Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 08.04.1995, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Glæslur útflutnings- árangur hrossabænda SEM kunnugt er hefur verðmæti út- flutnings landbúnaðar- vara verið mjög lítið sem hlutfall af heild- arútflutningi iands- manna á undanfömum árum, aðeins um 1% á ámnum 1990-1993 (eidisfiskur ekki með- talinn). Hins vegar jókst útflutningurinn um 55% í fyrra í krón- um talið og komst upp í 1,4% af verðmæti heildarútflutnings. Það er athyglisverð þróun í ljósi þess að útflutn- ingsbætur hafa verið aflagðar. Hlutur hrossabænda í þessum árangri er athyglisverður. Þeir hafa jafnt og þétt verið að auka útflutn- ing reiðhrossa á undanfömum ámm og gert það að mestu leyti sjálfír, án afskipta bændasamtakanna og án afskipta ríkisins. Verðmæti lifandi hrossa í út- flutningi var komið í 13% af verð- mæti útflutnings landbúnaðarvara árið 1994 og fer vaxandi. Flutt vom út lifandi hross fyrir kr. 204 milljónir í fyrra og hefur sú upphæð Jón Baldvin Hannibalsson tvöfaldast frá árinu 1989 (sjá töflu 1). Um 85% hestanna fóm til ESB-landa (Austurríki, Finnland og Svíþjóð meðtalin), um 11% fóm til EFTA-landa og um 4% til Norður-Ameríku (sjá skiptingu eftir löndum á töflu 2). Þessi góði árangur hefur náðst þótt hrossaræktin sé skött- uð báðum megin landa- mæranna. Hross til ræktunar fara að vísu tollfrjálst inn í Evrópu- sambandið, en 18% tollur leggst á geld- inga. Niðurfelling þessa tolls er eitt lítið dæmi um ávinning af aðild ís- lands að ESB. í Noregi gerðist það um sl. ára- mót að lagður var rúmlega kr. 50.000 tollur á hvert hross. Ég er að láta kanna það hvort unnt sé að fá tollfrjálsa kvóta fyrir ísland vegna útflutnings til Noregs og ESB. Mikilvægt er að tryggja viðun- andi markaðsaðgang fyrir öll hross. Slíkt myndi auðvelda það að halda ræktuninni sem mest innanlands. Engum er betur treystandi en ís- lenskum bændum til þess að rækta íslenska hestinn. Hlýtur það að auka verðmæti hans og gæði ef hann kemur frá íslandi. Útflutningur til Bandaríkjanna var háður hindrunum til skamms tíma vegna ákvæða sóttvamarlaga um að hrossin skyldu vera þijár vikur í einangmn. Geymslugjöldin gerðu útflutninginn óarðbæran. Utanríkisráðuneytinu tókst að fá undanþágu fyrir ísland frá þessum ákvæðum, sem stytti biðtímann úr þremur vikum í þijá daga. A yfírlit- inu (tafla 2) sést að tiltölulega lítið Árangurinn í útflutninffl reiðhesta og hrossa- kjöts, segir Jón Baldvin Hannibalsson, sýnir að íslenskir bændur eru fullfærir um að fínna sér markaði við hæfí o g byggja þá upp án styrkja eða ríkisafskipta. hlutfall útflutningsins fer til Banda- ríkjanna. Þar em sjálfsagt mögu- leikar til þess að efla útflutning á komandi ámm. Vel kæmi til greina að styðja markaðsátak þar. Hagsmunasamtök bænda geta unnið mikilvægt starf í því að efla útflutning íslenskra hesta með því að bæta flokkun og skráningu þeirra. Slíkt auðveldar útflytjendum að uppfylla hinar margvíslegu kröf- ur sem em gerðar í mismunandi löndum. Árangurinn í útflutningi reið- hesta sýnir að íslenskir bændur em fullfærir um að fínna sér markaði við hæfi og byggja þá upp án styrkja eða ríkisafskipta. Annað dæmi er útflutningurinn á fersku hrossakjöti á Japansmarkað, sem einnig er til fyrirmyndar. Hvort tveggja skilar gjaldeyri til þjóðar- búsins. Hvort tveggja byggir á alís- lenskri framleiðslu. íslenskir bænd- ur geta því staðið sig í samkeppn- inni á heimsmarkaði. Vonandi munu hagsmunasamtök þeirra brátt komast á sömu skoðun. Höfundur erformaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands. TSTI* 1; WfUjUUnau/ llUnði hfOSM ItU-U HW llykkjflfjíiaj T»fla 2: útflutnlnflur tifanai hrc**fl 19M «fUr *tykkjafiðt<U ojj tðndum ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 791. þáttur Sverrir Páll sendir mér enn snöfurlegt bréf, og rímar þá „snöfur“ við jöfur og kröfur. En gefum Sverri orðið: „Erindi þessa bréfstúfs er að bera undir þig framburð tveggja orða sem heyrast nú af og til í vörpunum. Einhvern veginn fer um mig sama tilfinning og þegar tannlæknir lendir á viðkvæmri taug þegar ég heyri þau borin fram eins og fréttamenn okkar gera, þeir sem á annað borð grípa til þessara orða, sem eru nokkuð sjaldgæf orðin en málskraut, ef rétt er með farið. Annað orðanna er trafali, að eitthvað sé til traf- ala. Ég man ekki til þess að hafa heyrt fyrr en í fyrra eða hitteð- fyrra að þetta orð væri borið fram með f-hljóði eins og í safarí, sem er auðvitað útlenska. Mér finnst orðið trafaii samskonar útlenska þegar það er borið fram með þessu óraddaða f-hljóði. Sam- kvæmt málvitund minni á hér ekki að vera f heldur raddað v- hljóð, og þá mætti sýna orðið traf- ala með framburðarstafsetningu svona: thravala. Alveg eins og í orðunum afi og hafa. Mér fínnst hér gæti verið einhver regla, að f sé borið fram raddað (v) ef á eftir fer sérhljóð, nema ef f-ið er í upphafi orðs eða síðari hluta samsetts orðs, eins og fara, ófar- ir, áferð. Síðast heyrði ég þetta í kvöld, 16. mars, hjá Kristínu Þorsteinsdóttur í seinni fréttum Sjónvarps. Hitt framburðaratriðið er sama eðlis, fellur undir sömu reglu skv. því sem hér ofar segir. Þar er um að ræða orðið snöfurlegur. Ákaf- lega litríkt orð, en í eyrum mér er það bæði ónýtt og útlenskulegt þegar það er borið fram með sama óraddaða f-hljóðinu og ég nefndi áðan í trafala. Mér fínnst ég ekki hafa heyrt það fyrr en nú, 16. mars 1995. Fyrr man ég ekki eftir því að snöfur... í þessu orði væri borið fram öðruvísi en svona: sdnövur... Sá sem ég heyrði fyrstan og einan segja svona: sdnöfur ..., með óraddaða hljóðinu f í orðinu sófí (æææ, brast þá reglan? Nei, segjum bara að sófí sé útlenska líka) er Ómar Þ. Ragnarsson, sem notaði þetta orð í kynningu í spurningaþætti Sjónvarpsins. Mér þykir undarlegt að heyra þetta sem ég hef nú sagt. Er það rétt hjá mér að hér sé um nýjung- ar að ræða?“ Ég hef alveg sömu tilfinningu að þessu leyti, en hversu gamall sá framburður er, sem við aðhyll- umst ekki, veit ég því miður ekki og hef ekki getað fengið fræðslu um. ★ Inghildur austan kvað: í Frans er nú foringinn Ballaður, mörpm finnst hann víst dálítið gallaður, en hver hefur þar ekki óhreint mjelið i sekki, svona unandvið spilltur og spjallaður. ★ Enska orðið lifetime merkir ævi eða lífstíð. Ég veit ekki til þess að „líftími" sé til í dugandi íslensku. Orðið lífshlaup er líka hvimleitt. Betra væri æviskeið. Líf er víst andstætt dauða og illa þykir mér fara á því að tala um „líftíma“ dauðra hluta, sbr. grein hér í blaðinu um flugvélar ekki fyrir löngu. Ég held að þær hafí engan „líftíma“. Hins vegar get ég vel hugsað mér að ending þeirra sé ekki söm og jöfn, frá einni tegund til annarrar t.d. ★ Alþekkt er að orðtök, sem hafa svipaða merkingu ogjafnvel svip- aða gerð, ruglist saman. Þetta er held ég oftast kallað samruni (kannski samsláttur), en á erlend- um málum t.d. contaminatio(n). Uppi í sundi var ég minntur á gott dæmi af þessu tagi. Lærður Islendingur hafði sagt um eitt- hvað, að „það drægi langan dilk á eftir sér“, í merkingunni að það hefði illar afleiðingar. í máli þessa manns gætir samruna. Hins vegar er til að leiða ófagran dilk eftir sér (sig), og mun það elsta gerð orðtaksins. Oftast er þó einkunninni sleppt og látið nægja að segja að eitt- hvað dragi (leiði) dilk á eftir sér. Merkingin er eftir sem áður að hafa illar afleiðingar. En hvaðan kom orðið langur hjá manninum? Augljóst má vera að það er úr öðru orðtaki, tengdu landbúnaði og með svipaða