Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 23 Steinway o g Selmer sameina rekstur New York. Reuter. STEINWAY og Selmer hljóðfæra- framleiðendurnir tilkynntu fyrr í vikunni að sameining fyrirtækj- anna væri fyrirhuguð. Verða þau í sameiningu stærsti framleiðandi hljóðfæra Bandaríkjanna. Steinway er eigandi Steinway and Sons, sem framleiða hin heims- frægu Steinway píanó og flygla. Selmer framleiðir blásturs- og strengjahljóðfæri. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin muni í sameiningu selja hljóðfæri fyrir um 250 milljónir dala á ári. Þau munu starfa áfram undir eigin nafni, engar breytingar verða gerðar á stjórnun, markaðssetn- ingu, fjölda starfsmanna eða fram- leiðslunni. Um 1.000 manns starfa hjá hvoru fyrirtæki, sem stofnuð voru árið 1853. Verksmiðjur Steinway eru á Long Island og í Hamborg en verk- smiðjur Selmer eru í Indiana, Ohio, Illinois og Norður-Carolínu. Hlim kóngsson FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir á sum- ardaginn fyrsta Hlina kóngsson í Grunnskólanum í Hveragerði kl. 14. Leikritið um Hlina kóngsson var frumsýnt sl. haust og hefur verið sýnt í leikskólum Reykjavíkur og víðar. Leikritið er byggt á þjóðsögu- ævintýrinu um Hlina kóngsson sem týndist í þokunni. Leikhópurinn hefur spunnið þessa leiksýningu upp úr nokkrum útgáfum af sömu sögunni. Leikarar í sýninguni eru þau Eggert Kaaber, Margrét Péturs- dóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Pizza handa Pavarotti ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavarotti gæðir sér á pizzusneið á nýopnuðum veitingastað í Harrods-stórversluninni í Lond- on í gær, þar sem hann kynnti nýjan herrailm sem kenndur er við stórsöngvarann. Pavarotti er staddur í borginni vegna uppsetningar á Grímudansleik Giuseppes Verdi, sem óperan í Covent Garden setur upp. Syng- ur Pavarotti í fjórum sýningum og þiggur fyrir það 20.000 pund hið minnsta, rúmar 2 miHjónir kr. ísl. Hefur verð miða á Grímudansleikinn enda staðið í Bretum, en bestu sæti kosta sem svarar rúmlega 27.000 kr. Ódýrustu sæti eru á um 5.000 kr. Norræna húsið Samsýning fjögurra myndlist- armanna SÝNINGU þein-a Björns Bimis, Hafsteins Austmanns, Valgerðar Hauksdóttur og Helga Gíslasonar í sýningar- sölum Norræna hússins lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru málverk, höggmyndir og verk unnin á pappír. Björn Birnir hélt fyrst sýn- ingu í Norræna húsinu 1977 og hefur síðan sýnt víða, meðal annars í Bandaríkjun- um, Kanada og í Svíþjóð. Hafsteinn Austmann hefur haldið margar einkasýningar og sýndi fyrst í Listamanna- skálanum við Austurvöll 1956. Þá hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum, nú síðast farandsýningunni Nordiska Akvareller sem hef- ur farið um Norðurlönd. Helgi Gíslason mynd- höggvari hefur haldið margar einkasýningar hér heima og í Þýskalandi. Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Valgerður Hauksdóttir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, meðal annars á Norðurlöndum, í Evrópu, Bandaríkjunum, S- Afríku, Indlandi og Kína. Aðsókn hefur verið góð á sýninguna og er hún opin daglega frá kl. 14-19. Píanóleikur í Grinda- víkurkirkju JÚLÍANA Rún Indriðadóttir píanóleikari heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Bach, Beethov- en, Chopin, Skijabin, Prokofi- ev og Þorkel Sigurbjörnsson. KAFFISALA skogarmanna i DAG! umarbúðir KFUM í Vatnaskógi eru við Eyrarvatn Svínadal. Þar er jafnan nóg að gera fyrir athafnasama drengi, 9 ára og eldri. Vatnið, skógurinn og fjöllin í kring veita ómælda möguleika til leikja og útiveru. Bátsferðir, stangveiði, skógarleikir, gönguferðir, fótbolti, körfubolti og aðrar íþróttir eru meðal þeirra atriða sem hafa laðað drengi að Vatnaskógi í áratugi. Þar er íþróttahús sem mikið er notað þegar illa viðrar. Kvöldvökur eru öll kvöld þar sem sungið er og brugðið á leik og stuttur kafli úr Guðs orði er hugleiddur kvölds og morgna. Þá má geta þess að sérstakur flokkur er fyrir fullorðna karlmenn og tveir fyrir feðga í haustbyrjun auk þess sem haldin eru fjölskyldumót tvisvar yftr sumartímann. FL0KKUR ThHABtL ALDUR DAGAR VERB DREN&iR 1.0. 30. maí - 6. júní 9 - 11 ára (84-86) 7 dagar 14.500 2.0. ó.júní - 13.júní 9 -10 ára (85-86) 7 dagar 14.500 3.0. 13. júní - 21. júní 10-llára (84-85) 8dagar 16.500 4.0. 21. júní - 29.júní 10 -12 ára (83-85) 8 dagar 16.500 Almennt mót 30. júnt' -2. júlí 5.0. 3. júlí - 12. júlí 11 -13 ára (82-84) 9 dagar 18.500 6.0. 12. júlí - 20. júlí 11 - 12 ára (83-84) 8 dagar 16.500 7.0. 20. júlí - 27. júlí 10-11 ára (84-85) 7 dagar 14.500 8.O. 27. júlt' - 3. ág. 13 -15 ára (80-82) 7 dagar 14.500 Sæludagar um verslunarmannahelgina, 4. - 7 ágúst, fyrir alla fjölskylduna. *9.fl. 8. ág. - 16. ág. 14 - 17 ára (78-81) 8dagar 16.500 10.0. 16. ág. - 24. ág. 12 -13 ára (82-83) 8dagar 16.500 11.0. 24. ág. - 31. ág. 10 -12 ára (83-85) 7 dagar 14.500 12.0. 31. ág. - 3. sept. 17 - 99 ára (karlafl.) 3 dagar 6.900 13.0. 8. sept. - 10. sept. 7 - 99 ára (feðgahelgi) 2dagar 4.000 14.0. 22. sept. - 24.sept 7 - 99 ára (feðgahelgi) 2dagar 4.000 *9. tl. er unglingaflokkur fyrir pilla og stúlkur. SKRÁNING OG AFGREIÐSLUTÍMISKRIFSTOFU: Innritunargjald: Staðfestingargjald cr kr. 3.000 og er það óafturkræft en dregst frá dvalar- gjaldinu. Skráning: Hófst 18. apríl. Öll innritun fer fram í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar í síma 588 8899. Opnunartími skrifstofu er: 8:00-16.00 frá og með 18. apríl. Systkinaafsláttur: Veittur er 10% afsláttur fyrir systkini sem fara í sumarbúðir KFUM og KFUK. Ath! Skráð er í Vatnaskóg í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 10:00-17:00 ísíma 5881999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.