Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 27 SJÓNMENNTAVETTVANGUR ÆTLUNIN var að helga alþjóðlegum listrýnum fyrsta eða annan sjónmennta- vettvang ársins og fjalla jafnframt um sitthvað sem gerðist erlendis á listavettvangi 1994. En nú hefur svo íjölmargt verið að skrifa um á innlendum vettvangi að ekkert hefur orðið úr ásetningnum, og þó er enn sitthvað sem bíður um- fjöllunar. Vildi t.d. gjarnan skrifa sérstaklega um upphlaupið að Straumi, en þar telst þróunin sú frá mínum bæjardyrum séð, að verið er að rífa niður merkilegasta frumkvæði íslenzkra myndlistar- manna um langt árabil og afhenda það svonefndum “kommisörum" listarinnar. Er þá fokið í flest skjól um lýðræði í íslenzkri myndlistar- pólitík, en nefna má að frumkvæði Sverris var í fullu samræmi við þá fjölþjóðlegu stefnu myndlistar- manna á seinni árum, að þeir ráði meira eigin málum. Fjarstýringin er enda komin út í slíkar öfgar, að sýningarstjórarnir eru að verða aðalatriðið á flestum stórfram- kvæmdum, en listamennirnir strengjabrúður og aukaatriði. Nánari umfjöllun um þessi mál slæ ég á frest þar til ég kem aftur til starfa eftir utanlandsferð, og einn- ig vil ég bíða með að víkja að eðli grafíklistar með hliðsjón af býsna undarlegri sýningu að Kjarv- alsstöðum á yfírfærslu frábærra fagmanna á rissum Johns Lennons yfír í fjölþrykk. En minnist ég þó lítillega á list- rýna heimsblaðanna, svo sem ég hef stundum gert í byijun árs, þá er umfjöllun þeirra svo keimlík frá ári til árs að það tekur því naum- ast að fara nákvæmt í sakimar. Einfaldlega þekkja lesendur fæst- ar eða engar þeirra sýninga sem þeir eru að vísa til né listamennina sem þeir nefna, en ég reyni að birta yfirlitsmynd af verkum hinna tíu athyglisverðustu myndlistar- manna er þeir sjá verk eftir í fyrsta skipti fljótlega. Mun ég leitast við að auka vettvangsskrif mín og gera þau fjölbreyttari á næstunni, þannig að lesendur tengist betur ýmsum hræringum innan lands og utan og reyni að sjálfsögðu að gæta hlutlægni, því það er vel að merkja þess sem les að mynda sér skoðanir. Hinir nafnkenndu listrýnar heimsblaðanna eru þeir Eduard Beaucamp frá Frankfurter Allge- meine Zeitung, Grace Glueck , New York Observer, Richard Hasli, Neue Ziircher Zeitung, Otto Hahn, LExpress í París, Jiirgen Hohmeyer, Der Spiegel í Hamb- urg, Peter Iden, Frankfurter Rundschau, Petra Kiphoff, Die Zeit í Hamburg, Alfred Nemeczek, Art í Hamburg, Kristian Sotriffer, Die Presse í Wien og Marina Vaiz- ey, The Sunday Times í London. Þrátt fyrir að fjarri sé að iðk- endur málverksins séu í hópi hinna tíu útvöldu, telst meira en lítið athyglisvert að það sem listrýn- amir eru helst sammála um eru vonbrigðin yfir ýmsum stórfram- kvæmdum á myndlistarvettvangi á árinu, einkum hvað snertir sýn- inguna “Evrópa, Evrópa“ í lista- höllinni í Bonn. Þrír þeirra, og vel að merkja allir Þjóðveijar, eru hér á sama máli, þrátt fyrir að þýskir gagnrýnendur hafi kosið hana sýningu ársins! Þá eru þeir, sem fleiri, óhressir yfir ýmsum upp- vakningum frá sjöunda og áttunda áratugnum, sem tröllríða sumum listhúsum sem núlist dagsins. Grace Glueck var ekki par hrifin af hinni miklu yfirlitssýningu á verkum landa hennar málarans Cy Twombly á MoMA, og taldi að ein eða tvær myndir hefðu dugað því allar hafi þær verið eins að hennar