Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 19 i I I I ) > > FRÉTTIR: EVRÓPA Bretar hóta spænskum sjómönnum hörku Vara Spánveija við að brjóta ESB-reglur London. Reuter. WILLIAM Waldegrave, landbúnaðarráðherra Bretlands, sem jafnframt fer með sjávarútvegsmál, lýsti því yfír í gær að Bretar myndu beita fallbyssubát- um gegn ólöglegum veiðum úr fískistofnum á Bretlandsmiðum og framfylgja reglum Evrópusambandsins um eftirlit með veiðum með mun strangari hætti en áður. Aðvaranir Waldegraves beinast einkum að spænskum fískimönnum. „Við lítum svo á að við þurfum að fylgja reglum Evrópusambands- ins mun fastar eftir til að vernda hina miklu fiskistofna, sem Bretland færir Evrópu," sagði Waldegrave í viðtali við ríkisútvarpið BBC. Krefjast aðgerða Brezkir sjómenn hafa krafízt harðra aðgerða gegn spænskum tog- urum á Bretlandsmiðum, en spænsk- ir sjómenn hafa verið sakaðir um að hafa alþjóðlegar reglur að engu, og er grálúðudeilan við Kanada nærtækasta dæmið. Waldegrave sagði hins vegar að ólíkt því ástandi, sem ríkt hefði á fískimiðunum utan lögsögu Kanada, væru skýrar reglur um veiðar á hafsvæðum ESB-ríkja. „Reglur sam- bandsins eru fyrir hendi, og þær hafa of oft verið brotnar,“ sagði hann. „Ef þeir [spænskir sjómenn] brjóta reglurnar í brezkri lögsögu munum við beita sjóhemum, eins og við höfum þegar gert, til að fram- fylgja þeim.“ I síðustu viku tók brezki sjóherinn spænskan togara, Chimbote og sak- aði hann um að nota ólöglegt troll. Skipstjórinn, Louis Blanco Nosti, átti að koma fyrir rétt í gær vegna ólöglegra fískveiða og átti yfír höfði sér sektir og upptöku veiðarfæra. John Major forsætisráðherra Breta hefur einnig sagt að brezk herskip yrðu nálæg til að tryggja að farið verði eftir veiðireglum og samningum í hvívetna. Harðar deilur Á síðasta ári lenti brezkum sjó- mönnum illilega saman við spænska kollega sína. Þeir reiddust heiftar- lega ákvörðun Evrópusambandsins um að leyfa 40 spænskum fiskiskip- um að veiða í írska hólfinu svo- nefnda milli Bretlands og írlands. Brezku sjómennimir stóðu fyrir mótmælaaðgerðum, hindruðu ferðir fetja yfír Ermarsund og fóru í mót- mælagöngur framan við þinghúsið. Waldegrave sagði aðspurður að Bretar gætu búist við frekari árekstmm á þessu ári. „Það er auk- in spenna í loftinu og við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum, bæði til að reyna að koma í veg fyrir átök og til að framfylgja reglunum,“ sagði hann. Reuter SPÆNSKlR sjómenn eru æfir yfir veiðitakmörkunum sem fyrir- sjáanlegar eru á úthafsveiðum þeirra. Á myndinni sést Louis Atienza landbúnaðarráðherra Spánar sýna línurit sem sýnir grál- úðukvóta Kanada og Evrópusambandsins eftir samninga um þær veiðar. Atienza sagði að spænskir fiskimenn yrðu að laga sig að breyttum aðstæðum og leita nýrra miða. Kína vill semja um höfundarrétt Pcking. Reuter. KINA hefur fallizt á að gera sams konar samning við Evrópusambandið um vemd höfundarréttar og annarra hugverkaréttinda og gerður var við Bandaríkin í febrúar síðastliðnum. í því felst meðal annars að kínversk stjómvöld skuldbinda sig til að líða ekki gerð ódýrra eftirlíkinga af ýmis- legri dýrri, vestrænni merlqavöm. Samkomulag náðist í viðræðum Sir Leons Brittan, sem fer með ut- anríkisviðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB, við ráðamenn í Kína. „Kínversk stjórnvöld hafa nú opin- berlega lýst því yfir að öll réttindi einstaklinga og fyrirtækja í Banda- ríkjunum, sem samþykkt voru með samningi Kína og Bandaríkjanna í febrúar eiga einnig við um einstakl- inga og fyrirtæki í Evrópusamband- inu,“ sagði Brittan í gær. í samkomulagi ESB og Kína er sett fram nákvæm áætlun um að- gerðir, meðal annars að kínversk stjórnvöld fýlgi betur eftir eigin lög- gjöf um vernd hugverkaréttinda og að kínverski markaðurinn verði opn- aður fyrir vestrænum innflutningi í auknum mæli. Tæknileg aðstoð aukin Brittan sagðist hafa fengið trygg- ingar frá Kínveijum fyrir því að við- skiptaaðilum yrði ekki mismunað. Hann sagði að framkvæmdastjórn ESB væri reiðubúin til að auka tæknilega aðstoð við Kína til að greiða fyrir samkomulaginu. Meðal annars hyggst ESB sjá um þjálfun starfsfólks, sem sjá mun um eftirlit, og aðstoða Kínvetja við skráningu hugverkaréttinda. Beint flug æ* til Þýskalands Keflavík - Dússeldorf í áætlunarflugi 29. maí -18. sept. 1995 Uppiýsingar um ferðir LTU eru veitt á næstu feróaskrifstofu. LTU á ÍSLANDI Stangarhyl 3a - u i 110 Reykjavík LTU INTERNATIONAL AIRWAYS Ferðalög og útivist innanlands í Perlunni 20. - 23. apríl 1995 Perlctn stendur íyrir sýningunni Ferðalög og útivist. Komdu á stórkostlega sýningu þar sem á dagskrá verður: Kynning á ferðamöguleikum, gistingu, veitingum og aíþreYÍngu í öllum landshlutum. Skemmtilegur ókeypis getraunaleikur með stórglœsilegum vinningum. MatvœlakYnningar frá hinum ýmsu landshlutum. Skógarferð um Öskjuhlíð á vegum Ferðafélags íslands dagana 20. og 22. apríl kl. 16.00. Frœðsluerindi í máli og myndum í fundarsal Perlunnar. Sýning á farartœkjum og teymt undir börnum á hestum. Stórglœsileg sýning og skemmtun ÍYrir alla fjölskylduna. Opnunartímar verða: Fimmtudag......20. aprílkl. 13.30-18.00 2 Föstudag.......21. apríl kl. 16,00-20.00 £ Laugardag......22. apríl kl. 13.00-18.00 Sunnudag.......23. apríl kl. 13.00-18.00 Ókeypis aðgangur PERLAN Ókeypis aðgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.