Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Verð á land- búnaðarvörum MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um mat- vælaverð á íslandi og þá sérstaklega verð á landbúnaðarvörum. Slík umræða ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem matar- innkaup vega oft og tíðum þyngst í út- gjöldum heimilanna. Ég hef verið bú- settur um tíma í Card- iff í Wales og átt þess kost að kynna mér verð á matvælum hér í samanburði við heima á íslandi. Ég tók mig þess vegna til og safnaði upplýsingum um verð á landbún- aðarvörum í matvöruversluninni sem ég á aðallega viðskipti við. Rétt er að taka fram í upphafi að ekki er um neina vísindalega könn- un að ræða. Ég reyndi þó að velja vörur sem eru sambærilegar við þær landbúnaðarvörur sem seldar eru á íslandi. Engin vara sem birt- ist á listanum var á sérstoku til- boðsverði. Eins og sjá má á töflunni er vöruverðið á flestum vörutegund- unum hér í Cardiff langtum lægra heldur en menn geta dreymt um hér heima á íslandi. Sérstaklega er þessi verðmunur athyglisverður í Ijósi þess að styrkir til landbúnað- arins eru hlutfallslega hærri á ís- landi. Hvað veldur þessum mikla verð- mun? Sumir myndu segja að gæði íslenskra landbúnaðarvara séu miklu meiri en þeirra erlendu. Ég blæs á slík rök. Þó að t.d. íslenska fjallalambið sé gott þá er það ekk- ert betra en það breska. Ekki er heldur hægt að kenna kaupmönnum um hátt verð á land- búnaðarvörum. Caridff er litlu stærri en höfuðborgarsvæðið og því má gera ráð fyrir að sam- ,keppnin í smásölu sé á svipuðu stigi á báðum stöðunum. Eru það þá bændur sem eru að hagnast á óeðlilegri verðlagningu? Varla, þegar flestir bændur á Is- landi lifa orðið við fátækramörkin. Allir vita að enginn verður ríkur á því að gerast bóndi á íslandi. Ástæðan fyrir of háu verði á landbúnaðarvörum á íslandi er fyrst og fremst kerfíslæg. Kvóta- skömmtun sem sett var á til þess að bæta hag sauðfjárbænda hefur síðustu árin snúist upp í andhverfu sína. Eini möguleikinn á því að einhveijir bændur geti yfír höfuð lifað á sh'kum búskap er að leyfa þeim að framleiða ótakmarkað. Afnám kvótaskömmtunar fækkar sauðfjárbændum en á sama tíma gefur dugmestu bændunum tæki- færi á því að lifa mannsæmandi lífí. Afleiðingar af kvótaskömmtun í sauðfjárframleiðslu hefur orðið þess valdandi að neytendur jafnt sem bændur tapa. Að loknum aðlögunartíma vegna afnáms kvótaskömmtunar á að opna fyrir innflutning á land- búnaðarvörum. Að sjálfsögðu ber ríkinu að skattleggja erlendan inn- ZERO-3' 3ja daga megrunarkúrinn Björgvin Sighvatsson Lambanýru Kjúklingar Frosið: Lambalæri Kalkúnar Kalkúnavængir Kalkúnalappir flutning sérstaklega ef um er að ræða nið- urgreiðslur á land- búnaðarvörur af hálfu erlendra ríkja. En skattlagning á ekki að vera meiri en jafn- gildir erlendu niður- greiðslunum. Vöruverð í „Lo-Cost“ í Cardiff þann 30. mars 1995 kr./kg Svínasneiðar Svínakótilettur Svínarif Lambakótilettur 426 379 291 742 307 246 Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. 