Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 39 Eínsetinn eða tvísetinn skóli Stundir Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. 8.10 Stærðfræði íslenska Eðlisfræði Smíði/Saum Samfélausfr. 9.30 Islenska íslenska Eðlisfræði Smíði/Saum Stærðfræði 9:50 íslenska Tónmennt Samfélagsfr. Samfélaesfr. Islenska 11.10 Leikfimi Danska Kristinfr. Líffræði Leikfimi 11.20 Enska Heim/Myd Danska íslenska Bókas/tölvu 12.40 Enska Heim/Mynd Stærðfræði Stærfræði Félagsmál 13.00 Islenska 14.20 Sund 14.35 15.55 16.05 17.20 ALLIR vilja einsetinn skóla. Það virðist ljóst af blaðaskrifum undan- farin ár. En verður það að veru- leika? Ef 3ja grein grunnskólalága kemur til framkvæmda verða flestir skólar landsins orðnir einsetnir haustið 1999, þ.e. ein kennslustofa verður frátekin fyrir hvern bekk. Fyrir 30 árum voru stærstu skól- ar Reykjavíkur þrísetnir. Bekkur var þá í stofu sinni frá 8-11, annar frá 11-14 og sá þriðji frá 14- 17. Þessu erum við löngu búin að gleyma og tilheyrir fortíðinni sem betur fer. Á þessum tímum lærðu nemendúr samt eitthvað að lesa, skrifa og reikna og örlítið í sögu og landafræði, líffræði og eðlis- fræði var smávægileg, minna var hins vegar kennt um mannslíkam- ann og lítið um samfélagið. Á þess- um tímum var lítið um áhrif um- hverfisins sem hrifu nemendur frá námi. Einna helst var það kannski fótbolti og aðrir útileikir. Sjónvarp, tölvur, vídeó og spilakassar voru ekki til á þessum tímum. Flóttaleiðir nemenda Nú er öldin önnur. Alls kyns flóttaleiðir bjóðast nemendum nú- tímans. í skólum landsins þykir sjálfsagt að opna skólana fyrir þeim stofnunum og fyrirtækjum sem eiga afmæli og vilja gleðja börnin með alls kyns uppákomum, annað hvort í skyni þess að upplýsa börnin um mikilvægi starfsemi þeirra í samfé- laginu eða til að auglýsa vöru sína eða þjónstu. Enn fremur þykir gott að fá meistara í sinni grein, t.d. jó jó- meistara, körfuboltasnillinga o.fl. til að krydda nám nemenda. For- varnarstarfsemi af ýmsu tagi, s.s. vímuefnavarnir, umferðarfræðsla, brunavarnir, slysavarnir, þykir sjálfsagt að gefíð sé rúm á náms- tíma nemenda. Vandi skólamanna Gagnvart óþoli í íslensku, dönsku, kristinfræði, sögu, Ianda- fræði, líffræði og eðlisfræði verður kennari að finna úrræði til þess að skólagangan verði ekki óbærileg. Það hefur færst í aukana að foreldr- ar biðji um frí fyrir börnin sín til að fara í utanlandsferðir eða keppn- isferðir með íþróttafélögum eða börn sem búa úti á landi fái frí til þess að skreppa með mömmu til Reykjavíkur til að versla, á sama tíma og ráðamenn og foreldrasam- tök kvarta yfir illa nýttu skólaári. Kennarar og skólastjórar hafa enga lagalega heimild til að gefa frí en gera það samt, því það eru foreldr- ar sem ráða öðrum fremur hvort börn þeirra mæta í skóla eða ekki. Einelti, kynferðisleg misnotkun, lík- amlegt- og andlegt ofbeldi eru þættir sem kennarinn verður að vera vakandi fyrir jafnframt kennsl- unni. Engin lausn Einsetinn skóli lagfærir ekki framangreint skipulagt „kaos“ grunnskólanna þó að þjóðin eyði 25 milljörðum króna fyrir aldamót í að byggja fleiri sundlaugar, leik- fimisali, sérgreinastofur, aðstöðu fyrir nemendur til að borða í hádeg- inu, aukinn launakostnað vegna íjölgunar kennslustunda, kennslu- daga, lækkunar kennsluskyldu, fjölgunar kennara og annars starfs- fólks skólanna sem hafa ofan af fyrir nemendum frá kl. 14-17. 