Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 23
Steinway o g Selmer
sameina rekstur
New York. Reuter.
STEINWAY og Selmer hljóðfæra-
framleiðendurnir tilkynntu fyrr í
vikunni að sameining fyrirtækj-
anna væri fyrirhuguð. Verða þau
í sameiningu stærsti framleiðandi
hljóðfæra Bandaríkjanna.
Steinway er eigandi Steinway and
Sons, sem framleiða hin heims-
frægu Steinway píanó og flygla.
Selmer framleiðir blásturs- og
strengjahljóðfæri.
Gert er ráð fyrir að fyrirtækin
muni í sameiningu selja hljóðfæri
fyrir um 250 milljónir dala á ári.
Þau munu starfa áfram undir eigin
nafni, engar breytingar verða
gerðar á stjórnun, markaðssetn-
ingu, fjölda starfsmanna eða fram-
leiðslunni. Um 1.000 manns starfa
hjá hvoru fyrirtæki, sem stofnuð
voru árið 1853.
Verksmiðjur Steinway eru á
Long Island og í Hamborg en verk-
smiðjur Selmer eru í Indiana, Ohio,
Illinois og Norður-Carolínu.
Hlim kóngsson
FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir á sum-
ardaginn fyrsta Hlina kóngsson í
Grunnskólanum í Hveragerði kl.
14.
Leikritið um Hlina kóngsson var
frumsýnt sl. haust og hefur verið
sýnt í leikskólum Reykjavíkur og
víðar.
Leikritið er byggt á þjóðsögu-
ævintýrinu um Hlina kóngsson
sem týndist í þokunni.
Leikhópurinn hefur spunnið
þessa leiksýningu upp úr nokkrum
útgáfum af sömu sögunni.
Leikarar í sýninguni eru þau
Eggert Kaaber, Margrét Péturs-
dóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leik-
stjóri er Gunnar Gunnsteinsson.
Pizza handa Pavarotti
ÍTALSKI tenórinn Luciano
Pavarotti gæðir sér á pizzusneið
á nýopnuðum veitingastað í
Harrods-stórversluninni í Lond-
on í gær, þar sem hann kynnti
nýjan herrailm sem kenndur er
við stórsöngvarann. Pavarotti
er staddur í borginni vegna
uppsetningar á Grímudansleik
Giuseppes Verdi, sem óperan í
Covent Garden setur upp. Syng-
ur Pavarotti í fjórum sýningum
og þiggur fyrir það 20.000 pund
hið minnsta, rúmar 2 miHjónir
kr. ísl. Hefur verð miða á
Grímudansleikinn enda staðið í
Bretum, en bestu sæti kosta sem
svarar rúmlega 27.000 kr.
Ódýrustu sæti eru á um 5.000
kr.
Norræna húsið
Samsýning
fjögurra
myndlist-
armanna
SÝNINGU þein-a Björns
Bimis, Hafsteins Austmanns,
Valgerðar Hauksdóttur og
Helga Gíslasonar í sýningar-
sölum Norræna hússins lýkur
nú á sunnudag. Á sýningunni
eru málverk, höggmyndir og
verk unnin á pappír.
Björn Birnir hélt fyrst sýn-
ingu í Norræna húsinu 1977
og hefur síðan sýnt víða,
meðal annars í Bandaríkjun-
um, Kanada og í Svíþjóð.
Hafsteinn Austmann hefur
haldið margar einkasýningar
og sýndi fyrst í Listamanna-
skálanum við Austurvöll
1956. Þá hefur hann tekið
þátt í mörgum samsýningum,
nú síðast farandsýningunni
Nordiska Akvareller sem hef-
ur farið um Norðurlönd.
Helgi Gíslason mynd-
höggvari hefur haldið margar
einkasýningar hér heima og
í Þýskalandi. Auk þess hefur
hann tekið þátt í mörgum
samsýningum.
Valgerður Hauksdóttir
hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis, meðal
annars á Norðurlöndum, í
Evrópu, Bandaríkjunum, S-
Afríku, Indlandi og Kína.