350 133 124 156 Verðlag á íslenskri búvöru er hátt saman- borið við Bretland, segir Björgvin Sighvats- son, vegna fákeppni, kvótakerfis og inn- flutningshafta. Nauta-hakkabuff 246 Nautalundir 855 Sirloin-steik 1.081 T-Bonesteik 1.081 Nautalifur- 133 Innra-læri af nauti 447 Ef við snúum okkur aftur að töflunni þá er eftirtektarvert að sjá hversu ódýrir kalkúnar eru í Bretlandi. Ég sem alltaf hélt að kalkúnakjöt væri lúxusvara enda einungis smakkað slíkt kjöt tvisvar á ævinni. Hér er kalkúnakjöt ódýr- ara en kjúklingar. Hvað veldur þessum mikla verð- mun á kalkúnakjöti? Ef ég man rétt þá eru einungis 2-3 stórir framleiðendur kalkúnakjöts á ís- landi. Skýringin hlýtur því að liggja í fákeppni og háum álögum á innflutt fóður til vemdar hefð- bundinni landbúnaðarframleiðslu samfara innflutningsbanni sem ýtt hefur undir óheyrilega hátt verð framleiðenda á Islandi. Verðlag á íslenskum landbúnað- arvörum er hátt í samanburði við Bretland vegna mikillar miðstýr- ingar, fákeppni, kvótakerfís og innflutningshafta hérlendis. Allur þessi óskapnaður hefur komist á vegna þrýsting frá sérhagsmuna- hópum, neytendum og jafnvel bændum sjálfum til skaða. Á sama tíma og launþegasam- tökin eru að beijast fyrir bættum kjörum launamanna virðast þau ekki sýna nokkurn áhuga á breytt- um viðskiptaháttum í landbúnað- arframleiðslu. Samt sem áður er lækkun landbúnaðarvara með af- námi hafta og auknu frelsi í við- skiptum trúlega sú kjarabópt sem skilar sér best til launþega. Sama má segja um bændasam- tökin sem með þrýstingi á ríkis- valdið hafa komið þessum óskapn- aði á sem ég taldi upp að framan. Ég spyr að lokum dugmikla sauð- fjárbændur: „Er ekki betra að keppa á fijálsum markaði með þeim kostum og göllum sem því fylgja heldur en að treysta á þenn- an óskapnað sem ykkar eigin sam- tök beittu sér fyrir?“ Höfundur stundar framhaldsnám í hagfræöi í Brctlundi. íslenskur veruleiki ÉG ÞURFTI að dvelja á sjúkrahúsi fyr- ir skömmu, og þann 29. mars sl. var ég að horfa á sjónvarp ásamt fleiri sjúklingum, m.a. á þáttinn „f sannleika sagt“. Fjallað var um afbrot og refsingar. Einn þeirra er boðaður var í umræðuþáttinn, heitir Gunnar Sigur- jónsson, þegar hann var spurður fór hann að segja frá því hvem- ig hann gat brotist útúr viðjum vímu og afbrota, með tilstyrk kristinnar trúar. Þá tók annar stjórnandinn af honum orðið um- svifalaust, og gafst honum ekki tækifæri síðar til að tjá sig. Ég og aðrir viðstaddir undmð- umst þessi viðbrögð, þar sem umtal- aður Gunnar ræddi mál sitt með ró og kurteisi. Mér fínnst það skortur á háttvísi að boða fólk í slíkan þátt, en leyfa því ekki að tjá sig í fáum orðum. Því hlýtur það að hafa verið mat stjórnandans, að umræða um kristni ætti ekki erindi í þáttinn. Nú eru brátt liðin 1.000 ár frá því að íslendingar tóku kristna trú. Að ætla sér að fjalla um réttlætis- kennd, afbrot og refsingar lands- manna án þess að hafa það í mynd- inni, hver em trúarbrögð þjóðar í nútíð og fortíð, er ekki raunhæft mat. Þeir menningarvitar, hvort sem þeir em tilkallaðir eða sjálfskipaðir, en em haldnir slíkum veruleika- skorti, að þeir koma ekki auga á að 1.000 ára trúarbragðasaga þjóð- ar hafí erindi í umfjöllun um menn- ingu og réttlætiskend okkar, þeir hafa einhveiju gleymt, eða sumt aldrei séð. Þetta umrædda atvik er í sjálfu sér ekki mikil tíðindi, eitthvað í þessa átt gerist