Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 9

Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 9 __________________________________FRÉTTIR Fyrsti hópur Islendinga til Belfast um páskahelgina Flogið þrisvar í viku BORG ARSTJ ÓRINN í Belfast, Hughes Smyth, tók á móti íslend- ingum sem sóttu borgina heim um páskahátíðina, en á ferðinni var fyrsti íslenski hópurinn í skipu- lagðri pakkaferð til Belfast. Guð- rún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, veitti viðtöku gjöf til Reykjavíkurborgar frá Belf- ast-búum og endurgalt með gjöf frá Reykvíkingum. Um eitt hundrað íslendingar héldu með norður-írska flugfélag- inu Emerald Eouropian Airways, sem að hluta er í eigu íslendinga, utan til Belfast á skírdag. Hughes Smyth efndi til móttöku í ráðhúsi borgarinnar af því tilefni og kom m.a. fram í máli hans að íbúar borgarinnar vonuðu innilega að óöldinni, sem þar hefði ríkt síðustu 25 ár, væri lokið og bjartari tímar framundan. Væntu menn sér mik- ils af ferðaþjónustunni nú þegar ró væri komin á. Borgarstjórinn bauð íslending- ana sérstaklega velkomna til borg- arinnar og hafði á orði að honum hefði borist til eyrna að þeir væru duglegir að versla. Hann vonaði að þátttakendur í fyrstu hópferð íslendinga til Belfast myndu greina löndum sínum frá því sem fyrir augu hefði borið og kynna þannig borgina. Stefnt að flugi í sumar Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Emerald Eouropian Airways, sagði að stefnt væri að því að hefja flug milli íslands og Belfast í júní næst- komandi. Væntanlega verður flog- ið milli staðanna þrisvar í viku. GRÉTAR Haraldsson frá Eurocard, t.h., og Halldór Júlíusson veitingamaður handsala samning um debet- kortaviðskipti í Bláfjöllum. Debetkorta- þjónusta við skíðafólk í VEITINGASÖLU Bláfjallaskála og miðasölu í Kóngsgili verður bráðlega hægt að greiða með debetkorti þar sem samningur hefur verið gerður við Eurocard á íslandi um þetta. í framhaldi af þeim rammasamn- ingum sem Eurocard á íslandi gerði fyrir skömmu við ríki og borg hefur að undanförnu verið unnið að gerð samninga við ýmsar stofnanir og rekstraraðila sem starfa fyrir eða með ríki og borg. í fyrradag var undirritaður samningur á milli Eurocard á íslandi og Halldórs Júl- íussonar veitingamanns, sem annast veitingarekstur og miðasölu í Blá- Qöllum, um viðtöku Maestro-debet- korta. Vonast er til að hægt verði að koma upp búnaði við að fram- kvæma þetta á næstu dögum. Ann- ars staðar á skíðasvæðinu í Bláfjöll- um sem og í Skálafelli og á svæðinu við Kolviðarhól er talið líklegt að slík þjónusta standi til boða í upp- hafí næstu skíðavertíðar, þ.e.a.s. næsta vetur. Fundir um framtíð norræns samstarfs Nýtt skipulag taki gildi í upphafi GEIR H. Haarde, forseti Norður- landaráðs, átti í gær og í fyrradag viðræður í Kaupmannahöfn við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra og Marianne Jelved, efnahagsmálaráðherra, en hún er norræni samstarfsráðherrann í Danmörku. Geir ræddi við þau um endur- skipulagningu á starfsemi Norður- landaráðs og norræns samstarfs yfir höfuð. Þar að auki hitti hann að máli flokksleiðtoga íhaldsflokksins og Venstre. Aukaþing í september Geir sagði í samtaii við Morgun- blaðið í gær að fundirnir hafi verið vel heppnaðir og gagnlegir. Sagði hann fullur hugur væri í mönnum næsta árs að ljúka þessu máli á þeim nótum sem lagt var fyrir þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík í síðasta mánuði. „Það er niðurstaðan að stefna að því að ljúka öllu því sem þarf að gera þannig að nýtt skipulag geti tekið gildi í upphafi næsta árs. Það þarf að breyta Helsinki-sáttmálan- um, og við gerum ráð fýrir að öll þjóðþingin nái að gera það á haust- mánuðum. Það er stefnt að því að halda aukaþing í Norðurlandaráði í september til þess að ganga frá þess- um tillögum um breytinagar, þannig að þingin geti fjallað um þau í lok ársins," sagði Geir. I dag er fundur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og