Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 44

Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR + Hulda Helga- dóttir fæddist á Borgarfirði eystra 6.2.1912 og lézt í Reykjavík 8. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru Hólmfríður Björnsdóttir frá Staffelli í Fellum og Helgi Björnsson frá Njarðvík eystra. Hún ólst upp á Borgarfirði og Njarðvík eystra. Systkini Huldu sem koraust til fullorð- insára voru: Anna, Bjöm, Vigfús, Regína, Aðal- heiður Elísabet og Jón. Eftir- lifandi em Vigfús, Regína og Aðalheiður Elísabet. Maður hennar var Þór Skaftason vél- stjóri frá Akranesi, hann var uppalinn á Blikastöðum í Mos- fellssveit. Hulda stundaði ýmis störf í landi og á sjó, en var lengst af yfirþerna á Gullfossi. Hulda var jarðsungin frá Fossvogskirkju 18. apríl sl. MIG LANGAR með örfáum orðum að minnast stjúpmóður minnar, Huldu Helgadóttur, sem lést 8. apríl síðastliðinn; þakka henni sam- fylgdina og alla hennar tryggð og elsku í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég kynntist Huldu ekki fyrr en ég var orðin fullorðin en ógleyman- legar eru allar samverustundimar sem aldrei bar skugga á, hvort sem var yfir kaffibolla heima í eldhús- krók hjá henni í Blönduhlíðinni eða í bfltúrunum meðfram sjónum sem var henni svo hjartfólginn. Unun var að hlusta á hana segja frá kynnum sínum af sjómennsku, allt frá æsku er hún reri með föður sínum í Njarðvíkinni til þeirra daga er hún vann sem þerna og yfir- þema á Gullfossi. Vinátta Huldu, lífsviska ásamt óþijótandi frásagnargleði em dýr- gripir sem ég geymi og aldrei gleymi. Orðin hennar þegar ég hringdi og spurði hvort ég mætti kíkja inn mun ég ávallt varðveita: „Þú veist, Hildigunnur mín, að þú ert ávallt velkomin". Ég mátti líka vita fyrir víst að við eldhúshorðið hjá Huldu myndi ég heyra allar þær fréttir af lands- og heimsmálum, sem ég hafði misst af í önnum daglegs lífs. Lýsti það persónu Huldu vel hve mikil áhrif fréttir af bágindum stríðshijáðra höfðu ávallt á hana og hversu eindregna afstöðu hún tók með lítilmagnan- um. Saklaus fómarlömb áttu þá einatt hug hennar allan. Ég votta öllum ættingjum og vinum Huldu mína dýpstu samúð. Við höfum öll mikið misst og sökn- uðurinn er sár, en huggunin felst í ógleymanlegum minningunum um góða, heilsteypta konu, sem hugs- aði jafnan fyrst og síðast um hag .sinna nánustu, ættingja jafnt sem vina. Guð blessi minningu Huldu Helgadóttur. Þökk fyrir allt. Hildigunnur Þórsdóttir. Kærasti og nánasti vinur fjöl- skyjdu minnar er nú látinn. Ég kynntist Huldu Helgadóttur þegar ég kvæntist fósturdóttur hennar, Guðrúnu K. Þórsdóttur, fyrir rúmum sautján árum. Ásamt eiginmanni sínum Þór Skaftasyni yfirvélstjóra tók hún mér opnum övmum og af þeirri hjartahlýju að betri tengdaforeldra fannst mér og fínnst enn ekki verða á kosið. Tengdafaðir minn Þór lést um ald- ur fram 1982. Hulda bjó ein frá þeirri tíð í Blönduhlíð 11, þar sem staðið hafði heimili þeirra hjóna alla þeirra búskapartíð. Heimilið í Slönduhlíð 11 stóð fjölskyldu minni alltaf opið. Við hjónin og börnin áttum margar góðar stundir. Eins var Hulda tíður gestur okkar, einkum um jól og páska. Börnunum var hún sú amma sem þau best vissu af. Hulda lifði viðburða- rík ár þegar bönd stór- fjölskyldunnar