Morgunblaðið - 08.04.1995, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
GUÐRÚNE.
JÓNSDÓTTIR
MINNINGAR
+ Guðrún E. Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjahlíð í Mývatns-
sveit 9. apríl 1905. Hún lést í
Reykjavík 27. mars síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Háteigskirkju 6. apríl.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
í lífsins bók það lifír samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá help tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsd.)
LÁTIN er í Reykjavík okkar góða
vinkona, Guðrún í Meðalholtinu, eins
og við gjaman nefndum hana okkar
á milli. Hún Guðrún var okkur í
Félagi framsóknarkvenna í Reylq'a-
vík mikill styrkur. Alltaf var hún
hress og kát, tilbúin að taka þátt í
starfi okkar. Oft skemmti hún okkur
á fundum með fróðlegum frásögnum
frá fyrri tímum. Hún var vel lesin
og vel ritfær. Þó verður hún okkur
alltaf minnisstæðust fyrir sinn fal-
lega laufabrauðsútskurð. Það var
hennar fag, þar var hún listamaður
og þar komst enginn með tærnar þar
sem hún hafði hælana. Öll árin sem
við seldum laufabrauð fyrir jólin
fengum við að njóta hennar hand-
bragðs. Hefði hennar ekki notið við
hefðum við ekki haft þessa fjáröflun
svona lengi. Ég tel mig mæla fyrir
munn okkar allra sem með henni
störfuðum að hún kenndi okkur
margt og var ómetanlegur leiðbein-
andi. Hafi hún hjartans þökk fyrir.
Guðrún kvaddi þetta líf á sinn
hljóðláta hátt og eins og ég gæti
hugsað mér að hún hefði helst vilj-
að. Að fá að vera heima og hugsa
um sig sjálf til hinstu stundar, það
var hennar háttur.
Ég bið góðan guð að vera með
MORGUNBLAÐIÐ
afkomendum hennar í þeirra sorg.
Blessuð sé minning hennar.
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
í minni mínu klökku
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
þá glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur heim á leið.
(Páll J. Þórðarson)
Fyrir hönd Framsóknarkvenna í
Reykjavík,
Sigrún Sturludóttir.
WtAWÞAUGL YSINGAR
Sumarafleysing
Sýslumannsembættið á Akranesi auglýsir
eftir starfsmanni til sumarafleysinga frá
maí-september 1995.
Starfsmaðurinn þarf að geta unnið sjálfstætt
og vera vanur vinnu á tölvu.
Umsóknir berist skrifstofunni fyrir 20. apríl nk.
Sýslumaðurinn á Akranesi.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Upplýsingar í símum 11464 og 35378.
Til sölu á Siglufirði
Billinn er til sölu ásamt húsnæði. Söluturn,
myndbandaleiga, skyndibitastaður og billjard-
stofa með tveimur borðum. 4ra herbergja
íbúð fylgir. Verð kr. 15 milljónir.
Ársalir, fasteignasala,
Sigtúni 9, sími 562 4333.
Uppboð
Uppboð munu byrja í skrlfstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolung-
arvík, á eftirtöldum eignum kl. 15.00 miðvikudaginn 12. aprfl 1995:
Árbæjarkantur 3, Bolungarvík, ásamt öllum tilheyrandi vélum og
búnaði, þingl. eign Græðis hf., eftir kröfu Fiskveiðasjóðs (slands.
Hafnargata 49, Bolungarvík, þingl. eign Guðrúnar Ásgeirsdóttur og
Ingimars Baldurssonar, eftir kröfu Húsasmiðjunar hf.
Vb. Haukur ÍS-195, þingl. eign Birnu Pálsdóttur, eftir kröfu Útgerðar-
félagsins Brimness hf.
Holtabrún 14, 1.h. t.h., Bolungarvík, þingl. eign Húsnæðisnefndar
Bolungarvíkur, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar rikisins.
Hreggnasi, e.h., norðurendi, Bolungarvík, þingl. eign Guðbjarts Kristj-
ánssonar, eftir kröfu Orkubús Vestfjarða.
Höfðastígur 6, e.h., Bolungarvík, þingl. eign Jóns Gunnarssonar,
eftir kröfu Vátryggingafélags íslands hf.
Vb. Máni (S-59, þingl. eign Þorgils Þorgilssonar, eftir kröfum Ólafs-
víkurkaupstaðar og Skipasmíðastöðvar Marselíusar hf.
Sjávarbraut 9, Bolungarvik, þingl. eign Birnu Pálsdóttur, eftir kröfu
Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Traðarland 12, Bolungarvík, þingl. eign Bjarna L. Benediktssonar,
eftir kröfum Ingvars Helgasonar og Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur.
Traðarland 19, Bolungarvík, þingl. eign Margrétar Vagnsdóttur, eftir
kröfu Landsbanka (slands, Langholtsvegi 43, Reykjavík.
Traðarland 24, Bolungarvík, þingl. eign Guðbjörns Kristjánssonar
og Selmu Friðríksdóttur, eftir kröfum Húsnæðisstofnunar ríkisins
og Lífeyrissjóðs Bolungarvikur.
Þjóðólfsvegur 5, Bolungarvík, þingl. eign Birnu H. Pálsdóttur, eftir
kröfum Búnaðarbanka (slands og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Sýslumaðurinn i Bolungarvik,
7. april 1995.
Utanríkisráðuneytið
auglýsir eftir fyrirtækjum, sem
áhuga hafa á að taka þátt f útboði
á vegum Mannvirkjasjóðs
Atlantshafsbandalagsins
í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá
í febrúar 1992 verða verk, sem unnin eru á
kostnað Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda-
lagsins hér á landi, boðin út frá og með
1. apríl í ár.
