Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 43 GESTUR BJÖRNSSON + Gestur Björns- son fæddist að Brún i Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu 18. apríl 1924. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Björn (1889- 1956) bóndi og odd- viti á Brún, Sig- tryggsson bónda á Hallbjarnarstöðum Helgasonar, og kona hans Elín (1880-1953) Tóm- asdóttir bónda í Stafni í Reykjadal Sigurðsson- ar. Systkini Gests voru fimm, í aldursröð: Teitur (f. 1915), Ing- var (1917-49), Helga (1919-35), Hróar (1920-91) og Svafar (1922-54). Gestur var í Lauga- skóla 1942-44 og vann á búi foreldra sinna til 1948. Það ár hóf hann störf sem gæslumaður á Kleppsspítala í Reykjavík. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Föstudagurinn 7. apríl rennur upp, vor í lofti, hækkandi sól, tilhlökkun eftir erfiðan vetur, snögglega syrtir, dimmt él „Kallið er komið“. Pabbi er dáinn, hann er allur. Röddin hans ljúfa, brosið hans bjarta, glettnin í augunum, faðmurinn hlýi, minningin ein. Sjúkraliðanámi lauk hann 1966. Árin 1954-84 var hann forstöðumaður vist- heimilisins að Úlf- arsá í Mosfellssveit. Eftir það starfaði hann við húsvörslu, aðallega hjá Sam- vinnutryggingum, síðar VIS, við Ar- múla, allt til síðustu áramóta. Gestur kvæntist 1951 Öldu B. Óskarsdóttur frá Akureyri, en þau skildu 1962. Börnin eru tvö: Kolbrún, f. 1951, sjúkraliði, búsett í Hafnar- firði, gift Ragnari Árnasyni, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn; og Svafar, f. 1955, vélsljóri á Húsavík, kvæntur Jakobínu Guðmundsdóttur, þau eiga tvö börn. Gestur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 18. apríl, á af- mælisdaginn sinn. Minningarnar streyma fram í hug- ann, ljúfar minningar um ástríkan og elskulegan föður, föður sem var okkur allt. Ást þín og umhyggja var einstök. Við þökkum þér allt sem þú varst okkur, bömum okkar og barna- bömum með ljóði Davíðs Stefánsson- ar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífeins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. EVA ÁSMUNDSSON + Eva Ásmunds- son fæddist 4. nóvember 1906 í Minnesota. Hún lést í Hafnarbúðum 7. apríl síðastliðinn. Eva fluttist til Nor- egs árið 1910 með foreldrum sínum, Eliane Hommersand og Jakobi Hommer- sand. Hún var næ- stelst fimm systkina. Eitt þeirra er á lífi, Jenny Petersen, bú- sett í Stavanger, Noregi. Eva kom til íslands árið 1931 og giftist Þor- láki Ásmundssyni 5. desember 1931. Hann var fæddur 14. sept- ember 1895 og lést 3. júlí 1980. Þau bjuggu á Akranesi í 35 ár og fluttust þá til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Asmundur, f. 31.3. 1932, maki Svana Guðbrandsdóttir og eiga þau tvö börn og þijú barna- börn. 2) Elíane, f. 18.5. 1936, maki Yngvi Jóhannsson og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. Útför Evu fer fram frá Lang- holtskirkju föstudaginn 21. apríl og hefst athöfnin kl. 15. MIG LANGAR að minnast hennar ömmu minnar og nöfnu, Evu Ás- mundsson, í nokkrum orðum. Amma fluttist til íslands frá Noregi fyrir 64 árum. Hún var vinnukona hjá bróður hans afa. Afí var kominn hátt á piparsveinaaldurinn, þegar hann kynntist þessari ungu og myndarlegu stúlku. Mér er sagt að það fyrsta, sem afí tók eftir í fari ömmu, var hversu snyrtileg og þrifín hún var, allt var vel pússað og raðað vel og