Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 36

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Messur á Sumardag- inn fyrsta Guðspjall dagsins: Hvar eru hinir níu? (Lúk. 11.-19.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurþjörnsson. HALLGRIMSKIRKJA: Skátamessa kl. 11. Ragnar Fjalar Lárusson. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Ferm- ingarmessa í Áskirkju kl. 14. Miy- ako Þórðarson. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er páskagleðin. Hlíf Káradóttir syngur einsöng. Söng- hópur Kvennakirkjunnar leiðir al- mennan söng við undirleik Sigrúnar Steingrímsdóttur, organista Árbæ- jarkirkju. Söngstjóri Bjarney Ingi- björg Gunnlaugsdóttir. Prédikari Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Organisti Jón Stef- ánsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Guðmundur Þorsteinsson. GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Bjarni Þór Jóna- tansson. Vigfús Þór Árnason. SEUAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusja kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Skáta- guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Þor- steinsson prédikar. Gunnþór Inga- son. MOSFELLSPRESTAKALL: Ferm- ing í Mosfellskirkju kl. 13.30. Jón Þorsteinsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Skáta- messa kl. 14. Lúðrasveit og barna- söngvar. Hildur Sigurðardóttir, cand. theol. prédikar. Tómas Guð- mundsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Skátaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Inntaka nýrra félaga. Lárus Frans Guðmundsson, skátaforingi, flytur ávarp. Kór Kefla- víkurkirkju syngur vor- og sumarlög undir stjórn Einars Arnar Einars- sonar, organista. Myndlistarmenn- irnir Sigmar V. Vilhelmsson og Reynir Sigurðsson sýna myndir með trúarlegu inntaki í Kirkjulundi. Sýningin verður opin út næstu viku frá kl. 16-18. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Skátar taka þátt í athöfninni. Barnakór Tónlistarskóla Njarðvíkur syngur undir stjórn Geir- þrúðar Bogadóttur. Organisti Steinar Guðmundsson og kór Ytri- Njarðvíkurkirkju syngur. Baldur Rafn Sigurðsson. AKRANESKIRKJA: Skátaguðsþjón- usta kl. 11. Skátar aðstoða. Björn Jónsson. OTIZENa Permingartilboð! Falleg, vatnsvarin stálúr með . gyllingu. Urin eru sérlega þunn og fara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- „ Tilboðsverð v ' ]' kr. 10.600, Strákaúr Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð kr. 10.900,- úra- og skartgripaverslur( Axel Eiríksson úrsmiður ISAFIRÐI'ADAIiTHÆTI 22.SIMI 94-3023 ALFABAKKA 16.MJOI)I).SIMI 870706 Póstsendum frítt Sjábu hlutina í víbara samhengi! MINNINGAR + Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann lést á heimili sjnu 12. apríl sl. Utför Péturs var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 19. apríl sl. PÉTUR J. Thorsteins- son sendiherra andað- ist 12. þ.m. á 78. ald- ursári. Með honum er genginn einn af braut- ryðjendum íslenskrar utanríkisþjón- ustu og einn mikilhæfasti starfs- maður hennar. Við Pétur kynntumst og urðum vinir á háskólaárunum 1938-1944 og hefur sú vinátta haldist æ síðan. Er margs ánægjulegs að minnast frá skólaárunum. Við urðum t.d. samherjar í „baráttu við kerfið", eins og það myndi nú vera