Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fundað í þremur kjara-
deílum hjá sáttasemjara
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð-
að til funda í þremur kjaradeilum
í dag og næstu daga. Fundur verð-
ur í flugfreyjudeilunni í dag kl. 16,
með Bifreiðastjórafélaginu Sleipni
og viðsemjendum kl. 9 í fyrramálið
og með Sjómannafélagi Reykjavík-
ur og viðsemjendum á mánudag.
Framhald í flugfreyjudeilu
ræðst í dag
Flugfreyjur gefa ekkert upp um
gang mála í kjaradeilu þeirra og
Flugleiða annað en að framhaldið
ráðist af því hvernig fundurinn í
dag fer.
Verkfalli Sjómannafélags
Reykjavíkur_ lýkur á miðnætti á
laugardag. í gær höfðu sex skip
stöðvast vegna verkfallsins, Lax-
foss, Dettifoss, Reykjafoss, Hofs-
jökull, Mælifell og Lómur. Áð sögn
Birgis Björgvinssonar hjá Sjó-
mannafélaginu lónaði sjöunda
skipið, Lagarfoss, fyrir utan
Reykjavíkurhöfn í gær. Til stóð
að leggja því að bryggju í
Straumsvík en þar var skip fyrir
sem komst ekki út vegna veðurs
og þar af leiðandi komst Lagar-
foss ekki inn.
Birgir sagðist ekki vongóður um
,að fundurinn á mánudag bæri
árangur og hann sagði að ef ekk-
ert færi að þokast þá yrði annað
verkfall boðað í næstu viku. Það
kæmi þá til framkvæmda í fyrsta
lagi viku síðar. „Það eru alveg
hreinar línur að ef ekkert kemur
út úr þessu verkfalli og í næstu
viku þá boðum við annað verkfall.
Okkar menn gefast ekkert upp,“
sagði Birgir.
Sérhlutir fáist ræddir
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
hefur haft lausa samninga frá
áramótum. Stjórn og trúnaðar-
mannaráð hafa aflað sér verkfalls-
heimildar en verkfall hefur ekki
verið boðað. Eftir árangurslausar
samningaviðræður var deilunni
vísað til sáttasemjara þar sem einn
fundur hefur þegar verið haldinn.
Óskar Stefánsson, formaður
Sleipnis, segist vona að sérhlutir
fáist ræddir á fundinum á morg-
un. Aðspurður um það hvort grip-
ið verið til aðgerða náist ekki sam-
komulag fynr einhvern ákveðinn
tíma sagði Óskar að engin tíma-
mörk hefðu verið sett „en auð-
vitað verður að fara að drífa í
hlutunum“.
Jarðbönn eru enn víðast hvar á norðanverðu landinu
Kal víða í túnum
á Austurlandi
KAL er í túnum sums staðar
á Vesturlandi og víða á Aust-
urlandi, en þar hafa verið
umhleypingar í vetur og snjór
lagst yfir svell á túnum.
Lyktar afkali
Að sögn Bjarna Guðleifsson-
ar, sérfræðings þjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
á Möðruvöllum í Eyjafirði,
hefur fundist einkennandi lykt
TUTTUGU síðna blað helg-
að Náttúruvemdarári Evr-
ópu 1995 fylgir Morgun-
blaðinu í dag.
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst
út laugardaginn 22. apríl.
fyrir kal úr túnum á Austur-
landi og allt að suðaustan-
verðu landinu, en lyktin kemur
þegar svell leysir aJF túnum þar
sem gras hefur ekki náð súr-
efni.
Að sögn Bjarna mun hann
á næstunni fara og taka sýni
úr túnum á Austurlandi og
kanna ástandið, en hann sagði
líklega horfa illa hvað kal
varðar á þessum svæðum.
Heyskortur hjá
einstaka manni
Að sögn Ólafs R. Dýrmunds-
sonar, ráðunauts hjá Bænda-
samtökum íslands, er enn
ny'ög mikiU snjór og gaddur
víða á Vestfjörðum og Norður-
landi og jarðbönn að verulegu
leyti fyrir hross.
Ólafur sagðist reikna með
því að fjöldi hrossa í landinu
væri nú svipaður og í fyrra,
en þá var hrossastofninn tæp-
lega 77 þúsund hross, og þegar
gefa þyrfti útigangi eins og
nú færi óhemjumikið fóður í
það.
Ekki heyrstaf fóðurlausum
svæðum
„Það má reikna með því að
hrossum sé alls staðar gef ið
mikið núna. Við vitum ekki til
þess að það hafi verið neinn
heyskortur nema þá hjá ein-
staka manni, og því er þá
bjargað innan sveitar. Það
hefur ekki heyrst um nein fóð-
urlaus svæði, þannig að enn
sem komið er held ég að þetta
sé í góðu lagi,“ sagði Ólafur
R. Dýrmundsson.
Umgangspestir
undanfarið
Mest um
kvef og
magapest
KVEFVEIRUR og bakteríusýk-
ingar eru það sem læknar á
Læknavaktinni hafa mest orðið
varir við undanfarið. Eins hefur
verið mikið um magapestir,
flestar af vírusuppruna.