mati! Twombly þessi, er einn dýrseldasti málari vestra og einstök málverk hans hafa selst á yfir 4 milljónir dollara. Skýrir það að nokkru eðli hins lokaða og harða ameríska listamarkaðar. TÍU dýrseldustu málverk í heiminum árið 1994. I) Gustav Klimt, 2) John Singer Sargent) 3) Claude Monet, 4) Maurice Vlaminck, 5) Claude Monet, 6) Pablo Picasso, 7) Aelbert Gerritz Cyup, 8) Jean-Francois de Troy, 9a) Gustav Klimt, 9b) Meindert Hobbema, 10) Amedeo Modigliani. Listrýni o g lista- markaður Fjarstýringin er komin út í öfgar, að mati Braga Asgeirssonar, sem telur að sýningarstjóramir séu að verða aðalatriði, en listamennimir strengjabrúður. Enginn er sammála öðrum um mikilvægustu sýningu ársins, en þar standa málarar sterkt, einkum frá fyrri öldum, og hér gladdi mig að Richard Hasli nefndi rómaða sýningu á verkum Petrus Christus á Metrópolitansafninu, sem ég skoðaði og skrifaði sérstaklega um hér í blaðið. Einnig mun hafa ver- ið í gangi mjög merkileg sýning á skúlptúrum og málverkum Picass- os á Tate Galleiy, sem sýndi inn- byrðis samhengi í nýju Ijósi að áliti Marinu Vaizey. Petra Kiphoff féll fyrir yfirlitssýningu á verkum Robert Morris á Guggenheim- safninu og Otto Hahn fyrir farand- sýningu verka Joseph Beuys í Pompidou-menningarmiðstöðinni. Sé ég ekki betur en að Peter Iden sé á öndverðum meiði, því hann telur sýninguna vonbrigði ársins! Það hressilega við þetta yfirlit eru hinar margvíslegu og ólíku meiningar sem fram koma, ogtelst alvarleg áminning til þeirra sem vilja einoka skoðanir og listina um leið. Að myndlistin sé á stöðugri hreyfingu og mat manna breyti- legt, kom þó jafnvel enn frekar fram úr óvæntri átt. Á menning- arsíðu Frankfurter Allgemeine Zeitung frá 31. desember sl. ár mátti líta yfirlit yfir tíu dýrustu málverk ársins, þannig að menn virðast í viðbragðsstöðu á því ágæta blaði. Fyrir utan Monet (3 og 5), Vlaminck (4), Picasso (6) og Modigliani (10) munu hinir nær óþekktir nema meðal kunnáttu- manna og þurfa smákynningar við. Að Austurríkismaðurinn Gustav Klimt (1862- 1918) skuli tróna í fyrsta, og einnig 9 sæti, kemur mörgum væntanlega mjög í opna skjöldu, því hann hefur ekki verið svo ýkja hátt metinn á uppboðum til þessa. Hann er þó viðurkenndur einn merkasti málari hins skreytikennda Vínarskóla, þó enn fussi margur málarinn við honum ekki síður en samtíðar- menn hans. Hann telst þó einn sérstæðasti málari og fagurkeri sinnar kynslóðar, og ástþrungin riss hans af hjásætum framúrskar- andi. Málverk hans „Kona með blævæng“, olía á léreft, 100x103 sm. (1917/18), reyndist langdý- rasta málverk ársins og var slegið á 10.6 milljónir dollara hjá Sothe- bys í New York í maímánuði, sem gerir yfir 700 milljónir ísl. króna. Fjórtán dögum seinna, og á sama stað, var málverk Ameríkumanns- ins John Singer Sargent (1856- 1925) „Dansari á Spáni“, olía á léreft, 222,9x151.1 sm. (1880/81), slegið á 6.8 milljónir dollara. Sargent munu ýmsir þekkja, því einstök málverk hans eru heimsþekkt, einkum af hinni fögru frú „Madame X“. Hjá Sothe- byá í London var málverk Monets „Aspir að kvöldlagi", olía á léreft 100x65 sm., slegið á 4.4 milljónir punda (6.1 m. dollara) í júnílok. í maí var málverk Vlamincks „Landslag", olía á léreft, 65x81 sm. (1905/06), slegið á 6.2 millj- ónir dollara hjá Christies í New York. Manet er svo