Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 37
MINNIIMGAR
sinni. Hann var afar rökfastur, en
um leið laginn í umfjöllun mála,
þannig að hann vann sér ávallt
velvild og traust viðsemjenda sinna.
Þessir eiginleikar hans leiddu oftast
til viðunandi niðurstöðu.
Þau ár sem Pétur gegndi starfi
sendiherra íslands í Washington
hafði ég náið samstarf við Pétur.
Það sem einkenndi störf Péturs
þennan tíma var elja hans, áhugi
og dugnaður við að vinna að öllum
þeim málum sem gætu gert landi
og þjóð gagn. Hann var sívakandi
og sístarfandi um allt slíkt og afar
hugkvæmur um hvað gæti orðið
okkur til góða í þeim efnum.
Pétur var bráðskarpur og afar
víðlesinn. Þá hafði Pétur mikla per-
sónutöfra til að bera — eftir honum
var tekið vegna persónuleika hans.
En hann réð einnig yfir einstakri
kímnigáfu, sem hann brá fyrir sig
í þröngum hópi þegar vel stóð á,
en oft kom sér líka vel í flóknum
samningaviðræðum ef svo bar und-
ir. Dagfarslega var Pétur einstakt
prúðmenni, kurteis, hógvær, við-
felldinn, tillitssamur og jafningi
allra sem á vegi hans urðu. Þessir
kostir hans leiddu það af sér að
persónulegar vinsældir hans voru
miklar — hann átti stóran hóp vina
og aðdáenda en um leið fáa óvildar-
menn að ég hygg.
Með svo fámennri þjóð sem ís-
lendingum skiptir máli að þeir sem
fram koma fyrir hönd þjóðarinnar
erlendis, vegna mikilvægi sam-
skipta okkar við aðrar þjóðir, hafi
til að bera reisn, þekkingu og kunn-
áttu og um leið framkomu svo af
beri. Pétur var slíkur maður — en
í þessum efnum sem öðrum eru
margir kallaðir en fáir útvaldir.
Pétur var vissulega einn af fáum
útvöldum — hann stóð upp úr. Pét-
ur Thorsteinsson vann mikið og
óeigingjarnt starf fyrir land og þjóð
sem seint verður fullþakkað.
Oddnýju og eftirlifandi ættingj-
um er vottuð fyllsta samúð.
Sigurður Helgason.
Pétur J. Thorsteinsson lét af
störfum í utanríkisþjónustu íslands
árið 1987 og hafði þá þjónað ís-
lenzka lýðveldinu frá stofnun þess.
Þetta sama ár fór Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra þess á
leit við hann að hann tæki að sér
að safna gögnum, undirbúa og rita
bók um íslenzka utanríkisþjónustu.
Verkið var hafið snemma árs 1988
og rúmum fjórum árum síðar birtist
ritið „Utanríkisþjónusta íslands og
utanríkismál - Sögulegt yfirlit" í
þremur bindum, samtals 1.436 bls.
Þetta rit er hið fyrsta sinnar teg-
undar meðal íslenzkra sagnarita.
Þar eru í stuttu máli rakin tengsl
íslendinga við aðrar þjóðir frá því
skömmu eftir 1000, sagt frá sam-
skiptum íslendinga við Breta,
Frakka, Bandaríkjamenn og Rússa
á 19. öld, saga landhelgismála rak-
in frá 17. öld og greint frá ræðis-
mönnum á íslandi allt frá 1810.
Þá er lýst meðferð utanríkismála á
tímabilinu 1918-1940 þegar Danir
fóru með þau samkvæmt sam-
bandslögunum frá 1918. Megin-
þáttur ritsins er þó ýtarleg greinar-
gerð um einstaka þætti utanríkis-
mála frá 1940-1971, ásamt varn-
armálum, landhelgismálum, við-
skiptamálum og flugmálum. Þá er
fjallað um norræna samvinnu, þátt-
töku íslendinga í Norður-Atlants-
hafsbandalaginu, í bandalagi Sam-
einuðu þjóðanna og ýmsum öðrum
fjölþjóðasamtökum. Ýmsir þættir
utanríkismálanna eru raktir til
1990. Hér er einungis stiklað á
stóru og ófullkominni mynd brugðið
upp af þessu efnismikla ritverki.