7.bekkur í dag Svona lítur stundaskrá nemenda í 7. bekk út í dag. Takið eftir að allri kennslu er hægt að ljúka að mestu leyti fyrir 12.40 nema sund- kennslu sem fer oftast fram fjarri skólanum og nemendur þurfa akst- ur. Fyrir kennslu í öllum bóklegum greinum (22 klst.) fær nýútskrifað- ur kennari í byijunarlaun um 52.000 kr. Fyrir kennslukonuna sem er ný- komin úr barneignafríi. er þetta slæmur kostur. Hún verður að flýta sér úr skólanum strax að lokinni kennslu, sækja barnið sitt úr pössun og greiða fyrir hana og stéttarfé- lagsgjöld um 18.000 kr. á mánuði, svo hún á þá eftir 34.000 kr til ráðstöfunar. 7. bekkur haustið 1999 Svona lítur stundaskrá nemenda í 7. bekk út haustið 1999. Skóladag- urinn lengist um rúma klukkustund á degi hveijum. Fyrir kennslu í öll- um bóklegum greinum (27 klst.) fær nýútskrifaður kennari um 84.000 kr. í byijunarlaun. Fyrir kennslukonuna sem er ný- komin úr barneignafríi er þetta verri kostur en sá fyrri. Nú á hún eftir að fara yfir verkefni, undirbúa kennsluna, sinna hegðunar- og námsörðugleikum nemenda, hafa samband við foreldra, sálfræðing, skólastjóra, sitja kennarafundi, samstarfsfundi og sækja barnið sitt úr heilsdagspössun og greiða 25.000 kr. á mánuði fyrir hana, 15.000 kr í skatt og stéttarfélags- gjöld, svo hún á þá eftir 44.000 kr. til ráðstöfunar. Fyrir nemandann lítur þetta ef til vill ekki svo illa út. Hann þarf þá ekki að sinna eins mikilli heima- vinnu og áður, því hún færist meir yfir á kennslutímann. Þau vandræði sem nemandinn lendir hins vegar í er sundið og nám í öðrum sérskólum sem óneitanlega getur ekki byijað fyrr en eftir kl. 14.00 Vandi foreldra Fyrir foreldra margra lítur þetta mjög illa út því nú eru eldri og yngri börnin laus á sama tíma og útilokað að skjótast úr vinnunni til að skutla þeim í tónlistarskólann, fimleikana eða djassballettinn, svo ekki sé talað um árekstrana sem geta skapast heima fyrir þegar for- eldrar eru í vinnu. Auk þess má búast við að foreldrar spyiji sig hvort gæsla í heilsdagsskólanum verði það sem þeirra barni er fyrir bestu. Aukinn kostnaður Einsetinn skóli kostar þjóðina miklu meira en hún er reiðubúin að greiða fyrir hann. Launakostn- aðurinn hlýtur að fara úr 5,5 upp í 7,5 milljarða á ári, vegna fjölgun- ar kennara, hækkunar grunnlauna, minnkandi kennsluskyldu, fjölgun húsvarða og annars starfsfólks sem óhjákvæmilega fylgir. Viðbótar- byggingar sem hér eru nefndar á eftir, geta kostað þjóðina 3 millj- arða á ári næstu 5 árin. Alls kostar þá einsetningin um 25 milljarða næstu 5 árin. Vilji stjórnmálamanna í síðustu viku létu nokkrir stjórn- málmenn frá sér tölur um áætlaðan viðbótarkostnað til að kosta fram- gang grunnskólalaganna eða alls menntakerfisins. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi nefndi töl- urnar 1,2 -1,5 milljarða fyrir grunn- skólann. Finnur Ingólfsson 1 millj- í stað 36 milljarða króna fyrir einsetinn skóla má, að mati Sig- urðar R. Sigurbjörns- sonar, bæta skólastarf- ið verulega með 18 milljörðum á næstu 6 árum með tvísetningu o g bættri stuðnings- og sérkennslu. arð þessu til viðbótar, þ.e. 2,2-2,5 milljarða og Ólafur Ragnar Grims- son 2 milljarða til að bæta allt menntakerfið, þar af 1 milljarð í grunnskólana. