Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Happdrætti DAS og Hrafnistuheimilin
Tvöfaldar tekjur
með Bingó Lottói
SÍÐASTLIÐIÐ happdrættisár, 1. maí til 30. apríl, hefur verið eitt hið við-
burðaríkasta í rúmlega 40 ára sögu Happdrættis DAS, að sögn Sigurðar
Ágústs Sigurðssonar forstjóra DAS. Stórt skref hafi verið stigið í uppbygg-
ingu Hrafnistuheimilanna með tilkomu Bingó Lottós á Stöð 2 og hafi tekj-
ur happdrættisins tvöfaldast.
Á nýliðnu ári voru greiddir út
vinningar að verðmæti 200 milljóna
króna að sögn Sigurðar. „Dregið
var þrisvar sinnum { einni viku, 6.,
7. og 8. apríl. Hinn 6. apríl var
heildarverðmæti vinninga 29 millj-
ónir og tíu milljóna króna aðalvinn-
ingur fór til Qölskyldu í Hafnar-
firði,“ segir- Sigurðpr.
Hann segir ennfremur að daginn
eftir hafi aðalvinningur í vorpotti,
sumarbústaður að verðmæti 5 millj-
ónir króna, verið dreginn á miða
Siglfírðings og loks hafí stærsti
vinningurinn í Bingó Lottói, sem
dreginn var út kosningadaginn, lent
í höndum íbúa á Flúðum í Hruna-
mannahreppi. Segir Sigurður að
ekki hafí verið dregið jafn oft í
nokkru happdrætti hérlendis.
Tvöföld vinningaskrá
Jafnframt hafa töluverðar breyt-
ingar verið gerðar á vinningaskrá
happdrættisins og verður dregið í
fyrsta sinn á nýju happdrættisári
9. maí. „Nú er boðið upp á tvöfalda
vinningaskrá sem þýðir að hægt er
að kaupa tvær raðir í hverju núm-
eri og tvöfalda þar með vinninginn
sem í boði er. Þá verður aðalvinn-
ingurinn fjórar milljónir til íbúða-
kaupa í hveijum mánuði, auk tíu
milljóna króna aðalvinnings til
íbúðakaupa sem dreginn verður út
í apríl á næsta ári,“ segir hann.
Heildarfjöldi vinninga á árinu er
61.549, sem er stórfelld íjölgun frá
því sem áður hefur verið boðið upp
á í happdrætti hér að sögn Sigurð-
ar. Segir hann að 1.200 vinningar
verði dregnir úr seldum miðum í
pottum happdrættisins en aðalvinn-
ingamir í hveijum potti eru upp-
hækkaður Patrol jeppi, turbo dies-
el, fullbúinn með aukabúnaði að
verðmæti 3,8 milljónir. Loks segir
Sigurður að heildarverðmæti vinn-
inga sem í boði eru í ár sé tæpar
400 milljónir króna.
Hert innheimta
bifreiðagjalda
Hundruð
milljóna úti-
standandi
HERTAR aðgerðir innheimtumanna
ríkissjóðs til innheimtu á bifreiða-
gjaldi og þungaskatti hefjast næst-
komandi þriðjudag, en ríkissjóður á
útistandandi 394 milljónir króna að
meðtöldum dráttarvöxtum vegna
1994 og fyrri ára. 488 milljónir eru
útistandandi og komnar fram yfír
eindaga vegna ársins í ár.
í fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu segir að enn séu úti-
standandi 156 milljónir króna af
álögðum bifreiðagjöldum og þunga-
skatti ársins 1994 og eru það 3,74%
af heildarálagningu ársins sem nam
rúmlega 4,1 milljarði króna.
52 milljónir hafa ekki innheimst
af gjöldum ársins 1993 og þar er
um 1,34% heildarinnar að ræða.
Samtals eru að höfuðstóli í van-
skilum 69 milljónir vegna fyrri ára.
Alls eru útistandandi 277 milljónir
króna en að viðbættum dráttarvöxt-
um nema vanskilin 394 milljónum.
Vegna yfirstandandi árs eru úti-
standandi og komnar fram yfir ein-
daga 488 milljónir króna í bifreiða-
gjöld og þungaskatt.
Fjármálaráðuneytið hefur falið
innheimtumönnum ríkissjóðs að hlut-
ast til um hertar innheimtuaðgerðir
frá og með næsta þriðjudegi. Frá
þeim tíma mega bifreiðaeigendur
búast við að skráningamúmer verði
tekin af bifreiðum þeirra séu ógreidd
gjöld komin fram yfir eindaga.
-----------» ♦ »----
Fleiri rásir
í fjölvarpið
„VIÐ höfum heimild fyrir níu stöðv-
um innan Fjölvarpsins, en þær eru
nú sjö. Við höfum þegar ákveðið að
innan skamms bætist BBC World
fréttastofan við, en frekari viðbót
skýrist innan mánaðar,“ sagði Jafet
Ólafsson, forstjóri íslenska útvarps-
félagsins, í samtali við Morgunblaðið.
Jafet sagði að áskrifendur Fjöl-
varpsins væru nú 8-900, en á næst-
unni yrði lögð áhersla á að fjölga
þeim. Dreifíkerfi Fjölvarpsins yrði
t.d. stækkað, svo það næði til Suður-
lands og Vestmannaeyja.