brustu og atvinnuhættir tóku meiri breytingum í landinu á fáeinum ára- tugum en þeir höfðu gert á öldum áður. Ung horfðist hún í augu við dauðann er hún fékk berkla. í nokkur ár barð- ist hún við þennan vágest og vann þann sigur að komast lífs af með óbilaða innri orku þó líkaminn hefði fengið áfall, sem aldrei náðist að bæta að fullu. Huldu var í blóð borið að standa á eigin fótum — sjálfstæð og óháð öðrum efnalega. Hún leitaði sér því vinnu um leið og heilsan leyfði. Frá því hún mundi eftir sér hafði sjómennska heillað hana, atvinna á þeim vettvangi var henni að skapi og hennar hlut- skipti. Lengst vann hún sem yfír- þerna á flaggskipinu ms. Gullfossi. Minningar um þann tíma og alla þá vini, sem hún eignaðist þar, voru henni hugleiknar að loknum starfsdegi. Hulda fylgdist vel með atburðum líðandi stundar og tók afstöðu til mála af einurð. Hún leyndi ekki hugsjón sinni um jöfnun á kjörum fólks en hafði ímugust á sjálfsvor- kunn. Orðheldni og tryggð voru kostir, sem hún sjálf hafði til að bera, og mat enda mest hjá öðrum. Okkur öllum, sem nú sjáum í söknuði á eftir Huldu, verður hugg- un fögur minning um góða konu. Að loknum löngum og giftudijúg- um degi er gott að hvflast. Páll Þorsteinsson. Nú dvel ég í Blönduhlíðinni í síð- asta skipti á ævi minni. Hulda okkar er dáin. Þó ég sé búin að vera búsett erlendis í rúm 30 ár, átti ég alltaf heimili að sækja á íslandi hjá Huldu móðursystur minni. Hulda var Nonna bróður og mér meira en bara frænka. Móðir okkar dó ung og þá tók Hulda við. Okkur fannst hún verða mamma okkar og eins og Jón bróðir sagði: „Áður fyrr var hún pabbi okkar,“ en fað- ir okkar dó þegar við vorum unga- böm. Hulda var alltaf til staðar að hjálpa mömmu með okkur. Hún hafði mikla þörf fyrir að láta okkur aldrei finnast að við værum útund- an miðað við önnur börn, vegna þess að við vorum föðurlaus. Hulda átti okkur og við hana. Ég fæddist á Landspítalanum þeg- ar Hulda og bezta vinkona hennar, Ingibjörg, lágu á spítalanum. Móð- ir mín fór með mig nýfædda til að sýna þeim vinkonunum. Hulda sagði alltaf að hún hefði séð mig á undan nokkrum öðrum. Hún var mér tengd frá fæðingu og alla tíð stoð og stytta. Hún var á Gullfossi frá því hann kom til landsins. Við biðum alltaf með öndina í hálsinum horfandi út um eldhúsgluggann hjá okkur til að sjá hann sigla inn Flóann. Við systkinin fórum alltaf um borð til að heilsa upp á Huldu. Við misstum aldrei úr ferð. Þá spurðu allir Huldu hvort við værum börn- in hennar, en hún svaraði alltaf: „Ég fæddi þau nú ekki, en ég á þau nú samt.“ Þegar börn í nágrenni okkar fengu ný hjól, sum frá feðrum sem sigldu á togurum, fengum við Nonni hjól sem voru flottari en nokkur annar átti. Ég man líka þegar ég byijaði í Kvennaskólan- um, þá var ég í þessu fína ullar- pilsi og peysu frá Skotlandi. Þegar við systkinin vorum ung sigldum við með henni til Skotlands og Danmerkur, þá var ég aðeins 13 ára. Var þetta sérstakt fyrir krakka á okkar aldri. Hún var alltaf að hugsa um okkur. Minningamar eru endalausar og munu aldrei gleyin- ast. Þegar Hulda kom í land kom hún alltaf fyrst til mömmu. Þær systur voru svo samrýmdar og þótti svo vænt hvorri um aðra. Þrátt fyrir öll sín veikindi á yngri árum var ekki til duglegri kona. Hún sagði okkur