Fyrir dyrum stendur fyrsta reynsluverkefnið
af -þessu tagi.
Um er að ræða viðhald á ratsjárstöðinni á
Stokksnesi.
í samræmi við útboðsskilmála, sem unnir
hafa verið í samstarfi íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda, er öllum fyrirtækjum, sem
áhuga hafa á þátttöku í útboðinu, boðið að
senda inn gögn vegna forvals verktaka.
Viðhaldsverkefnið
Verkið sem um ræðirfelst í steypuviðgerðum
utanhúss, endurnýjun á þaki og skyldum
atriðum. Innanhúss yrði um að ræða end-
urnýjun á lögnum, loftræstingu og hreinlæt-
isaðstöðu, auk endurnýjunar á raflögnum.
Þá felst í verkinu tengingar á nauðsynlegum
búnaði, viðgerð á eldvarnakefi og uppsetning
á nýju öryggiskerfi. Kostnaðaráætlun við
verkið er á bilinu kr. 6.500.000 til 16.250.000.
Kröfurtil verktaka
Fyrirtæki, sem áhuga hafa á þátttöku í útboð-
inu, þurfa að skila viljayfirlýsingu þar um til
varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins,
Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, (bréfasími
5515680), fyrir 14. apríl nk.
í viljayfirlýsingunni skal greina nafn og kenni-
tölu fyrirtækis og helstu upplýsingar um fyrir-
tækið. Þá þarf að vera unnt að staðreyna
að fyrirtækið uppfylli eftirtalin skilyrði:
- Að vera starfandi í þeirri starfsgrein, sem
efni samningsins hljóðar á um.
- Að hafa nauðsynlega fjárhagslega burði
til að sinna því verki eða þeirri þjónustu,
sem samningurinn felur í sér.
- Að geta uppfyllt samninginn á réttum
efndatíma, að teknu tilliti til annarra fyrir-
liggjandi verkefna.
- Að geta sýnt fram á nauðsynleg gæði
vinnu sinnar, vöru eða þjónustu í fyrri
verkum af sama toga eða við sölu sam-
þærilegrar vöru.
- Sé þekkt að áreiðanleika og heiðarlegum
viðskiptaháttum.
- Að búa yfir nauðsynlegu innra skipulagi,
reynslu og tæknilegri hæfni til að efna
samninginn eða geta komið slíku á eða
aflað þess.
- Að þúa yfir nauðsynlegri framleiðslu-
tækni, mannvirkjum, tækjum og annarri
aðstöðu eða geta orðið sér úti um slíkt.
- Að hafa nauðsynlegt starfslið til að efna
samninginn eða geta sýnt fram á að það
geti orðið sér úti um hæft starfslið.
Utanríkisráðuneytið,
7. apríl 1995.
Málning -tilboð
Tilboð óskast í utanhússmálningu eignarinn-
ar Espigerði 10-12 fyrir 20. apríl nk.
Bjóðendur skulu jafnframt skila efnis- og
verklýsingu með tilboði sínu.
Verkinu skal lokið fyrir 5. júní 1995.
Upplýsingar veitir Kristján Sveinsson, Espi-
gerði 12, í síma 880346.
Enskunám
á meðal innfæddra
Bournemouth International School er viður-
kenndur (ARELS) skóli á suðurströnd Eng-
lands, sem býður upp á nám á mjög góðu
verði allt árið. Áratugareynsla.
Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson
í síma 5514029.
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Kökubasar og kaffisala til
styrktar unglingastarfinu í dag
kl. 14.00. Komið og kaupið kökur
til að eiga yfir kosninganóttina
og páskahátíöina og styrkið um
leið gott málefni.
Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Fimmtudagur, skfrdagur:
Brauðsbrotning kl. 16.30.
Föstudagurinn langi:
Almenn samkoma kl. 16.30.
Hallveigarstig 1 * sími 614330
Dagsferð laugardaginn
8. apríl
Kl. 13.30 Göngum á kjörstað.
Kjörgangan, 7. áfangi. Gangan
hefst við Miöbæjarskólann í
portinu. Gengið úr Austurbæj-
arportinu kl. 14.30 og frá Mela-
skóla að Miðbæjarskólanum kl.
16.00. Þetta er opin ganga sem
hægt er að koma í og fara úr
hvar sem er. Ekkert þátttöku-
gjald.
Skíðaganga sunnu-
daginn 9. apríl
Kl. 10.30 Mosfellsheiði. Hress-
andi ganga mót suðri og sól.
Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson.
Verð kr. 1.000/1.200. Brottför
frá BSÍ bensínsölu, miðar við
rútu.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
® ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682S33
Laugard. 8. apríl kl. 12.30:
Námskeið í
snjóhúsagerð
Komið á eigin farartækjum í
Mörkina 6. Ekið í Bláfjöll - kom-
ið til baka kl. 18.00. Verð kr.
1.000. Frítt fyrir börn.
Dagsferðir sunnud. 9. apríl
1) Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifar-
vatn, skíðaganga (um 5 klst.).
Þessi ferð er kjörin æfingaferð
fyrir skíðagönguferðir F.(. um
páska.
2) Kl. 13.00 Austan Kleifar-
vatns, skíðaganga (um 3 klst.).
3) Kl. 13.00 Eldborglr - Geita-
hlið, gönguferð. Ekið áleiðis suð-
ur fyrir Kleifarvatn og gengið
þaðan. Tilboðsferð kr. 1,000,
frítt fyrir börn.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin og Mörkinni 6.
Ferðafélag (slands.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!