Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 53

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 53 BRÉF TIL BLAÐSINS Nokkur orð um electro-smog, og stafræn fjarskipti Háttvirtur heil- brigðisráðherra Frá Sigurði Kolbeinssyni: ELECTROSMOG er nokkuð mikið umtalað umhverfisvandamál hér í Mið-Evrópu. Þar af beinist helsta athyglin að handlegum GSM-farsímum (handy’s). Elect- rosmog er einfaldlega útskýrt sem rafsegul-bylgjur sem hafa trufl- andi áhrif á taugakerfi manna og dýra. í flestum tilfellum eru afleið- ingarnar krabbamein. Áhrif af E.S. hafa komið í ljós hjá fólki sem býr nálægt eða undir háspennulín- um og nálægt sterkum útvarpss- endum. Þar sem GSM starfar staf- rænt eru áhrifin önnur og meiri. Það skýrist þannig að þær út- varpsbylgjur eru mótaðar staf- rænt, þ.e. runur af púlsum. Slíkt á ekki við hjá gömlum farsímum eða talstöðvum, þar sem þær virka * analog. Sumir telja að 6 klst. stanslaus notkun „handy“-tækis (með loftnet í innan við tíu senti- metra bili frá heila) samsvari hálfri mínútu inni í örbylgjuofni. Hjá flestum íbúum er það helsta tískan að nota stafræn eða tölvu- stýrð heimilistæki. Hjá Pósti og síma er mikið lagt í að endurnýja með stafrænum símstöðvum. Þar eru ljósleiðarar mjög góð og hag- kvæm tækni. (Þeir gefa ekki frá sér geislun, þar sem þeir senda ljós en ekki rafmagn.) Þar kemur samt upp annað vandamál, sím- stöð sem stýrð er af fáum örgjöf- um (AXE, EWSO) er verulega næmari gegn litlum áföllum heldur en þær birgðar með eldri tækni (ARF, EMD), samanber fréttum af útföllum. Tölvur eiga það ein- kenni að geta bilað (frosið) hvenær sem er. Þá eru í nýrri stöðvum vel 10.000 númer lokuð, en í stöðvum af eldri tækninni verða við bilun nokkrar grúpur (c.a.: 20 - 100 númer) sambandslaus. Eini gallinn við þær gömlu eru að þær eru byggðar með „releum“ og „mecan- iskum“ veljurum, sem gerir þær plássfrekar og seinvirkar. Þar með er samt ekki sagt að smíða megi stöðvar eftir gamla laginu úr transistorum og rökrásum, sem myndu gera þær fyllilega sam- keppnishæfar við stafrænar. Ég er að vinna við það í mínum frítím- um. SIGURÐUR KOLBEINSSON, CET. 16 citi Kremerich, L-6133 Junglinster. Luxemborg. Frá Margréti M. Ragnars: ÉG HEF nú um nokkurt skeið verið að velta fyrir mér þeirri ákvörðun'þinni að draga úr fjárhag kvennadeildar en efla glasafijóvg- unardeild sem þeim sparnaði nemur og hvernig þessar ákvarðanir rek- ast hver á aðra í framtíðinni, því með öflugri glasafijóvgunardeild má búast við að þungunum fjölgi allverulega ef vel tekst til. Á sama tíma mun trúlega draga úr fóstur- eyðingum vegna fjárskorts kvenna- deildar. Þar með bætist við ákveð- inn fjöldi þungana sem því nemur. Hver verður staða sængurkvenna framtíðarinnar eða á ég heldur að segja lega? Eiga verðandi mæður eftir að upplifa það sama og móðir mín sem vísað var frá fæðingar- deild þann 15. júní 1952 því fleiri konur komust ekki fyrir á göngum og klósettum fæðingardeildar. Það var lánið mitt þennan júnídag fyrir fjörutíu og þremur árum að amma mín var heimavinnandi húsmóðir, og gat aðstoðað móður mína þegar ég leit dagsins ljós. Ég sé fyrir mér yfirfulla ganga kvennadeildar framtíðarinnar af öryggislausum sængurkonum. Kon- um sem hafa ekki mæður né frænk- ur að hlaupa til, þær eru allar úti á vinnumarkaðnum því húsmæðra- starfið er löngu komið í glatkistuna enda lítils virt af öllum flokkum þessa