nefnt, og er hér átt við málafylgju stúd- enta um að viðskiptafræði yrði kennd í Háskóla íslands. Sérstakri stofnun, Viðskiptaháskóla íslands, var komið á fót haustið 1938 og var Pétur meðal þeirra er skráðust þá í skólann. Stúdentar skólans komust fljótlega að raun um að þeirri kennslu, einkum í viðskipta- fræði og hagfræði, sem þar fór fram, væri best komið í Háskóla Islands í tengslum við lagadeild. Voru þeir ötullega studdir af kenn- urum sínum. Pétur var einn helsti forvígismaður félaga sinna. Við sem þá sátum í stúdentaráði Háskólans lögðumst eindregið á sveif með fé- lögum okkar í Viðskiptaháskólan- um. Háskólaráð, undir forystu pró- fessors Alexanders Jóhannessonar, hins víðsýna og stórhuga rektors, markaði fljótlega þá stefnu að kennsla í þessum greinum færi fram í Háskólanum. Hér var hins vegar við ramman reip að draga, þar sem var Alþingi, en lagabreytingar var þörf. Stúdentar sóttu mál sitt af kappi en þó með forsjá. Er mér minnisstætt hve Pétur flutti mál sitt hyggilega er við ræddum við áhrifamenn. Fór þar saman prúð- mennska og lagni, en þó festa. Hygg ég, að þá þegar hafi komið fram hjá honum þeir eðliskostir er prýða diplómata. Svo fór, að lög voru sett 1941 um kennslu í við- skiptafræði og hagfræði við Há- skóla Islands og tengdist hún laga- deild, er þá hét laga- og hagfræði- deild (allt til 1957). Lagðist Við- skiptaháskólinn jafnframt niður. Fyrstu viðskiptafræðingarnir voru brautskráðir frá Háskóla Islands haustið 1941 og var Pétur í hópi þeirra með glæsilegum prófár- angri. Kynni okkar Péturs urðu sérstak- lega náin eftir að hann að loknu viðskiptafræðiprófi hóf nám í lög- fræði, þeirri gömlu og göfugu fræðigrein. Vorum við báðir miklir áhugamenn um viðfangsefni henn- ar og ræddum þau á stundum af „innlifun" og miklum móði. Ólafur Lárusson prófessor fól okkur Pétri það trúnaðarverkefni að starfa und- ir verkstjórn sinni að því að gera tæknilega úr garði handrit að laga- safni, en fyrra safn frá 1931 var þá orðið mjög úrelt. Störfuðum við veturiangt að þessu verkefni. Þetta var mjög lærdómsríkt starf og sam- vinna okkar félaganna með ágæt- um. Kynntist ég þá vandvirkni Pét- urs, skipulegum vinnubrögðum og atorku, sem einkenndu hann alla tíð. Síðar minntumst víð oft þessa ánægjulega samstarfs _ og ljúfrar leiðsögu prófessors Ólafs, þess gagnmerka lögvísindamanns. Við Pétur lukum embættisprófi í lögfræði vorið 1944, á þessu bjarta og sögufræga vori þegar sundurleit þjóð átti sér eina sál. Við vorum níu samkandídatarnir og eru nú aðeins fjórir á lífl. Pétur var mikill námsmaður og lauk prófi með prýðilegum árangri eftir skamman náms- tíma. Með þetta trausta akademíska veganesti hélt Pétur beint frá prófborði til Moskvu, raunar eftir ýmsum krókaleiðum vegna styrjaldarinnar. Hófst þá hið merka og giftu- dijúga starf hans í ut- anríkisþjónustunni þar sem hann vann í 43 ár, allt til ársins 1987 er aldurshámarki var náð. Utanríkisþjónustan sem sérstæð stjórnsýslugrein var í frummótun er Pétur tók við starfi árið 1944, en á undan honum höfðu nokkrir ágætir Islendingar hafið störf og notið starfsþjálfunar í dönsku utan- ríkisþjónustunni. Með störfum sín- um lagði Pétur geysimikið af mörk- um til uppbyggingar íslenskrar ut- anríkisþjónustu, mótunar stefnu- miða og