Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 59

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 59, FRÉTTIR Blindskákareinvígi fyrir Námssjóð blindra Skákmeistarar söfnuðu 2,5 milljónum króna ANNAN í páskum sýnir Ríkissjónvarpið blindskákarein- vígi þeirra Helga Ass og Gary Kaparovs. í einvígi þessu tefla þeir báðir án þess að hafa taflmenn og borð við höndina en þurfa að muna hvern leik og stöðuna alla. Þetta hefur hvorugur gert opinberlega fyrr. Ríkissjónvarpið, Kasparov heimsmeistari og Helgi Áss Grétarsson, heimsmeistari 21 árs og yngri, gerðu einvígi þetta að nokkurs konar góðgerðarkappleik. Þannig veittu þessir aðilar Námssjóði blindra góðfúslegt leyfi til að afla styrkja í tilefni af einvíginu og birtast nöfn styrkta- raðila eftir sýningu einvígisins. Viðtökur hafa verið mjög góðar og hafa safnast saman tvær og hálf milljón króna á tveimur vikum. Með því tvöfaldast námssjóður blindra í einu vetfangi. Námssjóð- urinn styrkir blinda og sjónskerta námsmenn fjárhags- lega og veitti hann um 20 styrki á síðasta ári. I fréttatil- kynningu þakkar Blindrafélagið heimsmeisturunum og ríkissjónvarpinu stuðning þeirra og ekki síður þær stór- kostlegu viðtökur sem málið hefur fengið lyá fyrirtækjum og stofnunum. Helgi Áss Gary Grétarsson Kasparov MESSUR Á PÁLMASUIMIMUDAG Sannleikur- inn og sutt- ungsmjöður STEFÁN Snævarr flytur fyrirlestur í boði félagsins mánudaginn 10. apríl kl. 20 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Sannleikur- inn og suttungsmjöður: Um sann- indi í skáldskap. Fyrirlesturinn er opinn og aðgangur er ókeypis. Stefán Snævarr er menntaður í heimspeki í Ósló og Frankfurt. Stef- án er í rannsóknarstöðu við háskól- ann í Björgvin og fæst þar við rann- sóknir á listspeki. Einnig hefur hann fengist við siðfræði og kenn- ingar Habermaas og Abels. Erindið sem hann flytur byggir á grein sem birtist í Norsk fílosof- isk tidskrift en þar rökstyður Stefán þá kenningu sína að skáldskapur geti varpað ljósi á „þögla þekk- ingu“. í fyrirlestrinum mun Stefán skýra og veija þá kenningu sína, segir í fréttatilkynningu. -----♦ » <----- Gengið á milli kjörstaða í KJÖRGÖNGU Útivistar, 7. áfanga, í dag, laugardaginn 8. apríl, stendur félagið fyrir gönguferð á milli gamalla og nýrra kjörstaða í eldri hluta borgarinnar. Pétur Pét- ursson, þuiur, rifjar upp skemmtileg atvik úr kosningasögum fyrr á árum. Gangan hefst kl. 13.30 í porti Miðbæjarskólans. Þaðan verður gengið um Þingholtin og yfir Skóla- vörðuholtið að Austurbæjarskóla með viðkomu í Hallgrímskirkjuturni ef veður leyfir. Kl. 14.30 verður gengið frá Austurbæjarskólanum um Norðurmýrina, Miklatún, Litlu- Öskjuhlíð suður í Fossvog og geng- ið með ströndinni út í Faxaskjól og að Melaskóla. Kl. 16 verður hringnum lokað með því að ganga frá Melaskóla að Miðbæjarskóla. Hægt verður að koma og fara í gönguna hvar sem er. Ekkert þátttökugjald er og eru allir velkomnir. ■ FYRIRLESTUR verður á veg- um Heimilisiðnaðarskóla íslands í Norræna húsinu laugardaginn 8. apríl kl. 14. Áslaug Sverrisdótt- ir fjallar um jurtalitun á íslandi á fyrri hluta 20. aldar, efni og aðferð- ir. Fjallað verður um grundvallarat- riði jurtalitunar og greint frá helstu litarefnum sem koma við sögu í íslenskri jurtalitun. Sagt verður frá eftirtöldum litunarkverum sem gef- in voru út á árunum 1919-1944: Jurtalitir eftir Þórdísi Stefánsdótt- Rættum atburði í Israel DANIEL Meron, 1. sendiráðsritari í ísraelska sendiráðsins í Ósló, mætir sunnudaginn 9. apríl nk. á fund í Félagsmiðstöð ÍSI, Laugardal, sal 4—5, kl. 15 að tilhlutan félagsins ísland-ísrael og aðalræðismanns ísrael á íslandi. Hann ræðir um síðustu atburði í ísrael og friðarhorfur í Miðaustur- löndum. Fundurinn verður öllum op- inn en Daniel Meron mun flytja er- indi sitt á ensku og svara fyrirspurn- um. Kaffisala verður á staðnum. GUÐRÚN Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Vísnakvöld í Lista- klúbbnum VÍSNAKVÖLD verður haldið í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 10. apríl á vegum tónlistarfélgsins Vísnavina. Dag- skrá kvöldsins er tvíþætt. Fyrri hluti hennar er helgaður nýliðum sem hafa lítið haft sig frammi á þessum vettvangi og meðal þeirra sem fram koma eru Einar Einarsson, Ómar Diðriksson og Þröstur Jóhannesson. Seinni hluti dagskrár er í einu Iagi en þá munu