Svo vill til að ég átti þess kost
að fylgjast með framvindu þess,
einkum á lokastigi. Þegar Pétur
hafði hafizt handa um ritun þess
hafði hann nokkrum sinnum sam-
band við mig og urðu þau sam-
skipti tíðari eftir því sem á leið, unz
svo æxlaðist að Hið íslenska bók-
menntafélag tók að sér útgáfuna.
Fáir aðrir en þeir sem reynt hafa
gera sér grein fyrir hvert átak það
er að koma slíku riti út. Og nú
sannaðist sem fyrr hver hamhleypa
Pétur var til allra verka, enda hlífði
hann sér hvergi, þótt heilsu hans
væri tekið að hraka; mest bagaði
þó sjóndepran. En hér naut hann
sem fyrr við þetta verk fulltingis
Oddnýjar, konu sinnar, og á loka-
stigi þeirra Ólafs Víðis Björnsson-
ar, Sverris Kristinssonar og Gunn-
arrs H. Ingimundarsonar, þannig
að giftusamlega tókst að leiða verk-
ið til lykta.
Vel var ráðið að fá Pétur til þessa
verks. Sagnaritarinn var ekki ein-
vörðungu að skrá sögu eftir skjölum
og öðrum gögnum, heldur sögu sem
hann hafði að verulegu leyti sjálfur
lifað og átt dtjúgan þátt í að móta.
Þannig var hann í einstakri aðstöðu
til að vinna verkið. Um sögu utanrík-
ismála Islendinga var eins og fyrr
sagði ekkert yfírlitsrit til og færra
rannsakað en skyldi. Ritið er því
brautryðjendaverk og í raun annað
og meira en yfírlit - sögulegt yfírlit
- eins og stendur á titilblaði; veig-
amiklir hlutar þess eru reistir á
frumrannsókn. Þótt einstakir þættir
á sviði utanríkismála verði án efa
nánar rannsakaðir og ný vitneskja
eigi eftir að birtast, verður utanríkis-
málasaga Péturs um langan aldur
undirstöðurit, ómetanleg heimild og
fróðleiksnáma.
Þegar Pétur hóf verkið var hann
kominn á þann aldur sem lög gera
ráð fyrir að menn dragi sig í hlé og
setjist í helgan stein. En í þess stað
jók hann nýjum kafla við óvenju
merkan starfsferil sinn sem sendi-
herra í mörgum ríkjum og ráðuneyt-
isstjóri og vann það verk sem ef til
vill mun halda nafni hans lengst á
loft. Svo fer einatt að fljótt fymist
yfir embættisstörf manna þótt merk
séu, en ritverk sem máli skipta,
-verða gleymskunni síður að bráð.
Nú eru liðin rúm 33 ár síðan
fundum okkar Péturs bar fyrst sam-
an. Það var á aðfangadagskvöld
jóla 1961 í sendiráði íslands í Bonn,
en þar var efnt til boðs fyrir ís-
lenzka námsmenn sem nálægir
voru. Frá þeirri stundu áttum við
þar mörg og fyrir mig lærdómsrík
samtöl sem stundum teygðist úr
fram eftir kvöldi, allt þar til kom
að síðustu ferð almenningsfarar-
tækja. Síðan skildu leiðir, en sam-
band okkar hélzt þótt með hléum
væri. Utgáfa sögu utanríkisþjón-
ustunnar varð ánægjulegur loka-
þáttur langra og góðra kynna sem
ég mun minnast meðan ævin endist.
Sigurður Líndal.
Fréttin um andlát Péturs Thor-
steinssonar snerti marga vini hans,
þótt ekki hafi hún komið á óvart.
í nokkur ár hafði hann átt við erfið-
an sjúkdóm að stríða, en aðdáunar-
vert var að fylgjast með hvað hann
lét seint bugast. Hann vann af mikl-
um krafti við að ljúka við sitt merki-
lega ritverk um utanríkisþjónustu
Islands og utanríkismál, sem í
þremum bindum er 1.436 síður.
Þetta mikla og fróðlega verk mun
lengi halda nafni hans á lofti, þegar
þau góðu og merkilegu störf sem
hann vann á 43 ára starfsferli sín-
um í utanríkisþjónustunni af sér-
stökum dugnaði og samviskusemi
eru kanske að mestu gleymd.