Aðsókn hefur verið góð á
sýninguna og er hún opin
daglega frá kl. 14-19.
Píanóleikur
í Grinda-
víkurkirkju
JÚLÍANA Rún Indriðadóttir
píanóleikari heldur tónleika í
Grindavíkurkirkju í kvöld kl.
20.30. Á tónleikunum verða
flutt verk eftir Bach, Beethov-
en, Chopin, Skijabin, Prokofi-
ev og Þorkel Sigurbjörnsson.
KAFFISALA
skogarmanna
i DAG!
umarbúðir KFUM í Vatnaskógi eru við Eyrarvatn
Svínadal. Þar er jafnan nóg að gera fyrir athafnasama
drengi, 9 ára og eldri. Vatnið, skógurinn og fjöllin í
kring veita ómælda möguleika til leikja og útiveru.
Bátsferðir, stangveiði, skógarleikir, gönguferðir, fótbolti,
körfubolti og aðrar íþróttir eru meðal þeirra atriða sem
hafa laðað drengi að Vatnaskógi í áratugi. Þar er
íþróttahús sem mikið er notað þegar illa viðrar.
Kvöldvökur eru öll kvöld þar sem sungið er og brugðið á
leik og stuttur kafli úr Guðs orði er hugleiddur kvölds og
morgna. Þá má geta þess að sérstakur flokkur er fyrir
fullorðna karlmenn og tveir fyrir feðga í haustbyrjun auk
þess sem haldin eru fjölskyldumót tvisvar yftr sumartímann.
FL0KKUR ThHABtL ALDUR DAGAR VERB
DREN&iR
1.0. 30. maí - 6. júní 9 - 11 ára (84-86) 7 dagar 14.500
2.0. ó.júní - 13.júní 9 -10 ára (85-86) 7 dagar 14.500
3.0. 13. júní - 21. júní 10-llára (84-85) 8dagar 16.500
4.0. 21. júní - 29.júní 10 -12 ára (83-85) 8 dagar 16.500
Almennt mót 30. júnt' -2. júlí
5.0. 3. júlí - 12. júlí 11 -13 ára (82-84) 9 dagar 18.500
6.0. 12. júlí - 20. júlí 11 - 12 ára (83-84) 8 dagar 16.500
7.0. 20. júlí - 27. júlí 10-11 ára (84-85) 7 dagar 14.500
8.O. 27. júlt' - 3. ág. 13 -15 ára (80-82) 7 dagar 14.500
Sæludagar um verslunarmannahelgina, 4. - 7 ágúst, fyrir alla fjölskylduna.
*9.fl. 8. ág. - 16. ág. 14 - 17 ára (78-81) 8dagar 16.500
10.0. 16. ág. - 24. ág. 12 -13 ára (82-83) 8dagar 16.500
11.0. 24. ág. - 31. ág. 10 -12 ára (83-85) 7 dagar 14.500
12.0. 31. ág. - 3. sept. 17 - 99 ára (karlafl.) 3 dagar 6.900
13.0. 8. sept. - 10. sept. 7 - 99 ára (feðgahelgi) 2dagar 4.000
14.0. 22. sept. - 24.sept 7 - 99 ára (feðgahelgi) 2dagar 4.000
*9. tl. er unglingaflokkur fyrir pilla og stúlkur.
SKRÁNING OG AFGREIÐSLUTÍMISKRIFSTOFU:
Innritunargjald: Staðfestingargjald cr kr. 3.000 og er það óafturkræft en dregst frá dvalar-
gjaldinu. Skráning: Hófst 18. apríl. Öll innritun fer fram í húsi KFUM og KFUK á mótum
Holtavegar og Sunnuvegar í síma 588 8899. Opnunartími skrifstofu er: 8:00-16.00 frá og með 18.
apríl. Systkinaafsláttur: Veittur er 10% afsláttur fyrir systkini sem fara í sumarbúðir KFUM
og KFUK.
Ath! Skráð er í Vatnaskóg í dag, sumardaginn fyrsta,
frá kl. 10:00-17:00 ísíma 5881999.