starfshátta, og með því að stofna til tengsla við önnur lönd á vettvangi utanríkisviðskipta og menningarmála og treysta þau. Hann miðlaði ungum mönnum af reynslu sinni og stuðlaði að því að kynna starfsemi utanríkisþjón- ustunnar og gildi hennar fyrir land og þjóð og fjallaði um það efni í fræðiritgerðum. Með hinu mikla og merka riti sínu um utanríkisþjón- ustuna, frá 1992, sem er stórvirki, hefur Pétur lagt veigamikinn skerf til sögu íslenskrar utanríkisþjón- ustu. Þetta er mikilvægt fræðirit, undirstöðurit, sem reist er á víðtæk- um könnunum heimilda, sumra lítt kunnra. Fer saman yfirburðaþekk- ing höfundar á viðfangsefninu, glöggskyggni og nákvæmni í úr- vinnslu heimilda. Það er stórkost- legt að skiljast við starfsvettvang sinn með slíkum glæsibrag sem rit þetta er. Gekk hann þó ekki heill til skógar þegar lokahönd var lögð á ritið. Ævistarf Péturs var gagngert bundið við utanríkisþjónustuna. Gegndi hann lengstum sendiherra- embætti hjá stórþjóðum með að- setri í Moskvu, Bonn, París og Washington, og var auk þess um skeið ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins. Árið 1976, er hann lét af starfi ráðuneytisstjóra, var hann skipaður sendiherra í fjarlæg- um löndum, svo sem Indlandi, íran, Japan, Kína o.fl. með aðsetri í Reykjavík, _sbr. ritgerð hans um þá tilhögun í Úlfljóti 1978. Lengst var hann sendiherra í Moskvu, í 11 ár, og var tvímælalaust helsti sérfræð- ingur utanríkisþjónustunnar um málefni Sovétríkjanna. Allir þeir sem til þekkja munu ijúka upp einum rómi um að Pétur hafi verið frábær starfsmaður, elju- samur maður er vann störf sín af alúð og óbilandi áhuga, af stað- góðri þekkingu og yfirsýn og ör- uggri dómgreind. I störfum Péturs kom það m.a. að góðu gagni hve mikið vald hann hafði á erlendum tungumálum og hveija rækt hann lagði við að kynna sér sögu, þjóð- skipulag og þjóðháttu þeirra þjóða er hann dvaldist með. Vísbending um þetta er raunar þýðing hans á leikriti Antons Tsjekovs: Mávurinn, en það framtak Péturs sýnir einnig fjölhæfni hans og bókmennta- áhuga. Gaman var að heyra Pétur segja frá ýmsum mönnum er hann kynntist í starfi sínu og frá siðum og þjóðmenningu í löndum sem hann dvaldist í eða heimsótti. Var hann athugull og næmur fyrir sér- kennum manna og þjóðfélaga og bjó yfir miklum frásagnarhæfileik- um. Pétur kvæntist árið 1948 Oddnýju Stefánsson viðskiptafræð- ingi, menntaðri í Minnesota-háskól- anum í Bandaríkjunum. Oddný studdi mann sinn mjög í störfum, en hún er orðlögð fyrir dugnað, tungumáiakunnáttu og þekkingu á margvíslegum málefnum, þ.á m. varðandi alþjóðasamskipti. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra og hafa margir átt þar mikilli gestrisni að fagna. Eftir að heim kom héldu þau hjónin vinum sínum árum saman nýársfagnað á heimili sínu með glæsibrag. Þá góðra vina fundi kunnum við vinir þeirra vel að meta. Síðustu ár, þegar heilsu Péturs tók að hraka, annaðist Oddný um hann af einstakri alúð og lagði þá einnig mikið að sér við tölvusetningu á handriti að riti Péturs er áður grein- ir, _auk margs annars. Á síðustu árum hafa Valborg Þóra, dóttir okkar hjóna, og Eirík- ur, sonur Péturs og Oddnýjar, átt samleið og stofnað heimili, báðum fjölskyldum til ánægju. „Merkið stendur þótt maðurinn falli“ eru gömul