oft sögur af því að hún hefði byijað að róa með föður sínum aðeins 5 ára gömul og dró sjórinn hana alltaf til sín. Hulda dvaldi tvisvar á heimili okkar í Bandaríkjunum. í fyrra skiptið kom Þór maður hennar með henni, í seinna skiptið kom hún eftir að Þór var dáinn. Böm mín litu á hana sem ömmu sína á ís- landi, enda voru þau bæði oft á heimili hennar í Blönduhlíð 11. Hulda var vinamörg. Ef þú áttir hana að var ekki til traustari mann- eskja. Það var alltaf hægt að leita til Huldu, hún var alltaf öllum til hjálpar. Við kveðjum þig, Hulda mín, með miklum söknuði og vitum að vel verður tekið á móti þér. Helga Jónsdóttir Felt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum Ijóðlínum og nokkr- um orðum langar okkur að kveðja ástkæra ömmusystur okkar, Huldu Helgadóttur, sem kom okkur í ömmustað. Ævi hennar var litrík þar sem hún ung fór til sjós, fyrst með föð- ur sínum á síldarbáti, og síðar með Gullfossi sem yfirþema til margra ára. Hafði hún frá mörgu að segja og eru sögur hennar okkur minnis- stæðar. Hún fékk einnig að kenna á mótlæti í lífínu sem efldi hana og styrkti og var hún okkur fyrir- mynd fyrir dugnað, áræði og styrk. Hulda var ávallt með á nótunum, hafði skoðanir á öllum hlutum og tilbúin að ræða þær. Heimili hennar í Blönduhlíð 11 var okkur ávallt opið og gestrisni hennar var ótakmörkuð. Þegar við fluttumst til Mosfellsbæjar árið 1977 urðum við sem enn stunduð- um nám í Hlíðarskóla daglegir gestir á heimili hennar, þar sem okkar ávallt beið fullbúið veislu- borð. Við viljum þakka henni um- hyggju, hlýju og velvild, og biðjum henni Guðs blessunar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálmur 23) Karl, Hulda, Ólöf Dóra, Erlingur og Helga Bára. Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þessi orð áttu vel við um' vinkonu mína Huldu Helgadóttur, sem lést 8. apríl s.l. Hulda átti að vísu 83 ár að baki, en var síung í anda, hélt fallega dökka hárinu sínu og fylgdist svo vel með fréttum úr öllum heimshornum fram á síð- ustu daga og mundi öll þessi fram- andi nöfn og staði. Manni fannst þetta óskiljanlegt. Hún hafði líka sínar ákveðnu skoðanir á innlend- um málum, og þýddi ekkert fyrir mann að segja henni að manni fyndist nú annað betra. Það var alltaf svo gaman að koma til henn- ar og spjalla yfir kaffibolla. Hún gat frætt mann um svo margt gam- alt og nýtt og naut þess að segja frá, sem hún gerði svo vel. Hún var mjög hrifin af sígildri tónlist og sá margar óperur heima og er- lendis. Einhveiju sinni sagði hún mér að það hefði verið sín fyrsta hugsun þegar hún fór að vinna fyrir peningum, að hún þyrfti að koma sér upp góðum bókakosti, sem hún gerði. Hulda fæddist á Borgarfirði eystra, var Austfirðingur í húð og hár. Hún flutti ung á mölina og kunni alla tíð vel við sig í Reykja- vík. Það voru þung örlög þegar hún ung greindist með berkla og í hönd fór langt og erfitt veikindastríð. Hún var á sjúkrahúsinu á Seyðis- fírði til að byija með, en fyrir eigin dugnað tókst henni að komast suð- ur sér til lækninga. Fyrst var hún á Reykjahæli í Olfusi og síðan lá hún í gifsi á Landspítalanum í rúm- lega 2 ár. Þrátt fyrir þetta komst hún til ágætrar heilsu og átti eftir að sigla um öll heimsins höf. Hún hafði sjómannsblóðið í æðunum, byijaði snemma