nákvæmlega inn í skápana. Þau giftu sig árið 1931 og settust að á Akra- nesi. Þau eignuðust tvö börn, Ásmund og Elíane, móður mína. Árið 1965 fluttu afi og amma til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Langholtsveginum. Amma hafði yndis- legt bros og dillandi hlátur, sem hljómaði oft. Hún var mjög barn- góð og hændust böm mjög að henni. Aldrei gekk hún framhjá barni án þess að spjalla pínu- lítið við það. Ég man að þegar við systkinin vorum lítil var alltaf gott og gaman að koma til afa og ömmu. Alltaf átti amma eitthvert góðgæti uppi í skáp og ófá voru þau skiptin, sem við fómm út á róló eða niður að Tjörn að gefa öndunum. Eftir að afí dó árið 1980 tók amma þátt í starfí aldraðra í Langholts- kirkju. Það tók móður mína nokkra stund að fá ömmu til að mæta í fyrsta skiptið, henni fannst hún ekki vera nógu gömul, þá 74 ára. En eftir fyrsta skiptið lét hún sig ekki vanta og mætti hvem miðvikudag hress og kát á meðan heilsan leyfði. í fjögur og hálft ár bjó amma hjá dóttur sinni og tengdasyni, þá var heilsan farin að versna og minnið að bila. Ég veit að sonur minn, Yngvi, tveggja ára, mun sakna langömmu sinnar mikið. Milli þeirra var alveg sérstakt samband. Það fyrsts sem hann gerði alltaf þegar hann kom í heimsókn til afa og ömmu var að hlaupa inn til langömmu og athuga hvort hún væri vakandi og ef ekki þá að vekja hana. Það var alveg sama hversu veik eða þreytt hún var, þegar hún sá hann ljómaði hún öll og þau bæði og hún gleymdi allri þreytu og var komin á fætur eftir smástund. Oft sat hann í fangi hennar og þau skoðuðu bækur eða horfðu út um gluggann. Þrátt fyrir að minnið væri næstum alveg búið að gefa sig mundi hún alltaf eftir prinsinum sínum, eins og hún kallaði hann alltaf. í janúar síðastliðnum fékk amma pláss í Hafnarbúðum. Henni leið vel MINNINGAR Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu og festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefum og hnúum höfðu sér ungir það takmark sett að bjargast af sínum búum, og breyta í öllu rétt. Kolbrún og Svafar. Sú harmafregn að Gestur Björns- son föðurbróðir minn hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu, Meðal- holti 3, kom óvænt. Ég hafði nýverið heimsótt hann hressan og ræðinn og átti þess ekki von að sá fundur væri okkar síðasti. Gestur hafði snemma yndi af búfé, einkum kindum, og mun hugur hans hafa staðið til búskapar. Svo fór þó að hann hélt til Reykjavíkur í atvinnu- leit nokkru eftir tvítugt, kvæntist og ílentist þar. Starfaði hann fyrst sem gæslumaður á geðsjúkrahúsinu Kleppi, síðar lengi sem forstöðumað- ur hjúkrunarheimilis að Úlfarsá f Mosfellssveit þar til það var lagt nið- ur. Eftir það starfaði Gestur sem umsjónarmaður hússins í Ármúla 3 í Reykjavík og lét af þvf starfí vegna aldurs um sfðustu áramót. Þegar ég heimsótti hann um síðustu mánaða- mót sýndi hann mér vandað úr sem vinnuveitendur hans í Ármúla höfðu gefíð honum við starfslok og þótti honum vænt um þann hug sem að baki þeirri gjöf bjó. Á uppvaxtarárum mínum á Brún var Gestur og fjölskylda hans hluti af sumrinu. Kom hann nær öll ár norður í Brún í sumarleyfi sínu og dvaldi lengri eða skemmri tíma. Tók hann þá virkan þátt í bústörfum og dró hvergi af sér hvort sem um var að ræða heyskap, steypuvinnu eða önnur bústörf. Þegar við hittumst fyrir sunnan var gjaman rætt um búskapinn á Brún og fylgdist Gestur með öllu og margan þarfan búshlut tók hann með sér norður gegnum árin. Á árunum milli 1960 og 1965 var þar og var ánægð. Oft spurði hún: „Hvað fæ ég að vera hér lengi?