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri virðist lítið hafa hugsað um afleiðingar einsetningar hvað varðar kostnað við stækkun vinnu- aðstöðu kennara, aðstöðu nemenda til að neyta málsverðar í hádeginu, fjölgun smíða-, sauma-, mynd- mennta-, og heimilisfræðistofa til að ná samfelldri stundaskrá frá kl. 8-14. Sama gildir um leikfímisalina og sundlaugarnar. Að þessu leyti eru mörg sveitarfélög úti á landi betur sett en Grafarvogurinn, Vest- urbærinn, Vogarnir, Háaleiti og Bústaðahverfið. Einsetning án til- lits til ofangreindra atriða hlýtur að slíta í sundur stundaskrá nem- enda og skapa eyður öllum til skap- raunar. Lausnin Með lækkun kennsluskyldu til samræmis við það sem kennarar telja fullt starf, þ.e. kennsla bók- legra greina í einum bekk á mið- stigi grunnskóla eða í um 22 kennslustundir á viku, yrði stigið stórt skref til framfara í bættri menntun grunnskólanemenda. Bekkjarkennari gæti þá einbeitt sér að einum bekk og haft út úr því ásættanleg laun (130.000 kr. á mánuði) og fleiri gætu hugsað sér að leggja þetta starf fyrir sig. Þessar breytingar þyrftu ekki að kosta meira en sem nemur 2,5 millj- örðum króna á ári og bæði foreldr- ar og kennarar gætu vel við unað. Má bæta skólastarfið verulega með 12,5 milljörðum króna á næstu 5 árum með tvísetningu og bættri stuðnings- og sérkennslu. Aukin verkmenntun í grunnskólum til handa nemendum sem eiga í erfið- leikum með bóknámið er þáttur sem reyna mætti í ríkari mæli, í stað þess að lengja bóknámstímann. Höfundur er kennari við grunnskóla Reykjavíkur. Stundir Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. 8.10 Stærðfræði íslenska Eðlisfræði Smíði/Saum Samfélagsfr. 9.30 Islenska fslenska Eðlisfræði Smíði/Saum Stærðfræði 9.50 íslenska Tónmennt Samf.fr. Samf.fr. Islenska 11.10 Leikfimi Danska Kristinfr. Líffræði Leikfimi 11.20-12.00 Enska Heim/Mynd Danska íslenska Bókas/tölvu 12.00-12.30 M A T A R H L É 12.40 Enska Heim/Mynd Stærðfræði Stærðfræði Félausmál 13.50 Stærðfræði íslenska íslenska Líffræði Félagsmál 14.00 Samf.fr. 15.20 15.35 16.55 Sund ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 790. þáttur ÖRNÓLFUR Thorlacius lætur ekki af að skemmta og fræða: „Blessuð kerlingin, sem talin er elst manna í heimi þegar þetta er skráð og var um nokkurra daga skeið á síðum, skjám og í hátölurum íslenskra fjölmiðla í tilefni stórs hundraðs ára afmæl- is síns, hefur að sögn fréttastofu Útvarps lifað af sautján forseta franska lýðveldisins. Ég hélt að menn lifðu af meiriháttar áföll, svo sem eldgos og drepsóttir. Og Darwin talaði um survival of the fittest, að hinir hæfustu lifðu af. Það hefur kannski hjálp- að þessari frönsku heiðurskonu að hún er orðin sem næst blind og heyrnarlaus svo nokkrir þess- ara sautján þjóðhöfðingja hafa lítt náð að angra hana. Víkur þá sögu að föðurbróður mínum sem er raunar snöggtum yngri en franska frúin og nýtur enn sjónar og heyrnar. Hann er samt sestur í helgan stein eftir langan starfsaldur með forsetum og ráðherrum og hefur lifað (vonandi ekki bara lifað af) nokkra þeirra. Hann vakti at- hygli mína á því að hérlendis er hvergi að finna ráðherra nema í ríkisstjórn (og þykir sumum nóg), því nefndi hann þetta að fréttamenn tala oft og skrifa um ráðherra í ríkisstjórninni. Hér munu sem oftar á ferðinni áhrif frá enskri tungu: Ráðherrar Bretaveldis sitja aðeins sumir í eiginlegri ríkisstjórn Hennar há- tignar og bera þá titilinn Cabinet Minister til aðgreiningar frá ýmsum fratráðherrum, svo og sendiherrum og prestum þjóð- kirkjunnar sem einnig eru titlað- ir Minister. í 785. og 786. þætti þínum er ágætt bréf frá Ingvari Gísla- syni, fyrrum alþingismanni