Guðmundur Ólafsson, læknir
á Læknavaktinni, segir talsvert
um að fólk fái bakteríusýkingar
í kjölfar kvefpesta. Hann segir
algengt að verkir fylgi maga-
pestum og þá sé reynt að fá
sjúklinginn á staðinn til að skoða
hann en ef hann treystir sér
ekki til þess þá vitji læknir hans.
Guðmundur segir svolítið
hafa verið um hálsbólgu, ýmist
af bakteríu- eða veiruuppruna
en ekki mikið um skarlatssótt
undanfarið. Hann segir alltaf
svolítið um berkjubólgu og
bronkítis í kjölfar veirusýkinga
í öndunarfærum og eitt og eitt
lungnabólgutilfelli.
*
Areksturá
Fagradal
ÞRIGGJA bíla árekstur varð í
hríðarkófi á Fagradal í gær.
Ekki urðu meiðsli á fólki.
Ökumaður bíls nam staðar
þar sem hann sá ekki út úr
augum fyrir kófinu og hið sama
gerði ökumaður bílsins sem á
eftir kom. Ökumanni þriðja bíls-
ins tókst hins vegar ekki að
nema staðar í tæka tíð og
skemmdust bflamir allir ftokkuð.
Val á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn Reykja-
ness styðja Ólaf G.
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi eru einhuga
í stuðningi sínum við Ólaf G. Ein-
arsson til áframhaldandi setu í
ráðherraembætti, takist stjómar-
myndun með Framsóknarflokkn-
um. Ræddu Reyknesingar óform-
lega við aðra þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins í gær til að afla Ólafi
stuðnings.
Á fundi 45 trúnaðarmanna
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, sem haldinn var í
Garðabæ á þriðjudagskvöld, kom
fram eindreginn stuðningur við
Ólaf G. Einarsson. Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur samkvæmt upplýsingum •
Morgunblaðsins ekki rætt við Olaf
um setu hans í ráðherrastóli. Hins
vegar telur Ólafur að sótt sé að
sér innan ríkisstjómarinnar og
hafði hann beðið um að fá að
ræða við stjórn kjördæmisráðs
flokksins og fleiri trúnaðarmenn.
Hann komst aftur á móti ekki á
fundinn vegna veikinda.
Erna Nielsen, formaður kjör-
dæmisráðsins, segir að fundurinn
hafi verið ætlaður til að sýna
stuðning við oddvita flokksins í
kjördæminu. Ekki komi til greina
að Ólafur verði ekki í ráðherraliði
Sj álfstæðisflokksins. „Ef það
verður gengið framhjá þessu kjör-
dæmi verða eftirmál af því,“ sagði
Erna í samtali við Morgunblaðið.
Niðurstöðu komið á
framfæri við Davíð
Á fundinum voru þrír þingmenn
flokksins, þau Árni M. Mathiesen,
Sigríður Ánna Þórðardóttir og
Kristján Pálsson. Árni R. Árnason
var fjarstaddur, en styður Ólaf
einnig, samkvæmt heimildum
blaðsins.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að einn úr hópi þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi ræddi í gærkvöldi við Davíð
Oddsson og skýrði honum frá
niðurstöðu fundarins í Garðabæ.
Davíð segir í samtali við
Morgunblaðið að enn hafi ekki
verið rætt um skipan ráðherra-
embætta í nýrri ríkisstjóm. Það
sé hins vegar staðreynd „að ein-
stök kjördæmi eiga ekki ákveðin
ráðherrasæti þótt flokkurinn sé í
ríkisstjórn, hvorki þau stóru né
smáu, þó að auðvitað sé litið til
þess.“
■ Kjördæmi eiga ekki/11
Aukakeppni Skákþings Norðurlanda í Reykjavík
Norsku skákmennirnir unnu
JÓHANN Hjartarson gerði jafn-
tefli við Lars Bo Hansen frá Dan-
mörku en Helgi Ólafsson tapaði
fyrir Norðmanninum Jonathan
Tisdall i fyrstu umferð aukakeppni
um þriðja sætið á Skákþingi Norð-
urlanda, sem hófst á Grand Hótel
Reykjavík í gær.
I þriðju skák umferðarinnar vann
Norðmaðurinn Rune Djurhuus Piu
Cramling frá Svíþjóð.
Eftir fyrstu umferðina eru því
Norðmennirnir Djurhuus og Tisdall
efstir og jafnir með 1 vinning.
Jóhann var talinn hafa vænlegri
stöðu í skák sinni við Danann en
missti niður vænlega stöðu í enda-
tafli og samdi um jafntefli.
Jafnframt aukakeppninni, sem
veitir rétt til að tefla á millisvæða-
móti FIDE, fer fram fímm skáka
emvígi Margeirs Péturssonar stór-
meistara við skákforritið Chessica
frá Tasc í Hollandi. Margeir vann
fyrstu skákina í fjörutíu leikjum.
Hann hafði svart.