þau Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð flytja efni úr ýmsum áttum, m.a. frumsamið efni og leikhústónlist. Þetta verður síð- asta Vísnakvöld vetrarins. Dagskrá á mánudag hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 500 kr. ur, Rvík 1919, Jurtalitun. Forsagn- ir eftir Kristínu Þorsteinsdóttur, Rvík 1942, og Um jurtalitun eftir Matthildi Halldórsdóttur, Rvík 1944. Með hliðsjón af ofangreindum ritum og upplýsingum sem þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns hefur afl- að verður borin saman tiltekin efni og aðferðir. Einkum verður fjalað um aðferðir við mosalitun og litun með sortulyngi. Með fyrirlestrinum verða sýndar litskyggnur og sýnis- horn af jurtalituðu bandi. Fyrirlestur um meðferð mígrenis MÍGRENISAMTÖKIN halda fræðslufund mánudaginn 10. apríl nk. kl. 20.30 í Bjarkarási, Stjörnu- gróf 9, Reykjavík. Á fundinum mun Sigurður Thorlacius, sérfræðingur í heila- og taugalækningum, flytja erindi um meðferð mígrenis; ráð- leggingar og lyfjameðferð og eru nýir félagar boðnir velkomnir á fund- inn. Mígrenisamtökin héldu aðalfund 23. mars sl. í stjórn voru kosnar Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Eydís Eyjólfsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir. í varastjórn voru kosnar Birna Bjarnadóttir og Hrafn- hildur Þorgrímsdóttir. Virk starfsemi á árinu var kynnt. Ýmsir fræðslufundir voru haldnir; Þórarinn Tyrfingsson, læknir hjá SÁÁ, hélt erindi um róandi ávanalyf ög mígreni, Sólveig Eiríksdóttir fjall- aði um áhrif mataræðis á mígreni og fjallaði um gersveppaóþol og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir fjallaði um óhefðbundnar lækningaleiðir. Á aðalfundinum talaði síðan Brynjólfur Snorra, sjúkranuddari frá Akureyri, um áhrif rafsegulsviðs. ♦ ♦ ♦----- Leikrit í Hús- dýragarðinum í Laugardal SAGAN um Klóku köngulóna verður leikin í Húsdýragarðinum sunnudag- inn 9. apríl kl. 14 og kl. 15. Þórdís Arnljótsdóttir leikkona flytur leikrit- ið sem er fyrir „börn á öllum aldri“. í Húsdýragarðinum verður selun- um gefið kl. 11 og kl. 16 minkum og refum er gefið kl. 12 og litlir kiðlingar eru í fjárhúsinu auk geita, kinda og hesta. í smárdýrahúsinu eru dúfur, kalkúnar, íslensk haug- hænsni, naggrísir, kanínur og kan- ínuungar. í fjósinu eru svín og naut- gripir og kl. 17.15 hefjast mjaltir sem gestum Húsdýragarðsins er boðið að fylgjast með. Opið er um helgina frá kl. 10-18. ■ SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins heldur opinn kynningarfund um skipulagsmál á Hornströndum mánudaginn 10. apríl kl. 16 í Borg- artúni 6, Reykjavík. Samráðsnefnd ýmissa hagsmunaaðila sem unnið hefur að stefnumörkum til 20 ára í skipulags- og byggingarmálum í Sléttuhreppi og fyrrum Grindavík- ur- og Snæfjallahreppum mun þar kynna landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum tillögurnar með aðstoð ráðgjafa sinna. Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Lúk. 19.) ÁSKIRKJA: Ferming og altaris- ganga kl. 11.00. Ferming og altaris- ganga kl. 14.00. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í Bústöðum kl. 11.00. Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30og kl. 13.30. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organleik- ari Marteinn Fl. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæjarskóla kl. 13.00. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- messur með altarisgöngu kl. 10.30 og kl. 14.00. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa með altarisgöngu kl. 11.00. Organisti Hörður Áskels- son. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Landspítalinn:Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingarmess- ur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Pavel Manasek. Prestarnir. Barna- guðsþjónusta fellur niður. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Lang- holtskirkju syngur. Organisti Jón Stefánsson. Sunnudagaskóli kl. 11.00 í umsjá Hauks Jónassonar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friöriks S. Krist- inssonar. Barnastarf á sama tíma. Fermingarmessa kl. 13.30. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Mun- ið kirkjubílinn. Fermingarmessur kl. 11.00 og kl. 14.00. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. Prestarnir. SELTJARNARNESKIRKJA: Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Prestur Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Organisti Vera Gulasciova. Barnastarf kl. 11.00 í umsjá Elín- borgar Sturludóttur og Sigurlínar ívarsdóttur. Börnin vinsamlegast gangi inn niðri. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organisti Sig- rún Steingrímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta kl. 13.30. Altarisganga. Organisti Daníel Jónasson. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Fermingarguðsþjón- usta kl. 14. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Veitingar eftir stundina í umsjón kvenfélagsins. Guðsþjónusta kl. 14. Prestar kirkj- unnar Guðmundur Karl Ágústsson og Hreinn Hjartarson þjóna fyrir altari. Prédikun: Hreinn Hjartarson. Einsöngur: Alina Dubik syngur aríur úr Messíasi eftir G.F. Hándel. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syng- ur. Organisti Lenka Mátéová. Veit- ingar eftir guðsþjónustuna í umsjón Kvenfélagsins „Fjallkonur". Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJÁ: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Val- gerður, Hjörtur og Rúna. Ferming- arguðsþjónusta kl. 13.30. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elísdóttir þjónar. Fermingarmessa kl. 13.30. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Kvöldguðsþjónusta með Taize tónlist kl. 21. Kyrrð, íhug- un, baen. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÓPAVOGSKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogs- kirkju syngur. Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu. Organisti Örn Falkn- er. Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan dag). Sunnudag: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Messa kl. 14.00.’ Organisti Pavel Smid. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Barna- gæsla og barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN:Ferm- ingarguðsþjónusta á pálmasunnu- dag kl. 13.30 (ath. breyttan messu- tíma). Kirkjukórinn syngur undir stjórn Péturs Maté. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. sr. Gylfi Jónsson. Organ- isti Kjartan Ólafssdon. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Ester og Inger Jóhanna stjórna og tala. Hermanna- samkoma kl. 17. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Ann Merethe Jakobsen og Erlingur Nielsson stjórna og tala. Hermannavígsla. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. GARÐAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og 14. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu, Kirkjuhvoli, kl. 13. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og 14. Organisti Helgi Bragason. Petrea Óskarsdóttir leikur á flautu. Báðir prestarnir þjóna. FRIÐRIKSKAPELLA: Fermingar- messa kl. 16. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Organisti Bjarni Þór Jóna- tansson. Kirkjukór Grafarvogskirkju syngur. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. MOSFELLSPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónstur í Lágafellskirkju kl. 10.30 og 13.30. Lokastund barnastarfsins á þessu vori verður í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þor- steinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10og 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl.10.30. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARKIRKJA-.Kirkju- skóli í dag, laugardag, kl. 11 í Stóru- Vogaskóla. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og 14. Báðir prest- arnir þjóna við guðsþjónusturnar. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Oreganisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: . Fermingar- messa kl. 14. Sr. Baldur Ragnar- Sigurðsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Ferming sunnu- dag kl. 13.30. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 13.15 Sunnudagaskóli á Hraunbúðum. Kl. 14. almenn guðsþjónusta. Kl. 20.30. Poppmessa. Létt sveifla í helgri alvöru. AKRANESKIRKJA: Barnastarf í dag, laugardag, kl. 11. Stutt helgi- stund i kirkjunni. Strax á eftir páska- föndur í safnaðarheimilinu. Stjórn- endur Sigurður Grétar Sigurðsson og Axel Gústafsson. Fermingar- guðsþjónustur sunnudag kl. 11 og kl. 14. Altarisganga fermingarbarna og foreldra þeirra mánudag kl. 19.30. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Árni Pálsson. REYNIVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.