og menntamálaráðherra. Þar bendir hann á að lítill árangur greinist af velmeintri „forsjárhyggju" þinni og annarra „sem leggja sig fram um að vanda málfar sitt í ræðu og riti og hvetja aðra til málvöndunar". Því miður eru þessi orð Ing- vars allt of sönn. Éinhver árang- ur sést þó af „gamalkunnum kennararáðum“ málræktar- manna. Umvandanir málhagra manna, og ekki síður fordæmi þeirra, hafa til dæmis vanið mig af ýmsum málfarsósiðum. Og ég tel mér til tekna að menn hafa (að vísu ekki margir) komið að máli við mig og þakkað fyrir ábendingar frá mér í þáttum þín- um sem þeir muni framvegis hlíta. Ingvar talar í þessu sam- bandi um „einn og einn sérvitr- ing“, sem sjálfsagt má til sanns vegar færa. Fyrir löngu snyrti sami rak- arameistarinn hár okkar Ólafs Skúlasonar. Hárskerinn greindi mér einhveiju sinni frá því í óspurðum fréttum að hann hefði bent síra Ólafi á það að í hverri messu bæðu prestarnir fyrir rík- isstjórninni og ekki virtist árang- urinn beysinn. „Hvernig held- urðu að hún væri ef við bæðum ekki fyrir henni?“ svaraði Ólafur. Eins mætti spyija þess hvern- ig komið væri fyrir tungunni ef við hefðum ekki verið að þessu nuddi.“ Tóbak nef neyðir, náttúru eyðir, upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi greiðir og yfirlit eyðir. (Hallgrimur Pétursson, 1614-1674.) ★ Anna Jórunn Stefánsdóttir í Hveragerði sendi mér svofellt bréf: „í Morgunblaðinu í gær (Dag- legt líf) var viðtal við Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur undirritað grg. Greinarhöfundur segir á einum stað: „Samkvæmt Guðrúnu Þóru þá eru ...“ Einhvern veg- inn kann ég ekki við þessa mál- notkun. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta eða heyrt fyrr, utan einu sinni fyrir nokkrum mánuðum, en það var ekki í fjöl- miðlum heldur í félagsfréttabréfi sem mér barst í hendur. Ef til vill er þetta allt í lagi þó að mér fínnist það óviðkunnanlegt og vildi ég því gjarnan fá úrskurð mér færari manna.“ Um þetta efni hef ég fyrr hugsað og ráðfært mig við spaka menn. Ég felli engan úrskurð, en er sömu skoðunar og bréfrit- ari, eða hef öllu heldur sama smekk, og þó með fyrirvara. Ef vitnað væri í spámenn Biblíunn- ar, postulana, Cicero eða Snorra, þætti mér mega segja „sam- kvæmt“. Jafnvel samkvæmt Laxness. Einnig ef vitnað væri í orðabækur, kenndar við rit- stjóra eða höfund: „Samkvæmt Sigfúsi Blöndal." Ég veit að ég er ekki sjálfum mér samkvæmur í þessu, og kannski er þetta um nútímamenn einhvers konar enskufælni, hræðsla við „accord- ing to“. Að svo mæltu þakka ég bréfið og bið menn virða mér á betra veg loðmullulega umfjöllun. [Og rétt sem ég hef kuðlað þessum vonda texta saman, les ég á bls. 60 í Sjömeistarasögunni eftir Halldór Laxness: ,jólaguðspjallið samkvæmt Lúkasi.“ Og ég bæti bara við vitnun í gamla vísu: „Hvað á að segja, gaddabör?"] Þjóðólfur þaðan kvað: Austur í Álasundi var aumingja Pála á sundi allt árið um kring mjög áfjáð í hring frá orustubálaþundi. Auk þess var umsjónarmaður spurður, hvort hægt væri að „móðga æru embættismanns“. Úmsjónarmaður heldur ekki, en móðga mætti embættismann eða ærumeiða. Honum var einnig bent á að prestar ferma, en for- eldrar láta ferma börn sín. Og Þór Jónsson á Stöð 2 fær stig fyrir að nota féskyflt til góðrar tilbreytingar. En umsjónarmaður lagfærði ekki nógu vel nær upphafi síð- asta þáttar úr „viðtakandi“ í við' talandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.