orð. Verka Péturs J. Thorsteinssonar mun lengi sjást merki. Við Valborg vottum frú Oddnýju og fjölskyldu hennar einlæga samúð okkar. Minningin lifir um mikilhæf- an drengskaparmann. Ármann Snævarr. Pétur J. Thorsteinsson var meðal merkustu manna í íslensku utanrík- isþjónustunni. Eftir að hafa lokið prófi í viðskiptafræði árið 1941 og í lögfræði 1944 við Háskóla íslands varð hann starfsmaður í utanríkis- ráðuneytinu og strax sama haust sendur til starfa í sendiráðinu í Moskvu. Þar var Pétur Benedikts- son þá sendiherra. Pétur Thor- steinsson starfaði í Moskvu í þijú ár að því sinni. Hann aflaði sér þá þegar og síðar kunnáttu í rúss- nesku, sem þarlendir menn hafa sagt mér að hann hafi talað eins og innfæddur. Pétur vann alla tíð mikið að viðskiptasamningum, bæði þegar hann starfaði heima í ráðu- neytinu og eins sem sendiherra víða um lönd, en á starfsferli sínum var hann sendiherra í 11 löndum, auk þess að vera fulltrúi lands síns hjá ýmsum mikilvægum alþjóðastofn- unum svo sem Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Atl- antshafsbandalaginu og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Eftir fyrstu þriggja ára dvöl sína í Moskvu starfaði Pétur heima í ráðuneytinu m.a. sem deildarstjóri viðskiptadeildar. En árið 1953 fór hann á ný til Moskvu og þá sem sendiherra. Hann var mjög ötull við að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum þegar viðskiptasamningar stóðu yfir við Austur-Evrópuríki, bæði vegna þekkingar sinnar á starfsháttum þar og vegna tungumálakunnáttu. Á þeim árum voru ekki margir íslend- ingar sem töluðu rússnesku. Einnig reyndi mjög á sendiherrann við gerð viðskiptasamninga. Árangur af starfi stjórnarerind- reka er mjög undir því kominn að þeir afli sér trausts, virðingar og velvildar hjá stjórnvöldum dvalar- landsins, en því átti Pétur að fagna hvarvetna. Pétur Thorsteinsson hafði jafnan mikinn áhuga á menningarmálum. Hann þýddi leikritið Mávinn eftir A. Tsékov, sem Leikfélag Reykja- víkur sýndi á sínum tíma. Arið 1959 var eftit til sýningar á íslenskri myndlist í Sovétríkjunum í boði stjórnvalda, sem hann átti þátt í að koma á fót. Menntamálaráðherra átti ekki heimangengt svo að ég var sendur á vettvang þegar sýn- ingin var opnuð. Þetta var stór og fjölbreytt sýning í Puskin-safninu í Moskvu og vel til hennar vandað. Hún var opnuð með viðhöfn að við- stöddum eitt þúsund gestum að sagt var. I veislu sem sendiherra- hjónin, Pétur og Oddný Thorsteins- son, héldu í sambandi við sýning- una, var áberandi hve margir fyrir- menn ríkisins sóttu sendiherrahjón- in heim, menn sem áreiðanlega höfðu að jafnaði öðru að sinna en sækja boð í sendiráði smáríkis. Mik- ill menningarbragur var á heimili sendiherrahjónanna í Moskvu og þau sýnilega vinsæl. Ég hitti Pétur einnig þegar hann var sendiherra í Sambandslýðveldinu Þýskalandi og var auðséð að hann hafði þar góð sambönd við ráðamenn. Meðal síð- PÉTURJENS THORSTEINSSON ustu verkefna Péturs hér heima var að endurskoða gildandi ákvæði um íslenska fánann og semja leiðbein- ingar um gerð hans og notkun. Vann hann það verk ásamt nokkr- um öðrum. Pétur áleit að þeir sem framleiddu íslenska fána hefðu ekki nægilega skýrar upplýsingar um rétta liti og einnig skorti leiðbein- ingar um notkun fánans, og