aftur í fimmta sæti með uppkast að hinu fræga málverki „Bar á Foiles Bergéres", oh'a á léreft 47x56 sm., en það var slegið á 4 milljónir punda eða tæplega 6 milljónir dollara og þamæst fylgir „Kyrralífsmynd" eftir Picasso, olía á léreft 65x50 sm. (1913), sem var slegin á að- eins 5.7 milljónir dollara, sem markaði óvænt verðfall á meistar- anum. Fæstir munu þekkja til hollenska málarans Aelbert Ger- ritsz Cyup (1620-1691), en hann er aðallega þekktur fyrir yndisleg málverk af landslagi með mönnum og dýrum, þar sem ró, friður og höfug náttúrustemmning piýða myndflötinn. Hann var einnig fær andlitsmyndamálari, gerði kyrra- lífsmyndir, sjó og tunglskinslands- lög áisamt því að skreyta kirkjur. Faðir hans var einnig málari svo og föðurbróðir og var hann í læri hjá báðum. Cyup, sem var öðru frekar undir áhrifum frá Jan van Goyen, og af meðferð ítalska niálarans Caravaggios á ljósinu, hafði m.a. mikil áhrif á enska málarann J.M.W. Tumer. Málverk hans „Orfeus töfrar dýrin" olía á léreft 113x167 sm. (1639-/40) var slegin hjá Sothebys í London í júlímánuði á 3.8 milljónir punda. Ekki telst ég sjálfur þekkja mikið meira en nafnið á franska rókókó- málaranum Jean-Francois de Troy (1679-1752), en hann málaði und- ir áhrifum frá Rubens og Vero- nese. Faðir hans Francois de Troy var einnig þekktur málari, og nem- andi föður síns málarans Antoine de Troy, en sá hefur ekki verið eins snjall og afkomendumir, því hans er ekki getið sérstaklega í uppsláttarbókum. Málverkið „Upplestur á Moliere" frá 1730(?), olia á léreft 74x93 sm., var slegið á 3.6. milljónir punda hjá Christi- eá í London í desember. Tvö mál- verk töldust í níunda sæti „Garður í sveit“ eftir Klimt, olía á léreft 110x110 sm. 1905/07 og „Skóg- arlandslag með kofum" olía á lér- eft 89,5x122 sm. eftir Hollending- inn Meindert Hobbema frá 1662/68. Hobbema (1638-1709) var mikilvægasti nemandi J. van Ruisdael, og hafði mikil áhrif á seinni tíma landslagmálverk og enska málverkið á 17. og 18. öld. í báðum tilvikum vora málverkin slegin á 3.4 milljónir punda. Klimt hjá Christieá í lok nóvember en Hobbema hjá Sothebyá í Desem- ber. Loks var eitt af málverkum Modiglianis af ástkonu hans Je- anne Hebuteme málað 1919 (92x54) sm. slegið á 5.4 milljónir dollara hjá Sothebyá í nóvember. Af ofanskráðu má marka að olíu- málverkið heldur höfði í listheimin- um, og það eigi einnig við um nú- tímalist, þrátt fyrir sviptingar á listamarkaði. Koma bæði ljósar og dökkar fréttir af uppboðum á sam- tímalist, en heldur virðist málverk- ið á uppleið, og t.d. hafa uppboð í Kaupmannahöfn gengið mjög vel á árinu. Má í því tilefni geta þess, að uppboðsfírma Ame Braun Ras- mussen á Breiðgötu var í 10 sæti yfir þau veltuhæstu í heimi á sl ári, sem segir ekki svo lítið. Mikið er að gerast í listheimin- um og stórsýningar era settar upp um allan heim, sumar í formi far- andsýninga er ganga á milli nokk- urra stórborga vestan hafs og austan. Er um samvinnuverkefni að ræða og stóru flugfélögin aug- lýsa með stolti á heilsíðum virtra listtímarita, að þau flytji sýning- amar á milli landa og mun það eiga að auka á traust listmógúl- anna á þeim og um leið auglýsa flugfélögin þátt sinn í menningar- dreifingunnL Höfundur er myndlistarmaður og gagnrýnandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.