að sækja sjóinn með föður sínum og minntist þeirra stunda með ánægju. Hún var kokkur á síldarbátnum Degi. Síðar fór hún ásamt verðandi skipsfélögum sínum og sótti Gull- foss til Kaupmannahafnar. Fyrst var hún þerna og síðar yfirþerna á skipinu í mörg ár. Hún sigldi til Miðjarðarhafsins og milli Frakk- lands og Afríku þegar skipið var í leigu þar. Hún átti góðar minning- ar frá Gullfossárunum sem hún talaði oft um. Vinnan var að vísu lýjandi, en björtu minningamar stóðu alltaf upp úr. Á þessum árum bjó Hulda í húsi foreldra minna. Hún var vinkona þeirra, ömmu minnar og okkar systkina, svo langt sem við munum. Það gladdi lítið fólk þegar það gat farið niður í Gullfoss þegar hann kom að landi til að finna Huldu. Hún átti alltaf eitthvað til að gleðja okkur. Minningarnar hrannast upp. Þessi áratuga gamla vinátta hennar og systkina hennar við okkar fjöl- skyldu, sem aldrei bar skugga á, gleymist aldrei. Umhyggjusemin við okkur öll, þama var ekkert kynslóðabil. Hulda giftist öðlingsmanni, Þór Skaftasyni yfirvélstjóra hjá Eim- skip. Hann lést um aldur fram árið 1982, þá var mikill harmur kveðinn að Huldu. Þór reyndist henni í alla staði vel, studdi hana og tók þátt í umhyggjuseminni við frændfólkið og vinina. Þau áttu mörg góð ár saman, ferðuðust mikið innan lands og utan, þetta voru árin sem upp úr stóðu á vegferð langri. Þór átti tvær dætur af fyrra hjónabandi, Hildigunni og Guðrúnu Kristínu. Þær em báðar giftar og eiga böm, sem Huldu þótti mjög vænt um. Guðrún kom unglingur á heimili pabba síns og Huldu. Hún bjó hjá þeim þar til hún stofnaði eigið heimili. Báðar dætumar hafa reynst henni vel, ekki síst nú á seinni árum þegar heilsan fór að bila. Sjálf eignaðist Hulda ekki böm, en Helga Jónsdóttir Felt og Jón Erlings Jónsson, börn Önnu systur hennar, voru henni alla tíð mjög kær. Hún hjálpaði Önnu með upp- eldi þeirra, þar sem faðir þeirra lést er þau vora í frambemsku. Hún vakti yfir velferð þeirra og fyölskyldna þeirra og þau yfír henn- ar. Eftirtektarvert er á þessum tíma hraða og tímaleysis, hvað systkinin frá Borgarfírði eystra og fjölskyld- ur þeirra vora og eru nátengd. Nú era á lífí Regína, Elsa og Vigfús. Þessum línum fylgja innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra ást- vina Huldu. Hvíl í friði, elsku Hulda mín og þökk fyrir allt og allt. Ásta Breiðdal. t Hjartkær eiginmaður minn, EINARG. JÓNSSON, Grandavegi 47, lést í Landspítalanum 18. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstand- enda, Guðlaug Einarsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður á Mánabraut 9, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 14. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 14.00. Haraldur Gfsli Bjarnason, Guðjón Haraldsson, Herdís Magnúsdóttir, Bjarnfríður Haraldsdóttir, Sigurður Hjálmarsson, Ólöf Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI EINAR PÁLSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, fyrrverandi bóndi, Hvammi í Fljótum, sem lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 13. apríl, verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 13.00. Ingibjörg Bogadóttir, Kristrún Helgadóttir, Karl Sighvatsson, og barnabörn. HULDA HELGADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.