daglega. Fjölda fólks finnst menntun sín og þekking slík, að það sé langt neðan þess virðingar að ræða um trúarbrögð. Þekk- ingarhroki samtímans á sér lítil takmörk. í okkar heimsálfu hafa nýlega miklir at- burðir gerst, og það væri ótímabært að gleyma þeim strax. Skömmu fyrir miðja öldina æddu herir heið- ingjanna Hitlers og Stalíns um álfuna, hernámu lönd sitt á hvað. Þeir drápu fólk, pynt- uðu og svívirtu tugir milljóna, já hundmð milljóna urðu fómarlömb. Hermenn heiðingjanna leyfðu sér allt, tilgangurinn helgaði meðulin; þeir töldu sig ekki þurfa að standa guði skil gjörða sinna; þeim væri nóg að þóknast foringjunum. Hitler notaði gasofna, Stalín hentaði vetur Síberíu til að eyða lífí soltinna fanga. Svo reis jámtjaldið. Margir héldu að þar á bakvið væri að þróast sæluríki. Sá hópur var furðustór og hafði hátt. Allir þeir er ekki vildu fara út á stræti og syngja „ísland úr Nato“, eða eitthvað í þá veru, voru ekki taldir sannir íslendingar, heldur undirlægjur og leppar er- lendra. Skáld og aðrir slíkir áttu ekki sjö dagana sæla, ef þeir gátu ekki séð „Roðann í austri". Að kenna kristni í skólum var talin glæpsamleg inn- ræting o.s.frv. Ruglið og vemleika- skortur áttu sér Iítil takmörk. Svo þegar járntjaldið féll, hafa margir orðið fyrir miklu áfalli, og hefðu þurft að fá það sem við í dag nefnum áfallahjálp. Að vakna upp úr langvarandi óraunveruleika get- Lýðræði, mannréttindi og hjálp til þeirra sem hjálpar þarfnast eru, að mati Björns G. Jóns- sonar, ávextir kristinna viðhorfa í þúsund ár. ur kallað fram hrikaleg fráhvarfs- einkenni. Jesús Kristur segir í Matt. 7:16 versi. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Þá skoðum við ávexti harðstjóranna og heiðingjanna, þá sem ekki hafa verið tíundaðir hér að nokkm. Nú hafa gengið fram þrír ættliðir í Sovétríkjunum síðan þar fór fram afhelgun og útrýming kristinnar trúar. Þeir sem best eiga til að þekkja telja siðgæðisvitund og menningu þessara þjóða svo illa komna, að enginn veit hvaða stjóm- arform þar geti hentað. Sumir vestrænir stjórnmálamenn urðu illilega uppvísir að vanþekk- ingu sinni, þegar þeir héldu að hægt væri að panta lýðræði í Sovét- ríkjunum með fjárveitingum. Þeir höfðu ekki hugsað út í það að grundvöllur lýðræðisins er hið kristna hugtak, að meta hlut ná- unga síns til jafns við sinn eigin. Lýðræði, mannréttindi og hjálp til handa þeim er minna mega sín eru ávextir okkar íslendinga af kristnihaldi í 1.000 ár. Til að við- halda þessum ávöxtum áfram þarf til kristna einstaklinga. Ef skorið er á milli rótar og stönguls, þá visn- ar ávöxturinn. Þegar uppskeran er góð, vilja margir njóta hennar. En það mæta ekki allir þeir til, þegar sá skal til uppskerunnar. Höfundur er bóndi að Laxamýri. Björn G. Jónsson Kynntist Nýja testament- inu sínu í Vatnaskógi ÞAÐ SITUR í mér samtal, sem ég átti eitt sinn við konu, móður drengs, sem dvalið hafði í sumarbúðum í Vatnaskógi. Hún sagði: „Sonur minn fékk Nýja testamentið að gjöf í fyrrahaust, þá 10 ára gamall. Svo fór hann í Vatnaskóg í sumar í fyrsta skipti og að sjálf- sögðu með Nýja testa- mentið með sér eins og um hafði verið beðið. Honum fannst alveg frábært að vera í Vatnaskógi. Hann lærði