Pétri kynntist ég fyrst árið 1931,
þegar við hófum báðir nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
fylgdumst við að í 6 ár, enda þótt
Pétur hafí að loknum þriðja vetri
farið í stærðfræðideild en ég í mála-
deild. En fyrstúbekkingar frá 1931
héldu vel saman í gegnum allan
menntaskólann og hafa gert síðan,
enda þótt margir hafa helst úr lest-
inni. Pétur var okkar bekkjarsystk-
inum mjög kær vegna hans mörgu
góðu eiginleika. Hann var frábær
námsmaður, góður félagi og sér-
staklega prúður. Var okkur öllum
ljóst að þar fór mikið mannsefni,
eins og sannast hefur.
Pétur lauk prófi í viðskiptafræði
og síðan lögfræði 1944 og var svo
heppinn, eins og við fleiri bekkjar-
bræður hans, að fá starf í utanríkis-
þjónustunni, sem þá var að færa
út kvíarnar. Pétur var fljótlega
sendur til sendiráðsins í Moskvu
1944, en til að komast þangað
þurfti hann að fara um Kaíró og
Bagdad. Voru þrjú ár hans í Moskvu
gagnlegur skóli hjá Pétri Benedikts-
syni sendiherra. Hann hafði tíma
til að læra rússnesku, sem kom
honum að góðu gagni, einnig síðar,
þegar hann var skipaður sendiherra
í Moskvu 1953, en þá hófust við-
skiptin á nýjan leik eftir 5 ára hlé.
Átti Pétur mikinn þátt í að koma
á og efla viðskiptin. Minnist ég með
þakklæti mjög ánægjulegs sam-
starfs við Pétur á þessum árum,
eins og bæði fyrr og síðar. Sýndi
Pétur viðskiptamálum landsins ætíð
sérstakan áhuga í starfí sínu, bæði
erlendis og hér heima.
Það er með miklum söknuði að
ég kveð vin minn, Pétur Thorsteins-
son, eftir 64 ára vináttu okkar og
náið samstarf í um 40 ár, sem hef-
ur verið mér ómetnalegt og aldrei
hefur fallið neinn skuggi á.
Ég votta Oddnýju og fjölskyld-
unni innilega samúð okkar hjón-
anna í von um að minningin um
hinn mikilhæfa og góða dreng verði
þeim nokkur huggun.
Þórhallur Ásgeirsson.
t
Ástkær móöir mín og amma,
DAÐÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. apríl.
Minningarathöfn fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
21. apríl kl. 15.00.
Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu.
Halla Linker, Davið Þór Linker.
Systir okkar, t ÁSA HJALTESTED,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Birna Hjaltested, Guðríður B. Hjaltested, Anna L. Hjaltested.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi,
KARL KRISTJÁNSSON,
er andaðist 12. apríl, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laug-
ardaginn 22. apríl kl. 14.00.
Hrefna Steingrímsdóttir,
börn og barnabörn.
Nýtt
MEGRUNARPLASTURINN
ELUPATCH
Nú með
*"**'** j,
apóteki
ymr huöina
ELUPATCH
megrar ogfegrar
msmmmímmmwmwMmmtmmmmmmmmmmMmmmmmmmmí
Tegund Verð Fj.lita Eiginleikar
Varali t i r 718 18 Fashion Ðazaar eru fyrst
Varablýantar 513 6 flokks vörur á viðráðan-
Naglalökk 513 17 legu verði. Þær fást ( mil
Litað dagkrem 781 4 úrvali lita og tcgunda, er
Fast Make 1.151 3 auk |>eirra sem hér er ge
Kinnali t ir 977 8 Fashion Bazaar eru ofnæ
Laust púður 1.-499 2 prófaðar snyrtivörur og
Fast púður 977 2 tilraunir framleiðandans
Sólarpúður 2.303 3 fara ekki fram á dýrum.
Augnskuggar 802 1-4 Fashion Bazaar fást
Augnblýantar 513 6 eingöngu ( apótekum
og með hverjujn kaupum
fashion® fyIgir u pp 1 ýsingabæk 1 i n
BazmR
NIXUQVSnObV