið fjöl- mörg þeirra mála sem höfðuð hafa verið vegna verklagsreglna trygg- ingafélaganna. „Það er eins víst að tryggingafélögin hafi með því að komast upp með uppgjör á grund- velli þessara verklagsreglna gagn- vart óvissum fjölda tjónþola hagnast stórkostlega á kostnað þeirra og því miður hafa einhveijir lögmenn geng- ið frá málum á grundvelli þessara verklagsreglna." Jón Steinar sagði að tryggingafé- lögin hefðu að meginstefnu til tapað þeim málum málum sem farið hefðu fyrir héraðsdóm og biðu niðurstöðu Hæstaréttar: „Það verður að koma í Ijós hvernig tryggingafélögin taka á þessum dómi og hvort þau ætla að gera upp bætur til þess fjölda tjón- þola sem þau hafa haft bætur af undanfarin ár. Það var ósæmileg framkoma hjá íslenskum vátrygg- ingafélögum að reyna að knýja fram uppgjör á grundvelli heimasmíðaðra reglna sem áttu enga stoð í dóma- framkvæmd. Að mínum dómi er það vátryggingafélögunum til mikils hnjóðs." Lægri vaxtafótur — hærri bætur Ragnar Aðalsteinsson hrl. var lög- maður unga mannsins sem voru dæmdar bæturnar í Hæstarétti á fímmtudag og var málið eitt nokk- urra af svipuðu tagi sem hann hefur til meðferðar. Ragnar sagði að hann hefði valið að fylgja þessu máli eftir fyrst þar sem það hefði verið heppi- legt til að knýja á um viðurkenningu á lækkun vaxtaviðmiðunar og þar með hærri bætur. Hæstiréttur féllst á þá kröfu. Ragnar sagðist Ieggja þann skilning í niðurstöður dómsins að Hæstiréttur hafnaði með öllu að byggja á verklagsreglum trygginga- félaganna. „Það kemur ekki á óvart þvi við lögmenn höfum yfirleitt reiknað með að þær stæðust ekki þar sem það er ekki hægt að breyta lögum með einkaaðgerðum," sagði Ragnar Að- alsteinsson. „Menn þurfa þess vegna ekki að velta verklagsreglunum fyrir sér lengur. Um öll mál sem urðu til fyrir tilkomu skaðabótalaganna gild- ir það réttarástand sem þá var í gildi og var skapað af dómafram- kvæmd," sagði Ragnar og vísar þar til þess að leggja beri læknisfræði- lega örorkumatið eitt til grundvallar. Ragnar sagði að þýðingarmesta niðurstaða málsins væri þó lækkun á vaxtaviðmiðun við útreikning skaðabótanna, sem væri tjónþolum til gífurlegra hagsbóta. Þessa niður- stöðu hefði Hæstiréttur rökstutt annars vegar með tilliti til vaxtaþró- unar og hins vegar með þeirri nýj- ung að viðurkenna í dóminum þá þróun að kjör launþega í landinu fari almennt batnandi þegar litið sé til langs tíma en örorkubótum er ætlað að bæta það tjón sem menn verði fyrir um ókomin ár. Síðast- nefnda atriðið kvaðst Ragnar telja eitt merkilegasta nýmælið í dómin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.