lands. Kæri Sighvatur, gang- ið hægt um gleðinnar dyr. Fijóvgið ekki konur á færibandi til að þær komi síðan að lokuðum dyrum kvennadeildar. í upphafi skyldi endinn skoða. Virðingarfyllst, MARGRÉT M. RAGNARS, Hólabergi 4, Reykjavík. Okristilegar lífsreglur Ingibjargar Sólrúnar Frá Þórdísi Pétursdóttur: í STUTTU lesandabréfi vakti ég athygli á því að Ráðhúsið hefði verið lagt undir ókristilega „ferm- ingu“ og velti fyrir mér hlutverki Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra við þessa athöfn. Formaður félags áhugafólks um borgaralegar at- hafnir hefur nú upplýst að Ingi- björg Sólrún hafi þar verið í aðal- hlutverki. Hann segir í Morgun- blaðinu sl. laugardag að hún hafí verið fengin til að ávarpa bömin „og leggja þeim lífsreglurnar“, og að hún hafi lýst yfir „ánægju með þetta nýja hlutverk Ráðhússins“. Hér er það á hreinu að bæði borgarstjórinn og Ráðhúsið, sam- eign allra borgarbúa, hefur fengið nýtt hlutverk. Ingibjörg Sólrún ræður því að sjálfsögðu hvort hún vill vera kristin eða ekki. En hún á ekkert með að nota stöðu sína Smáflugur Nú á að kjósa nöfnin rétt nokkrir gjósa hverir. Oft er glósa færð í frétt fáum hrósa gerir. Liggur spenna lofti í lýðsins fjörgast kraftur. Farartæki um borg og bí bruna fram og aftur Afleiðingar enginn sér eftir þungan róður. Hver einn sínar byrðar ber blómgvist ríkissjóður. Flugur urðu til að morgni Al- þingiskosningadags 9. apríl sl. HUGRÚN uiMnir FBllihýsin mest seldu á íslandi. \EVRO HF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. og Ráðhúsið til að efla trúleysi og leggja ungu fólki ókristilegar lífs- reglur. Ef hún endilega vill leggja trúleysingjum lið, getur hún gert það annars staðar og ekki sem borgarstjóri. Úthýst Jónas Gíslason, fyrrv. vígslu- biskup hefur nú upplýst i grein í Morgunblaðinu, að Hjálpræðisher- inn hafi í fyrra fengið vilyrði fyrir því hjá borgarstjóra sjálfstæðis- manna að halda samkomu í Ráð- húsinu í tilefni af hundrað ára afmæli Hjálpræðishersins. Þegar að því kom að ganga eftir efndum fékk yfirmaður Hjálpræðishersins ekki einu sinni viðtal við Ingi- björgu Sólrúnu og var úthýst af aðstoðarmanni hennar. Þá vitum við það hvernig Ingibjörg Sólrún hugsar og vinnur. Hjálpræðisher- inn sem starfar innan þjóðkirkj- unnar og hefur sinnt hér ómet- anlegum mannúðarstörfum í hundrað ár fær ekki inni í Ráðhús- inu fyrir afmæli sitt en trúleysingj- CAaiun sc 3ja hjóla, -lítill beygjuradíus. Einstaklega þægilegur í meðferð. Lyftir hátt í 6 m. CROWN -Gæði fyrir gott verð. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP SÍMI 564 4711 • FAX 564 4725 ar eru þar velkomnir og borgar- stjórinn stígur í stól, leggur börn- unum ókristilegar lífsreglur og lýsir svo yfír „ánægju með þetta nýja hlutverk Ráðhússins“. Ekki er víst að allir verði búnir að gleyma þessu í næstu borgar- stjórnarkosningum. ÞÓRDÍS PÉTURSDÓTTIR, Keilugranda 10, Reykjavík. r L%H| Framlín h ■ ■ Miiiimwii** Suöurveri, Stigahlíö 45, sími 3 m ■ ■ ■ ■ ■ ■ 4852 ;r Frí fílrriíi > Ahivttcirkof r< Frí ■jtíokkun r « Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarsso nar Herrahartoppar Herrahárkollur G SÉRLEGA STERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR r pantið einkatíma G RÁÐGJAFI Á STAÐNUM Hár:x. (Ðpryði V y Sérverslun V Ðorgarkringlunni, sími 32347. Rýmingarsala búsáhöldum í Hagkaup Skeifunni HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.