Frásögn tveggja íslenskra kvenna
Fljúgandi diskar
og geimverur
TVÆR konur segjast hafa séð
fljúgandi furðuhluti í návígi
hér á landi og önnur þeirra
kveðst að auki hafa séð einn
farþega slíks farartækis.
Þetta kemur fram Geim-
disknum, fréttabréfi Félags
áhugamanna um fljúgandi
furðuhluti, FÁFFH. Þar segir
nánar af öðru atvikinu, þar
sem roskin kona sá greinilega
fljúgandi disk lenda í návígi
við bústað sinn á Suðurlandi.
„Diskurinn var með sterkum
ýóshring að neðanverðu og
kom strax í ljós við athugun
konunnar og ættingja hennar
að jafnstór brunablettur var í
grasinu þar sem farartækið
hafði lent og ljóshringurinn
hafði verið,“ segir í fréttabréf-
inu og ennfremur að tekið hafi
lungann úr sumrinu að vaxa
aftur upp í brunafarið, „þar
sem hitinn eða einhver önnur
áhrif af disknum gerðu það að
FÓLK víða um heim kveðst
hafa séð fljúgandi diska og
hafa teiknarar fært þær
frásagnir í myndir.
verkum að enginn gróður sem
undir brennihringnum lenti
virtist lifa það návigi af“.
í fréttabréfinu er fólk hvatt
til að láta FÁFFH vita, sjái það
íljúgandi furðuhluti á himni,
eða frétti af einhverjutn sem
hugsanlega hafi séð slíka hluti,
svo hægt sé að halda tölfræði-
lega samantekt um tíðni þess-
ara fyrirbrigða hér á landi.
Vorboðinn
við höfnina
GÖMLU eimreiðinni, sem notuð
var við byggingu gömlu hafnar-
innar, var komið fyrir á hafnar-
svæðinu í gær. Þessi fyrsta eim-
reið íslendinga skipar heiðurs-
sess á hafnarsvæðinu og er fyrsti
vorboðinn við höfnina ár hvert.
Morgunblaðið/Þorkell
Utför Pét-
urs J. Thor-
steinssonar
ÚTFÖR Péturs'J. Thorsteinsson-
ar, fyrrv. sendiherra og ráðu-
neytisstjóra, var gerð frá Dóm-
kirlqunni í Reykjavík í gær. Séra
Þórir Stephensen jarðsöng. Kist-
una báru úr kirkju Hailgrímur
Dalberg, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri, Sigríður Á. Snævarr,
sendiherra, Nils P. Sigurðsson,
sendiherra, Þórður Einarsson,
sendiherra, Sveinn Björnsson,
sendiherra og forsetaritari,
Tómas Tómasson, sendiherra,
Þórhallur Ásgeirsson, fyrrv.
ráðuneytissljóri, og Helgi
Ágústsson, sendiherra.
Morgunblaðið/Þorkell
Rætt um að fjölga lands-
mótum hestamanna
TALSVERÐ umræða er nú um að
fjölga landsmótum hestamanna og
halda þau annað hvert ár í staðinn
fýrir á fjögurra ára fresti.
Að sögn Sigurðar Þórhallssonar,
framkvæmdastjóra Landssambands
hestamanna, verður þetta rætt á
formannafundi hestamannafélag-
anna 5. maí, en taka verður ákvörð-
un á ársþingi næsta haust.
Sigurður sagði að umræðan um
fjölgun landsmóta væri ekki síst
vegna þess að þau væru farin að
varða mun fleiri en hestamenn.
Þannig hefði t.d. á fímmta þúsund
útlendinga sótt síðasta landsmót
og því augljóst að um talsverðar
gjaldeyristekjur væri að ræða. Inn-
anlands skipti þetta líka miklu
varðandi sölu á hrossum til út-
landa.
Ef breytingin verður samþykkt
verða fjórðungsmót, sem haldin
hafa verið milli landsmóta, að öllum
líkindum lögð niður, en í stað þeirra
komi minni mót.
Þátttaka íslendinga í Víkingalottói
82% vinningshlutfall
ÍSLENDINGAR hafa fengið
82,12% af framlagi sínu til fýrsta
vinnings í Víkingalottó aftur til
baka í þremur vinningum.
Inni í þessum tölum er ekki
útdrátturinn í Víkingalottóinu í
gærkvöldi. Þá var dreginn út tvö-
faldur fyrsti vinningur, 106,4
milljónir króna. Sá vinningur gékk
ekki út og verður vinningurinn því
þrefaldur næst.
Nú er liðið nákvæmlega eitt ár
síðan íslendingur hreppti síðast
Þrefaldur
pottur næst
fyrsta vinning og varð 39,5 milljón
krónum ríkari. Vinningspotturinn
í laugardagslottóinu stefnir í að
verða 8 til 9 milljónir á laugardag.
Danir einir Norðurlandaþjóð-
anna hafa fengið hærri fjárhæð
til baka í fyrsta vinning en þeir
hafa innt af hendi í vinningspott-
inn. Framlag Dana er orðið yfir 2
milljarðar króna og vinningarnir
2,4 milljarðar eða 118,56% fram-
lags. Næstir koma Svíar og er
hlutfall vinninga 90,66% af fram-
lagi. Á hælaþeim koma Norðmenn
og hafa þeir fengið 90,59% af
framlagi til baka.
Fjórðu eru íslendingar. Við höf-
um lagt fram 87 milljónir í vinn-
ingspottinn og fengið til baka 71,5
milljón eða 82,12% af framlagi.
Finnar reka lestina með 79,3%
vinningshlutfall.