er hann haldinn í Osló, og sagði Geir að ætlunin væri að mjaka umræddum skipu- lagsbreytingum áleiðis á þeim fundi. Fyrirlestur á vegum SVS og Varðbergs Gjáin milli heimsálfa CHRISTOPHER Coker, lektor við London School of Economics, flytur erindi á sameiginlegum hádegisverð- arfundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergs í Skála Hótels Sögu laugardaginn 22. apríl. Salurinn verður opnaður kl. 12. Fyr- irlesturinn nefnist: Gjáin sem breikk- ar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Christopher. Coker hefur kennt stjórnmálafræði við London School of Economics frá árinu 1982. Fram að þeim tíma stundaði hann fræði- legar rannsóknir við Wolfson College í Oxford. Hann er virtur breskur fræðimaður í stjórnmálafræði sem hefur lagt mikla áherslu á rannsókn- ir á þróun og framgangi Atlants- hafsbandalagsins og fylgist grannt með framþróun málefna NATO. Coker hefur skrifað margar bækur. Auk þess hefur hann skrifað regiu- lega greinar sem birst hafa í þekkt- um blöðum eins og The Times, The Guardian, The Independent og The Wall Street Journal. Á undanförnum árum hefur Christopher Coker verið fyrirlesari og ræðumaður hjá menntastofnun- um og samtökum í bandalagsríkjum NATO. Hann er í breska íhalds- flokknum og hefur verið virkur þátt- takandi í tveimur sérfræðingaráðum flokksins The Centre for Policy Studies og The Institute for Ec- onomic Affairs. Hann er einn af höfundum varnamálakafla Evrópu- stefnu íhaldsflokksins. TJALDVAEIMAR Hinir vinsæiu £~0MAAfG£g£Z x/agnar. vy Erum fluttur úr Lágmúlanum. 40% afsláttur af nýjum vorvörum - Verið velkomin - Atlanta G-B manna 1 - sá flntTasti Tjaldvagnar: Landsins mesta úrval tjaldvagna. Allir vagnarnir koma með hörðu, læsanlegu loki meö topgrind, þýskri fjöörun og undirvagn, Ten Cate tjalddúk af bestu og þykkustu gerð (350 gr.). Vagnarnir eru níðsterkir, smekklegir ; og auðveldir í tjöldun. 'c * I Sendum bæklinqa um allt land E EVRO HF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. ^ ^ y neðst við Opið virka^daBa 1 -A sfmi 622230 kl. 1<H14. Sumartilbob (f ' 20% afsláttur af stretsbuxum 40% afsláttur af peysum Póstsendum kostnaðarlaust. ® Opið laugardaga kl. 10-16. OfMif Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir torginu, sími 552-3970. - kjarni málsins! HUGHES Smyth, borgarstjóri í Belfast, ræðir við Svövu Jakobs- dóttur rithöfund og Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgar- stjórnar Reykjavíkur. TILVALIÐ FYRIR 5UMARIÐ Rósóttir strigaskór, derhúfur og töskur ístíl. Frábært verð Gallajakkarnir frá Clarie komnir aftur. JOSS KRINGLUNNI Sími 68 91 50 OTVIRÆÐIR YFI RBURÐI R í TÆKNI STiLL 013 GLÆStLEIKi Norðlensk Skagfirðingar - Húnvetningar Söng- og skemmtikvöld d Hótel íslandi fóstudciginn 21. apríl. SkemmtiatriSi: Konnbræður Jóhann Már og Svavar Jóhannssynir ásamt Jónu Fanneyju Svavarsdóttur taka lagið viS undirleik Tómasar Higgerson. „Sannkallað fjölskyldutríó" Karlakór Bólstaöarhlíöarhrepps með bráðskemmtilega dagskrá. Einsöngvarar: Svavar Jóhannsson og Jóna Fanney Svavarsdóttir. Tvísöngur: Sigfús Guðmundsson og Svavar Jóhannsson. Hagyróingaþáttur að skagfirskum hætti Stjórnandi: Eiríkur Jónsson. Þátttakendur: Alþingismenn fyrr og nú. Gangnastemmur að hætti norðlenskra bænda. Gamanmal: Hjálmar Jónsson. Rökkurkórinn Einsöngur: Ásgeir Eiríksson og Jóhqnn Már Jóhannsson. Tvísöngur: Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon. Stjómandi kóranna er Sveinn Arnason. Undirleikari: Tómas Higgerson Veislustjóri: Geirmundur Valtýsson. HLJÓMSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR LEIKUR FYRIR DANSITIL KL. 03. MatseÖill: Hvítvfnslöguð rœkjusúpa. Sbmepsristaður latnbavödví með rósmarinsósu. Koníakstoppur ttteð súkkulaðisósu og pemm. Verd kr. 3.900 ittcd þriggja rétta kvöldvcrði. Áti nuitar kr. 2.000. Danslcikur kr. 800. nóm í%lXnd Boröapantanir í sínia 687111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.