þar margt bæði Drengnrinn getur ekki hugsað sér annað, segir Sigurbjöm Þorkels- son, en dvöl í Vatna- skógi á hveiju sumri. skemmtilegt og fræðandi. Það ánægjulegasta var þó að hann lærði að nota Nýja testamentið sitt þama í Vatnaskógi. Hann lærði að fletta upp ritningartextum og nota bókina. Nýja testamentið fékk alveg sér- stakt gildi fyrir hann í Vatnaskógi og hefur haft það síðan hann dvaldi þar. Eftir að hann kom heim hefur hann lesið í Nýja testamentinu sínu nær daglega og nær eiginlega hve- nær sem færi hefur gefíst til lest- urs. Áður en við förum að sofa á kvöldin les hann meira að segja fyrir okkur foreldra sína líka. Það eru dýrmætar stundir. Við hjónin erum hin ánægðustu með hvað þessi litla bláa bók hef- ur verið honum og heimilinu okkar frá því hann kom heim úr vel heppnaðri dvöl í Vatna- skógi.“ Gott starf unnið í Vatnaskógi Þá er mér ljúft að ri§a upp samtal við móður annars drengs, sem dvalið hafði í sum- arbúðum KFUM í Vatnaskógi. Hún hóf samtalið með því að segja: „Þeir vinna mikið og gott starf í Vatna- skógi" og síðan hélt hún áfram: „Sonur okkar hefur farið í Vatna- skóg núna þijú sumur í röð. Vatna- skógur er alveg frábær staður. Það er yndislegt að koma þangað. Fýrir utan náttúrufegurð og það sérstaka andrúmsloft, sem þar er, þá er bara svo þroskandi fyrir hann dvelja þar. Hann hefur lært svo margt gott, bæði er varðar almenna umgengni og eins samskipti við annað fólk. Þá er dagskráin, sem boðið er upp á bæði þroskandi og mannbætandi á allan hátt. Síðast en ekki síst vil ég að þú vitir hvað ég er ánægðust með. í Vatnaskógi hefur hann lært svo mikið af skemmtilegum söngvum, bænum og versum. Það hefur orðið honum eðlilegt að biðja til Guðs bæði með bænaversum og einnig með eigin orðum. Þá finnst mér sér- staklega athyglisvert og gott hvað það er orðið honum eðlilegt að fletta upp ritningartextum í Nýja testa- mentinu sínu. Hann les í Nýja testa- mentinu eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. Okkur fínnst þetta alveg frá- bært. Við hefðum bara aldrei trúað því hvað ein svona stutt dvöl í Vatna- skógi gæti gert honum gott.“ Vatnaskógur, frábær staður Ekki var hún hætt að dásama Vatnaskóg og starfíð þar því hún hélt áfram og sagði: „Ég hafði að vísu heyrt manninn minn og fleiri tala um hversu frábært eða sérstakt það væri í Vatnaskógi, en ég gerði mér ekki grein fyrir hversu varan- legt, djúpt og traust veganesti dvöl- in þar hefur gefið þeim feðgunum, já og víst mörgum fleiri. Þetta hefur hrifið mig og reyndar fleiri með. Við fjölskyldan höfum gert okkur ferð í Vatnaskóg á hverju sumri nú í nokkur ár, það er svo sérstakt að koma þangað bara rétt til að teiga andann, sem þar er. Drengurinn getur ekki hugsað sér annað en dvöl í Vatnaskógi á hveiju sumri og því er ég alltaf mætt eld- semma morguns fyrsta skráningar- dag svo að hann missi nú örugglega ekki af dvölinni í Skóginum.“ Ætli það sé mörgu við þessi orð að bæta, þau tala sínu máli og sjálf- sagt geta margir tekið undir þau, þótt sumarbúðadvöl fari að sjálf- sögðu misjafnlega í menn eins og gengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins & íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.