væri slíkt til vandsæmdar. Niðurstaða þessa starfs var bókin „Fáni ís- lands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki,“ sem felur í sér ítar- legar leiðbeiningar um meðferð fán- ans og rétta litastaðla við fánagerð. Pétur hafði hug á að bæta úr skorti á handbók fyrir ræðismenn íslands og tók saman stóra leiðbein- ingabók árið 1979 er heitir „Manu- al for Honorary Consuls of Ice- land“. En höfuðrit hans er „Utan- ríkisþjónusta íslands og utaníkis- mál“, sem út kom í þremur stórum bindum á vegum Hins íslenska bók- menntafélags. Þetta er mjög ítar- legt rit, samið af mikilli þekkingu og rannsóknum og ómetanlegt heimildarrit að sínu leyti eins og hið ágæta rit Agnars Kl. Jónssonar „Stjórnarráð Islands 1904-1964“. Samantekt ritsins um utanríkis- þjónustuna tók mikinn tíma, ekki síst vegna þess að þegar á leið var heilsu Péturs tekið að hnigna, eink- um sjóninni. Hann hafði þó hafið annað ritverk áður en hann lést, en það voru æviminningar hans, og er mikill skaði að honum skyldi ekki endast tími til að ijúka þeirri bók. Má nærri geta hvílíkan fróð- leik þær hefðu haft að geyma eftir hinn fjölbreytta starfsferil um víða veröld. Pétur var um skeið sendiherra í Austurlöndum fjær með búsetu í Reykjavík, hinn fyrsti sem hafði þá starfshætti. Árið 1980 var Pétur í framboði til embættis forseta íslands, ásamt þremur öðrum. Hefði hann verið vel til þessa starfs fallinn sakir gáfna, þekkingar og starfsreynslu, en svo var raunar um aðra sem í kjöri voru. Pétur var höfðinglegur maður í sjón og raun og skemmtilegur. Þrátt fyrir miklar embættisannir fannst mér hann oftast vera nýbúinn að lesa einhveija merka bók þegar við hittumst. Pétur kvæntist árið 1948 Odd- nýju Stefánsson viðskiptafræðingi. Þau voru alla tíð mjög samhent í störfum og á Oddný áreiðnlega sinn dijúga þátt í hinu mikla ritverki um utanríkisþjónustuna. Hin síðustu ár var heilsa Péturs ekki góð og fór smáhnignandi, en andlegum kröftum hélt hann alla tíð. Við töluðum síðast saman í síma rúmum sólarhring áður en hann andaðist og hvarflaði ekki að mér að það yrði okkar síðasta samtal. Við hjónin sendum Oddnýju og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur með þökk fyrir liðin ár. Birgir Thorlacius. Með Pétri er fallinn frá einn af brautryðjendum utanríkisþjón- ustunnar, sem segja má að með starfi sínu hafi að verulegu leyti lagt grundvöllinn að þeirri starfsemi sem nú fer fram erlendis á vegum íslenska ríkisins. Lifsstarf Péturs var á vegum utanríkisþjónustunnar — hann helgaði þessari starfsemi alla sína krafta. An þess að rekja feril hans á þessu sviði er óhætt að fullyrða að hann gegndi öllum þeim mikla fjölda trúnaðaratarfa sem hann var kallaður til á vegum utanríkisþjón- ustunnar af einstakri kostgæfni, alúð og skyldurækni — og reyndar af glæsibrag. Mér er ljúft að minnast náinnar samvinnu okkar Péturs um margra ára skeið þegar Pétur var í for- svari fyrir íslenska ríkið í mörgum og flóknum samningaviðræðum um loftferðasamninga við erlend ríki. Betri forystu en Pétur sem formann samninganefnda var ekki hægt að óska sér. Þar fór saman sá eigin- leiki hans að kynna sér til hlítar og þar með að gjörþekkja þau mál sem til umfjöllunar voru hveiju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.