“ Amma var einstök kona, alltaf kát og glöð og vildi allt fyrir aðra gera, gjafmild var hún mjög og ef einhver gaf henni eitthvað, vildi hún borga það margfalt til baka með gjöfum eða öðrum hætti. Ég á eftir að sakna fallega bross- ins og að heyra ekki lengur dillandi hláturinn þinn. Loksins fékkstu þína langþráðu hvíld. Elsku amma mín, hvíl þú í friði. Þín, Eva. Á kveðjustund langar okkur að minnast elskulegrar ömmu okkar í örfáum orðum. Við þekktum ekki ömmu okkar öðruvísi en sem hressa og skemmtilega konu. Á okkar yngri árum var það fastur liður í tilverunni og tilhlökkun að heimsækja ömmu á jóladag eða um páskana, þar sem öll fjölskyldan hittist og naut samveru- stundarinnar. Amma og afi, sem dó fyrir 15 árum, lögðu mikið upp úr því að gera þessar stundir sem best- ar. Það var mikill missir fyrir ömmu þegar afi dó, þau voru mjög samrýnd hjón sem nutu þess að vera umkringd sínu nánasta fólki. Það eru margar minningar sem rifjast upp á kveðju- ég nokkrum sinnum tímabundið til lækninga fyrir sunnan. Dvaldi ég þá oft hjá Gesti milli sjúkrahúsdvala, en hann stjómaði þá hjúkrunarheimilinu á Úlfarsá og bjó þar. Var það óreynd- um sveitapilti hlýlegt athvarf og eins kynntist ég þar hve vinmargur og vinsæll Gestur var og gestkomur til hans tíðar. Á Úlfarsá átti Gestur nokkrar kindur og hafði mikið yndi af, fékk hann þar að nokkru uppfylltar bemskuóskir sínar um eigin búskap. Þegar litið er yfir lífshlaup frænda að leiðarlokum sýnist manni að hann hafí verið eitt af þeim traustu náttú- rabörnum þessa lands sem örlögin hafa flutt á suðvesturhomið án þess að hugur þeirra stæði til þess. Jarðneskur líkami Gests frænda var borinn til moldar í Gufuneskirkju- garði þriðjudaginn 18. apríl en ein- hvem veginn fínnst mér að hugur hans hafí þegar tekið stefnuna norð- ur yfir heiðar. Ari Teitsson. Gestur Bjömsson var af þingeysk- um bændaættum og ólst á sínum tíma upp á traustu sveitaheimili ásamt eldri systkinunum fimm. Fað- ir hans var þá farinn að vera tals- vert að heiman við félagsmálastörf. Gestur var litla bamið Elínar móður sinnar og mjög hændur að henni, enda líkur henni og hennar fólki. Hann hélt sérstaklega upp á 100 ára afmæli hennar fyrir hálfum öðram áratug, og sýndi það ræktarsemi hans. Nokkra eftir tvítugt fór Gestur til Reykjavíkur og hóf störf við umönnun sjúklinga á Kleppsspítala. Hann gat sér svo gott orð þar að eftir fáein ár var honum falin forstaða sérstaks útibús frá spítalanum að Úlfarsá í Mosfellssveit. Þangað vora einkum sendir áfengissjúklingar, en einnig geðsjúklingar af öðra tagi. Gestur annaðist vistmennina af stakri þolin- mæði og umhyggju sem átti sér lítil takmörk, enda fór svo að margir sjúk- stund og við fínnum ennþá kaffilminn úr eldhúsinu hjá ömmu á Langholts- veginum, en þar fengum við besta kaffí í heimi, pönnukökur og norskar vöfflur sem vora punkturinn yfír i-ið. Svo var alltaf notalegt að tylla sér á stól í stofunni og skoða norsku viku- blöðin hennar ömmu eða úti í garð á sumrin en það virtist alltaf vera gott veður heima hjá henni. Garðurinn bar snyrtimennsku hennar