merk- ingu: að draga langan slóða (á eftir sér). Þetta orðtak er æva- gamalt og kemur t.d. fyrir í Njálu. Fyrir þá, sem óvanir eru sveita- lífí, er það að segja að dilkur er ■ afkvæmi (oftast lamb) sem geng- ur undir móður sinni og sýgur hana. Dilkur er skylt fjölda orða sem merkja bijóst eða sog. Slóði, sem sumir nefndu síðar herfi, er verkfæri til að mylja húsdýraá- burð á túni. ★ Hlymrekur handan kvað: Var það ekki Ragnar sem réð hana Rúnveldi og hafði aldrei séð hana, en líkaði fasið, fyllti á glasið og fór svo í launkofa með hana? ★ Foreldrar verða ekki „uppvísir" að hassneyslu barna sinna, eins og sagt var í fréttum á Stöð 2. Eða var þetta aprílgabb? Foreldr- ar geta hins vegar komist á snoð- ir um hassneyslu barnanna, og þá eru bömin orðin uppvís að henni. Hér hefði verið einfalt og fljótlegt að fletta upp í Orðastað. Þá hafa skilríkir menn tjáð mér að i Bylgjufréttum hafi verið sagt „gæmótt“ um það sem gerðist í fyrrinótt - eða nótt sem leið. Auk þess þætti mér mun betra að segja á fimmtudaginn var heldur en „síðasta fímmtudag". Og mikill unaður og munaður er að hlusta á Þorleif Hauksson (sem ég nefni í heiðurs skyni) lesa Passíusálmana. Nokkrar dag- setningar fyrir utanríkisráðherra ÞEIR alþýðuflokks- menn hafa verið bros- legir upp á síðkastið. Þeir fínna að hlutur þeirra hefur legið eftir í rikisstjóminni og eru nú önnum kafnir við að reyna að skreyta sig með stolnum fjöð- mm. Átakanlegt dæmi um þetta er þeg- ar þvi er slegið upp í Alþýðublaðinu að Jón Baldvin Hannibalsson hafi átt allt frumkvæði að því að ég ákvað að láta lækka gjaldskrá Pósts og síma vegna gagnaflutninga til útlanda. Hann lagði að visu fram erindi um þetta á ríkisstjómarfundi 21. mars sl., en meira og merkilegra var fram- tak hans ekki. Sannleikurinn um þessi mál er: Ég tók þetta mál upp við póst- og simamálastjóra á sl. ári og voru haldnir fundir með yfirmönnum Pósts og síma um þessi efni í jan- úar- og febrúarmánuði. í framhaldi af þvi voru haldnir fundir með Surfa-mönnum, 8. og 9. mars sl. og 14. mars áttu Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, og Þorvarður Jónasson, fram- kvæmdastjóri, fund með sænska fyrirtækinu Tella AB, þar sem við fórum fram á að Svíarnir lækkuðu leigugjöld sín til samræmis við lækkunina hér á landi. Svar við þessu erindi hefur ekki borist. Það var fyrst viku síðar sem Jón Bald- vin rankaði við sér á ríkisstjórnar- fundinum. Ástæða fyrir því að ég ákvað lækkun á töxtum fyrir gagnaflutn- inga til annarra landa er sú, að við íslendingar verðum að tileinka okkur nýjungar í fjarskiptum engu síður en aðrar þjóðir. I þeim efnum má fjarlægðin ekki vera okkur hemill og þess vegna taldi ég rétt að Póstur og sími gæfi væntanlegum notend- um svigrúm með því að stilla leigugjöldun- um í hóf. Það þýðir meiri viðskipti og þó. svo að Póstur og sími kunni að tapa ein- hveiju í bili mun reynslan sýna að til lengri tíma litið græða báðir, Póstur og sími og notendur Intemets- ins._ Ég hripa þessar lín- ur niður á Ólafsfírði. Þó að ég haldi að visu að þá megi telja á fingrum annarrar handar hér í bæ sem sjá Alþýðublaðið, taldi ég rétt að koma þessum leiðréttingum á framfæri. Það er kannski vegna þess að mér þykir rétt að minna Það þýðir meiri viðskipti og þó svo að Póstur og sími kunni að tapa ein- hverju í bili, segir Hall- dór Blöndal, mun reynslan sýna að til lengri tíma litið muni báðir græða, Póstur og sími og notendur Intemetsins. formann Alþýðuflokksins á að það dugir ekki alltaf að vera með þenn- an blástur og fyrirgang. Þegar til lengdar lætur er betra að vera maður fyrir því sem maður segir. Halldór Blöndal i í Í t l : I i l I I í 6 í ! i 1 í 1 Höfundur er samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.