vitni og virð- ingu hennar fyrir náttúranni, hún var dugleg að rækta plöntumar í garðin- um sínum. Eins var hún dugleg að rækta það góða í samferðafólki sínu á lífsleiðinni. Við viljum þakka fyrir allar samverastundimar sem við höf- um átt með elsku ömmu okkar, hress- leiki hennar, kærieiki og hlýja skilja eftir góðar minningar. Húh amma er dáin! - horfin heim. - - Þín himnesk bíða laun, þú vannst með heiðri striðið strangt og starfsins þungu raun. En hver er jarðlífs heiður þinn við hinsta lifsins stig? Úr silfurlokkum knýttur krans, er kiýndi eilin þig. Nei. Minning þín hjá mörgum geymd er mesti heiður þinn, því æðsta mark og verk þitt var að vinna himininn; linganna vildu helst ekki annars stað- ar vera en þjá honum. Gestur var bæði snjall kokkur og Iaginn við húsverk. Að eðlisfari var hann hlédrægur, skapgóður, kankvís og glettinn. Hann var jafnvel ekki laus við að vera eilítið stríðinn, en það var alltaf í góðu og fylgdi þá mikil kímni, og höfðu allir gaman af. Þegar Gestur skildi við Oldu konu sína var um það samið að hann fengi forræði beggja barnanna, Kolbrúnar og Svafars. Þau vora einstaklega hænd að Gesti, sem var að öllu leyti hinn umhyggjusamasti faðir. Kolbrún vann með föður sínum á Úlfarsá síð- ustu ár hans þar, uns vistheimilið var lagt niður. Gestur var ætíð mjög tengdur ætt- ingjunum í Þingeyjarsýslu. Hann kom norður árlega, og ók þá gjama á Land-Rover-jeppa. Þá tók hann virk- an þátt í heyvinnu og öðrum nauð- synjastörfum á Brún. Böm hans vora þar einnig, jafnvel langdvölum. Eftir að Svafar settist að á Húsavfk hjálp- aði Gestur honum við húsbyggingar á sumrin. Landið þekkti Gestur vel, og ferða- lög um það vora honum mjög hugleik- in. Meðal margra bóka, sem hann átti, voru allar árbækur Ferðafélags íslands. Gaman hafði hann af því að renna fyrir fisk, og gat helst orðið af því í sumarferðunum. Sömuleiðis hafði hann yndi af söng. Eitt af hugð- arefnum hans var blómarækt, sem hann stundaði með góðum árangri á Úlfarsá. Þá var hann áhugamaður um ræktun íslenska fjárhundsins og átti um tíma góða, hreinræktaða hunda. Gestur var hinn mesti reglumaður, en þó var lengi vel hægt að fá hjá honum í nefíð. Hann var mjög gestris- inn og góður heim að sækja og naut undirritaður þess iðulega, einkum á námsárum sínum í Reykjavík. Ég sendi Gesti frænda mínum nú lokaþakkir fyrir margendurteknar hlýjar móttökur og óþijótandi góð- vild. Afkomendur hans fá um leið innilegar samúðarkveðjur. Björn Teitsson. Þú keptir þangað umfram allt um æfi þinnar skeið og bentir margri bamsins sál svo blitt á sömu leið. (Steinn Sigurðsson) Við söknum þín, elsku amma. Guð geymi þig. ^ Ingibjörg Ásmundsdóttir, Þorlákur Ásmundsson. Við kveðjum elskulegu langömmu, sem alltaf var svo hlý og góð við okkur. Maigs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Jóhann Daði, Svandís Heiða og Guðmundur Bjarni. Ástkaer faðir okkar, DIÐRIK SIGURÐSSON áður bóndi ó Kanastöðum, lést ó Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. apríl. Börnin. t SIGURÐUR EINARSSON, áður Öldugötu 13, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. Aðstandendur. MflNflBEfl 61 ■ i u Glæsilegur salur, góð þjónusta og veglegt kaffihlaöborð kr. 790- Fí m s m \N Veislusalur Lágmúla 4, simi 588-6040

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.